Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.11.2002, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 14.11.2002, Blaðsíða 17
46. tölublað • fimmtudagurinn 14. nóvember 2002 ______LESENDUR HAFA ORÐIÐ_ Framhald tunnuspurninga |41. tbl. Víkurfrétta, „Spurt og svarað“ svaraði Aron Jó- hannsson nokkrum spurn- ingum varðandi nýju sorp- ttinnurnar. Við lestur greinar- innar vöknuðu þó fleiri spurn- ingar og efasemdir. Aron segir að húseigendur greiði fyrir tunnuna í gegnum tunnu- leigu, áður pokagjald. Ég ætla að gefa mér að á sínum tíma hafi heimild fyrir pokagjaldinu verið sótt til Umhverfisráðuneytisins eins og lög gera ráð fyrir. Hefiir Umhverfisráðuneytið fallist á þessa breytingu? Ef ekki, þá fell- ur pokagjaldió niður við það að húseigendur hætta að fá poka. Heimild til innheimtu pokagjalds er bundin við það að húseigendur fái poka. Sumir húseigendur eiga svona tunnur og hafa ekkert með aðra tunnu að gera, hvað þá að þurfa að greiða fyrir hana leigu. Verður eitthvað tillit tekið til þeirra? Nú hafa húseigendur ekki gert neinn leigusamning. Eru þeir ekki þeir einu sem geta gert eða samþykkt slíkan samning? Því getur tælega verið um leigu að ræða. Ég fæ því ekki betur séð en að tunnumar séu eign Sorpeyð- ingarstöðvarinnar og þvi alger- lega á hennar ábyrgð. Þá sé Sorp- eyðingarstöðvarinnar að ganga þannig frá eignum sínum að þær valdi ekki tjóni. Og þegar tunn- urnar fara að fjúka á bíla þá sé Sorpeyðingarstöðin bótaskyld enda engin leið að sjá hvaðan tunnumar komu og þær aðeins merktar Sorpeyðingarstöðinni. Einnig mætti minna Sorpeyðing- arstöðina á að þrífa þessar eigur sínar áður en sorptæknar fara að veikjast. Þó svo að þessar tunnur hafi marga kosti umfram pokana og em hið besta mál þá er samt eng- in ástæða til að tjúka í tunnuvæð- ingu af slíku offorsi að lög og reglur víkja. Til lengri tíma litið þá er betra að gera hlutina rétt. En fari ég með rangt mál væri mjög fróðlegt að Aron upplýsti mig um eftir hvaða lögum þetta var unnið og hvaða heimild haft fengist. Virðingarfyllst Sigurjón Kjartansson. 030559-5929 Hvatt til opins borgarafundar um læknadeiluna í vikulegum pistli sínum í Víkurfréttum hvetur Kallinn á kassanum til þess að Hjálmar Ámason, þingmaður Framsóknarflokksins á Suðumesjum boði til opins borgarafundar um læknadeiluna. Kallinn á kassanum segir m.a. í pistli sínum: „Nú eru liðnar tvær vikur síðan heilsugæslulæknar gengu út af heilsugæslunni. Og hvað gerir heil- brigðisráðherra? Fer til Kina! Það er ekkert nema móðgun við Suðurnesjamenn að láta bjóða sér upp á þetta. Haldið þið að þetta myndi gerast í nágrannalöndum okkar? Þið vitið svarið. Nú skal taka höndum saman og boða til borgarafundar þar sem fulltrúar deiluaðila munu koma fram með sín sjónarmið, auk sjónarmiða sveitarfélagsins og íbúa.“ FATASALA ANDRÉSAR VERÐUR f FÉLAGSMIÐSTÖÐINNISELINU, VALLARBRALÍT 4, NJARÐVÍK, FÖSTUDAGINN15. NÓVEMBER NK. KL14-21. Bjóðum úrval af fatnaði fyrir jól og áramót. Jakkaföt og stakar buxur. Stakar buxur og flauelsbuxur. Úlpur, blússur og húfur. Skyrtur, peysur og bolir. Hálsbindi og slaufur. Nærföt og smávara. Náttföt, sloppar o.fl. ATH. 20% AUKAAFSLÁTTUR VIÐ KASSA. ANDRÉS FATAVERSLUN, Skólavörðustíg 22a,1 sími 551 8250 og NETLEIKUR! SJÁIÐ VINNINGSHAFA í DAGBÓK Á VF.IS Hafnargala 30 • Sími 421 4067 Vitar á íslandi Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002 Vesturvör 2, 200 Kópavogi, sími 560 0000 Vitar á íslandi er glæsileg bók sem rekur sögu vita á íslandi frá upphafi. Hana prýðir fjöldi mynda og teikn- inga ásamt umfjöllun um alla vita sem byggðir hafa verið á landinu. Bókin lýsir athyglisverðum þætti íslenskrar byggingarlistar og tækniþróunar og segir einnig sögu vitaþjónustu, vitaskipa og vitavarða á íslandi. SIGLINGASTOFNUN 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.