Víkurfréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 4
■ Framkvæmdir við flustöðina ganga vel:
Kostnaöur um 4 milljarðar kpona
■Núverandi flugstöðvarbygging einnig stækkuð. Á annað hundrað manns vinna við bygginguna.
Framkvæmdir við
stækkun Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar eru í
fullum gangi. Astæður þess
að ráðist var í stækkunina
eru fyrst og fremst fjölgun
flugfarþega til og frá landinu
og samningur milli nokkurra
landa um frjáls ferðalög án
vegabréfsskoðunar (Schen-
gen).
Núverandi flugstöð var hönnuð
til að taka við um einni milljón
farþega á ári. Farþegar árið
1999 vom um 1,47 milljónirog
í ár er gert ráð fyrir um 1,6
milljón farþega.
Farþegafjöldi margfaldast
Að sögn Óskars Valdimarsson-
ar, forstjóra Framkvæmdasýslu
ríkisins, gera farþegaspár ráð
fyrir að farþegafjöldi verði um
2 milljónir árið 2005, 2,7 millj-
ónir árið 2010 og allt að 3,5
milljónir árið 2015.
„Nú em tveir aðalverktakar að
vinna við svokallaða Suður-
byggingu, sem er við suður-
enda núverandi landgangs.
Annars vegar Hávirki sf., sem
er samsteypa Istaks hf. og
Hpjgaard & Sult AS/Miðvangs
ehf., en þeir sjá um uppsteypu
og frágang utanhúss. Hins veg-
ar Islenskir aðalverktakar hf. en
jreir vinna við gerð innréttinga
og flughlaða", segir Óskar.
Gert er ráð fyrir að Hávirki sf.
ljúki sinni vinnu í desember
n.k. en íslenskir aðalverktakar í
desember árið 2001.
Stækkun Suðurbyggingar
„Áætlað er að taka hluta bygg-
ingarinnar í notkun í mars á
næsta ári, þegar Schengen-
samningurinn tekur gildi, en
framkvæmdum verður að fullu
lokið í desember 2001.
I Suðurbyggingu, sem verður
um 15.600 m2 á tveimur hæð-
um og kjallara, er meðal annars
gert ráð fyrir aðstöðu fyrir án-
ingar farþega („transit"), sem
ekki þurfa að sýna vegabréf og
koma því í raun ekki inn í land-
ið. Verslunar- og þjónusturými
verður um 4.400 m2 og nýjar
landgöngubrýr verða fimm.
Verða þá alls ellefu landgöngu-
brýr við flugstöðina að loknum
jressum áfanga“, segir Óskar.
Kostar 4 milljarða
Að sögn Óskars er fyrirhugað
að stækka núverandi byggingu,
svokallaða Norðurbyggingu, til
suðurs. Fyrsti áfangi þeirrar
stækkunar, um 700 m2, sem
hýsa á ný innritunarborð verður
tilbúinn í apríl á næsta ári. Hátt
á annað hundrað manns eru nú
við vinnu á byggingarstað, auk
þeirra fjölmörgu aðila sem
vinna að verkinu utan flug-
stöðvarsvæðisins. Heildar-
kostnaður við framangreindar
framkvæmdir er áætlaður tæpir
4 milljarðar króna.
ÞaS er til /e/ð t// að
„lifa” þessu lífi...
Hun liggur í gegnum Jesú Krist sem sagði:
Eg er Vegurinn - Sannleikurinn og LÍfiS.
ViS bjóðum þér að koma og skoða
,,LÍfið” með okkur
fimmtudag og föstudag,
7.-8. sept. kl. 20.
Sérstakur gestur okkar verður
Ed Fernandez fra Filippseyjum,
hingað til hefur enginn sofnað
undir hans prédikun.
Mikill söngur - Drama o.fl.
Vertu tengdur viS skoporonn.
ÞoS er „LÍfiS”
Hvítasunnukirkjan Vegurinn
Hafnargötu 84
Fjölmennum á ljósanótt
í Reykjanesbæ á laugardag
Frábæn árangur í vinnuvernd
Flotastöð Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli vann
nýlega til verðlauna
bandaríska flotamálaráðu-
neytisins fyrir frábæran árang-
ur í vinnuvernd. Elsie Munsell,
aðstoðarráðherra Handaríkja-
flota á sviði vinnuverndar og
umhvernsmála, afhenti yfir-
mönnum Varnarliðsins og
Magnúsi Guðmundssyni, for-
stöðumanni vinnueftirlits
Varnarliðsins, verðlaunin við
hátíðlcga athöfn á Keflavíkur-
flugvelli sl. föstudag.
Flotastöðin á Keflavíkurflugvelli
er stærsta deild Vamarliðsins og
annast alla þjónustustarfsemi
þess á varnarsvæðinu, þ.á.m.
rekstur flugvallarins, húsnæðis,
veitu- og birgðastofnun svo eitt-
hvað sé nefnt. Um 850 íslend-
ingar starfa hjá Varnarliðinu,
flestir hjá flotastöðinni og er
vinnueftirlitið rekið á vegum
hennar.
Islensk vinnuvemdarlög gilda á
Keflavíkurflugvelli. Sú vinnu-
regla er viðhöfð að ávallt er farið
eftir þeim lögum og reglugerð-
um, íslenskum eða bandariskum,
sem ná lengra hverju sinni. For-
stöðumaður og eftirlitsmenn
vinnueftirlitsins eru íslenskir og
annast þeir reglubundið eftirlit
með öryggi og vinnuvemd í öll-
um mannvirkjum og á vinnu-
stöðum á vamarsvæðinu um ör-
yggis við íþrótta- og tómstunda-
iðkun, svo á sviði umferðarör-
yggis-
Fræðsla er stór þáttur starfsem-
innar og fá allir starfsmenn Vam-
arliðsins, íslenskir og bandarísk-
ir, reglubundna þjálfun á því
sviði. Vinnuslys eru fátíð á
Keflavíkurflugvelli og forsvars-
menn segja það ekki síst vera að
þakka árangursríkri starfsþjálfun
og eftirliti.
Náið samstarf er við Vinnueftirlit
ríkisins og önnur íslensk yfirvöld
um öryggi á vinnustöðum og
vinnuvernd á Keflavfkurflug-
velli. Magnús og starfsfólk hans
hafa áður hlotið fjölmargar við-
urkenningar fyrir störf sín.
4