Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 31.08.2000, Blaðsíða 26
Siggi og Sillý Sigurður Garðarsson og Sillý fagna hundrað árum með afmælisfagnaði nk. laugardag 2. september frá kl. 18 í Kiwanis- húsinu, Iðavöllum 3c í Keflavík. Þau vona að sem flestir ættingjar, vinir og kunningjar mæti til að samfagna fimmtugsafmælum sínum en Siggi varð fimmtugur 30. júní sl. og Sillý varð fimmtug 31. ágúst. Verkjalaus! Bakverkur, stífar axlir annarskonar vanlíðan. Matti Osvald nuddari, sími 694 3828 Jesús Kristur er svarið Samkoma öll fimmtudagskvöld kl. 20.00. Allir velkomnir. Bæna og lofgjörðasamkoma sunnudaga kl. 7 7.00. Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. VEFSIÐA: www.gospel.is 16" pizza »i/s áleggsfegunúutu uofl,- E pizzg m/i áleggsfegunúum m- ? pízza m/i áleggsfegundutt) m,- PIZZAkOPEZ ARSOL íollf af finlMj föflM] á Kf ino é 50% afslæff i Heiðartúni 2c • Gar Sími 422 7935 Atvinna Umsjónarmaður græna torgsins. Vinnutími 9-18 eða eftir samkomulagi. Möguleiki á hálfsdagsstarfi. Góð laun í boði fyrir rétta manneskju. HAGKAUP - meira úrval • betri kaup! • NjiHMk • Er langt síðan þú lærðir eitthvað nýtt? Menntamálaráðu- neytið stendur fyrir viku símenntunar 4. -10. septem- ber nk. Markmið vikunnar er að hvetja fólk með stutta skólagöngu að baki tii að auka við þekkingu sína og færni. Slagorð átaksins er „Menntun er skemmtun“ og vísar til ánægjunnar við að læra og ná tökum á nýjum viðfangsefnum. Á aðalráðstefnu UNESCO 1999 var samþykkt að hvetja aðildarlöndin til að halda árlega „Adult Leamers Week“ frá og með árinu 2000 í tengslum við alþjóðalæsis- daginn 8. september. Mennta- málaráðuneytið ákvað í kjöl- farið að taka málefnið upp og réði MENNT - samstarfsvett- vang atvinnulífs og skóla sem framkvæmdaraðila í sam- vinnu við símenntunarmið- stöðvar um landið. I ár eru um þrjátíu lönd sem taka þátt í átakinu. Öll löndin tileinka vikuna símenntun en nálgast málefnið með mis- munandi áherslum. Til dæmis mun Finnland einbeita sér að tölvukunnáttu þeirra aðila sem standa utan vinnumarkaðarins og þeirra sem ekki nota tölvur við vinnu sína. Norðmenn munu ræða um sveigjanlegt I_____________________I- MENNTUN ER SKEMMTUN 4,- lO.september 2000 nám og reyna að kasta ljósi á vöntun, aðferðir og möguleika á að hvetja fullorðið fólk til náms. Ástæður þess að farið er af stað í þetta átak nú eru örar framfarir í vísindum og tækni sem gera það að verkum að almenningur og fyrirtæki þurfa sífellt að vera að auka við þekkingu sína til að halda samkeppnisstöðu sinni á markaði. En rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessum málaflokki á fslandi benda til þess að meira menntað fólk (háskóla- og framhaldsskóla- gengið) stundi ffekar símennt- un en þeir sem minni mennt- un hafa. Því er hætta á að „gjá“ myndist í þjóðfélaginu á milli þessara tveggja hópa ef ekkert er aðhafst til vamar. I dagskrá átaksins er lögð áhersla á verkefni sem vekja eiga athygli fólks á mikilvægi menntunar og hvetja það til að auka við þekkingu sína og færni. Dagskráin skiptist í grófum dráttum í tvo hluta. Annar hlutinn miðar að því að ná til fólks í gegnum vinnu- staði. Einn liður í þeirri dag- skrá er símenntunardagurinn 8. september en þann dag em fyrirtæki hvött til að tileinka fræðslumálum starfsmanna og huga þá sérstaklega að þeim sem minnsta menntun hafa. Hinn hlutinn miðar að því að gera námsframboð á Islandi sýnilegt og nálægt almenn- ingi. Þessa viku verða námskeiðskynningar út urn land allt. Símenntun er sameiginlegt hagsmunamál fyrirtækja, starfsmanna þeirra og sam- félagsins alls, því ljóst er að mannauður fyrirtækja er grundvöllur auðs og vel- gengni þeirra. Ánægðir og tryggir starfsmenn sem finnst hag sínum best borgið hjá viðkomandi fyrirtæki em lík- legri til að bera hagsmuni þess fyrir brjósti og auka um leið samkeppnishæfni þess á markaði. Til þess að starfs- maður í ákveðnu starfi sé ávallt í fremstu röð er sífelld þekkingar- og færniaukning einstaklingsins nauðsynleg. Starfsmaðurinn þarf því að fá tækifæri, hvatningu og svig- rúm til að mennta sig, innan fyrirtækisins, í einkalífi og samfélaginu öllu. Slökkvilið B.S. i goðu formi Slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn gegna mikilvægu öryggishlut- verki í bæjarfélaginu og þurfa því að vera í góðri æfingu til að geta sinnt skyldum sínum. Brunavarnir Suðurnesja standa reglulega fyrir reykköf- unar-, björgunar- og brunaæf- ingum, endulífgunarnámskeið- um of fleiru og nokkrum sinn- um í viku mætir liðið í Perluna til að taka almennilega á því. Síðastliðinn sunnudag voru slökkviliðsmenn á æfmgu í þró- un innanhússbmna og síðan var farið á reykköfunaræfingu í Látr- arröstinni, sem liggur við festar í Njarðvíkurhöfn. Þar var einnig æfð björgun á mönnum frá borði. Að sögn Jóns Guðlaugssonar var æfingin vel heppnuð og nauð- synlegt að halda slíka æfingar með reglulegu millibili því mennirnir læri alltaf eitthvað nýtt. „Okkur er skylt að æfa reykköf- un í 25 klst. á hverju ári en við reykköfum miklu meira en það. Auk reykköfunaræfmga þá tök- um við ákveðið verkefni fyrir í hverjum mánuði, sem tengist þá annað hvort slökkviliðs- eða sjúkraflutningsþættinum. Þriðja hvem mánuð fara t.d. allir á end- urlífgunamámskeið og taka próf en við leggjum metnað okkar í að halda liðinu í góðri þjálfun á öllum sviðum", segir Jón en það má benda á að B.S. er eina liðið á landinu sem hefur sérstakan þjálfunarstjóra sem sér um að skipuleggja og halda utan um þjálfun liðsins. „Ný áætlun er lögð fyrir um hver áramót, við förum yfir hana og svo byrjar púlið“, segir Jón hressilega. 26

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.