Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.03.2001, Qupperneq 26

Víkurfréttir - 15.03.2001, Qupperneq 26
Barátta gegn fíkniefnainnflutningi Flugleiðir hf. og embætti sýslumannsins á Keflavík- urflugvclli hafa náð sam- komulagi um samstarf í barátt- unni gegn inntlutningi fíkniefna til landsins. Sérstakur þriggja ára samstarfssamningur um fyr- irkomulag þessa samstarfs var kynntur í gær. Mbl.is greindi frá. Samningurinn kveður m.a. á um að embætti sýslumanns skuli annast sérstaka fræðslu um fíkniefnamál fyrir starfsmenn Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli. Verður þessi fræðsla gerð að föstum hluta í tengslum við þjálfun nýliða og símenntun starfs- manna Flugleiða. Samningurinn gerir embætti sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli einnig kleift að afla sér þekkingar og reynslu á sviði fíkniefnamála er- lendis en félagið mun láta embætt- inu í té 15 farmiða til útlanda á ári. Ástkær eiginmadur minn, fadir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Jóhannes B. Bjarnason, skipstjóri, Framnesvegi 15, Keflavík lést á Landspítalanum 13. mars sl. Hjaltlína S. Agnarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar og systur okkar Svövu Árnadóttur, Faxabraut 9, Keflavík, sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guðni Sigurbjörnsson, Halldóra Árnadóttir, Guðrún Árnadóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. Björgvins Ingimundarsonar, Háteigi, Garði. Guð blessi ykkur öll Bergþóra Ólafsdóttir, Anna Björgvinsdóttir, Jósep Benediktsson, Ólafur Björgvinsson, Ella Sjöfn Ellertsdóttir, Magnús Björgvinsson, Hulda Matthíasdóttir, Inga Jóna Björgvinsdóttir, Freymóður Jensson, barnabörn og barnabarnabörn. SOS- Hjálp fyrir foreldra! Þann 18. aprfl nk ntun námskeiðið SOS! Hjálp fyrir foreldra hefjast á Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Námskeið- ið stendur yfir í sex vikur og er leiðbeinandi Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur. Námskeiðið kennir foreldrum árangursiíkustu leiðimar til að hjálpa bömum sínum að bæta hegðun sína. Foreldrar læra hvemig þeir geta stuðlað að tilfinningalegri og félagslegri aðlögun bama sinna. Aðferð- imar sem eru kenndar nýtast fyrir öll böm upp að tólf ára aldri. Þátttakendur fá handbók á íslensku eftir Dr. Lynn Cl- ark. Skráning og upplýsingar hjá Bylgju Valtýsdóttur, Félags- vísindastofnun Háskóla Is- lands, í síma 525 4164 eða á netfanginu felagsvisindastofn- un@hi.is Vorboðinn Ijúfi við Norðurlcot í Sandgerði Fyrsta Lóan er komin til landsins. Hún sást í nágrenni Sangerðis síðdegis á þriðjudag. Það var Sigurður Eiríksson, æðarbóndi sem sá til vorboðans góða, myndarlega lóu spranga um við Norðurkot, rétt við Sandgerði. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Alúðarþakkir færum við þeim fjölmörgu sem veittu okkur ómetanlegan styrk og samúð, við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa. Guðmundar Guðmundssonar, Sunnubraut 7, Garði sérstakar þakkir til læknanna, Sigurðar Björnssonar, Ársæls Kristjánssonar og hjúkrunarfólks á deild A-3 Landspítalans í Fossvogi og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Guð veri með ykkur öllum. Sigríður Inga Þorsteinsdóttir Ólöf Kristín, Þorsteinn, Ásborg og Helgi Guðmundarbörn. Tengdasynir og barnabörn. Kattafár í Garði Asíðasta fundi hrepps- nefndar Gerðahrepps kom kattahald sérstak- lega til umræðu cn það hafði áður verið tekið til umfjöllunar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sem hann átti við framkyæmdastjóra HES um málið. Ástæðan fyrir þessari um- ræðu er að margir íbúar kvarta mikið undan ágangi katta. Á fundinum var samþykkt að vekja athygli kattaeigenda á sam- þykkt um kattahald á Suðumesj- um. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri. sagði í samtali við VF að hér væri vissulega um vandamál að ræða og dreifibréf hefðu verið send íbúum vegna þessa. Hreppsnefnd vonar að kattaeigendur taki sig á í þess- um efnum og fari eftir reglugerð- inni, þannig að ekki þurfi að koma til ffekari aðgerða. 2B

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.