Morgunblaðið - 31.05.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 31.05.2016, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er seginsaga íkjaradeil- um, sérstaklega þegar hinar hærra launuðu stéttir eiga í hlut, að al- menningur fær ekki að vita um hvað deilt er í raun, hver kjör- in séu og hver þau yrðu ef gengið yrði að ýtrustu kröfum. Almenningur fær hins vegar að fylgjast með deilum þar sem annar lætur dæluna ganga um að hann hafi setið eftir á með- an laun sambærilegra stétta hafi hækkað upp úr öllu valdi á meðan hinn fullyrðir að kröf- urnar séu með slíkum ólík- indum að verði gengið að þeim fari af stað vítahringur sam- bærilegra krafna og á end- anum muni samfélagið leggj- ast á hliðina. Um þessar mundir eiga flug- umferðarstjórar í kjaradeilu. Eins og venjulega er lítið gefið upp um launakjör og -kröfur og almenningi aðeins boðið upp á blindflug. „Við getum sagt það sem svo að í launa- útborgun Isavia stendur for- stjórinn nokkuð neðarlega,“ sagði Ragnar Árnason, for- stöðumaður vinnumark- aðssviðs Samtaka atvinnulífs- ins, í samtali við Morgunblaðið á laugardag. Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl, en hafa ekki boðað hert- ari aðgerðir. Flugumferðarstjórar eru fá- menn stétt, sem getur valdið mikilli röskun. Það sást þegar út af yfirvinnubanninu var ekki hægt að manna vaktir í forföllum vegna veikinda. Sigurjón Jónsson, formaður Félags íslenskra flugumferð- arstjóra, gefur lít- ið fyrir rök Sam- taka atvinnulífsins um að hætta sé á að flugumferð- arstjórn flytjist úr landi komi til mik- illa raskana í kjaradeilunni. Hann benti hins vegar í Morg- unblaðinu á laugardag á ný- stárleg og jafnvel bylting- arkennd rök fyrir rækilegum launahækkunum. Erlend flug- félög myndu nefnilega bera af þeim hitann og þungann, ekki íslenska ríkið. „Við höfum látið reikna það út fyrir okkur, að það er þjóðhagslega hag- kvæmt að hækka laun flug- umferðarstjóra,“ sagði Sig- urjón. „Tekjuskatturinn af okkar launum er meiri en hlut- ur ríkisins í launagreiðsl- unum.“ Samkvæmt þessum rökum ætti að bjóða flugumferðar- stjórum mun meira en þeir fara fram á, hvað sem það er mikið. Helst ætti að margfalda launin. Síðan mætti yfirfæra þetta á aðrar stéttir, sem ekki fá laun hjá ríkinu. Þá myndu slíkar fúlgur streyma inn í rík- iskassann að laga mætti á einu bretti vanda heilbrigðiskerf- isins, skólanna og gatnakerf- isins, efla löggæslu og tryggja vernd náttúruperlna landsins. Og þó. Þótt handritið að kjaradeil- um sé gamalkunnugt er ekki þar með sagt að það sé rangt. Samningar eru ekki gerðir í tómarúmi. Það sást best þegar boltinn fór að rúlla í fyrra. Í kjaradeilum er affarasælast að semja í takt við það sem al- mennt gerist, jafnvel þótt samningsstaðan sé sú að hægt sé að setja allt á annan endann. Nýstárleg rök um hag ríkissjóðs af stórfelldum launa- hækkunum} Blindflug Það er ekki að-eins forseta- frambjóðandi sem telur að „fávís lýð- urinn“ hafi komið sér upp röngu sameiginlegu skammtímaminni, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar er sömu skoðunar. Í eldhús- dagsumræðum í gær reyndi hann að lappa upp á Samfylk- inguna og sagði hana ekki verða sögulausan flokk. Sam- fylkingin væri „stolt af afrek- um við stjórn landsins á ör- lagatímum“ og Samfylkingin hefði ein staðið að „öllum þeim ákvörðunum sem þurft hefur að taka til að koma Íslandi á réttan kjöl.