Morgunblaðið - 31.05.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.05.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Hringbraut-miðlun ehf. | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Eimskips Flytjanda og viðtali við forsvarsmenn fyrirtækisins. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ Heimsókn til Eimskips Flytjanda í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 22.00 í kvöld. Á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 22.00 • Öflugt flutninganet og daglegar ferðir til allra landshluta, allt árið um kring • Sérhæfing í flutningi á kældum og frystum vörum • Flutningur á smápökk- um fyrir einstaklinga og fyrirtæki • Öflug vörudreifing á höfuðborgarsvæðinu • Samræmd þjónusta um allt land í flutningum á ferskum fiski FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hvað sem líður opinberum yfirlýs- ingum þingmanna, stjórnarliða jafnt sem stjórnarandstæðinga, um að kjósa beri til Alþingis sem fyrst og eigi síðar en í október í haust, virðist sannfæringin á bak við slíkar yfirlýs- ingar í ákveðnum tilvikum vera tak- mörkuð og vantrú þingmanna á að Alþingi nái fyrir haustið að afgreiða þann fjölda þingmála sem komu fram á lista ríkisstjórnarinnar, sem afgreiða beri áður en boðað verði til kosninga, virðist vera töluvert út- breidd. Samkvæmt lista um þingmál sem forsætisráðuneytið birti þann 19. apríl sl. sem klára beri á vor- og sumarþingi eru málin 76. Þar af eru frumvörp til laga 48 talsins. Önnur mál eru þingsályktunartillögur, endurskoðun ákveðinna laga og skýrslur ráðherra. Listinn mun styttast Reyndar mun vart nokkur stjórn- arþingmaður, nema einhverjir fram- sóknarþingmenn, gera sér í hugar- lund að þessi stóri listi þingmála verði afgreiddur, né að krafa verði gerð um það. Miklu frekar virðist lík- legt að þingmenn stjórnarflokkanna muni sammælast um mun styttri lista þingmála, sem leggja beri áherslu á að ná að afgreiða fyrir 2. september nk. og þá sé brýnt í þeim efnum að leita eins breiðrar sam- stöðu og hægt er á Alþingi um af- greiðslu málanna. Marka má vilja stjórnarþingmanna til þess að leita eftir samvinnu við stjórnarandstöð- una um afgreiðslu mála. Efasemdir framsóknarmanna Ef marka má samtöl blaðamanns við þingmenn undanfarna daga ríkir ákaflega lítil sannfæring meðal meirihluta þingmanna Framsóknar- flokksins um ágæti haustkosninga, og ákveðnir þingmenn flokksins hafa haldið því fram að ákveðnir þing- menn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, sem tala um nauðsyn þess að kjósa beri sem fyrst, séu að tala sér þvert um geð, einfaldlega vegna þess að þeir telji að slíkar yfirlýs- ingar falli í kramið meðal almenn- ings. Staðreyndin sé hins vegar sú að aðeins Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Píratar séu undir það búin að fara í haustkosningar af stjórnarandstöðuflokkunum. VG sé á góðri siglingu og hafi þannig flokksapparat að flokkurinn geti far- ið í kosningar með skömmum fyr- irvara. Píratar séu enn með góða stöðu, þótt fylgi þeirra hafi vissulega dalað samkvæmt skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn sé kom- inn vel á veg með kosningaundirbún- ing og prófkjör standi fyrir dyrum hjá flokknum í öllum kjördæmum. Fylgi í sögulegu lágmarki Fylgi Samfylkingarinnar er í sögulegu lágmarki, mælist 6 til 8% samkvæmt skoðanakönnunum og flokkurinn er sagður þurfa, undir forystu nýs formanns, sem nú er ver- ið að kjósa rafrænt, góðan tíma til þess að hysja upp um sig brækurnar og reyna að endurheimta eitthvað af fylginu sem virðist horfið. Ekki gæt- ir bjartsýni meðal samfylkingarfólks á gengi flokksins að loknum lands- fundi. Enginn formannsframbjóð- endanna fjögurra virðist njóta afger- andi stuðnings og áhugi flokks- manna á niðurstöðu formanns- kosninganna virðist takmarkaður, að ekki sé meira sagt. „Ég held að það skipti litlu máli hvort það verður Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar, Magn- ús Orri Schram eða Oddný G. Harð- ardóttir sem verður formaður. Ekk- ert þeirra hefur þá útgeislun, forystuhæfileika og framtíðarsýn sem flokkurinn þarf á að halda til þess að rífa upp fylgið á nýjan leik,“ sagði samfylkingarmaður sem er gamall í hettunni. Nefnt er að Björt framtíð sé nán- ast ekki til lengur og þurfi tvímæla- laust á fleiri mánuðum að halda en næstu fjórum til þess að reyna að laga stöðu sína, þótt mikillar vantrú- ar virðist gæta á að það takist. Hefur tapað trausti Framsóknarflokkurinn þurfi sömuleiðis lengri tíma til þess að reyna að endurheimta tapað fylgi, enda hefur margoft komið fram að undanförnu að í flokknum ríkir síður en svo eining um ágæti haustkosn- inga. Þá komi ekki í ljós fyrr en um næstu helgi hver verður niðurstaða miðstjórnar Framsóknarflokksins um hvort landsfundi og formanns- kjöri verður flýtt. Af samtölum við fyrrverandi þing- menn Framsóknarflokksins og ráð- herra má ráða að pólitísk framtíð formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sé ekki björt, held- ur sótsvört, þar sem stuðningur við hann hafi dalað mikið og fátt bendi til þess að hann eigi eftir að endur- heimta glatað traust. Þingmenn Framsóknarflokksins vilja ekki taka jafn djúpt í árinni og þeir sem áður sátu fyrir flokkinn á þingi, en vissulega eru einhverjir þeirra efins um að Sigmundur Davíð sé rétti maðurinn til þess að leiða flokkinn áfram. Mun meiri samstaða virðist vera í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að það eigi að kjósa í haust, þótt örfá- ir þingmenn flokksins séu ekki alls kostar sannfærðir. Það virðist mikill hugur í þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Flokkurinn mælist með aukið fylgi í skoðanakönnunum, en er þó ekki kominn í neina óskastöðu enn. Samt sem áður má heyra á þingmönnum flokksins að þeir telja sig fara inn í komandi kosningabar- áttu vel vopnaðir verkum sitjandi ríkisstjórnar. Enn er bent á að nýstofnaði flokk- Nánast öruggt mál að gengið verður til kosninga í haust  Sjálfstæðisflokkur, VG og Píratar vilja afdráttarlaust haustkosningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.