Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.11.2002, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.11.2002, Blaðsíða 6
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR FRÉTTIR OG MENNING Kynningarfundur á íbúðum aldr- aðra í Garði Kynningarfundur á vcgum Byggingar- ncfndar íbúða aldr- aðra þar sem Sigurður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar- hcimiiisins Eirar, mun m.a. kynna starfsemi sinnar stofnunar, vcrður haldinn 14. nóvember kl. 20:00 í Samkomuhúsinu í Garði. Sigríður Sigþórsdóttir, arki- tekt húsanna í Garði, mun einnig verða viðstödd fúnd- inn og ræða um hugmyndir að skipulagningu og upp- byggingu á svæðinu. Þá mun fhlltrúi frá Húsagerðinni einnig svara fyrirspurnum. Eru Garðbúar hvattir til að mæta og taka þátt í umræð- unni. Lesaðstaða fyrir háskólanema og aðgangur að tölvum í FS Nú fcr að líða að próf- um hjá mörgum há- skólanemanum. Nokkuð hefur verið um fyr- irspurnir um möguleika háskólanema á lcsaðstöðu hér í Reykjanesbæ. Fjöl- brautaskóli Suðumcsja hef- ur brugðist vel við og gefur háskólancmum kost á les- aðstööu fjögur kvöld í viku til kl. 22.00 þ.c. mánudags- til fímmtudagskvöld eða þau kvöld sem öldunga- dcild starfar. Ncmarnir þurfa einungis að tilkynna sig til húsvarðar viö komu í skólann. A Bókasafni Reykjanesbæjar er einnig boðið upp á lesað- stöðu á opnunartíma safnsins. Þar eru einnig tölvur og prentari, auk tölvutenginga fyrir fartölvur. Opinn dagur Spegillinn, félag að- standenda átröskun- arsjúklinga, stendur fyrir opnum degi í sal Orkuvcitunnar Rafstöðvar- vegi 1, sunnudaginn 17. nóvember milli kl. 14 og 18. Á dagskrá verður kynning á Speglinum. Heiðdís Sigurð- ardóttir verður með erindi. Umræður, spjall og kafflveit- ingar frá Kaffitár og Matar- lyst. Állir sem áhuga hafa á mál- efhum sem tengjast átröskun eru hjartanlega velkomnir. Stjórnin. Skemmdarverk við Heiðarhvamm w búar viö Hciðarhvamm 2 eru orðnir langþreyttir á skemmdarverkum ung- linga í fjölbýiishúsinu, bæði innan sem utan. Heiðarhvammur 2 er á móti Heiðar- skóla og segir íbúi í fjölbýlishúsinu að hóp- ur ncmenda úr Heiðarskóla megi ekki reykja á lóð skólans: „Það koma hópar nemenda á lóðina til okkar og hanga þar til að reykja, bæði á skólatima og á kvöldin. Ég hef matgoff farið út og týnt upp rusl og sígarettustubba eftir krakkana." íþúinn segir að einhveijir nemendur haft farið inn i sameign hússins: „Það fóru einhveijir hér inn og einn þeirra steig ofan í málningar- fotu og sporaði út teppið í stigaganginum. Það er líka búið að sletta málningu á tröpp- urnar fyrir aftan húsið og það er búið að spreyja veggina. Fyrir stuttu var rúða brotin. Það er nýbúið að mála allt húsið og við erum orðin rosalega þreytt á þessu. Við höfum kvartað til lögreglu," sagði íbúi í Heiðar- hvammi 2 í samtali við Víkurfréttir. Víkurfréttir höfðu sambandi við Gunnar Jónsson, skólastjóra Heiðarskóla og hann sagðist vita af þessu vandamáli: „Við höfum rætt við þá nemendur sem við vitum að eru að reykja. Við höfúm einnig rætt við foreldra þessara nemenda og það er í raun það eina sem við getum gert,“ sagði Gunnar í samtali við Víkurfféttir. Rosa fín tr Ibænum okkar er best að vera - er heiti nýrrar revíu Leikfélags Keflavíkur en hún er sú fjóröa í röðinni hjá félag- inu. Þessi gefur hinum þrcmur ekkert eftir scm allar voru mjög vel sóttar og ekki er ólíklegt að að- sóknin verði jafn góð að þess- ari. Hvort það er innansveitar- krónika eða nágrannaforvitni þá er það Ijóst að revíur félags- ins hafa verið vinsælustu stykkin hvað aðsókn varðar. Ljóst var að það var fyrir löngu kominn timi á nýja revíu enda síðast sýnd 1996, rétt eftir sam- einingu sveitarfélaganna Kefla- víkur, Njarðvíkur og Hafna. Þá tók höfúndurinn Ómar Jóhanns- son sameininguna nokkuð fyrir en núna var hluti viðfangsefhis- ins bæjarbragurinn i Reykjanes- bæ fyrir og eftir kosningar sl. vor. Ámi Sigfússon, nýi (Kefl-?)Vík- ingurinn