Morgunblaðið - 25.05.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016
Gríska lögreglan flutti í gær um 1.500 farandmenn úr
flóttamannabúðum í Idomeni, í grennd við landamærin
að Makedóníu, þar sem þúsundir manna hafa dvalið
mánuðum saman við ömurlegar aðstæður. Lögreglan
sagði að flóttafólkið, m.a. mörg börn, hefði verið flutt
með rútum í nýopnaðar flóttamannabúðir nálægt borg-
inni Saloniki þar sem aðstæðurnar væru betri. Búð-
irnar í Idomeni voru ætlaðar 2.500 manns en yfir
12.000 manns dvöldu þar um tíma þegar yfirvöld í
Makedóníu lokuðu landamærunum. Um 8.400 manns
voru í búðunum þegar brottflutningurinn hófst og talið
er að hann taki tíu daga.
AFP
Flóttafólk flutt í nýjar búðir
Í skýringarmynd með frétt í
blaðinu í gær um indverska geim-
ferju, sem var skotið á loft í til-
raunaskyni, var slæm villa um
hraða geimflaugarinnar. Þegar
hann var mældur var miðað við
hljóðhraða eins og venja er í slík-
um geimferðum en ekki ljóshraða.
Lesendur eru beðnir velvirðingar á
mistökunum.
Hljóðhraði en ekki ljóshraði
LEIÐRÉTT
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stuðningurinn við úrsögn Bretlands
úr Evrópusambandinu hefur minnk-
að verulega, samkvæmt könnun sem
The Daily Telegraph birti í gær.
Hún bendir til þess að meirihluti
elstu kjósendanna, stuðningsmanna
Íhaldsflokksins og karlmanna ætli
að styðja aðild Bretlands í þjóðar-
atkvæðagreiðslu 23. júní.
Á vefsíðunni whatukthinks.org
kemur fram að stuðningurinn við
aðild Bretlands að ESB hefur aukist
samkvæmt sex síðustu skoðana-
könnunum. Að meðaltali mælist
stuðningurinn við aðild 56% en 44%
eru hlynnt úrsögn. Þessar kannanir
voru ýmist gerðar á netinu eða í
síma og sú síðasta var gerð fyrir
The Daily Telegraph 18. til 22. maí.
Samkvæmt þeirri könnun eru
stuðningsmenn aðildar að ESB með
þrettán prósentustiga forskot meðal
þeirra sem segjast örugglega ætla
að greiða atkvæði. Um 55% þeirra
styðja aðild að ESB og 42% eru
hlynnt úrsögn. Munurinn er meiri,
um 20 prósentustig, meðal allra
þátttakendanna, en um 58% þeirra
segjast styðja aðild að sambandinu.
Könnunin bendir til þess að 57%
stuðningsmanna Íhaldsflokksins
styðji nú aðild að ESB og 40% séu á
móti. Í sams konar könnun, sem
The Daily Telegraph birti í mars,
sögðust 60% stuðningsmanna
stjórnarflokksins styðja úrsögn úr
ESB en 34% aðild.
Stuðningurinn við aðild hefur
einnig aukist meðal kjósenda yfir 65
ára aldri, úr 34% í 52%. Í mars
sögðust 62% þeirra styðja úrsögn úr
ESB en þeim hefur nú fækkað í
44%, ef marka má könnunina.
Í mars sögðust 55% karlmanna
styðja úrsögn úr ESB en sama hlut-
fall er nú hlynnt aðild og 42% styðja
nú úrsögn.
Rakið til ótta við efnahagsáhrif
Sir Lynton Crosby, kosninga-
stjóri Íhaldsflokksins í síðustu þing-
kosningum, segir í grein um
könnunina í The Daily Telegraph að
rekja megi minni stuðning við úr-
sögn til þess að forystumönnum
samtaka andstæðinga ESB hafi
ekki tekist að sefa ótta kjósenda við
efnahagslegar afleiðingar úrsagnar.
Til að snúa vörn í sókn þurfi and-
stæðingar ESB að færa sér styrk-
leika sína betur í nyt, þ.e. „traust
forskot þeirra í innflytjendamálum
og hvernig óheftur straumur inn-
flytjenda er álitinn tákn um
fullveldisafsal landsins til Evrópu-
sambandsins, ásamt eldmóði stuðn-
ingsmanna þeirra“. Hann skírskot-
aði til þess að síðasta könnunin
bendir til að 50% Breta telji að úr-
sögn úr ESB yrði til bóta fyrir land-
ið í innflytjendamálum en aðeins
29% telji það um aðild að samband-
inu.
