Víkurfréttir - 14.11.2002, Blaðsíða 12
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is
HÓTKL KEFLAVIKI
Spennandi tímar
Opnum spennandi veitingastað
föstudaginn 22. nóvember. Sjá nánar
auglýsingu í næsta blaði. Fylgist með!
KvmJo
í B t(ar)aus+
•s Perur og Ijóskastarar
S Boddyhlutir og bílljós
S Bílalakk og fylliefni
Borgartúni, Reykjavík. Bíldshöfða, Reykjavík. Smiðjuvegi, Kópavogi. Dalshraun, Hafnarfirði. Hrísmýri, Selfossi. Dalbraut, Akureyri. Grófinni, Keflavík. Lyngási, Egilsstöðum. Álaugarvcgi, Hornafirði. www.bilanaust.is (UmmausíN ^jj^Sími 535 9000
i ■■■■■ ■■ i
1 JÓGA- JÓGA- JÓGA
KRIPALU - JÓGA
HATHA - JÓGA
Ný námskeið hefjast mánudaginn
18. og þriðjudaginn 19. nóvember nk.
Framhaldstímar,
morguntímar og hádegistímar.
Slökunarjóga þriðjudag/fimmtudag
kl. 19.20.
Nánari upplýsingar og innritun
í síma 421 1124 og 864 11 24.
Meginþættir jóga:
Teygjuæfingar, öndunaræfingar, slökun.
Eygló Alexandersdóttir, jógakennari.
Iðavöllum 9a, Keflavík.
Símar 421 11 24 og 864 1124.
Fréttamaður
w
Asamráösþingi Frjálslynda
flokksins síðasta laugar-
dag var ákvcöið að við
val á framboðslista muni verða
stillt upp á lista og verða fram-
boðslistar kynntir eftir áramót.
Heimildir Víkurfrétta herma
að mikill þrýstingur sé á
Magnús Þór Hafsteinsson
fréttamann um að taka fyrsta
sæti á lista Frjálslynda Flokks-
ins í Suðurkjördæmi. Efsti
maður á lista flokksins í
Reykjaneskjördæmi fyrir síð-
ustu alþingiskosningar var
Grétar Mar Jónsson úr Sand-
gerði, en heimildarmenn Vík-
í framboð?
urfrétta telja aó Magnús Þór
yrði fyrir valinu ef liann mvndi
ákvcða að bjóða sig fram í
fyrsta sætið.
Aðilar sem Víkurfréttir ræddu
við telja að ef Magnús Þór skip-
aði efsta sæti á lista Frjálslynda
flokksins í Suðurkjördæmi gæti
hann breytt landslagi kosningaúr-
slitanna töluvert og náð kjöri.
Einn heimildarmanna Víkurfrétta
sagði orðrétt: „Það eru margir á
Suðurnesjum sem eru orðnir
þreyttir á að sjá kvótann fara af
svæðinu og vilja berjast gegn
því.“
fj fj&
m i
III
* f
/
Suðurnesjamenn í Opemnni
Davíð Ólafsson óperu-
söngvari er borinn og
barnfæddur Keflvíking-
ur, en Davíð syngur í upp-
færslu íslensku Ópcrunnar á
Rakaranum í Sevilla. Davíð
syngur hlutverk Doktor Bar-
tolo í sýningunni, en nú er síð-
asti sýningarmánuður Rakar-
ans í Sevilla í íslcnsku Óper-
unni. Víkurfréttir fylgdust með
baksviðs í íslensku Ópcrunni
sl. föstudag og spjölluðu við
Davíð þegar liann var í óðaönn
aö undirbúa sig undir sýning-
una. Davíö segir að undirbún-
ingurinn fyrir óperusýningu
taki rúma 2 klukkutíma: „Við
tökum söngæfingu 2 tímum
fyrir sýningu til að hita upp
raddirnar. Eftir það tekur við
hárgreiðsla, smink og síðan
þarf maður að koma sér í föt-
in,“ segir Davíð og það er líf og
fjör í kjallara óperunnar þegar
undirbúningurinn stendur sem
hæst.
Davíð spilaði áTrompet i 10 ár i
tónlistarskóla Keflavíkur og hann
bjóst ekki við því að fara að
syngja: „Ég komst á bragðið þeg-
ar systir mín Ester Ólafsdóttir var
að spila heima hjá okkur á píanó
og ffændi minn Steinn Erlings-
son kom þangað til að syngja.
Við fórum að syngja saman í
fjölskylduboðum og eftir það
varð ekki aftur snúið. Ég fór að
læra söng m.a. hjá Sigurði Dem-
etz og það gekk ágætlega. Hann
sagði mér þó seinna að hann
hefði aldrei búist við því að ég
yrði söngvari og hann fullyrti að
ég hefði verið hans versti nem-
andi,“ segir Davíð og brosir að
þessu.
Davið segir að æfingartiminn
fyrir óperur sé krefjandi: „Þú
hugsar um ekkert annað í 5 vik-
ur, ferð ekki í sund, á kaffihús
eða neitt. Það eina sem kemst að
er óperan," segir Davíð.
Uppfærsla Islensku Óperunnar á
Rakaranum í Sevilla hefúr fengið
góðar viðtökur og lof gagn-
rýnenda. Leikstjóri óperunnar er
Suðurnesjamaðurinn Ingólfur
Níels Amason en hann útskrifað-
ist sem leikstjóri ffá ítalska leik-
listarháskólanum, Accademia
Nazionale D'arte Drammatica -
Silvio Damico, þar sem hann
sérhæfði sig í óperuuppsetning-
um.
12