og bæjarstjóri Reykja- nesbæjar og félagar hans í bæjar- stjóminni fengu auðvitað góðan „skammt" og upphafsatriðið var „minning" um Ljósanótt. Þessi tvö fyrstu atriði eru stóigóð, skemmtilegur upphafssöngur um Ljósanóttina og síðan fjallar næsta atriðið (sem heitir: Tilboð sem ekki er hægt að hafna!) um atburðarásina þegar sjálfstæðis- mennimir Þorsteinn Erlingsson og hinn Steininn; Steinþór Jóns- son, heimsækja fyrrverandi botg- arstjórann. Ekki skal sagt meira fiá atriðinu sem er mjög skemmtilegt. Jón Marinó Jóns- son og Guðrún Theodórsdóttir leika skötuhjúin og gera það vel. Jón Marinó nær vel töktum nýja revía hjá Leikfélagi Keflavíkur bæjarstjórans og Guðrún leikur vel bæjarstjórafrúnna. Þau em auðvitað nefnd eftir frægu for- setapari, Kennedy nokkrum og Jackie! í næsta atriði „Aðgeröin Duty Free“ (Frihöfnin þið vitið!) er tekið á uppákomu tollvarða á meintu smygli starfsmanna Fri- hafnarinnar og Leifsstöðvar fyrr á þessu ári. Þar fer mikinn nýi sýslumaðurinn, kallaður Bene (Jóhann Benediktsson) og er leikinn af Sigurði Ágúst Sigur- þórssyni. Næsta atriði er „Löggu- stjórinn" en það er auðvitað nýráðinn yftrlögregluþjónn í Keflavik; fyrrverandi fótbolta- kappinn og Hljómamaður Karl Hermannsson, ekki „Léttur i lundu", heldur „Léttur í lögg- unni“. Atriði um læknavandræði Heilsugæslu Suðumesja er ágætt. Amar Fells nær yfir- og fæðinga- lækni okkar ágætlega. Sauma- klúbburinn Sporið er ftábært at- riði þar sem tekið er á margum- ræddum súlustað í Reykjanesbæ og toppað með innkomu „prinsessu úr Sandgerði". Tinna Kristjánsdóttir, ung leikkona nær prinsessunni vel. Eftir hlé em mjög skemmtileg at- riði um knattspymuna sem og unglingana í Reykjanesbæ í dag! Blámann rekur bláa herinn sem flestir þekkja og bróðir hans flug- vallarstjórinn á stórt „leikfanga- safn“. Bakarasonurinn sem kom sá og sigraði í Ljósanæturlaginu er „tekinn í bakariið" og nýja bæjar- stjómin ræðir málin í nýja vík- ingaþorpinu. Þar kemur spákona nokkur við sögu sem segir „Ame“ og félögum að það eina sem vanti séu peningar! Lokaat- riðið heitir „Veislan" og þar segir Ámi bæjarstjóri að það sé komið að honum og hans fjölskyldu. Af hvetju? Jú, bæjarstjórinn fyrrver- andi og stjómarformaður Suður- nesja kíkir í „veisluna", nokkuð fyrirferðamikill og fyndinn, með hitaveitustjóranum, sem skaffar peningana í allt saman! Sem sagt; flott revia þar sem tek- ið er á helstu málefnum Suður- nesja og Reykjanesbæjar síðustu mánuði. Hreinlega eins og hér væri „Spaugstofa Suðumesja" því þetta eru allt nýleg mál sem nærallir ættu að þekkja, jafnvel ekki heimamenn. Manni leiðist ekki stundarkom. Ekki skal leik- ur þessara áhugaleikara dæmdur stift. Slíkt er ekki sanngjamt nema ef mjög illa tækist til en svo er ekki. Þetta er þræl skemmtilegt. Flestir stóðu sig mjög vel og enginn illa. Það helsta sem mætti bæta er söngur- inn sem í nokkmm atriðum mætti vera hærri og greinilegri. Rúnar Jóhannesson er greinilega mikið efhi i leikara. Hann nær persónimum sem hann leikur fiá- bærlega, sérstaklega „Ljósálfín- um og hótelstjóranum". Einnig tekur Ómar Ólafsson fyrrverandi bæjarstjóra mjög vel. Éins og fyrr greinir leikur Jón Marinó nýja bæjarstjórann vel. Textinn í verkinu er mjög góður, bæði tal- að mál og söngtextar em sérlega skemmtilegir. Ingibjörg Ósk Er- lendsdóttir syngur og leikur bæj- arstjóradótturina Védisi og stend- ur sig vel. Það var mikil gleði í sýningunni og ljóst að Helga Braga hefúr náð vel til ungu leik- aranna. Ómar Jóhannsson sýnir það og sannar að hann leikur sér að skrifa revíu og það þótt hann haft búið og starfað í Reykjavik- inni mörg undanfarin ár og aldrei í Reykjanesbæ! Miðað við hvað það var mikið nýtt efhi í henni er alveg ljóst að það er leikandi hægt að „rigga upp“ revíu að minnsta kosti annað hvert ár. Það er alveg ljóst að viðfangsefh- in hér á svæðinu em næg. Páll Kctilsson. 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.