Víkurfréttir - 14.11.2002, Blaðsíða 15
46. tölublað • fimmtudagurinn 14. nóvember 2002
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Er eðlilegt að hver íbúi Voga greiði tæpar þús-
und krónur á mánuði í laun til sveitarstjórans?
ér er ekki til sctunnar
boðið og tel mér rétt og
skylt aö koma fram í
fjöimiðlum
með ýmis mál
er tengjast
stjórnsýslu
Vatnsleysu-
strandar-
hrepps. Ég sit
þar í minni-
hluta og hef
ailt frá byrjun reynt af megni
að hafa áhrif á ákvarðanir sem
þar eru teknar af meirihluta
hreppsnefndar. Ég hef óskað
eftir svörum við ýmsum mál-
um sem upp hafa komiö og
hafa svör þeirra verið lítið mál-
efnanleg og telur meirihluti að
þeir þurfi ekkert að svara
öðruvísi því spurningarnar eru
þeim ekki þóknanlcgar.
H-listinn hefiir verið að hreykja
sér af góðri fjármálastjóm. Ég
dreg það í efa að það geti talist
góð fjárrnálastjóm að fara út í
framkvæmdir fyrir á annað
hundrað milljónir án þess að
bjóða verkið út, en allar fram-
kvæmdir IAV fyrir Vatnsleysu-
strandarhrepp voru án útboðs.
Einnig get ég ekki séð að það sé
góð fjármálastjóm að hafa keypt
þjónustu byggingafúlltrúa af
Tækniþjónustu SA ehf. eins og
gert hefur verið.
Svo eru það launamál sveitar-
stjóra. H-listamenn hafa sagt að
það hafi verið kosningaloforð hjá
þeim að endurráða sveitarstjór-
ann. Ég er sannfærð um að íbúar
í Vatnsleysustrandarhreppi hafa
ekki gert sér grein fyrir því hvað
þessi sveitarstjóri er að kosta
okkur. Bara launin hennar eru
(samkv. uppl.úr Fijálsri verslun
sem birti lista yfír tekjur 2400
einstaklinga) kr. 756.000.- (það
er fyrir utan bflastyrk því bíla-
styrkur reiknast ekki sem laun)
en íbúar í Vatnsleysustrandar-
hreppi voiu samkv. upplýsingum
Hagstofu íslands, 1. des 2001,
837 sem gerir 903.- kr. á hvem
ibúa í hreppnum á hveijum mán-
uði. Sú upphæð er fyrir utan
launatengdan kostnað (þ.e. sá
kostnaður sem launagreiðandi
greiðir af hveijum launþega) og
lífeyrisskuldbindingar - þetta get-
ur aldrei kallast góð fjármála-
stjóm. Einnig kom tillaga fiá
þeim að sveitarstjóri hefði setu-
rétt í öllum nefhdum nema bygg-
inganefnd með málffelsi og til-
lögurétt og var það samþykkt
með þremur atkvæðum meiri-
hlutans á hreppsnefndarfúndi
þann 12/11. Á sama fúndi lagði
ég ffam eflirfarandi tillögu:
„Ég leggfram tillögu þess efnis
að ráðinn verði félagsmálastjóri
i hlutastatf þarna gœti verið um
að rœða 20% staif (t.d. tveir
hálfir dagar I viku) Félagsmála-
stjóra yrði falið aó fara yfir stöðu
þessa málaflokks í Vatnsleysu-
strandarhreppi, og leggja fyrir
hreppsnefnd tillögu að úrbótum
og mótun markmiða í þessum
málajlokki. Einnig þarffélags-
málastjóri að hafa fasta viðtals-
tíma þar sem íbúar gœtu leitað
aðstoðar og leiðsagnar. Ég tel
það afar mikilvœgt að foreldrar
barna og ungmenna sem leiðast
út i vimuefnaneyslu eða lenda á
villugötum að einhverju tagi eigi
greiðan aðgang að stuðningi og
leiðbeiningum um úrrœði sem fé-
lagsmálastjóri gœti sinnt. Einnig
að aldraðir eigi greiðan aðgang
að upplýsingum og aðstoð sem
snerta félagsmál aldraðra. Fé-
lagsmálastjóri vœri félagsmála-
nefnd til aðstoðar og leggi mál
fyrir nefndina."
