Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 22
Spurningin: Ætlarðu að kíkja í bæinn á ljósanótt nk. laugardag? Sóley Svanf'ríður Valsdóttir: Ég veit það ekki. Ef ég fer þá skoða ég lýsinguna á Berginu. Rúnar Ingi Erlingsson: Já, ábyggilega. Mig langar að prófa Go-Kart bflana og horfa á flugeldasýninguna. Jóhanna Sturlaugsdóttir: Já, að sjálfsögðu. Það verður örugglega margt að gerast og gaman að sjá lýsinguna á Berginu. Birna Björnsdóttir: Nei, ég ætla ekki því ég hef ekki áhuga. Eiríkur Þór Halldórsson: Nei, ég fer ekki því ég á heima í Hafnarfirði. Gróðursæld Bygginga- og skipulags- nefnd Vatnsleysu- strandarhrepps veitti garðeigendum að Aragerði 16 og Heiðargerði 16 í Vog- um, viðurkenningar fyrir fal- lega og vel hirta garða sl. mánudag. Þórður Kr. Guð- mundsson, formaður Bygg- inga- og skipulagsnefndar, atlienti viðurkenningarskjöl- in fyrir hönd nefndarinnar. Bentína Jónsdóttir og Halldór Armannsson fengu viðurkenn- ingu fyrir besta framtakið, en þau keyptu húsið að Aragerði 16 fyrir um ári síðan og hafa unnið hörðum höndum að því að fegra húsið og umhverfi þess. Útkoman er stórglæsileg og í viðurkenningarskyni fengu þau 10 þúsund króna vöruút- tekt frá Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ. Þórunn Gottliebsdóttir og Jón Þórðarson, Heiðargerði 16, áttu fegursta garðinn í ár, en þau fengu einnig verðlaun árið 1985. Garðurinn er litríkur og gróinn, en þau hjónin festu kaup á húsinu árið 1980 og byrjuðu sköntmu síðar að gróðursetja þar falleg blóm og trjágplöntur. Þórunn og Jón fengu 15 þúsund króna vömút- tekt frá Húsasmiðjunni í viður- kenningarskyni. Bentína Jónsdóttir og Halldór Armannsson fengu viðurkenningu fyrir besta framtakið, en þau keyptu húsið að Aragerði 16 fyrir um ári síðan._______ Þórunn Gottliebs- dóttir og Jón Þórð- arson, Heiðargerði 16, áttu fegursta garðinn í ár, en þau fengu einnig verðlaun árið 1985. IÍRVAL-ÚTSÝN Hafnargötu 15 Sími 585 4250 5. eðo 7Z september kr. 39. 900.- á mann. Nánari upplýsingar á söluskrifstofu í Keflovík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.