Víkurfréttir - 15.03.2001, Síða 18
Lausar stöður
lögreglumanna
Lausar eru til umsóknar stöður lögreglumanna
hjá embætti lögreglustjórans í Keflavík.
Umsóknum skal skilað til
lögreglustjóra, jóns Eysteinssonar,
Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík.
Nánari upplýsingar um stöðurnar veitir
Þórir Maronsson, yfirlögregluþjónn,
í síma 420 2470.
Umsóknum skal skilað á sérstökum
eyðublöðum sem fást hjá öflum lögreglu-
stjórum, annars vegar fyrir þá sem lokið hafa
prófi frá lögregluskólanum og hins vegar
fyrir þá sem ekki hafa próf frá lögregluskóla.
Umsækjandi um stöðu í lögreglu ríkisins
skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins.
Umsóknir skulu vera skriflegar.
I umsókn skulu koma fram upplýsingar um
menntun og starfsferil umsækjanda auk
almennra persónulegra upplýsinga.
Samkvæmt heimild í 4. mg. 28. gr.
lögreglulagnna er heimilt að ráða mann án
prófs frá lögregluskólanum, enda fullnægji
hann skilyrðum 2. mgr. 38. gr. laganna og
enginn með próf frá Lögregluskóla ríkisins
er tiltækur í stöðuna.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar
til að sækja um.
Keflavík, 6. mars 2001.
Lögreglustjórinn í Keflavík.
Kolbrún Slgurðardóttir vann Miele þyottavél í getraunaleik Samkaupa og Neutral á íslandi.
Ásgeir Magnússon, frá Neutral á íslandi og Kristján Friðjónsson frá Samkaup afhentu
Kolbrúnu verðlaunin. Neutral eru húðvænar vörur sem samþykktar eru af asma- og
ofnæmissamtökum Norðurlanda. VF-mynd: Silja Dögg
Eldur laus f
Geirfugli GK
Eldur varð laus um borð
í Geirfugli GK sem lá
við festar í Grindavík-
urhöfn sl. mánudag. Starfs-
menn Þorbjarnar Fiskaness
voru að vinna með logsuðu-
tæki um borð. Eldur komst í
sjógalla sem geymdir voru í
skorsteinshúsi skipsins, og
urðu þeir alelda.
Slökkvilið Grindavíkur fór á
vettvang en búið var að slökkva
eldinn þegar liðið kom á staðinn.
Lítið tjón varð á skipinu og eld-
urinn náði ekki að breiðast út.
Töluverður reykur var í skipinu
og tók slökkviliðið að sér að
reykræsta svæðið.
Asmundur Jónsson slökkviliðs-
stjóri sagði að lítil hætta hefði
stafað af eldinum vegna réttra
viðbragða starfsmanna, en einn
starfsmanna er í slökkviliðinu.
Breytingar á skipinu em nýhafn-
ar en til stendur að breyta því í
línu- og netaskip. Aður hét skip-
ið Hrafh og síðan Háberg og var
loðnu- og sfldarskip.
Lögreglustörf
Lausar eru til umsóknar nokkarar stöður
lögreglumanna við sumarafleysingar við
embætti Lögreglustjórans í Keflavík.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
um skilyrði til ráðningar fást hjá
Þóri Maronssyni, yfirlögregluþjóni,
Hringbraut 130, Keflavík, sími 420 2470,
og skal umsóknum einnig skilað til hans.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2001.
Konur jafnt sem karlar eru
hvattar til að sækja um.
Keflavík 6. mars 2001
Lögreglustjórinn í Keflavík
Jón Eysteinsson
' j# velútlítandinafnspjald
ertraustvekjandiíviðskiptum!
hönnun
nafnspjöld
J í nllnm tp
Fagleg'þjónusta.
í öllum regnbogans litum! Leitið upplýsinga!
Víknrfréttir elif. • Grundarvegi 23 • Njarðvík • sítni 421 4717
18