Víkurfréttir - 16.03.2000, Page 24
Fnimsyning a „Engu klamP'
Leikfélag Keflavíkur frumsýnir revíuna „Ekkert klám“ n.k. föstudag kl. 21 í Frumleikhúsinu.
Verkið er eftir Júlíus Guðmundsson, Ómar Óiafsson, Huldu Ólafsdóttur o.fl. Þetta er spreng-
hiægileg leikrit þar sem hversdagslegir hlutir og þjóðþekktar persónur eru umfjöllunarefnið.
Það má enginn missa af þessari sýningu.
jia 15 arqgPal^ia 15 ara Palóma 15 arc^P^óm^ 15 ara^Paloma 15 an
fermingardragtir á
mömmur og ömmur
Víkurbraut 62 - sími 426 8711
Eigendaskipti
Um leið og ég óska nýjum
eigendum til hamingju með
Gallery Hringlist vil ég þakka
fyrir góðar viðtökur á liðnum árum
íris Jónsdóttir
Félagsvist
Reynis
Unglindadcild Knatt-
spyrnudeildar Reynis í
Sandgerði ætlar að halda
félagsvist sem hefst n.k.
sunnudagskvöld. Síðan
verður spilað 26. mars og
2. apríl. Mótið fer fram á
sal Grunnskólans í Sand-
gerði og hefst kl. 20 öll
kvöldin. Verðlaun verða
veitt fyrir hvert kvöld og
síðan fyrir öll kvöldin
samanlagt.
Reynisfélagar og stuðn-
ingsmenn Reynis sem og
aðrir sem hafa gaman að
því að grípa í spil, eru
hvattir til að mæta og
styðja við Unglingadeild
knattspyrnudeildar Reyn-
is.
Reykjaneshollin
Nú er um mánuður síðan við
tókum við Reykjaneshöllinni,
glæsilegu íþróttahöllinni okkar.
Allir sem rætt hafa við undirrit-
aðann og komið hafa í húsið,
bæði leikmenn og áhorfendur,
hafa lofað hversu glæsilegt það
er í alla staði. Leikmenn hafa
lofað hversu gott er að leika
knattspymu í húsinu. Þá þykir
húsið falla mjög vel að
umhverfi sínu.
Húsið er 12,5 metrar á hæðina
að innanmáli, þar sem það er
hæst, en 5,5 metrar mælt við
hliðarlínu upp í sperrn. í hús-
inu er ávallt hægt að halda 15
stiga hita, þar sem þakið í hús-
inu er sérstaklega vel einangrað
miðað við íslenskar aðstæður.
Loftræsikerfið er stærra, vand-
aðra og dýrara en í sambæri-
legum húsum erlendis. Stæði
eru meðifam vellinum fyrir um
lOOOmanns. Tjald skiptir hús-
inu í miðju og þannig fást tveir
sjálfstæðir vellir. Gervigras er
af dýmstu og bestu gerð.
Þjónustubygging er 250 fm.
hvor hæð. Búningsaðstaða er á
neðri hæð og aðstaða fyrir
dómara og veitinga - og fund-
araðstaða er efri hæðinni.
Þjónustubyggingin er klædd að
utnaverðu með jatoba
brasilískum harðviði. Eftir er
að ganga frá 150 bílastæðum
fyrir framan húsið, þar af 50
malbikuðum stæðum og 180
malarstæði eiga að koma aftan
við húsið að vestanverðu.
Þetta verður gert í vor og er
innifalið í byggingarkostn-
aðinum.
Umsamið verð á húsinu er 371
milljón króna og miðar
samningur okkar við það að
við greiðum 28 milljónir króna
í 35 ár, auk þess höfum við
leiguréttindi til 15 ára í viðbót.
Verkafl hf., eigandi hússins,
getur ekki selt eða leigt öðmm
húsið en Reykjanesbæ. Verkafl
hf. sér um allt viðhald að utan
fyrstu 5 árin. Við töldum það
mjög mikilvægt vegna slæmrar
reynslu af lekavandamálum í
stórum byggingum á Islandi,
sem eiga að teljast fullbúnar.
Starfsmenn Verkafls hf. hafa
eigi að síður lagt sig fram um
að vanda alla smíði og frágang
við húsið.
Undirritaður var formaður
dóm- og úttektarnefndar á
byggingu hússins og hefur því
haft góða aðstöðu til þess að
íylgjast með byggingu þess frá
upphafi. Það skal fullyrt hér að
hefði Reykjanesbær byggt
húsið, eins og tíðkast hefur
með önnur skóla - og íþrótta-
mannvirki, þá hefði þessi
bygging ekki kostað undir 470
til 500 milljónum króna. Þá
hefði bærinn þurft að sjá um
allt viðhald utanhúss strax.
Þakið er 8350 fermetrar. Allt
tal minnihlutans um að samn-
ingur um þetta mannvirki hafi
verið óhagstæður er fjarstæða.
Minnihlutinn hefur haldið því
fram að útleiga á húsinu sé of '
lág. Því er til að svara að
núgildandi útleiguverðið er
hugsað sem sérstakt kyn-
ningarverð til vorsins til þess
að kynna húsið og bæjarfélag-
ið. Tímatafla hússins og út-
leiguverð verður síðan end-
urskoðað í vor. Það gæti allt
eins farið svo að útleiguverðið
verði breytilegt eftir tímabilum.
Það munu fást töluverðar
tekjur af útleigu á iþróttahús-
inu, til þess að borga niður rek-
sturinn.
Meirihluti Reykjanesbæjar
þorði að fara ótroðnar slóðir í
því að koma upp hina ódýra en
glæsilega íþróttahúsi, sem
Reykjaneshöllin er. Önnur
sveitarfélög líta nú mjög til
þess, sem við höfum gert og
eru nú að skoða kosti þess að
fara sömu leið. Enda er þessi
leið að mínu mati sú raunhæf-
asta til þess að skapa æskufólk-
inu okkar góða aðstöðu til
íþróttaiðkana. Þessi leið er því
mikilvægur liður í forvarn-
arstarfi bæjarfélagsins gegn
óreglu og eiturlyfjum og upp-
byggingu æskulýðsstarfs.
Þorsteinn Erlingsson,
bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjanesbæ.
24