Víkurfréttir - 14.11.2002, Blaðsíða 20
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is
vno»
í'RÉTTIR
fl
;; fyrst og fremst
Logi Gunnarsson, körfuknattleiks-
maðurinn knái úr Njarðvík, og fél-
agar hans í þýska 2. deildar liðinu
Ulm riöu ekki feitum hesti í viður-
eign sinni við USC Heidelberg um
helgina en þeir töpuðu á 85:93.
Þetta var annað tap liðsins í vetur
en með tapinu féli liðið niður í 8.
sæti deildarinnar. Logi setti niður
25 stig í leiknum en þess má til
gamans geta að Logi varð í 3. sæti í
kjöri um leikmann mánaðarins hjá
Ulm.
Pete Philo hefur verið sagt upp
störfum hjá Njarðvikingum í
körfuknattleik og í stað hans mun
liðið hafa samið við GJ Hunter, 31
árs gamlan Bandaríkjamann, sem
komið hefur viða við. Þá hafa
Njarðvíkingar einnig samið við Þor-
stein Húnfjörð úr Keflavík en hann
fékk lítið að spreyta sig með Kefl-
víkingum í byrjun tímabilsins og
ákvað því að leita á önnur mið.
Sacha Montgomery, bandaríski
leikmaður Njarðvíkurstúlkna í körfu,
hefur verið látin taka poka sinn.
Hún þótti ekki hafa staðið undir
þeim væntingum sem til hennar
voru gerðar. Óvíst er hvort Njarðvík-
urstúlkur fái annan erlendan leik-
mann til liðsvið sig.
flgúst Hilmar Dearborn, leikmaður
Njarðvíkur í körfuknattleik, var i
gær úrskurðaður í sex leikja bann
vegna atviksins sem átti sér stað í
leik liðsins gegn Haukum í 8-liða
úrslitum Kjörísbikarsins 5. nóvem-
ber þegar hann sparkaði í Ingvar
Guðjónsson leikmann Hauka. Ágúst
missir af fimm deildarleikjum og
einum bikarleik.
Næsti leikur sem Ágúst getur tekið
þátt í er gegn Breiðabliki 20.
desember. Ágúst hefur þegar beðist
afsökunar á framferði sínu og har-
mar það.
Ragnar Steinarsson, fyrrum leik-
maður Keflavíkur í knattspyrnu,
hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari
Keflavíkur. Mun hann vera nýráðn-
um þjálfara liðsins, Milan Stefán
Jankovic, til halds og trausts.
Ragnar hefur lokið AB-þjálfarastigi
frá KSÍ og mun um helgina taka B-
stigið.
Suðumesin á iði!
„Allt er gott sem endar vel,“
segir máltækið! Verkefni okkar
„Suðurnesin á iði“
| er lokið. Þrátt fyrir
ið er þínu verki
I ekki lokið, en það
er okkar von, að
verkefnið hafi skil-
að þér einhverjum
árangri. Leiðin er
greið og vopnið er í
þínum höndum,
það er jú fyrst og
ffemst þú sem berð
ábyrgð á þinni heil-
su. Nýttu þér þær
upplýsingar sem þú
hefur fengið og
haltu áfram á réttri
braut. Hvað tekur
við þarft þú að
ákveða. Framundan er sá tími
sem sumum þykir strembinn,
þ.e. kólna fer úti og dimmt er
stóran hluta af sólarhringnum.
Það er auðvellt að nota þessa tvo
þætti sem hindrun fyrir því að
fara að hreyfa sig. Auðvelt er að
klæða sig eftir veðri, setja húfu á
höfuðið, fara í vettlinga og góða
skó. Varastu þó að klæða þig of
mikið, því um leið og þú ferð að
hreyfa þig, þá hitnar líkaminn.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að
líkamleg áreynsla hefur jákvæð
áhrif á þunglyndi. Þeir sem stun-
da markvissa hreyfingu eru síð-
ur í hætm á að verða þunglyndir.
Skammdegið fer oft illa í þá
sem þunglyndir eru, því er gott
ráð að fara og hreyfa sig, þegar
maður finnur fyrir því að depurð
færist yfir mann. Við æfingar
hækkar líkamshitinn, sem veld-
ur oft slökun. Þegar þú ferð og
M
Föstudagur 15. nóvembe
KEFLAVIK - UMFG
Intersportdeildin kl. 19.15
Laugardaginn 16. nóvember
KEFLAVIK - Is
1. deild kvenna kl. 16.00
AWD 1
Q
dsbankinn l J
. V1NTERSP#RT
Landsbankinn \ OEILDIN
hreyfir þig, þá dreyfir það hug-
anum og fær þig til að sjá hlut-
ina í nýju ljósi ! Prófaðu nú!
