Morgunblaðið - 25.05.2016, Page 15

Morgunblaðið - 25.05.2016, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016 HVAR ER SÓSAN? Tvö brauð, ostur, buff og grænmeti nægja ekki til að gera góðan borgara. Ef sósuna vantar er eins gott að sleppa þessu. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson. Lið Fljótsdalshéraðs, sem vann Út- svarskeppnina á RÚV sl. föstudag, eftir æsilega viðureign við Reykvík- inga, gleymdi að taka með sér verð- launagripinn í allri sigurvímunni. Þorsteinn Bergsson, sem var að keppa í úrslitum Útsvars í fjórða skipti, fór austur á land strax morguninn eftir sigurinn ásamt liðsfélaga sínum, Björgu Björns- dóttur en þriðji keppandi liðsins, Hrólfur Eyjólfsson, varð eftir í Reykjavík. Þorsteinn er að klára sauðburð, en hann er með um 300 berandi ær á Unaósi. Gripurinn var því ekki ofarlega í huga hans en hann komst í góðar hendur því bæjarstjórinn á Fljótsdalshéraði, Björn Ingimarsson, sem er staddur í höfuðborginni, bjargaði málum. Þorsteinn er afar þakklátur liðs- félögum sínum en hann segist ekki hafa verið alveg 100% í úrslita- viðureigninni og lái honum hver sem vill. „Þetta var mjög gott lið og góðir samherjar, sem var jákvætt því ég var ekki upp á mitt besta. Ég hef verið svolítið svefnlaus í sauðburð- inum enda aðalálagstíminn,“ segir hann. Síðustu vikur hafi hann sofið aðeins nokkra klukkutíma á hverri nóttu. „Þessi tímasetning á úrslitaþætt- inum, 20. maí, var akkúrat þegar allt stóð sem hæst,“ segir Þor- steinn, en ekki hefur verið rætt um framhaldið, hvort liðið reyni að verja titilinn. „Ég geri ekkert endi- lega ráð fyrir því að vera áfram, ég græt það ekki ef ég hætti.“ benedikt@mbl.is Gleymdu verðlaunagripnum Skjáskot/RÚV Sigurstund Þorsteinn lyftir verðlaunagripnum, sem gleymdist í öllum látunum.  Varð eftir í Reykjavík  Síðasta ár Þorsteins? Forsvarsmenn Fjarðabyggðar og Landsbank- ans hafa átt við- ræður um þá ákvörðun bank- ans að loka hraðbankanum á Stöðvarfirði. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær eru íbúar og sveitarfélagið ósátt við þessa ákvörðun en mishermt var að engar viðræður hefðu átt sér stað á milli sveitarfélagsins og bankans. Ennfremur skal áréttað að Landsbankinn er með útibú og afgreiðslur á átta stöðum á Aust- urlandi og hraðbanka á þeim flest- um. Veitingahúsið Brekkan á Stöðvarfirði mun taka að sér reiðufjárþjónustu fyrir Lands- bankann en bankinn segist til í að endurskoða þá ákvörðun ef sú lausn reynist óviðunandi. Hafa rætt saman um hraðbankann Íslensk erfðagreining sendi í gær frá sér eftirfarandi athugasemd: „Vegna fréttar sem birtist á for- síðu Morgunblaðsins í dag [gær] undir fyrirsögninni Einbirni sögð lifa lengur vill Íslensk erfðagreining árétta eftirfarandi: Robert Lynch vann um nokkurra mánaða skeið að rannsóknum hjá Íslenskri erfða- greiningu í samvinnu við vís- indamenn fyrirtækisins. Vís- indagreinin sem fréttin byggir á virðist lýsa þeirri vinnu. Það var hins vegar mat vísindamanna ÍE að rannsóknir Roberts væru ekki af miklum gæðum og að uppkast að vísindagrein sem hann deildi með þeim væri ekki birtingarhæft. Því þvær ÍE algjörlega hendur sínar af öllum þeim staðhæfingum sem koma fram í fréttinni og vísindagreininni og harmar að nafn fyrirtækisins skuli tengt við þær. ÍE vill líka árétta að Robert fékk engin gögn með sér í nesti þegar hann yfirgaf ÍE og virð- ist grein sú sem er vitnað til í frétt- inni vera byggð á töflum af vafasöm- um niðurstöðum sem urðu til meðan hann dvaldi í Vatnsmýrinni.“ Athugasemd frá ÍE vegna fréttar Allmargir öku- menn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögregl- unnar á Suður- nesjum á síðast- liðnum dögum. Sá sem hraðast ók var á ferð eftir Garðskagavegi þar sem bifreið hans mældist á 150 kílómetra hraða. Há- markshraði þar er 90 km á klukku- stund. Þessa ökumanns bíður 130 þúsund kr. sekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Þá var einn ökumað- ur til viðbótar handtekinn vegna ölv- unaraksturs og annar vegna fíkni- efnaaksturs. Sá síðarnefndi var réttindalaus undir stýri. 130 þúsund króna hraðaksturssekt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.