Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016
Upplifðu vorið á hálendi Íslands
Gistihúsið Hrauneyjar er í aðeins 150 km. fjarlægð frá Reykjavík.
50% afsláttur af gistingu allar helgar í maí
Vegna mikillar sölu vantar okkur
fasteignir á höfuðborgarsvæðinu,
á söluskrá.
Ef þú ert í söluhugleiðingum,
endilega hafðu samband sem fyrst, í
síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is
Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign,
hafðu samband í síma 533-4200
eða arsalir@arsalir.is
Ágæti fasteigna
eigandi !
Björgvin Björgvinsson,
löggiltur fasteignasali
Örugg og traust þjónusta í
fasteignaviðskiptum í áratugi.
Fjölbreytileiki í uppruna og
menningarbakgrunni íbúa Íslands
hefur aukist til muna síðustu tvo
áratugina. Fyrir vikið erum við rík-
ari sem þjóð. Fjölbreytileiki veitir
okkur tækifæri til að víkka sjón-
deildarhringinn, læra hvert af öðru
og nýta ólíka reynslu og sjónarmið
til að takast á við sameiginlegar
áskoranir. Fjölbreytt samfélag kall-
ar á sterka samvinnu, því án hennar
er hætt við að jaðarsetning og fé-
lagslegt misrétti nái fótfestu og geri
okkur erfitt fyrir.
Grunnskólar eru á meðal þeirra
vinnustaða á Íslandi þar sem fjöl-
breytileiki er hvað sýnilegastur.
Börn og unglingar með margskonar
menningarbakgrunn, ólíka félags-
lega stöðu, reynslu og fjölskylduað-
stæður mæta þar daglega til starfa
undir leiðsögn kennara og starfs-
fólks sem hafa það mikilvæga verk-
efni að styðja hvern og einn í að
læra, þroskast og rækta hæfileika
sína á eigin forsendum. Rétt eins og
stjórnendur fyrirtækja þurfa að
stuðla að góðum starfsanda til að
koma í veg fyrir streitu og kulnun
meðal starfsfólks, þurfa stjórnendur
skóla að tryggja uppbyggilegt
vinnuumhverfi fyrir kennara og
nemendur þeirra. Kennarar og
stjórnendur þurfa að geta talað op-
inskátt um erfið samfélagsleg mál-
efni, tækla fordóma og eineltistil-
burði og rækta gott samband við
foreldra með margskonar væntingar
og bakgrunn. Þetta eru ekki litlar
kröfur.
Samkvæmt erlendum rannsókn-
um þjáist um þriðjungur kennara af
streitu og niðurstöður íslenskra
rannsókna benda í sömu átt. Til
skamms tíma getur starfstengd
streita verið viðráðanleg en langvar-
andi streita er hins vegar alvarlegt
mál. Streita til langs tíma sem fer
umfram þolmörk og bjargráð ein-
staklings getur leitt til andlegra erf-
iðleika, líkamlegra veikinda og kuln-
unar í starfi. Vinnuálag, krefjandi
samskipti og takmarkaður faglegur
stuðningur eru meðal þeirra þátta
sem aukið geta streitu meðal kenn-
ara og ef þeim líður ekki vel kemur
það óhjákvæmilega niður á upplifun
og líðan nemenda. Streitutengd
heilsufarsvandamál, svo sem kvíði,
depurð og svefntruflanir eru meðal
algengustu orsaka veikindafjarveru
og kostnaðarauka í rekstri.
Starfi kennara fylgir mikil
ábyrgð. Það er í sífelldri þróun og
verkefnin flókin. Á Íslandi í dag er
raunin sú að stærðfræðikennarar
þurfa ekki einungis að geta útskýrt
algebru á einföldu máli fyrir nem-
endum með íslensku sem annað mál,
heldur einnig að geta rætt opinskátt
um kynjaðar staðalímyndir um
stærðfræðigetu stráka og stelpna
sem skotið geta upp kollinum í verk-
efnatímum. Íþróttakennarar þurfa
að taka mið af misjafnri líkamlegri
getu nemenda og vera vakandi fyrir
einelti og meiðandi athugasemdum
um útlit, kynhneigð og húðlit. Á
sama hátt þurfa kennarar, sem stýra
umræðutímum í samfélagsfræði, að
vera viðbúnir erfiðum spurningum
og athugasemdum frá nemendum
með ólíkan bakgrunn sem litast geta
af misskilningi og fordómum. Fjöl-
breytileiki í nemendahópi getur
óbeint leitt til aukinnar streitu ef
ekki er vel að málum staðið. Fái
kennarar og starfsfólk skóla ekki
næga þjálfun og stuðning er hætt við
að erfitt sé að sinna nemendum með
ólíkar þarfir. Ekki er sjálfgefið að
allir kennarar séu undir það búnir að
takast á við fordóma, staðalímyndir,
einelti, hópamyndun og útilokun
nemenda og að ræða við nemendur
um fjölmenningu og margbreyti-
leika. Slík verkefni krefjast oftar en
ekki sjálfskönnunar meðal kennara
og hæfni í að leiða umræður um við-
kvæm mál svo að allir nemendur
njóti góðs af. Með undirbúningi og
þjálfun geta umræður í nemenda-
hópi um flókin samfélagsmál verið
gríðarlega lærdómsríkar. Ágrein-
ingur veitir tækifæri til að skoða
málefni frá ólíkum sjónarhornum og
því fjölbreyttari sem bakgrunnur
nemenda er, þeim mun meira geta
þeir lært hver af öðrum. Nemendur
sem fá þjálfun í uppbyggilegum
samskiptum við samnemendur og
kennara af margvíslegum uppruna
eru betur í stakk búnir til að byggja
upp heilsteypt samfélag þar sem
misklíð er leyst á friðsaman hátt og
sameiginlegir hagsmunir eru hafðir
að leiðarljósi.