Síðasta mæling fór fram síðasta
sunnud. Það var gaman að sjá
hversu góðum árangri margir
höfðu náð. Það er hvetjandi þeg-
ar vel gengur.
Mikilvægt er að halda áfram á
sömu braut. Þú getur í framhaldi
sjálf/ur tekið tímann á 2 km. og
séð hvernig þér hefur gengið
með þvi að skoða töflu sem
hangir uppi í Reykjaneshöllinni.
Gott er að framkvæma slíkt
sjálfspróf t.d. á mánaðarfresti.
Þeir sem mættu í mælingu síð-
asta sunnudag, var boðið að taka
þátt í lukkupotti, þar sem 16
heppnir vinningshafar voru
dregnir út. Verðlaunin voru ekki
af verri endanum, tíu mánaðar-
kort í likamsræktarstöðina Lífs-
stíl, 10.000 kr. gjafabréf frá K-
sport, tvö 20 tíma þrek, sund og
gufukort í íþróttamiðstöð Njarð-
víkur, 10 tima sundkort í
íþróttamiðstöð Gerðahrepps, 10
tíma ljósakort í íþróttamiðstöð
Gerðahrepps og að lokum fót-
snyrting hjá Lóu í Snyrtistof-
unni Okkar!
Vinningshafar eru beðnir um að
nálgast vinninga hjá Kiddý. Þeir
sem unnið hafa mánaðarkort í
Lifsstíl, hafa samband við af-
greiðslu Lífsstíls.
Við viljum þakka styrktaraðilum
kærlega fyrir aðstoðina, án þeir-
ra hefói verkefnið ekki orðið
svona skemmtilegt.
Einnig viljum við þakka öllum
þeim Qölmörgu sem voru svo
duglegir að hreyfa sig með okk-
ur, með von um að ávinningur-
inn verði þeim til góðs.
Að lokum, leggið rækt við lík-
ama og sál, fyllið kroppinn lífi
og fjöri.
Vinningshafar voru:
Mánaðarkort í Lífsstíl
Anna Sigríður Jóhannesdóttir
Aldís Jónsdóttir
Ágústa Halla Jónasdóttir
Björg Alexandersdóttir
Guðbrandur Valtýsson
Guðmundur Stefánsson
Guðrún Rósa Guðmundsdóttir
Kolbrún Sigurðardóttir
Sigurbjörg Halldórsdóttir
Þóra Rut Jónsdóttir
Gjafabréf í K-sport:
Aníta Marcher Pálsdóttir
10 tíma Ijósakort í íþróttamið-
stöð Gerðahrepps:
Pétur Brynjarsson
10 tíma sundkort í íþrótta-
miðstöð Gerðahrepps:
Sigfús Ingvason
20 tíma þrek, sund og gufu-
kort í íþróttamiðstöð Njarðvík-
ur:
Hildur Harðardóttir
Þjóðbjörg Gunnarsdóttir
Fótsnyrting hjá
Snyrtistofunni Okkar:
Heimir Sigursveinsson
Kœr kveðja frá Kiddý, Begga
og Ganju íþróttakeniiiirum.
Föstudagur 15. nóvember 2002
UMFN - SNÆFELL
Njarðvík kl.19.15
ÚRVALSDEILD
SpKef
Sparlsjóðurlnn í Keflavík ■
177
20% afsl. fyrir þátttakendur
Sundlaugar
á Suðurnejsum
Suðurnes
Stuðningsmenn
Keflavíkur hittast
fyrir næsta leik
Stuðningsmannaklúbbur^
Keflavíkur í körfuknatt-
leik mun koma saman
í nýja félagsheimili
liðsins á Hringbraut/
fyrir leikinn gegn'
órindvíkingum á fostudag.
Þeir munu hittast kl. 18:00 og
verða léttar veitingar í boði.
Leikmaður og þjálfari Keflavík-
urliðsins mæta í heimsókn og
spjalla við gesti.
Allir stuðningsmenn liðsins eru
hvattir til að mæta!
m
Firmakeppni Reynis
Firma og hópakeppni Knatt-
spymudeildar Reynis veður hald-
in laugardaginn 23. nóvember í
íþróttahúsinu í Sandgerði. Leikið
er eftir gömlu reglunum, þ.e.a.s.
fjórir inná í einu og enginn mark-
maður. Þátttökugjald er 1.000 kr.
á manninn. Skráning í síma: 861-
9891 - Hannes og 863 1795 -
Sissi.
20
Klipptu út greinina og geymdu!