Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 07.03.2002, Qupperneq 29

Víkurfréttir - 07.03.2002, Qupperneq 29
Suðurbygging Leifsstöðvar fær verðlaun fyrir byggingarlist Suðurbygging Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hlaut menningarverðlaun DV fyrir helgi. Menningarverð- launin voru þá afhent í 24. skipti. Menningarverðlaunin eru veitt í sjö listgreinum. Þetta er fjórða árið í röð sem bygg- ing á Suðurnesjum fær verð- laun DV fyrir bvggingarlist. Áður hafa Eldborg í Svarts- engi, Bláa lónið og Safnarðar- heimili Keflavíkurkirkju hlotið verðlaunin. Menningarverðlaun DV í bygg- ingarlist: Andersen & Sigurðs- son, Holm & Grut í samstarfi við Steinar Sigurðsson hjá Manfreð Vilhjálmssyni Arkitektum fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar, stækkun. Verðlaunagripirnir eru að þessu sinni úr silfri og gerðir af gull- smiðunum Ástþóri Helgasyni, Hörpu Kristjánsdóttur og Kjart- ani Erni Kjartanssyni hjá OR- gullsmiðum, Laugavegi 37. Glœsilegar á Góu-gleði í Keflavík Árleg Góu-gleöi lionskvenna í Keflavík var haldin í KK-salnum á föstudagskvöldið. Rakel Olsen, keflvísk útgerðar- kona úr Stykkishólmi var heiðurs- og leynigestur kvöldsins. Flutti hún tölu á Góugleðinn. Við fjöllum nánar um Góu-gleðina ÍTímariti Víkurfrétta sem kemur út innan skamms. Meðfylgjandi mynd tók Tobías Sveinbjörnsson Ijósmyndari Víkurfrétta. Lóöir á flugþjónustusvæðinu á Keflavíkurflugvelli Flugvallarstjórinn á Keflavíkurflugvelli auglýsir lausartil umsóknar lóðir á flugþjónustusvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Lóðirnar eru á skipulagssvæði A vestan Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og utan flugvallargirðingar. Til úthlutunar eru í 1. áfanga lóðirnar og D1, D2, D3, E4, E5 og E6. D- lóðirnar eru ætlaðar til byggingar tveggja hæða þjónustuhúsa fyrir snyrtilega starfsemi sem tengist flugsækinni starfsemi. E-lóðirnar eru fyrir 1-3ja hæða þjónustustöðvar fyrir bílaleigur og snyrtilega starfsemi sem tengist flugsækinni starfsemi. Umsóknareyðublöð, skilmálar og aðrar upplýsingar fást á skrifstofu Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvelli, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvöllur. Lóðarumsóknum skal skila á sama stað fyrir fimmtudaginn 21. mars 2002. Keflavíkurflugvelli, febrúar 2002 Flugvallarstjórinn á Keflavíkurflugvelli FLUCMÁLASTjÓRNIN KEFLAVÍKURFLUCVELU_ Flugstöð Leifs Eiríkssonar 235 Keflavíkurflugvelli Sími 425 0600 Fax 425 0610 E-mail: bikf@caa.is www.keflavikairport.com <5" | S) c "Öl Daglegar íréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 29

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.