“ Hvaða ákvarðanir ætli það séu sem samfylkingarmenn eru svo stoltir yfir að hafa tekið? Er það umsóknin um aðild að ESB og vinnubrögðin í kringum hana, þar með talið að neita að láta þjóðina kjósa um um- sóknina? Eru það á annað hundrað skattahækkanir á síð- asta kjörtímabili sem gera flokksmenn stolta? Eru það Icesave-samningarnir sem stuðla að þessu mikla stolti? Og er stoltið meira yfir því að forsetann hafi þurft til að leyfa þjóðinni að koma að ákvörð- uninni – og hafna samningum Samfylkingarinnar? Rétt er að flokkurinn verður ekki sögulaus, en sagan verður honum ekki sérstaklega hlið- holl. Formaður Samfylk- ingarinnar hitti naglann á höfuðið – að hluta til} Ekki sögulaus flokkur H vaðan færð þú þínar skoð- anir? Það er oft erfitt að negla þær niður. Þær hafa mikið með uppruna að gera, félagsmótun og reynslu og sumar þeirra kunna jafnvel að liggja í gen- unum þínum, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Gagnrýnin hugsun var ekki á námskrá í mínum uppvexti. Foreldrar mínir og flestar fyrirmyndir meðal kennara tóku almennt vel í umræður og spurningar en svör á við Af því bara, Af því að ég segi það eða Þú skilur það þegar þú ert eldri voru einnig mjög algeng. Síðasta tilsvarið fer sérstaklega í taug- arnar á mér. Það er að mörgu leyti rétt, suma hluti skiljum við ekki án þess að hafa reynslu til en í sumum tilvikum er það hrein og klár óvirðing. Nýverið sagði miðaldra, drukkinn karlmaður mér að svona 23 ára stelpur eins og ég gætu ekki skil- ið ákveðna hluti. Mitt 26 ára sjálf gladdist lauslega yf- ir því að vera talin svona ung og vitlaus í smástund, en eftir það helltist pirringurinn yfir, ekki út í þennan eina mann heldur út í það viðhorf sem hann stendur fyrir og virðist alltumlykjandi. Sama viðhorf mætti mér í menntaskóla, þegar ég spurði stjórnmálamann sem komið hafði í Versl- unarskólann til að kynna sig og sín stefnumál út í sænsku leiðina svokölluðu í vændismálum. Viðkomandi hló góðlátlega að kjánanum mér, sagði: já nei nei vinan, hún virkar ekki, og hélt svo áfram að útlista sínar eigin hugmyndir. Það er enda þannig að margt eldra fólk hefur engan áhuga á skoðunum þeirra sem yngri eru og gerir lítið úr þeim. Skólasystk- inum mínum var reglulega sópað út í kosn- ingarútur með loforðum um pitsur en afar sjaldan var reynt að koma af stað upp- byggilegum umræðum. Hér í samtímanum fengu námsmenn enga aðkomu að nýja LÍN-frumvarpinu sem menntamálaráðherra er svo stoltur af og fólk undir þrítugu virð- ist ekki eiga séns á að komast á Alþingi nema fyrir slysni. Það horfir þó víða til betri vegar. Krakkafréttir á RÚV eru ein frábærasta dagskrárgerð sem þetta land hefur litið og mæta krökkum á þeirra grundvelli með fréttir af því sem hæst ber hverju sinni. Aðstandendur þáttarins hafa opnað kosningavef sem miðar að því að gefa krökkum rödd og tækifæri til þátttöku í mikilvægu samfélagsmáli. Þetta tækifæri hvetur til umræðu, til gagnrýnnar hugsunar og kennir krökkum að mynda sínar eigin skoðanir og að þær skoðanir skipti máli. Verði samskonar verkefnum viðhaldið í framtíðinni er ég þess fullviss að næsta kynslóð verði mun betur í stakk búin en mín til að berjast fyrir réttindum sín- um, sér og okkur öllum til hagsbóta. annamarsy@mbl.is Anna Marsibil Clausen Pistill Smá skoðanakönnun STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Það má segja að það blikkigul ljós í ferðamálum. Þaublikka ekki gagnvartferðafólkinu sjálfu heldur miklu frekar gagnvart framkvæmd, skipulagi og stefnu við móttöku vax- andi fjölda ferðafólks,“ segir Guðrún Helgadóttir, prófessor í ferða- málafræði við Háskólann á Hólum, um niðurstöðu skýrslu um félagsleg og menningarleg áhrif ferða- mennsku og ferðaþjónustu, sem kynnt var nýverið á ráðstefnu Ferðamálastofu um þolmarkarann- sóknir. „Samskipti fólks eru það flókin að