Morgunblaðið - 31.05.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016
Gönguferðin þín er á utivist.is
Skoðaðu ferðir
á utivist.is
bótunum sem þolinmæðisverki. Að
mörgu sé líka að hyggja, með tilliti
til umferðarstjórnar. Tvö höf eru
tekin í einu og þá er aðeins önnur
akreinin opin, hvor í sína áttina um
það bil eina mínútu í senn.
Lýkur 20. júní
„Einstaka ökumenn láta þetta
pirra sig, en langflestir þeirra taka
þessu af stakri ró. Annars stefnum
við að því að verkinu hér ljúki 20.
júní, það er áður en landinn flykk-
ist í sumarfrí og út á land,“ segir
brúarsmiðurinn.
son verkstjóri brúarvinnuflokksins
sem hefur þetta verkefni með
höndum.
Opið í eina mínútu
Endurbætur á brúnni hafa staðið
lengi yfir. Byrjað var á lagfær-
ingum á gólfinu haustið 2012. Alls
er brúin 520 metra löng og höfin
eru 13, og hvert þeirra 40 metra
langt.
„Eftir úthald þessa árs eigum við
fjögur höf eftir og ætli við hespum
þessu ekki öllu af á næsta ári,“ seg-
ir Sigurður Hallur sem lýsir brúar-
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Unnið er þessa dagana að end-
urbótum á Borgarfjarðarbrú, þar
sem gólf hennar á 80 metra kafla
er endurnýjað. Steypan er brotin
niður um 8-10 sentimeta, þar er
járn lagt í og svo steypt að nýju
með sérstyrktri blöndu. „Þetta er
nauðsynlegt viðhald á fjölfarinni
brúnni, sem hefur reynst af-
skaplega vel á þeim fjörutíu árum
sem eru síðan hún var tekin í gagn-
ið,“ segir Sigurður Hallur Sigurðs-
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Brúarsmiðir Hlynur Rafn Rafnsson og Sigurður Hallur Sigurðsson við störf á Borgarfjarðarbrúnni á dögunum.
Nauðsynlegt viðhald
á fjölfarinni brúnni
Viðgerðir á Borgarfjarðarbrú Gólfið er endurnýjað
Komandi helgi verður tilvalin til
ferðalaga. Samkvæmt spá Veð-
urstofunnar verður rólyndisveður
í öllum landshlutum og hitinn leit-
ar upp í 20 gráður.
Að blíðviðrinu undanskildu er
það helst fréttnæmt að hvessa
mun seinnipart morguns á Vestur-
landi.
„Það má reikna með allhvössum
vindi við vesturströndina, sér-
staklega norðan til á Snæfellsnesi.
Við höfum verið að vara við ferð-
um húsbíla á þeim slóðum. Hlýjast
verður á Norðausturlandi þar sem
hitinn gæti farið í 17 til 18 gráð-
ur,“ segir Hrafn Guðmundsson,
veðurfræðingur hjá Veðurstof-
unni. Á miðvikudaginn verður
þungbúið og lygnt á Vesturlandi
en áfram bjart fyrir austan.
Yfir helgina má búast við góðu
veðri í öllum landshlutum. „Það er
rólyndisveður í kortunum og víða
léttskýjað. Hugsanlega verða lág-
skýjaðir þokubakkar við sjávarsíð-
una en ekki meira en það. Þar
sem sólar nýtur við má búast við
að hitinn fari upp í 20 gráður.“
Blíðunni veldur hlýr hæðar-
hryggur, suðrænn að uppruna,
sem færist inn í landið í vikunni.
tfh@mbl.is
Stefnir í bongó-
blíðu um helgina
Léttskýjað víðast hvar á landinu
Morgunblaðið/Ernir
Sumarblíða Sólin mun leika við
landsmenn á næstu dögum.
Tvær nýjar hjóla- og göngubrýr yfir
Elliðaár voru opnaðar í gær ásamt
350 metra hjóla- og göngustíg. Það
var Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri sem opnaði þessi mannvirki
sem bætast við ört stækkandi stíga-
kerfi. Brýrnar og stígarnir eru rétt
við Rafveituhúsið, fyrir ofan Topp-
stöðina og tengjast stofnstígakerf-
inu í Elliðaárdal og Fossvogi. Brúin
yfir eystri ána er 23 metra stálbrú
en brúin yfir vestari kvíslina er 12
metra trébrú, skv. upplýsingum
Reykjavíkurborgar. Stígarnir eru
350 metra langir og aðskildir fyrir
umferð gangandi vegfarenda og
hjólandi. Svokölluð LED-lýsing
verður á stígunum með hreyfiskynj-
urum til að valda sem minnstri ljós-
mengun og spara rafmagn.