Stuðningur við
úrsögn minnkar
AFP
Flokksbræður Boris Johnson og
David Cameron deila nú um ESB.
Um 55% Breta styðja aðild að ESB
Sakaður um blekkingu
» David Cameron, forsætis-
ráðherra Bretlands, og fleiri
stuðningsmenn aðildar lands-
ins að ESB hafa lagt áherslu á
að úrsögn myndi valda efna-
hagslegum samdrætti og
stofna 520.000 til 820.000
störfum í Bretlandi í hættu.
» Boris Johnson, fyrrv.
borgarstjóri Lundúna, sakar
Cameron um hræðsluáróður
og „risastóra blekkingu“.
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, varaði í gær leiðtoga
ríkja Evrópusambandsins við því að
tyrkneska þingið myndi ekki sam-
þykkja nein lagafrumvörp í
tengslum við samkomulag við ESB
um flóttamenn ef sambandið hafnaði
kröfu Tyrkja um aðgang að
Schengen-svæðinu.
Í samkomulagi sem leiðtogar
ESB-ríkja náðu við Tyrki í mars er
m.a. gert ráð fyrir því að allir flótta-
menn, sem fara frá Tyrklandi til
ESB-landa með ólöglegum hætti,
verði sendir aftur
til Tyrklands.
Enn fremur er
stefnt að því að
veita tyrkneskum
ríkisborgurum
aðgang að Schen-
gen-svæðinu án
vegabréfsárit-
unar í 90 daga í
senn.
Erdogan sagði
á ráðstefnu um mannúðarmál í Ist-
anbúl í gær að þingið myndi hindra
samkomulagið ef Tyrkir fengju ekki
aðgang að Schengen um næstu mán-
aðamót eins og stefnt er að. Daginn
áður hafði Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, sem sat ráðstefnuna,
látið í ljós efasemdir um að Tyrkir
fengju aðild að Schengen á tilsettum
tíma. Hún kvaðst hafa „miklar
áhyggjur“ af stöðu lýðræðisins í
Tyrklandi og gagnrýndi lög sem
þing landsins samþykkti á föstudag
um að afnema friðhelgi tuga þing-
manna, en þau gætu orðið til þess að
þeir yrðu sviptir þingsætum sínum.
Hótar því að þingið hindri
samkomulag um flóttafólk
Recep Tayyip
Erdogan
Erdogan krefst þess að Tyrkir fái aðgang að Schengen
Lundúnum. AFP. |
Paul McCartney
segist hafa byrj-
að að drekka í
óhófi og næstum
hætt í tónlistinni
eftir að samstarfi
Bítlanna lauk ár-
ið 1970.
„Ég var að
segja skilið við
æskuvini mína og
vissi ekki hvort ég myndi halda
áfram í tónlistinni. Ég hneigðist að
flöskunni og tók að sukka allmikið.
Það var skemmtilegt í fyrstu en
skyndilega kárnaði gamanið. Þetta
gekk ekki. Mig langaði að byrja aft-
ur á byrjunarreit þannig að ég stofn-
aði Wings,“ segir tónlistarmaðurinn
í viðtali sem breska ríkisútvarpið út-
varpar á laugardaginn kemur.
„Við vorum hræðileg“
McCartney stofnaði hljómsveitina
Wings árið 1971 ásamt eiginkonu
sinni, Lindu, sem var að læra að
leika á hljómborð. „Við vorum
hræðileg,“ viðurkennir hann í viðtal-
inu. „Við vissum að Linda gat ekki
spilað en hún lærði það og eftir á að
hyggja gleðst ég yfir því að við gerð-
um þetta.“
Paul McCartney er orðinn 73 ára.
Hann segist vera feginn því að hafa
sæst við John Lennon áður en hann
var skotinn til bana í New York árið
1980.
McCartney hætti
næstum í tónlistinni
Hneigðist að flöskunni eftir að Bítlarnir
hættu Feginn að hafa sæst við Lennon
Paul
McCartney