Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.03.2001, Síða 6

Víkurfréttir - 15.03.2001, Síða 6
Eldur í gámi viö Holtaskóla Eitt brunaútkall kom til Brunavarna Suðurnesja á sunnudag en kveikt hafði verið í sorpgámi við Holta- skóla í Keflavík. Þar fór bet- ur en á horfiðst í upphafi þar sem óttast var að eldur hefði komist í sjálfa skólabygging- una. Slökkviliðinu tókst að slökkva cldinn áður en alvar- legt tjón hlaust af. Tilkynnt var um ammon- íaksleka við Brekkustíg 35 í Njarðvík um helgina. Slökkvi- lið var sent á vettvang en fann ekki lekann. Talið er að minni- háttar ammoníaksgufur hafi farið út í andrúmsloftið frá fiskvinnslufyrirtæki við Bakka- stíg í Njarðvík sem orsakaði lyktina í skamma stund. Helgin var annars róleg hjá slökkviliðinu í Reykjanesbæ. Engin alvarleg slys urðu á fólki og einu sjúkraflutningarnir voru vegna veikinda fólks. Þorskur og loðna í Sandgerði ✓ Agætis veiði hefur verið undanfarna daga hjá snurvoðabátum sem gera út frá Sandgerðishöfn að sögn Sveins Einarssonar hafnarstarfsmanns, og hafa þeir verið að koma með afla frá 8-18 tonn í róðri og er uppistaðan hjá þeim þorskur. „Línubátamir hafa verið flestir í steinbítnum síðustu daga og verið að fá frá 2 - 5 tonn í róðri um helgina. Hrafnseyri GK landaði fyrir helgi og var hún með rúm 30 tonn, aðallega þorsk eftir sex daga veiðiferð og Njarðvík GK landaði á mánudag sömuleiðis eftir sex daga veiðiferð tæpum 30 tonn- um og var uppistaðan þar líka þorskur, en þessir bátar róa með línu“, segir Sveinn. Litlu netabátamir hafa verið að fá frá 2-4 tonn í róðri og þeir stærri allt upp í tæp 10 tonn. Þá lönduðu á sunnudag Súlan EA rúmum 900 tonnum af loðnu og Birtingur NS kom með hálft skip um 330 tonn og sl. þriðju- dag landaði Súlan fullfermi, rúmum 900 tonnum. Amey KE landaði rúmum 20 tonnum á laugardag og sömuleiðis á mánudag og Stafnes KE rúm- um 16 tonnum á sunnudag. Trollbátarnir Jón Gunnlaugs GK lönduðu á sunnudag tæpum 20 tonnum og Una í Garði á mánudag tæpum 30 tonnum. Eikarbátumí útgerð hefur fækkað mjög hin síðari ár. Margir hafa hafnað á áramótabrennum eða liggja bundnir við bryggju án kvóta. Þessi mynd var tekin í Sandgerði á mánudag af iitskrúðugum flota. VF-mynd: Hilmar Bragi Slasaður sjómaður sótlur Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason kom með slasaðan sjó- mann til Grindavíkur sl. þriðjudag. Sjómaðurinn hafði verið á veiðum á Selvogsgmnni þegar slysið átti sér stað. Björgunar- báturinn sótti þann slasaða og á bryggjunni beið sjúkrabíll sem flutti manninn undir læknis- hendur. Maðurinn slasaðist á hendi. Aflinn að glæðast „Nú er loðnan gengin yfir svæðið og þess vegna gæti l'iskur farið að þétta sig en eitthvað hefur það nú gengið treglega hjá honum, því víða hefur afli netabáta verið afar bágborinn. Nú á allra síðustu dögum hefur einn og einn bátur þó verið að reka í sæmilegan afla, og kannski það haldist í hendur, að afli glæðist og yfirvofandi sjó- mannaverkfall bresti á, en á því em því miður sterkar lík- ur“, segir Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri í Grindavík. Afli stóru línubátanna hefur verið ágætur að undanförnu og hafa þeir slundum landað tvisvar í sömu vikunni. I vik- unni bárust á land í Grinda- vík um 1332 tonn af botnfiski og 4840 tonn af loðnu. Einn bátur bættist í flotann í vik- unni Marta Ágústsdóttir sem einu sinni hét Keflvíkingur og var mikið aflaskip. Það er Olalur Arnberg setn hefur fest kaup á þessurn bát.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.