Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Mikil umræða hefur skapast í kjölfar ummæla sem Guðni Th. Jóhannes- son forsetaframbjóðandi sagðist aldrei hafa látið falla en voru til um- ræðu í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag og koma fram í fyrirlestri frá því fyrir þremur árum. Landhelgismálið kom til umræðu í þættinum og spurði þáttastjórnandi Guðna hvort hann hefði ekki kallað almenning fávísan. Lengra komst hann ekki þar sem Guðni sagði að þessi ummæli hefði hann aldrei látið falla. „Það er ósatt,“ sagði Guðni í þrígang. Davíð Oddsson, sem var einnig gestur í þættinum, benti Guðna þá á að fyrirlesturinn væri að finna á netinu. Guðni sagðist hins vegar aldrei nokkurn tímann hafa sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum sameiginlegum minningum þeg- ar kæmi að Þorskastríð- unum. Ummælin er hins vegar að finna í fyrirlestri sem hann hélt í Há- skólanum á Bifröst árið 2013: „Jess, Íslandi allt. Og spurningin vaknar: Er fávís lýðurinn aftur að pródúsera rangar sameiginlegar minningar?“ Yfirskrift fyrirlestrar Guðna er: Notkun og misnotkun sögunnar – Þorskastríðin, Icesave og ESB, upp- töku af honum er að finna á Youtube og þar má heyra tilvitnuð ummæli Guðna. Í fyrirlestrinum ræddi hann meðal annars óformlega könnun sem hann gerði með nemendum sínum í sagnfræði við Háskóla Íslands, en hann bað þá um að leita eftir minn- ingum fólks af Þorskastríðunum. Niðurstaðan hafi verið sú að hvað varðar sameiginlegar minningar hafi flestir talið að Íslendingar hafi sigr- að mun stærra land í deilu sem skipti okkur máli. Guðni hefur nú svarað fyrir um- mælin og að hafa neitað af hafa látið þau falla. Hann segir að hvernig reynt sé að nota orð hans gegn hon- um ágætt dæmi um það hvernig um- ræðan breytist eftir því hvort litið sé á hann sem fræðimann eða forseta- frambjóðanda. Í kjölfarið hefur kom- ið fram að Guðni velti því nú fyrir sér hvernig það er að hverfa úr aka- demíunni inn á allt annan vettvang. Ekki verið að fela eitt né neitt Á framboðssíðu Guðna, gudnith.is, virðast skilin á milli fræðimannsins og forsetaframbjóðandans hins veg- ar vera skýr. Á vefnum, sem áður hýsti efni eftir Guðna, svo sem fræði- greinar, greinar og erindi, auk upp- lýsinga um útgefnar bækur eftir hann, er nú hvergi að finna slíkt efni. Í samtali við Morgunblaðið segir Friðjón Friðjónsson, kosningastjóri Guðna, að við síðustu uppfærslu á síðunni hafi tengill á sagnfræðivef Guðna, sagnfraedingur.gudnith.is, dottið út af forsíðu vegna plássleysis. Nú sé tengilinn hins vegar að finna á síðu um æviágrip Guðna. „Það hefur ekkert verið fjarlægt af síðunni. Á tenglinum má finna allt efni sem var á gömlu síðunni hans Guðna, Það er ekki verið að fela eitt eða neitt,“ seg- ir Friðjón. erla@mbl.is Umdeild ummæli féllu í fyrirlestri 2013  Forsetaframbjóðandinn Guðni Th. sagðist aldrei hafa sagt almenning fávísan  Í ljós er komið að ummælin viðhafði hann í fyrirlestri um Þorskastríðin  Fræðisíða ekki horfin, en komin á annað lén Guðni Th. Jóhannesson Austfar ehf., sem annast afgreiðslu færeysku bíla- og farþegaferjunnar Norrænu á Seyðisfirði, hefur sagt upp samningum við útgerðina, Smyril line. Uppsögnin tekur gildi eftir mánuð og þá lýkur afskiptum Jónasar Hallgrímssonar, aðaleig- anda Austfars, af ferjusiglingum frá Færeyjum en hann vann með frumkvöðlunum í Færeyjum að því að koma þeim á fyrir 41 ári. „Við áttum ekki aðra kosti,“ seg- ir Jónas um samningsslitin. „Við höfum verið með samning við Smyril line frá árinu 1983. Þeim hugnaðist ekki að hafa hann óbreyttan og buðu okkur önnur kjör. Við gátum ekki unað því og sögðum upp. Það var gert í góðu af okkar hálfu en það kom okkur á óvart að þetta þyrfti að gerast. Þetta er orðin löng saga og sam- starfið hefur verið farsælt,“ segir Jónas. „Við erum ekkert að hætta. Hug- ur okkar stendur til þess að halda fyrirtækinu gangandi og finna önn- ur verkefni,“ segir Jónas um fram- haldið. Hann var bæjarstjóri á Seyðis- firði um tíu ára skeið og byrjaði þá strax að þjóna ferjunni í aukastarfi. Hann helgaði sig því alfarið 1984 þegar umsvifin voru orðin meiri. Austfar á sölu- og skrifstofu- aðstöðuna við Seyðisfjarðarhöfn og hefur leigt Smyril line fragthlut- ann. Höfnin og Seyðisfjarðarbær eiga hafnarmannvirki og móttöku- hús. Jónas segir að Smyril line hafi ekki sýnt áhuga á að kaupa aðstöð- una. Rekstur ferjunnar hefur gengið upp og niður á þessum áratugum og hefur Austfar þrisvar sinnum lagt hlutafé í útgerðina og var Jón- as stjórnarformaður um tíu ára skeið. Hann segir að á seinni árum hafi komið fjársterkir aðilar inn í fyrirtækið og það gangi nú vel. Gamla hlutaféð hafi verið lækkað og sé lítils virði. Austfar og Smyril line eiga sam- an Norrænu ferðaskrifstofuna í Reykjavík en hún annast sölu far- miða fyrir ferjuna samhliða al- mennum ferðaskrifstofurekstri. Segja upp samning- um við Norrænu Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Norræna Færeyska ferjan hefur frá upphafi siglt til Seyðisfjarðar.  