það er erfitt að segja hvað eru þolmörk í samskiptum fólks þannig að við ættum frekar að spyrja um áhrif ferðamennsku og ferðaþjón- ustu á heimafólk. Ef þau eru jákvæð getum við talað um félagslega sjálf- bærni ferðaþjónustunnar og ferða- mennskunnar,“ segir Guðrún þegar hún lýsir rannsókninni. Ferðamálastofa studdi verk- efnið, sem byggist á vettvangsrann- sóknum og ítarlegum viðtölum vorið 2015 við 25 einstaklinga búsetta í 101 Reykjavík, á Húsavík, Hellu og Ísa- firði. Viðmælendur voru spurðir út í upplifun sína annarsvegar af ferða- fólki og af ferðaþjónustu hinsvegar. Erum ekki búin að fá nóg Helstu niðurstöður eru þær að ekkert bendir til þess að Íslendingar séu búnir að fá nóg af ferðafólki og þeir vilja leggja sitt af mörkum svo það njóti ferðarinnar. En það er ekki þar með sagt að heimafólk sé ánægt með allt í tengslum við ferðamál á Ís- landi. Vettvangsathuganir og viðtöl bentu til þess að ákveðnir staðir séu ofsetnir og ákveðin atriði truflandi miðað við skipulag bæði manngerðs umhverfis og framkvæmd ferða- þjónustunnar. Til að sporna við því þarf bæði að huga að skipulagi ferða- mála og framkvæmd ferðaþjónust- unnar í þéttbýli bæði út frá þörfum gesta og heimafólks, sem er mik- ilvægur bakhjarl og bandamaður ferðaþjónustunnar, að sögn Guð- rúnar. Viðmælendum er umhugað um öryggi og góða upplifun ferðafólks og hafa áhyggjur af því hvort stefna, skipulag og aðgerðir ríkis og sveitar- félaga annarsvegar og starfsemi ferðaþjónustunnar hinsvegar, tryggi þessi gæði. Guðrún bendir á að heilt yfir eru viðmælendur mjög jákvæðir gagnvart ferðafólki, sem þeir segja að séu bara að gera það sama og þeir gera í útlöndum. Enn ein efnahagsbólan? „Það er áhyggjuefni að dæmi komu fram í viðtölunum um að heimamenn upplifi það viðmót að þeir eigi að víkja fyrir ferðaþjónust- unni. Þetta er neikvæð upplifun. Ferðaþjónustan þarf að sýna sömu virðingu, lipurð og jákvæðni í mann- legum samskiptum við heimamenn og ferðafólkið. Það má segja að fólk- ið í landinu sé innri viðskiptavinir ferðaþjónustunnar og það skiptir því miklu máli að það sé stolt af og hafi trú á greininni.“ Varðandi traust á ferðaþjónust- unni bendir hún á að margir viðmæl- endur voru hræddir um að ferða- þjónustan væri enn ein íslensk efnahagsbóla sem ætti eftir að springa. Þetta bendi til að at- vinnugreinin þurfi að ávinna sér í enn meira mæli traust og tiltrú almennings. „Kannski erum við brennd af þenslu og hruni þannig að fólk treysti því ekki að stjórnvöld og atvinnulífið hafi vaðið fyrir neðan sig,“ segir Guðrún. „Gul ljós“ blikka í ferðaþjónustunni Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Ferðamenn Íslendingum er umhugað um ferðfólk, segir m.a. í skýrslu um félagsleg og menningarleg þolmörk ferðamennsku og ferðaþjónustu. „Fólk ber mikla umhyggju fyrir ferðafólki og er umhugað um gæða- og öryggismál. Það vill að gestir upplifi Ísland vel. Viðmæl- endur bjóða ferðafólki aðstoð sína en draga mörk gagnvart ferðaþjónustunni ef hún gengur of nærri hagsmunum þess í dag- legu lífi, t.d. umferð ferðahópa og rútubíla vegna gististaða í þröngum íbúðagötum. Fólk hefur líka áhyggjur af því að verið sé að búa til einhverjar túristagildrur með uppspenntu verði á einhverju sem ekki er vandað til. Þetta finnst fólki skammarlegt og vill ekki að sé gert í sínu nafni. Þá hefur heimafólk áhyggjur af ör- yggi og vellíðan ferða- fólks. Ég myndi segja að þetta væri hluti af nátt- úrulegri gestrisni, heimafólki er ekki sama um ferðafólkið,“ segir Guðrún. Náttúruleg gestrisni MÖRK FERÐAÞJÓNUSTU Guðrún Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.