Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.03.2001, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 15.03.2001, Blaðsíða 24
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar ðldrunarþjónusta • • ldrunarþjónusta hjá Reykjanesbæ er veitt sam- kvæmt lögum um málefni aldraðra. Félagslegur stuðningur er hjá Fjölskyldu- og félagsþjónust- unni en félagsstarf hjá Iþrótta- og tómstundadeild. Félagslegur stuðningur er veittur í þeim tilgangi að gera öldruðum kleyft að dvelja sem lengst heinia. Til félagslegs stuðnings telst, félagsleg heimaþjónusta, dag- vist, húsnæðismál og félagsráðgjöf. Félagsleg heimaþjónusta skiptist í þrjá megin þætti: -heimilishjálp, sem felst í aðstoð við almenn þrif, þvotta og aðra þá þætti sem viðkomandi getur ekki lengur séð um hjálp- arlaust -heimsóknarþjónustu, sem felst í stuttum en tíðum heimsókn- um. Markmið þessarar þjónustu er að koma í veg fyrir félags- lega einangrun -heimsendingu matar, fyrir þá sem geta ekki lengur sjálfir séð um matseld og viija tryggja sér ömgga og næringaríka fæðu Sótt er um félagslega heimaþjónustu hjá öldmnarfulltrúa sem hefur aðsetur á bæjarskrifstofunum að Tjamargötu 12. Gjald- taka fyrir heimaþjónustu er skv. gjaldskrá. Hjá Dagdvöl aldraðra við Suðurgötu 12 í Keflavík, er rekin dagvist. Par getur fólk dvalið yfir daginn og fær alla nauðsyn- lega þjónustu. orstöðumaður Dagdvalar aldraðra tekur við umsóknum á staðnum. Gjaldtaka fyrir dagvist er skv. gjald- skrá. Reykjanesbær býður uppá þrjár mismunandi leiðir varðandi húsnæði fyrir aldraða. Þær leiðir em almenn kaupleiga með 35% hlutdeildareign. Félagsleg kaupleiga með 15% hlut- deildareign og félagsleg leiga. Umsóknum um húsnæði skal skilað til húsnæðisfulltrúa sem hefur aðsetur á bæjarskrifstof- unum að Tjamargötu 12. Að öðm leiti hafa aldraðir aðgang að sömu þjónustu og aðrir íbúar og má þar nefna félagsráðgjöf, fjárhagsaðstoð og húsa- leigubætur. Kolbrún Jónsdóttir, fulltrúi Umsjónamanneskja/deildarstjóri óskast í matvörudeild Hagkaups. Upplýsingar aðeins gefnar á staðnurn af verslunarstjóra. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. mm HAGKAUP Meira úrval - betri kaup __ Njarðvíkingar íslandsmeistarar Kvennalið Njarðvíkingar varð á laugardag fs- landsmcistari f 2. deild kvenna og ávann sér réttinn til að leika í efstu deild kvenna að Keppnin í 2. deildinni var hnífjöfn að þessu sinni og enduðu þrjú lið jöfn með 20 stig en Njarðvíkingar voru með bestu innbyrðis stigatöl- una. alveg eins og í EPSON-deild- inni, og meistaratitillin því þeirra. Njarðvíkurstúlkur voru í 3. sæti fyrir síðasta leikinn. Þær þurftu að sigra ÍR/Breiðablik með 6 stigum til að ná efsta sætinu, sigra til að ná öðru sætinu en tap hefði þýtt 3. sætið. Leikurinn var í jafn og spennandi þar til u.