Morgunblaðið - 25.05.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016 FLATKÖKUR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það verður mjög gott þegar fram- kvæmdum lýkur og vinnumannatím- inn sem hefur verið í vetur líður hjá. Við verðum þá komin með fullunna vöru í hendur og getum gert meira,“ segir Jóna Árný Sigurðardóttir hót- elstjóri Fosshótels Húsavíkur. Fram- kvæmdum við stækkun hótelsins og endurbætur lýkur á næstu vikum. Í viðbyggingunni eru 44 ný hótel- herbergi af bestu gerð. Jafnframt hefur verið unnið að því að uppfæra gistiherbergin í eldra húsnæðinu. Eftir breytingarnar verða þar 110 hótelherbergi. Verið er að koma upp nýrri og glæsilegri móttöku fyrir hótelið. Fyr- ir utan hana verður foss sem mun setja mikinn svip á umhverfið. Einnig verður bar í tengslum við móttökuna. Sækjast eftir stærri ráðstefnum Þriðji þátturinn er lagfæring á gamla félagsheimilissalnum og bætt aðstaða til ráðstefnuhalds. Jóna bendir á að gamla salnum hafi ekki verið breytt frá því hann var tekinn í notkun fyrir 44 árum. Þá sé verið að bæta við fjölda sala og fundarher- bergja. Þegar breytingunum verði að fullu lokið verði þar 11 fundarsalir og -herbergi og hægt að taka við fund- um og ráðstefnum af ýmsum stærð- um og gerðum, veislum og árshátíð- um. Hún getur þess að fjölgun hótel- herbergjanna sé ákveðin forsenda þess að unnt sé að tala um ráðstefnu- hótel. Þau geri það að verkum að hót- elið geti sóst eftir stærri ráðstefnum en áður. „Við erum ekki nema klukkutíma frá Reykjavík. Það tekur þrjú korter að fljúga og tíu mínútur að aka frá flugvellinum,“ segir hún og tekur fram að þegar séu farnar að berast fyrirspurnir og pantanir fyrir ráðstefnur. Stefnt er að því að opna nýju mót- tökuna og stóra ráðstefnusalinn eftir endurbætur á næstu dögum, jafnvel um helgina. Þá verður ráðist í end- urbætur á veitingasal hótelsins til samræmis við hótelið að öðru leyti. Vonast Jóna til að hægt verði að opna hann í lok júní eða byrjun júlí. Þegar því verki lýkur verður haldið áfram við að koma ráðstefnusölunum og annarri aðstöðu í nýju álmunni í end- anlegt horf. Samhliða er unnið að lag- færingum á umhverfi hótelsins. Þörf á viðbótinni Viðskiptavinir virðast taka þessum breytingum fagnandi því Jóna Árný segir að bókunarstaðan sé mjög góð. „Það verður sama nýting og fyrir stækkun. Það sýnir að okkur vantaði þessi viðbótarherbergi,“ segir hún. Hvalaskoðunin á Húsavík hefur mikið aðdráttarafl og ferðamönnum fjölgar þar stöðugt, sérstaklega á sumrin. Þeir sem reka gististaði njóta góðs af því. Þá segir Jóna að hótelið þjóni einnig hópum á vegum Fosshót- ela. Það hjálpi því að vera hluti af stórri hótelkeðju. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Útsýni Á bak við Jónu Árnýju Sigurðardóttur sést herlegt útsýni sem gestir Fosshótel Húsavík hafa. Léttir þegar fram- kvæmdum lýkur  Tækifæri skapist með endurbótum á Fosshóteli Húsavíkur Hótel Nýju herbergin eru í litskrúðugri viðbyggingu við Fosshótel Húsavík. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Átta íslenskir lögreglumenn verða að störfum í Frakklandi á meðan Evrópumótið fer þar fram. Frönsk yfirvöld óskuðu eftir því við íslensk yfirvöld að fá lög- reglumenn til að vera þeim til halds og trausts á Evrópumótinu. Fimm sérsveitar- menn og þrír úr alþjóðadeild lög- reglunnar fara á mótið og verða eins lengi og Frakkar óska eft- ir samstarfi. „Það var mat okkar að það væri heppilegast að það færu lögreglu- menn frá alþjóðadeildinni og sér- sveitinni, menn sem eru vanir mann- fjöldastjórnun og skipulagi,“ segir Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri. Engin kona gaf kost á sér Frakkarnir gerðu kröfu um að lög- reglumennirnir hefðu góð tök á tungumálum, aðallega ensku, og væru vel að sér í upplýsingakerfum lögreglunnar, ættu auðvelt með að fletta upp í þeim og hefðu aðgang að þeim. „Þetta eru allt starfandi lögreglu- menn; þrír úr alþjóðadeildinni og fimm úr sérsveitinni. Allt mjög öfl- ugir og góðir menn. Við leituðum til lögreglukvenna innan embættisins en því miður gaf engin kost á sér í verkefnið.