Morgunblaðið - 31.05.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.05.2016, Qupperneq 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Hræ Magni bóndi á Höskuldsstöðum tók að sér að halda á hrafninum fyrir myndatöku Snæfríðar af hrafninum. drungalega og dimma oft geta verið fallegt. Það sem er hrollvekjandi getur verið mjög fagurt.“ Ég fyllist af innblæstri þegar ég fer austur í sveitina mína Snæfríður hefur margar hliðar, hún hefur mikið dálæti á þunga- rokki, er mikil hestakona og sveita- kona. Nýjustu ljósmyndirnar henn- ar eru þær sem hún hefur tekið af dauðum dýrum, eins og hún orðar það sjálf. „Ég rekst oft á hræ í sveitinni minni, á Höskuldsstað í Breiðdal, þar sem ég hef búið síðustu þrjú sumur hjá yndislegum hjónum, Mar- íu og Magna. Þar er víðfeðmt og dásamlegt. Ég sé líka fegurð í hræj- unum sem ég finn. Því miður er allt- af verið að segja okkur að þau séu ógeðsleg, sem þau eru alls ekki. Að deyja er partur af lífinu og líkaminn brotnar niður eftir það. Mér finnst dauðinn heillandi viðfangsefni og ég legg mikla vinnu í myndirnar sem ég tek af hræjunum, rétt eins og öðru sem ég mynda. Ég hef mjög mikla ástríðu fyrir ljósmyndun og öll smá- atriði, birta og dýpt skipta mig miklu máli. Ég fyllist af innblæstri þegar ég fer austur í sveitina mína og ég elska að vera úti í náttúrunni. Ég á tvo klára fyrir austan og ég er ein í heiminum þegar ég ríð til fjalla. Ég elska sveitina og friðsældina, en mér finnst líka gaman að vera í stór- borgum og skoða menningu og fara á tónleika og hitta áhugavert fólk.“ Ekki rómantískur refur Snæfríður var einmitt í reiðtúr með vinum sínum fyrir austan á fal- legu kvöldi þar sem þoka lá yfir öllu, þegar hún reið fram á dauðan hrafn með útbreidda vængi. „Þetta var svo myndrænt og fallegt, hvernig hann lá, með full- kominn ham, fjaðrirnar ekkert tætt- ar þó það væri búið að éta innan úr bringunni á honum og beinin stóðu út. Ég var alveg heilluð og sótti hann næsta dag og ég á hann enn, í frysti. Aumingja foreldrar mínir, ég fylli frystikistuna þeirra af hræjum, því ég fann líka tófuhræ sem ég hirti,“ segir Snæfríður og hlær, en hún not- aði hræin af krumma og tófunni sem myndefni. „Refurinn er kannski ekki jafn rómantískur því hann er kom- inn lengra í rotnununarferlinu en hrafninn. En hann er samt svo fal- legur í sínu niðurbroti. Hræ gefa manni gott tækifæri til að skoða dýr- in, alveg inn að beini.“ Snæfríður segist ætla að læra almennilega á tæknilega hluta myndavélarinnar, svo hún geti framkvæmt allar sínar hugmyndir. „Ég er enn að finna mig í þessu og prófa mig áfram og gera tilraunir. Það kemur í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér.“Glott Tófuhræið sem Snæfríður fann í sveitinni sinni berar tennurnar. Dís Systir Snæfríðar var módel í myndaseríu um skógardísina Daphne.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.