Í samanburði við nágrannalönd
okkar er menningarlegur marg-
breytileiki nýtilkominn á Íslandi. Við
höfum því einstakt tækifæri til að
koma í veg fyrir erfiðleika sem upp
hafa komið erlendis, svo sem að-
greiningu íbúa eftir uppruna,
rótgróið félagslegt misrétti og úti-
lokun jaðarsettra hópa frá virkri
þátttöku í samfélaginu. Við berum
samfélagslega ábyrgð á að tryggja
öllum íbúum landsins jöfn tækifæri,
veita hvert öðru nægan stuðning og
takast á um ágreiningsmál af gagn-
kvæmri virðingu. Vaxandi fjölbreyti-
leiki kallar því á sterka liðsheild – í
skólastofum, á vinnustöðum og í
samfélaginu í heild. Markmiðið er
hins vegar ekki að byggja upp eins-
leitan hóp þar sem allir eru sam-
mála. Þvert á móti þurfum við að
efla samkennd og samstarf fólks
sem oft sér tilveruna ólíkum augum
og byggja á ólíkri reynslu og styrk-
leikum hvers og eins. Í skólunum
okkar þurfa nemendur stuðning
kennara og starfsfólks til að takast á
við fjölbreytt verkefni í enn fjöl-
breyttari hópi og á móti þurfa kenn-
arar og starfsfólk virkan stuðning,
fræðslu og handleiðslu til að nýjar
og spennandi áskoranir valdi ekki
íþyngjandi streitu.
Fjölmenning á
vinnustöðum - sálfélagsleg
vinnuvernd í skólum
Eftir Björgu Sigríði
Hermannsdóttur,
Ragnheiði Guðfinnu
Guðnadóttur
og Ólaf Þór Ævarsson
» Fjölbreytileiki í upp-
runa og menningar-
bakgrunni hefur aukist
síðustu tvo áratugina og
gjörbreytt vinnustöð-
um. Dæmi um slíkan
vinnustað er skólinn.
Björg Sigríður
Hermannsdóttir
Höfundar eru sérfræðingar í
sálfélagslegri vinnuvernd,
forvörnum og streituvörnum.
Ragnheiður Guðfinna
Guðnadóttir
Ólafur Þór
Ævarsson
Vegna tíðra um-
fjallana um lækkun
trjágróðurs í opinber-
um miðlum undanfarið
vill Félag skrúðgarð-
yrkjumeistara koma
eftirfarandi á fram-
færi:
Ekki er æskilegt að
taka ofan af trjám
meira en sem nemur
ársvexti trésins. Hvort
sem það er stofn trésins eða leiðandi
greinar.
Þegar lengdin er farin að mælast í
metrum frekar en sentimetrum er í
flestum tilfellum verið að saga í eldri
við frekar en ársvöxt og þau sár sem
ganga þvert á stofn trjáa gróa ekki að
fullu. Sár á trjám gróa ekki í eig-
inlegum skilningi heldur bregst tréð
við klippingum með því að einangra
sárin frá heilbrigðum við.
Þetta hefur veruleg áhrif á líftíma
trjánna auk þess sem þetta getur
leitt til þess að af þeim skapist hætta
síðar meir. Innri hluti stofnsins, sem
er nokkurs konar beinagrind trésins,
fúnar þegar sár af þessu tagi stendur
opið. Þegar stofnviðurinn fúnar miss-
ir hann styrkleikann og eingöngu
skelin utan um stofnviðinn heldur
trénu uppi. Þegar svo er komið þarf
ekki mikil veður til að þessi tré falli
með tilheyrandi slysa- og tjónahættu.
Ef garðeigendur eru með skugga-
myndandi tré en hafa áhyggjur af
skjóli þá er ráðlegra að byrja á því að
planta runnum eða smærri trjám og
fjarlægja svo háu trén
þegar viðunandi skjól
hefur myndast með
lægri gróðri sem hentar
betur.
Tré í borgum eru
verðmæt og hafa áhrif á
loftslag og loftgæði auk
þess sem þau hýsa fjöl-
breytt dýralíf. Þau eru
þannig almennt talin
hafa jákvæð áhrif á heil-
brigði manna í þéttbýli.
Þar af leiðandi er mik-
ilvægt að tryggja að sem flest tré nái
háum aldri.
