Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2001, Side 26

Víkurfréttir - 18.10.2001, Side 26
Tilboósmatseóill Sjávarréttasúpa Lamba prime Kaffi og konfekt Pantió tímanlega Föstudagur Laugardagur Kántrý Stórdansleikur, línudans ball, Lúdó og Stefán miðaverð kr. 800,- Mióaverð kr. 1000,- Í4V<nrper(<m .fersKir sjqVqrreTTir er okKar fwl Stamphólsvegi 2 • Grindavík Sími 426 9700 • Fax 426 9701 0G Laugardaginn 20. októberfrá kl. 11.. í b-sal íþróttahúss Keflavíkur] Deildin mun kynna starfsemi sína, iðkeridur sýna æfmgar auk þess sem almenningi gefst kostur á aðprófa öll áhöld deildarinnar. Allir iðkendur deildarinnar taka þátt í degihum. Sjá dagskrá annars staðar í blaðinu. , Allir velkomnir. Söf nuðu fyrir D-álmu í 17 ár Fermingarsystkin sem fermdust 21. maí 1944, afhentu Jóhanni Ein- varðssyni, framkvæmda- stjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja nýlega 274 þús- und krónur, en upphæðin rennur óskipt til D-álmunnar. Fermingarsystkinin komu sam- an í maí árið 1984 til að halda upp á 40 ára fermingarafmæli sitt en það var séra Eiríkur Brynjólfsson sem fermdi þau í Keflavíkurkirkju á sínum tíma. Það hefur verið venja að færa kirkjunni gjafir á stórferming- arafmælum sem þessum en hópurinn ákvað að breyta til og stofna sjóð sem væri stofhfé að langlegudeild Keflavíkurlækn- ishéraðs. Ákveðið var að hvert og eitt þeirra léti a.m.k. 500 kr. af hendi rakna og var saman- lögð upphæð rúrnar 21 þús. krónur sem ávöxtuð var í 24TÍMA FRÉTTAVAKT 898 2222 690 2222 Sparisjóðnum í Keflavík. Fermingarhópurinn skoraði einnig á önnur fermingarsystk- ini á Suðurnesjum, að leggja málefhinu lið. Jóhann Einvarðsson þakkaði góða gjöf fyrir hönd HSS og sagði að hún kæmi eflaust í góðar þarfir til uppbyggingu D-álmunnar. Sœlgœti fyrir jólin Lionessuklúbbur Keflavíkur er nú að fara af stað með sína árlegu sælgætissölu, aðventukransa og körfur. Allur ágóði rennur til líkn- armála og hafa fjölmargir notið góðs af störfum þeirra á undan- fomum ámm. A sl. ári vom það Skátafélagið Heiðarbúar, Heil- brigðisstofnun Suðurnesja, Krabbameinsfélag Islands, Rauða- kross-deild Suðumesja, Götusmiðjan Virkið o.fl. I ár ætla Lionessur að vera með sælgæti frá Fazer í þremur gerð- um, Candelia frá Cloette, Toblerone og Werther's og hinar vinsælu Lindor konfektkúlur frá Lindt. Þau fyrirtæki og einstaklingar sem hafa áhuga, vinsamlegast hafið samband við Steinunni í s. 421-2617 eða Drífu í s. 421-3409. Vinnueftirlit Varnarliðsins vinnur til æðstu verðlauna Yfirmaður flotastöðvar Varnarliðsins, Mark Anthony kafteinn, t.v, og forstöðumaður vinnueftirlits varnarliðsins, Magnús Guð- mundsson, t.h., veita verðlaununum viðtöku úr hendi Daniels Reinhards aðstoðarráðherra Bandaríkjaflota. Flotastöð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli vann nýlega til verðlauna bandaríska Flotamálaráðu- neytisins fyrir frábæran árang- ur í vinnuvernd annað árið í röð. Daniel Reinhard aðstoðar- ráðherra Bandaríkjaflota af- henti yfirmanni flotastöðvar- innar, Mark Anthony og Magnúsi Guðmundssyni for- stöðumanni vinnueftirlits Varn- arliðsins, verðlaunin við athöfn á Keflavíkurflugvelli í lok ágúst. Flotastöðin á Keflavíkuflugvelli er stærsta deild Vamarliðsins og annast alla þjónustustustarfsemi þess á vamarsvæðinu, þ. á m. rekstur flugvallarins, húsnæðis, veitu- og birgðastofhana svo eitt- hvað sé nefnt. Auk 1.900 her- manna starfa um 850 íslendingar hjá Vamarliðinu beint, flestir hjá flotastöðinni, og er vinnueftirlitið rekið á vegum hennar. Auk þess starfa a.m.k. 600 manns á vegum íslenskra verktakafyrirtækja á vamarsvæðinu. Islensk vinnuvemdalög gilda á Keflavíkurflugvelli. Sú vinnu- regla er þó viðhöfð að ávallt er farið eftir þeim lögum og reglu- gerðum, íslenskum eða banda- riskum, sem ná lengra hveiju sinni. Forstöðumaður og eftirlits- menn vinnueftirlitsins em is- lenskir og annast þeir reglubund- ið eftirlit með öryggi og vinnu- vemd í öllum mannvirkjum og á vinnustöðum á vamarsvæðinu auk öryggis við íþrótta- og tóm- stundaiðkun svo og á sviði um- ferðaröryggis. Fræðsla er stór þáttur starfsem- innar og fá allir starfsmenn Vam- arliðsins, íslenskir og bandariskir, reglubundna þjálfun á þessu sviði. Vinnuslys em fátíð á Keflavíkurflugvelli og er það ekki hvað síst, að þakka árang- ursrikri starfsþjálflm og eftirliti. Náið samstarf er við Vinnueftirlit ríkisins og önnur íslensk yfírvöld um öryggi á vinnustöðum og vinnuvemd á Keflavíkurflugvelli og hafa Magnús og starfsfólk hans áður hlotið fjölmatgar við- urkenningar fyrir störf sín. 26

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.