Kostnaður við þessi mannvirki er
á bilinu 80 – 85 milljónir.
Opna nýjar
hjóla- og
göngubrýr
Hjólreiðar Borgarstjóri og fylgdar-
menn prófuðu nýju brúna í gær.
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Stofnun millidómstigs er mikil tíma-
mót í sögu íslenskra dómstóla og
ljóst er að breytingin er jákvæð og
fallin til að stuðla að vandaðra
réttarfari og traustari vernd grund-
vallarréttinda. Þetta segir Skúli
Magnússon, hér-
aðsdómari og for-
maður Dómara-
félags Íslands,
um nýlega sam-
þykkt frumvarp
Ólafar Nordal
innanríkisráð-
herra um stofnun
millidómstigs. „Á
sama tíma er
ljóst að þessi
lagasetning felur
engan veginn í sér lyktir þessa máls
heldur hefst núna undirbúningur að
framkvæmd þessara laga. Að því
leyti er lagasetningin gríðarleg
áskorun fyrir ríkisvaldið og þar á
meðal dómstólana sjálfa um að
koma þessu nýja dómskerfi á fót
svo að sómi sé að,“ segir Skúli.
Hann telur að tryggja verði að til
séu nægar fjárveitingar til verkefn-
isins. „Íslenskt dómskerfi hefur ver-
ið undirfjármagnað um árabil þann-
ig að ef það er ekki raunverulegur
pólitískur vilji til að fjármagna
þetta nýja dómstig held ég að menn
verði að skoða það að fresta fram-
kvæmd laganna, eða í það minnsta
endurskoða þau,“ bætir Skúli við.
Dómstólar þurfa yfirhalningu
Huga þarf að ýmsum atriðum við
stofnun millidómstigsins og nefnir
Skúli þar til dæmis allan aðbúnað,
svo sem dómhús, tækjakost, starfs-
mannahald og tölvumál. „Tölvumál
dómstólanna hafa verið rekin á al-
gjörum lágmarkskostnaði og í raun
og veru þurfa dómstólarnir á yf-
irhalningu að halda þegar kemur að
málaskrá, viðmóti gagnvart lög-
mönnum, möguleikum á rafrænum
samskiptum og þess háttar,“ segir
Skúli og bætir við: „Þá þarf einnig
að passa vandlega upp á að héraðs-
dómstólarnir haldi velli og mæti
ekki afgangi. Þeir mega ekki verða
að afgangsstærð þegar þetta nýja
dómskerfi tekur á sig mynd. Það
verður áskorun fyrir ríkisvaldið að
framkvæma þetta þannig að sómi
verði að.“
Hann fagnar þeirri umræðu sem
orðið hefur um millidómstigið og
bendir á mikilvægi góðrar gagnrýni.
„Við megum samt ekki missa sjónar
á því að íslenskt dómskerfi er
traust, skilvirkt og ódýrt. Sú hol-
skefla dómsmála sem hefur riðið yf-
ir okkur eftir hrun, þar sem útlend-
ir aðilar áttu verulegra hagsmuna
að gæta í mjög flóknum málum,
sýnir okkur að okkar dómskerfi hafi
staðist þá prófraun með miklum
sóma.“
Aukið traust til dómstóla
Skúli telur að nýtt millidómstig
feli í sér tækifæri til að efla traust á
íslensku dómskerfi og segir mæl-
ingar þjóðarpúls Gallup á trausti til
dómstóla hafa verið áhyggjuefni.
„Ég fullyrði að almenningur á Ís-
landi telur ekki að íslenskir dóm-
arar séu spilltir eða að þeir taki við
greiðslum og stjórnist af frændsemi
eða öðru slíku. Ég held að íslenskur
almenningur trúi því að dómarar
geri sitt besta til að komast að
niðurstöðu að lögum eftir því sem
þeir vita best hverju sinni. Þó að
mælingar á trausti séu ófullkomnar
gefa þær vísbendingu um að við
þurfum að gera betur. Millidómstig-
ið gefur okkur því tækifæri til að
efla traust á íslensku dómskerfi svo
um munar.“
Áskorun fyrir ríkisvaldið
Formaður Dómarafélagsins segir að tryggja þurfi nægar fjárveitingar til nýs
millidómstigs Segir íslenskt dómskerfi hafa verið undirfjármagnað um árabil
Skúli
Magnússon
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Með hinu nýja frumvarpi innanríkisráðherra verða dómstigin þrjú.