Víkurfréttir - 14.11.2002, Blaðsíða 13
Davíð Ólafsson bassi stund-
aði nám við Tónlistarskólann
í Keflavík hjá Árna Sighvats-
syni, Nýja Tónlistarskólann
hjá Sigurði Demetz, Keith
Reed og Signýju Sæmunds-
dóttur og við Söngskólann í
Reykjavík, þar sem aðalkenn-
ari hans var Guðmundur
Jónsson. Þá hélt hann til
framhaldsnáms við óperu-
deild Tónlistarháskólans í
Vínarborg, en meðal kennara
hans þar voru Helene Karus-
so og Norman Shetler.
Að námi loknu var Davíð ver-
ið fastráðinn við Óperuna í
Líibeck í tvö ár, auk þess sem
hann hefur verið gestasöngv-
ari við óperuhús í Sviss, Aust-
urríki, Þýskalandi og San
Francisco í Bandaríkjunum.
Hann hefur haldið fjölda tón-
leika á íslandi og á megin-
landi Evrópu. Meðal hlut-
verka sem Davíð hefur sungið
eru Leporello í Dpn Giovanni,
Don Magnifico í Öskubusku,
Rocco í Fidelio, Figaro og
Bartolo í Brúðkaupi Fígarós,
II Re í Aidu, John Falstaff í
Kátu konunum frá Windsor,
Sarastró í Töfraflautunni og
Arnolphe í Schule der
Frauen. ( Lubeck söng hann
hlutverk Don Alfonso í Cosi
fan tutte eftir Mozart vorið
2001 og sumarið 2002
söng hann hlutverk Don
Basilio í Rakaranum í Sevilla
á óperuhátíðinni í Merzig í
Þýskalandi.
Davíð er fastráðinn við (s-
lensku óperuna frá ágúst
2002 og er fyrsta hlutverk
hans þar Doktor Bartolo í
Rakaranum í Sevilla.
46. tölublað • fimmtudagurinn 14. nóvember 2002
BAKSVIÐS MEÐ SUÐURNESJAMÖNNUM í ÓPERUNNI
M------------------------------------------------------
Rakarinn frá Sevilla er fyrsta óperan sem
ég hef séð. Ég var nokkuð spenntur þegar
ég settist niður á svalir íslensku Óperunn-
ar og horfði yfir sviðið áður en sýningin
hófst. Horfði niður á sviðið og fylgdist með
því þegar hljómsveitarmeðlimir Sinfóníu-
hljómsveitarinnar samstilltu sig fyrir sýn-
inguna og beið eftir því að hún hæfist.
Klukkan 20:00 voru ljósin dregin niður og
hljómsveitin byrjaði að spila. Eg hallaði
mér aftur í sætinu og var staðráðinn í því
að njóta hvers einasta augnabliks.Tónarn-
ir flögruðu um salinn og hvílíkir undur-
tónar. Það var sérstakt að sitja í góðu sæti
og hlusta á samhljóm tuga hljóðfæra
mynda svo fallega heild. Þegar söngvararn-
ir komu á sviðið var upplifunin engu
minni. Ég sat dolfallinn og horföi, hlustaði
og skyldi það sem um var að vera á sviðið-
inu. Éyrir ofan sviðið,
nærri því í loftinu er textavél þar sem texti
óperunnar rennur eftir skjá. Maður skyldi
því óperuna frá byrjun.
Ég verð að segja að ég sat gjörsamlega
límdur og dáðist að þessu undraverða list-
formi. Söngvararnir svifu um sviðið og
hrifu áhorfendur með sér. Mér fannst allir
söngvarar sýningarinnar syngja mjög vcl
og leikur þeirra var einnig góður. Saga
verksins er falleg, en söngvararnir náðu
með leik sínum og söng að gera hana
skemmtilega um leið. Þó að um alvarlega
ástarsögu sé að ræða þá náðu söngvararnir
að flétta hana svo miklum húmor að á-
horfendur og ég sjálfur hlógum dátt.
Sýningunni lauk rétt fyrir ellefu, cn það
var eins og ég væri nýsestur í sætið mitt
þegar sýningin var búin. Fyrsta óperuupp-
lifun mín var ejnstök og hana geymi ég í
minningunni. Ég er enginn sérfræðingur á
sviði söngs, leikrænna tilburða, sviðsmynd-
ar, Ijósahönnunar, búninga eða annara at-
riða sem gagnrýnendur horfa á þegar þeir
gagnrýna sýningar sem þessa. En sem leik-
maður fannst mér þessi sýning frábær og
hcf ekkert út á hana að setja. Það eina sem
ég gct gcrt er að hvetja fólk til aó sjá sýn-
inguna og því get ég lofað að enginn verður
svikinn.
Jóhannes Kr. Kristjánsson
Lukkumiðar
í Samkaup
Bleikir miðar í
gildi 14. nóvember
til 20. nóvember.
iez
iilx
Tilboð í nóvember
20°/°
afsláttut
af hreinsun á
gluggatjöldum
og rúmteppum.
Efnalaug Suðurnesja
Hafnargötu 55b • 230 Keflavík • Sími 421 1584
13