Víkurfréttir - 14.11.2002, Blaðsíða 19
____________UMRÆÐAN
Um fegurðarsamkeppni og klámstjörnu
Nú hefur klámstjarna af karlkyni riðið hús-
um tjölmiðla hér um slóðir undanfarið.
Þennan ólánsama mann bar ég augum hér
í blaðinu fvrir skömmu þar sem
sdjjjl hann baðaði sig í Bláa lóninu
I með þátttakendum í Herra Suö-
í7- urnes. Ungu piltarnir brosa þar
■L -• Æ breitt og umveija „stjörnuna”
Hk áH elsku sinni. Ég get ekki lagt ann-
i fl " 'Vj an skilning í myndbirtinguna en
þann að Sódómu-stjarnan sé fyr-
irmynd þessara sólbrúnu pilta. Því spyr ég: Eru
keppendur í Herra Suðurnes upprennandi
klámmyndastjörnur.
Heimur versandi fer og nú þykir mér fegurðarsam-
keppni karla á Suðumesjum hafa lagst lágt. Hvaða
augum yrði það t.d. litið ef þátttakendur í Ungfrú
Suðurnes myndu sitja fyrir á mynd með heims-
þekktri klámmyndaleikkonu? Það held ég að mörg-
um þætti nú miður. Myndu nánustu aðstandendur
stúlknanna sætta sig við það? Slikt myndbirting
gæfi ekki annað til kynna en það að stúlkurnar
væru bólglaðar og á hraðri leið inn í klámmynda-
bransann, ef ekki þegar komnar þangað.
Það er með ólikindum hvað þessi blessaði maður
hefúr fengið mikla athygli í fjölmiðlum. Fréttakona
nokkur á Stöð 2 á hrós skilið fyrir að hafa neitað að
taka viðtal við hann. Hefúr hún orðið fyrir aðkasti
vegna þessa eins og fram hefúr komið m.a. af sinum
samstarfsmönnum. Nær væri að fjölmiðlar gerðu
sér grein fyrir áhrifamætti sínum og misnotuðu
hann ekki eins og raun ber vitni. Með því að upp-
hefja umræddan mann er klámiðnaðinum gert hátt
undir höfði. Umrædd mynd hefúr eflaust átt að vera
fyndin og ef til vill er hún það, enda maðurinn
nokkuð dólgslegur. Með þessu var hins vegar verið
að senda skilaboð sem mjög auðvelt er að mistúlka.
Ungt fólk er áhrifagjamt og meðal unglinga eru fyr-
irmyndir ákaflega mikilvægar. Skilaboðin hér eru á
þá leið að klám sé sjálfsagt og eftirsóknarvert.
Fegurðarsamkeppnir eru umdeildar. Reynt hefur
verið að hefja þær til vegs og virðingar með ýmsum
hætti og því verður ekki neitað að það er góð land-
kynning þegar þátttakendur ná langt á þessu sviði
erlendis. En góður árangur í þessum efhum er ekki
ávísun á hamingju eins og komið hefúr fram í opin-
skáu viðtali við Lindu Pétursdóttur, fyrr á þessu ári.
Undirbúningur fyrir keppni af þessu tagi er marg-
víslegur. Legið er lengi í Ijósalampa og lært að
ganga! Keppendur eru allir steyptir í sama mót og
settir í stífar æftngar og aðhaldsaðgerðir sem sumar
hveijar hafa dregið dilk á eftir sér og jafhvel endað í
alvarlegum sjúkdómum á borð við lystastol. Athygl-
isverð íslensk heimildarmynd var frumsýnd nú ný-
verið um fegurðarsamkeppni kvenna. Hún sýnir vel
það sem gerist á bak við töldin i þessum bransa.
Mynd þessi vann til Edduverðlauna.
Guðfheðilega er ekki hægt að mæla með keppnum
af þessum toga. Fegurðin kemur innan frá í augum
Guðs. Frá hjartanu eins og segir í orðinu. Hún fellst
í hugsunum okkar, orðum og athöfnum. Líkami
mannsins er musteri Guðs sem manninum ber að
rækta. Það gerir hann með heilsusamlegu lífemi.
Maðurinn á ekki að upphefja sjálfan sig fyrir sköp-
unarverkið.
Ég skora á þátttakendur í þeim fegurðarsamkeppn-
um sem hér eru framundan að íhuga gildi þess að
taka þátt í keppni af þessu tagi og láta ekki misvitra
stjómendur þeirra leiða sig í ógöngur. Dæmin sanna
að keppendur sjálfir ráða oft litlu um það hvaða
brögðum er beitt til þess að ná augum og eyrum
fólks í þessum efnum.
Birgir Þórarinsson
Höfundur er guðfræðingur.
46. tölublað • fimmtudagurinn 14. nóvember 2002
Ertu með ábendingu
nm hættu í umhverfinu?
Hringduí síma 421 6780!
230 keflavIk
SKYGGNILÝSINGAFUNDUR
María Sigurðardóttir miðill verður með
skyggnilýsingarfund í húsi félagsins að
Víkurbraut 13, Keflavík sunnudaginn
17. nóvember nk. kl. 20.30.
Húsið verður opnað kl. 20.
Aðgangseyrir við innganginn.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Efnilegir hönnuðir í Sandgerði
eir voru glæsilegir kjól-
arnir sem nokkrir ung-
lingar úr Sandgerði
hönnuðu og sýndu á fatahönn-
unarkeppni á vegum Samfés
sem haldin var í gær í nýju fé-
lagsmiðstööinni þar í bæ.
Margt var um manninn á
keppninni og var ekki bctur
séð en ttestir skemmtu sér vel.
Hafið var þema kvöldsins og
voru kjólarnir, sem voru fjórir
talsins, allir túlkaðir út frá því.
Keppnin sem var í Sandgerði var
undankeppni fyrir stærri keppni
sem Samfés mun halda síðar á
árinu þar sem sigurvegarar úr
svipuðum keppnum af öllu land-
inu koma saman.
LESENDAL
Pennans Bókabúðar Keflavíkur
og Víkurfrétta
Þú getur unnið bókina
Suðurnesjamenn!
Svaraðu einni laufléttri spurningu.
Skrifaðu svarið á svarseðillinn
og skilaðu honum í Pennann
Bókabúð Keflavíkur.
IKUR
lUtCHM
ies‘n:ym°9hepp
eslanienn eftir
Guöraunds<tnn
**>**<£&
SPURNING1: Nefnið tvo af þeim einstaklingum sem talað er við í bókinni Suðumesjamenn.
Nafn:
Símanúmer:
Sérstakur lokaúrdráttur
17.desember.
Vinningan íslenska Orðabókin og
Suðumesjamenn
Heildarvemiæti kr. 20.000.-
Iregið verður úr ÖLLUM innsendum miðum.
BókaJbúð KefLunJcur
19