“ Búist er við miklum fjölda Íslend- inga í Frakklandi meðan á riðla- keppninni stendur, en alls fengu stuðningsmenn Íslands um 34 þús- und miða allt í allt í riðlakeppninni. Fyrsti leikur Íslands fer fram í Saint- Etienne og fá Íslendingar 7 þúsund miða á þann leik. Næsti leikur er í Marseille og fá Íslendingar 12 þús- und miða en í lokaleiknum í París fá Íslendingar 15 þúsund miða. Verða ekki vopnaðir „Það er ekki hlutverk íslensku lög- reglumannanna að hafa afskipti eins og lögregla á staðnum. Þeir eru bara til aðstoðar og veita upplýsingar en þeir hafa ekki beint lögregluvald í Frakklandi. Þeir verða ekki vopnaðir en verða klæddir íslenska lögreglubúningnum þannig að íslensku áhorfendurnir, ef þeir þurfa á aðstoð að halda, munu eiga auðvelt með að leita til íslenskra lögreglumanna,“ segir Haraldur. Átta lögreglu- menn fara á EM  Íslenskir lögreglumenn verða að störfum á Evrópumótinu í Frakklandi Haraldur Johannessen Miklar brotalamir komu í ljós á bikarúrslitaleiknum í Frakklandi um helgina en leikurinn átti að nýtast sem lokaæfing í örygg- isskipulagi mótsins. Forsvars- menn UEFA, franska knattspyrnu- sambandsins og yfirmenn frönsku lögreglunnar hittust vegna málsins en áhorfendur sluppu inn á völlinn með ýmislegt sem ekki átti heima meðal þeirra. Hefur fundurinn verið kallaður neyðarfundur víða í evrópskum fjölmiðlum enda er krafan nánast að breytt verði um skipulag. Stuðningsmenn Marseille náðu meðal annars að kveikja í hluta leikvangsins Stade de France. Þá skapaði stíf öryggisgæslan mik- inn flöskuháls fyrir áhorfendur svo litlu munaði að syði uppúr og líkamsleit á áhorfendum var framkvæmd á ólíkan hátt svo auðvelt reyndist að smygla ólöglegum varningi inn á völlinn. Búist er við að um 2,5 milljónir manna heimsæki Frakkland meðan á mótinu stendur en það verður sett þann 10. júní. Brotalamir í gæslunni LOKAÆFING FYRIR EM FÓR ILLA AFP Vandræði Kveikt var í Stade de France í bikarúrslitaleik um helgina. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aðsókn hefur stóraukist í meist- aranám í matvælagreinum og segir Baldur Sæmundsson, áfangastjóri í Hótel- og matvælaskólanum, að um sprengingu sé að ræða. Fyrirhugað var að taka inn 27 nemendur á næstu önn en nú þegar hafa borist 66 umsóknir. Baldur segir að brugðist verði við með því að rúm- lega tvöfalda nemendafjöldann frá fyrri áætlun og taka inn 58 nem- endur. Hann segir að nokkrar ástæður séu fyrir þessari miklu fjölgun í meistaranáminu, sem er undir hatti Menntaskólans í Kópavogi eins og grunnnám í matvælagreinum. Meistaranámið hafi verið gert aðgengilegra ár- ið 2010, bæði hvað varðar fyrirkomulag og námsskrá. Nú sé áhersla lögð á stjórnunar-, rekstrar- og kennslufræði, en öflugur faglegur þáttur sé þegar fyrir hendi hjá þessum nemendum, sem þurfa að hafa lokið sveinsprófi. Þá sé stöðugt aukin ferðaþjón- usta hvati fyrir marga til að ljúka meistaranáminu. Ekki megi gleyma því að hjá innflutningsfyr- irtækjum og ólíkum matvælafyr- irtækjum séu mörg tækifæri fyrir fólk með menntun í matvælagrein- um. Halda sjó í matreiðslu Baldur segir að meðalaldur í nemendahópnum í meistaranáminu sé um þrítugt, en fólkið sé frá 20- 50 ára. Sumir hafi haldið áfram beint eða fljótlega eftir að hafa lok- ið sveinsprófi, en aðrir vilji styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Um grunnnámið í MK segir Bald- ur að matreiðslan eða kokkanámið sé vel sótt „en miðað við þensluna í ferðaþjónustunni gerum við ekki meira en að halda sjó“. Fleiri nem- endur vanti hins vegar í fram- reiðslu eða þjóninn og sömu sögu sé að segja um bakaranám. Sprenging í meistara- námi í matvælagreinum Baldur Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.