Minni tillögu var svarað af meiri-
hlutanum með eftirfarandi hætti:
„Bókun frá meirihluta hrepps-
nefndar:
Sveitarstjóri gegnirstarfi félags-
málastjóra I hreppnum. Erindi
sem berast íþennan málaflokk
eni lögð Jyrirfélagsmálanefnd
og afgreidd þar. Markmió eru
skýr og koma fram i erindisbréfi.
Sveitarstjóri veitir leiðsögn um
réttindi einstaklinga ogþá að-
stoð sem er i boði á þessu sviði,
lögum samkvœmt.
Hœgt er aó panta viðtalstíma
alla virka daga á auglýstum
skrifstofutima hreppsins.
Meirihluti hreppsnefndar tekur
undir það að mikilvœgt er að all-
ir eigi
greiðan aðgang að stuðningi og
upplýsingum iþessum efnum.
Ekkert hefur komið fram um að
svo sé ekki eða fyrirkomulagið
sem rikt hefur sé óheppilegt eða
siður vœnlegt til árangurs. Þvert
á móti hefur félagsleg aðstoð
hreppsins aukist á síðustu miss-
enim má i því sambandi benda á
aukna heimilishjálp svo eitthvað
sé nefnt. Aldraðir eiga einnig
greiðan aðgang að þessum mikil-
vœga málaflokki eins og aðrir
aukþess sem tómstundafulltrúi
hreppsins miðlar eldri borgurum
margvislegum upplýsingum og
er þeim innan handar á hinum
ýmsu sviðum. Sveitarstjóri féllst
Auglýsingasíminn
er 4210000
á í upphafi kjörtimabilsins að
gegna áfram starfi félagsmála-
stjóra. Nýtt stöðugildi félags-
málastjóra kallar á aukin launa-
kostnað. Núverandi fyrirkomulag
er hagkvœmt og það sem mikil-
vœgast er þá skilarþað þvi sem
til erœtlast. 1 náinnijramtið,
þegar ibúum hefurfjölgað nokk-
uð frá því sem nú er, er rétt að
huga að þessum möguleika.
Meirihluti hreppsnefndar telur
þvi tillöguna ekki timabœra eins
og sakir standa.
Tillagan er felld með þremur at-
kvœðum meirihlutans. “
Þetta stjómunarkerfi er ekki eins
og ég hefði kosið, ég vil meiri
valddreifingu. Þegar ég skoða
stjómkerfi hreppsins verðurmér
off hugsað til orða góðs manns
sem búsettur er í Vatnsleysu-
strandarhreppi en hann sagði:
„ég bý á litlu Kúbu“.
Halldóra Magný Baldursdóttir
Vogum, Vatnsleysuströnd
mmm
Hinn áriegi áramótafagnaður
Lionsklúbbs Keflavíkur
verður haldinn í Bláa Lóninu
laugardaginn 28. desember nk.
Frábær skemmtiatr iði og
hljómsveitin
skemmtir
Upplýsingar
ísíi
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
VIRÐING - SAMVINNA - ÁRANGUR
Innritun fyrir
vorönn 2003
Innritun fyrir vorönn 2003 stendur yfir og lýkur 22. nóvember.
Nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja:
1. Bóknám til stúdentsprófs.
2. Annað bóknám.
Húsasmíði 63 ein.
Almenn braut 24 ein.
Málmiðnabraut,
grunnnám 80 ein.
Almenn braut - fornám 24 ein.
Netagerð 56 ein.
3. Starfsnám.
Rafvirkjun 146 ein.
íþróttabraut 68 ein.
Vélstjórnarbraut 1. stigs 19 ein.
Sjúkraliðabraut 120 ein.
Vélstjórnarbraut 2. stigs 88 ein.
Tölvufræðibraut 127 ein.
Uppeldisbraut 70 ein.
Upplýsinga- og fjölmiðlabraut
82 ein.
Viðskiptabraut 70 ein.
4. Verknám.
Félagsfræðabraut 140 ein.
Grunndeild rafiðna 45 ein.
Málabraut 140 ein.
Grunndeild tréiðna 45 ein.
Náttúrufræðibraut 140 ein.
Hársnyrtibraut 84 ein.
Mikilvægt er að nemendur komi með einkunnir úr grunnskóla
(og/eða framhaldsskóla) með sér í innritunina og forráðamenn
nýnema eru eindregið hvattir til að koma með börnum sínum.
Skólameistari.
15