þ.b. 8 mínútur vom til leiksloka en þá breytti fsak Tómason, þjálfari liðsins, um leik- aðferð. Hann færði svæðisvömin liðsins framar á völlinn og setti þannig aukna pressu á bakverði gestanna. IR/Breiðablik fann ekk- ert svar við Njarðvíkurvörninni sem skoraði 21 stig í röð og gerði bæði út um leikinn og mótið. ísak ánægöur ísak Tómasson, þjálfari, var ánægður með sigurinn. „Það var jafnræði með liðunum alveg þang- að til 8 mínútur voru eftir þá settum við 21 stig í röð. Eg breytti vöm- inni og hlutimir fóm að rúlla okkur í hag. Það var svolítið stress og taugaveiklun í byrjun enda ölium ljóst að verið var að spila úrslita- leik. Við höfðum átt okkar léleg- ustu leiki á útivelli gegn Haukum og IR/Breiðablik í vetur en vomm ósigraðar á heimavelli í vetur og emm það enn.“ Ertu ánægður með veturinn? „Þetta er búinn að vera skemmti- legur vetur. Við misstum marga góða leikmenn en þær sem eftir voru tóku góðum framförum og tókst að klára verkefnið með sóma.“ Hvernig lýst þér á næsta ár í efstu deild? „Eg veit ekki hvað verður næsta ár. Eg er sjálfur aðeins ráðinn eins árs. Þetta verður bara að koma í ljós.“ Töluverður getumunur hefur verið á liðunum í fyrstu og 2. deild kven- na og ljóst að Njarðvíkurstúlkur þurfa liðsauka, bæði í formi leik- manna og aukins stuðnings. Nokkrir Njarðvíkingar leika um þessar mundir með öðmm liðum bæði hérlendis og erlendis og hver veit nema einhverjir þeirra snúi á heimaslóðir á næsta tímabili. Hönð baratta við ísfirðinga í undanúrslitum Urslitakeppni 1. deildar kvenna hefst annað kvöld en þá mætir KFÍ til Keflavíkur en höfuðborgarlið- in KR og ÍS bcrjast á sama tíma. Keflvísku stúlkurnar léku ein- mitt síðustu 2 leikina í deildar- keppninni við KFÍ um hclgina. Tapaðist fyrri leikurinn 63-48 en þann síðari unnu Keflavíkur- stúlkur naumt 80-83 í með æsi- legum lokaspretti. Kristinn Oskarsson, þjálfari liðsins, sagði erfitt ferðalaga hafa sett mark sitt á fyrri leikinn. „Fluginu vestur var fyrst ffestað og síðan var flogið en endað á Þingeyri. Þaðan var tek- in rúta á ísafjörð og mættum við skömmu fyrir leik á staðinn.Seinni leikurinn var miklu betri og ánægjulegt að sjá liðið í ham á endasprettinum." Kristni leist ágætlega á rimmuna gegn KFÍ. „Við höfum átt við mótlæti seinni hluta vetrar og spila þar meiðsl þeirra Erlu Þorsteinsdóttur og Bimu Valgarðsdóttur stóra rullu. Það er alls óvíst með þátttöku Erlu í úrslitakeppninni. Hún hefur ekk- ert getað æft og reiknum við ekkert frekar með henni en verði hún með er það bara plús fyrir okkur. Bima berst við meiðsl á hné, nokkuð sem útheimtir skurðaðgerð í sumar og hefur það takmarkað hennar fram- lag vemlega. Ungu stúlkumar í lið- inu fá bara tækifæri til að axla meiri byrði og mig hlakkar til fyrs- ta leiksins á föstudag." Hvemig lýst þér á hinn helming úr- slitakeppninnar, leiki KR og ÍR? „KR er með miklu sterkara lið en Stúdínur og munu sigra 2-0.“ Leikurinn annað kvöld hefst kl. 18 en síðan leika stúlkumar aftur, á ísafirði, á sunnudag kl. 20. Grunnskólinn Sandgerði SKÓLASTRÆTI • 245 SANDGERÐt • SlMI 92-37610 Stuðningsfulltrúa vantar í 1/2 stöðu til loka maí 2001. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar fást á skrifstofu skólans. Skólastjóri. 24

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (15.03.2001)
https://timarit.is/issue/392053

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (15.03.2001)

Aðgerðir: