Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 24
Opið hús og myndlisl hjá Miðstöð símenntunar í gamla barnaskólanum í Keflavík Miðstöð símenntunar fékk nýtt þak yiir höfuðið nýverið eins og komið hefur fram í VF. Eitt elsta uppistandandi menningarsetur í Keflavík, gamli harnaskólinn, hefur fengið nýtt hlutverk. Hann er orðinn fræðslusetur full- orðinna í upphafi nýrrar aldar og fjarkennsluhúsnæði háskólanáms. Húsið, sem var reist árið 1911, her vott um smekkvísi og látleysi þótt að baki hafi legið stórhugur þess tíma. Húsið teiknaði Rögn- valdur Ólafsson, sem talinn er vera fyrsti íslenski arkitektinn, en hann teiknaði m.a. Keflavíkjurkirkju og Húsavíkurkirkju sem talin er til fegurstu kirkna landsins. Rögnvaldur lést árið 1914 að Vífilstöðum í húsi sem hann hafði einnig tciknað sjálfur. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákvað að leigja húsnæðið fyrir starfsemi MSS og er það þakkarverð ákvörðun. Suðurnesjamenn eru vel- komir að skoða aðstöðuna, fjarkennslu- og tölvuverið og sýninguna sem þar stendur þessa dagana. Miðstöð símenntunar ákvað að opna í nýja húsnæðinu með málverkasýningu frá Listasafni íslands. Sýningin „Listamenn fjórða áratugarins" er framlag Miðstöðvarinnar til menningar- lífs á Suðurnesjum þar sem sýnd eru 16 verk listamann- anna Snorra Arinbjamar, Jóns Engilberts og Jóhanns Briem sem allir komu fram eftir 1930. I verkum þessara manna komu fram ný róttæk viðhorf, jafnt í vali á myndefni og túlkun. Ný myndefni eins og maðurinn við vinnu sína, götumyndir og nánasta umhverfi listamannsins urðu þessum mönnum megin- viðfangsefni í stað landslags- málverksins á blómaskeiði þeirra Asgríms, Kjarvals og Jóns Stefánssonar. Það ætti enginn að láta sýninguna á Skólaveginum fram hjá sér fara hvort sem maður er áhuga- maður um myndlist eða ekki. Myndirnar eru hverri annarri magnaðari. Sýningin tengist einnig viku símenntunar sem verður dagana 4. til 10. sept- ember undir kjörorðinu „Menntun er skemmtun". I þeirri viku verður lögð áhersla á að kynna haustnámskeið MSS og annað sem tengist símenntun. Suðurnesjamenn ættu að líta inn í gamla bama- skólann, sem flestir Kefl- víkingar hafa einhverju sinni verið nemendur í, og einnig gefst tilvalið tækifæri fyrir skóla að glæða áhuga nemenda sinna á verkum Listasafns Islands með heimsókn á þessa mögnuðu sýningu. Einstakl- ingar eða t.d. samstarfsmenn í fyritækjum og stofnunum geta lyft sér á kreik fagurra lista fyrir andann og ánægjuna í amstri dagsins með því að skoða sýninguna líka. Sýningin er opin frá kl. 13-16 virka daga og helgar til 17. september og er aðgangur ókeypis. Skúli Thoroddsen, forstöðumaður MSS lenntun p skemmtnn Öflug ráöstefna um símenntun fyrir atvinnulífið Miðstöð símenntunnr á Suðurnesjum gengst fyrir ráð- stefnu í Eldborg við orkuver Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi þriðjudaginn 5. september kl. 14:00 í viku símenntunar. Ráðstefnan ber heitið „Sí- menntun í íslensku atvinnu- lífi í dag“ og mun fjalla um símenntun frá sjónarhorni þeirra sem bera ábyrgð á henni, þ. e. starfsmanna, atvinnurekenda, stéttarfélaga og hins opinbera. Ráðstefnan mun fjalla um stöðu símenntunarmála í dag og framtíðarhorfur en dvelur ekki við það sem á undan er gengið. Ráðstefnunni er ætlað að ná til stjórnenda og millistjórnenda í fyrir- tækjum og öðru áhugafólki um símenntun með þcirri nálgun að símenntun/- starfsþróun gerir starfs- mönnum auðveldar og jafn- framt fyrirtækjunum að takast á við hið margbreyti- lega atvinnuumhverfi sem við húum við. Starfsmenn eru ánægðari og þar með afkastameiri, og stór verk- efni/breytingar ganga betur ef hugað er að þætti mann- atlans í fyrirtækjunum frá á Suðurnesjum byrjun. Sennilega er lykillinn að árangri að ábyrgðaraðil- arnir stefni saman að sam- eiginlegu marki með sí- menntuninni og helst eiga allir hagsmunaaðilar, þ.e. starfsmaðurinn, vinnuveit- andinn og stéttarfélagið að hafa ávinning af símenntun ekki bara einhver einn þeirra. Spurningin er hvernig gerum við þetta? Skúli Thoroddsen, forstöðu- maður Miðstöðvar símennt- unar á Suðurnesjum kynnir ráðstefnuna og býður gesti velkomna og Björn Bjarna- son menntamálráðherra mun setja ráðstefnuna og fjalla um símenntun frá sjón- arhorni hins opinbera. Aðrir þátttakendur í ráðstefnuni eru: Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóir hjá Landsvirkjun sem mun ræða símenntun frá sjónarhorni fagfólks. Halldór Grönvold skrifstofu- stjóri ASI ræðir afstöðu stéttarfélaga til símenntunar. Arný Eiíasdóttir, fræðs- lustjóri hjá Eimskip hf. Ijall- ar um símenntun í atvinnu- fyrirtækjum. Berglind Bjarnadóttir, starfs- maður Reykjanesbæjar, for- stöðumaður Fjörheima ræðir símenntun frá sjónarhorni starfsmanna. Júlíus Jónsson forstjóri Hita- veitu Suðurnesja ræðir símenntun frá sjónarhorni atvinnuveitenda. Einar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri hjá Flugleið- um stjórnar pallborðs- umræðum. Fundarstjóri verður Einar Njálsson bæjarstjóri í Grindavík. Stjórnendur og millistjórn- endur í fyrirtækjum á Suðurnesjum eru eindregið hvattir til að missa ekki af einstöku tækifæri til að setja sig inn í mikilvægi símennt- unar og hvernig best er að standa að verki í því sam- bandi. Aðgangur að ráðstefn- unni er öllum opinn og ókeypis. Fcá Bókasafni Reykjaneshæjap Asímenntunardeginum 8. september n.k. gefst almenningi kostur á að koma á bókasafnið og fá aðstoð í tölvum safnsins. Ekki verður um eiginlega kennslu að ræða held- ur einfaldar leiðbeiningu í notkun tölva. Þetta er sérstaklega hugsað fyrir þá sem ekki hafa notað tölvur áður og langar að fá að prufa. Alla símenntunarvikuna verður svo sýning á úrvali gagna á íslensku um tölvur og tölvunotkun sem til eru á Bókasafni Reykjanesbæjar. Þetta eru bækur, myndbönd og geisladiskar og henta vel til sjálfsnáms Þessi safngögn verða til útlána að viku símenntunar lokinni, myndböndin og geisladiskamir gegn vægu gjaldi en bækur og tímarit að kostnaðarlausu. 24

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.