Kollun trjáa er alltaf slæm og telst
ekki til samþykktra vinnubragða hjá
fagfólki í garðyrkju. Þetta eru forn-
aldarvinnubrögð sem margar þjóðir
hafa spornað við vegna fjölmargra
dæma um alvarleg slys og tjón af
öðru tagi. Á Íslandi hafa ekki verið
mörg stór tré til þessa en það er hratt
að breytast og þar með hættan að
aukast þegar svona vinnubrögð eru
viðhöfð.
Hugsum okkur um, aukum lífs-
gæðin og fyrir alla muni búum ekki til
slysagildrur.
Um kollun trjáa –
Viðvörun
Eftir Þorkel
Gunnarsson
Þorkell Gunnarsson
» Félag skrúðgarð-
yrkjumeistara vill
vekja athygli á ófagleg-
um vinnubrögðum við
umhirðu trjágróðurs.
Höfundur er formaður
Félags skrúðgarðyrkjumeistara.
Sú lenska er harla
íslensk að vísa gagn-
rýni á bug eða senda
hana heim til föð-
urhúsa, eins og mál-
venja er. Þetta heyr-
um við í útvarpi og
sjónvarpi eða lesum á
prenti. Efnislegar rök-
ræður um gagnrýni,
rökstudd andsvör, eða
að minnsta kosti viður-
kenning á að eitthvað
af henni geti átt við, eru sjaldgæf
gæði í umræðunni. Í stað rökræðna
er umræðan lömuð með þessu móti.
Greinar tveggja iðnmeistara í
Morgunblaðinu undanfarið og gagn-
rýni þeirra m.a. á breytingar á iðn-
menntun og ákvarðanir um fyrir-
komulag bóklegs hluta og verklegs,
hefur vakið athygli. Sama má segja
um gagnrýni þeirra á stöðu iðna inn-
an stærstu samtaka atvinnurekenda
og á áætlanir um fækkun löggiltra
iðngreina. Í greinunum er m.a.
greint frá ýmsu sem þeir telja veikja
fagmennsku, rýra iðnmenntun og
letja ungt fólk til að afla sér öruggr-
ar starfsmenntunnar. Ný svargrein
frá formanni Samtaka iðnaðarins
(28.5.) vegur í sama knérunn um-
ræðu og margar aðrar rýrar greinar
og viðtöl, í lítt árangursmiðaðri um-
ræðu dagsins. Rökstudd andsvör
eru þar fá, ef nokkur, en fullyrt að
orð og viðhorf tvímenninganna séu
úrelt.
Grafið undan fagmennsku?
Ég er leikmaður þegar kemur að
iðnmenntun á Íslandi en ber hana
samt fyrir brjósti, einkanlega af
tveimur ástæðum. Ég er sprottinn
úr fjölskyldu þar sem handverk, iðn-
verk, hönnun og listir koma mikið
við sögu. Auk þess tel ég fagþekk-
ingu, fagmennsku, faglega umræðu
og þétt samspil þekkingar og
reynslu ráða úrslitum um framtíðina
í þessum efnum. Einmitt nú, þegar
mikið er rætt um nauð-
syn þess að auka áhuga
ungs fólks á hvers kyns
verkmenntun, iðnnámi,
hönnun og listum. Ein-
mitt nú, þegar margt
bendir til þess að stytta
eigi iðnnám án sam-
ráðs, hverfa frá löggild-
ingu sumra iðngreina,
aðskilja enn frekar
handverk og hugverk,
færa of mikið af verk-
námi af iðnnámsstigi
yfir á háskólastig – eða
með öðrum orðum: Búa til sérhæfð-
ari vinnuaflshópa í iðngreinum með
minni tilkostnaði en áður og færa
þjálfun þeirra frá fólki með mikla
fagþekkingu og raunverulega verk-
reynslu til fyrirtækja – og gera ólög-
giltu starfsfólki kleift að vinna iðn-
verk sem það ber enga ábyrgð á
vegna niðurfelldrar löggildingar á
viðkomandi iðn. Full ástæða er til að
iðnaðarmenn og skólafólk, jafnt sem
atvinnurekendur og stjórn-
málamenn, ræði saman af yfirvegun
um framtíð iðn- og verkmenntunar.
Fyrsta skref er að hætta að vísa
gagnrýni á þennan síendurtekna,
leiðinlega bug sem er gamaldags og
úreltur. Það eru viðhorf reynslu og
fagmennsku í iðnum hins vegar ekki.
Alvöru umræða, ábyrgðafull afstaða
löggjafans til iðna í landinu og öflug
iðnmenntun er iðnfólki, fyrirtækjum
og neytendum til góðs.
Samræður óskast
Eftir Ara Trausta
Guðmundsson
Ari Trausti
Guðmundsson
» Iðnaðarmenn og
skólafólk, jafnt sem
atvinnurekendur og
stjórnmálamenn, verða
að ræða saman af yfir-
vegun um framtíð iðn-
og verkmenntunar.
Höfundur er jarðvísindamaður og
rithöfundur.