Jónas Hallgríms- son hættir afskiptum af ferjunni Grísk jógúrt Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is Morgunmatur: Grísk jógúrt, múslí, sletta af agave Eftirréttur: Grísk jógúrt, kakó, agave chia fræ Köld sósa: Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka, 2 hvítlauksrif, salt og pipar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forystumenn stjórnmálaflokkanna á þingi eru komnir í kosningaham. Í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi rifjuðu forystumenn rík- isstjórnarinnar og þingmenn stjórnarflokkanna upp þau góðu verk sem ríkisstjórnin hefði komið í höfn á kjörtímabilinu og væri að vinna og sögðu frá sýn sinni á fram- tíðina. Formenn stjórnarandstöðu- flokkanna og þingmenn þeirra gagn- rýndu aftur á móti stefnu ríkisstjórnarinnar í mörgum málum og tengsl forystumanna við aflands- félög. Sigurður Ingi Jóhannsson for- sætisráðherra rifjaði upp skuldaleið- réttinguna. „Á sama tíma og skuldir almennings hafa lækkað hefur kaup- máttur aukist um fjórðung á þessum þremur árum og hefur aldrei mælst meiri. Staða ríkissjóðs hefur stór- lega batnað, ekki síst vegna vel heppnaðrar áætlunar stjórnvalda um afnám hafta og hvernig tekið var á þrotabúum hinna föllnu banka. Verðbólgan er innan vikmarka Seðlabanka Íslands og atvinnuleysi er hverfandi,“ sagði ráðherra. Sigurður Ingi sagði að gjaldeyris- höftin hafi verið stærsta einstaka málið sem hangið hafi yfir hausa- mótum þingmanna þegar ný ríkis- stjórn var mynduð. Nú hilli undir að hægt verði að aflétta þeim. „Gangi áætlanir eftir verða höft horfin áður en árið er úti. Hefði verið tekin sú ákvörðun að ganga til kosninga í vor hefði afnám hafta getað tafist um allt að tvö ár. Ég tel að flestir sann- gjarnir menn sjái að slíkt var ein- faldlega ekki hægt að bjóða þjóð- inni. Átta ár innan fjármagnshafta er átta árum of mikið í nútímasam- félagi.“ Verður minni almenn velsæld Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ef sú stjórnarstefna sem hér hefði verið fylgt fengi að ríkja áfram yrði Ísland öðruvísi eftir 10 ár: „Við munum búa við minni almenna velsæld, meira bil á milli ríkra og alls almennings, lægra menntunarstig og aukna mis- skiptinu menntunar eftir efnahag,“ sagði Árni Páll meðal annars. Hann gerði að umtalsefni þá breytingu sem orðið hefði með auknu aðhaldi sem þjóðin geti veitt ríkisstjórnum og knúið fram aðgerð- ir og svör. Vegna fjöldamótmælanna í apríl verði kosið í haust og for- sætisráðherra Íslands hafi sagt af sér. Þjóðin hafi einnig sett ríkis- stjórninni stólinn fyrir dyrnar þegar hún vildi draga til baka umsókn Ís- lands um aðild að Evrópusamband- inu. Þess vegna sé aðildarumsóknin enn í gildi og nýr þingmeirihluti muni geta lagt til við þjóðina að taka aftur upp þráðinn í aðildarviðræð- um. Ekki nóg að fá bjartari tíma Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, sagði að nú væru bjartari tímar í efnahagsmálum þjóðarinnar en lengi hefði verið. Það dygði ekki til ef meginþorri almennings í land- inu fengi ekki að njóta þeirra og reyni á eigin skinni rangláta skipt- ingu auðs, ranglátt kerfi sem með- höndli ekki alla jafnt. „Afhjúpanir Panamaskjalanna hafa sýnt okkur með áþreifanlegum hætti misskipt- inguna í samfélaginu, hvernig sumir hafa fjármagn sem þeir geta nýtt sér til að spila á öðrum leikvelli en okkur hinum er ætlaður. Panama- skjölin hafa afhjúpað að á Íslandi búa tvær þjóðir,“ sagði Katrín. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, ræddi einnig um Panamaskjölin og sagði að þau stað- festu að það væri dýpra siðrof í ís- lensku samfélagi en gefið hefði verið í skyn. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfé- laga og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað á eftir,“ sagði Óttar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Í þingsalnum Fulltrúar flokkanna töluðu í þremur umferðum við eldhúsdagsumræðurnar í gærkvöldi. Átta ár innan hafta er átta árum of mikið  Andstaðan segir að Panamaskjölin afhjúpi misskiptinguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.