Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016
Baðaðu þig í gæðunum
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Í forsetakosningum í
júní 2016 verður tekist
á um hvort Íslandi
verði þröngvað inn í
ESB-samstarfið eða
ekki.
Guðni Th. Jóhannes-
son, sem er í framboði,
hefur lýst því yfir að
hann styðji inngöngu
Íslands í Evrópusam-
bandið.
Ekki er það uppörvandi að eiga
von á því að forseti þjóðarinnar vilji
að Íslendingar afsali sér sjálfstæði
sínu og endurtaki atburðinn frá árinu
1262.
Samkvæmt heimatilbúinni skoð-
anakönnun frétta-
manna sem notuð er í
áróðursskyni til styrkt-
ar Guðna nýtur hann
umtalsverðs fylgis
þeirra 700-800 Íslend-
inga sem spurðir voru.
Þetta eru Íslending-
ar sem eru þekktir fyrir
að vera sammála skoð-
unum fréttamanna á
ýmsum þjóðmálum og
þar á meðal inngöngu í
ESB og afsal Íslend-
inga á sjálfstæði sínu.
Ekki er ljóst hvort Íslendingar
geri sér ljóst hver hættan sé ef Evr-
ópusinni (Guðni) verður húsbóndi á
Bessastöðum. Þar með yrði enginn
baráttumaður gegn mesta böli er
vofir yfir hinni íslensku þjóð með inn-
göngu í hið svokallaða Evrópusam-
band.
Það hefur verið viðurkennt að
mesta böl sem leitt hefur verið yfir
Íslendinga frá því landið fékk sjálf-
stæði, eftir áratuga baráttu, er aðild
að hinu svokallaða Schengen-sam-
starfi sem hefur orðið Íslendingum
til meira tjóns en menn almennt gera
sér grein fyrir.
Ef Guðni Th. Jóhannesson nær
kosningu sem húsbóndi á Bessastöð-
um verður vinstri vitleysa Samfylk-
ingarinnar um inngöngu í Efnahags-
bandalagið ekki stöðvuð á sama hátt
og landráðasamningur sem hlaut
nafnið Icesave-samningur Samfylk-
ingar og Vinstri grænna.
Það eru of fáir Íslendingar sem
gera sér grein fyrir hvaða þrælaklafa
þessar tvær fylkingar, Samfylkingin
og Vinstri grænir, voru búnir að sam-
þykkja að leggja á Íslendinga með
samþykkt á Icesave-samningnum.
Ef ekki hefði komið til sjálfstæður
húsbóndi á Bessastöðum sem þorði
að veita þjóðinni úrslitaorðið varð-
andi þennan þrælaklafa þessara
tveggja flokka á Alþingi Íslendinga
þá værum við í mjög erfiðum málum
sem líkja má við versta tímabil Ís-
landssögunnar undir erlendri stjórn,
þegar Íslendingar sultu heilu hungri
og þurftu að éta maðkað mjöl.
Er dregið í efa að Guðni hafi kjark
eða pólitískt þor til að veita þjóðinni
síðasta orðið í mikilvægum málum
sem mislukkaðir alþingismenn hafa
samþykkt. Sem dæmi um kjarkleysi
húsbónda á Bessastöðum er að þjóð-
in fékk ekki tækifæri til að tjá sig um
hið fyrirhugaða böl sem Schengen-
samstarfið hefur leitt yfir þjóðina.
Með áframhaldandi valdagræðgi
þingmanna á Alþingi Íslendinga er
þörf á að sá er þjónar á Bessastöðum
hafi skilning, hugrekki og pólitískt
þor til að láta meirihluta þjóðarinnar
eiga síðasta orðið þegar kemur að því
að innleiða þrælaklafa á þegna lands-
ins eins og Schengen-samstarfið er
og aðild að Efnahagsbandalaginu
verður fyrir þjóðina.
Forseti Íslendinga eða sæti hjá ESB
Eftir Kristján
Guðmundsson »Er það vilji Íslend-
inga að kjörinn
forseti verði yfirlýstur
stuðningsmaður
inngöngu í ESB?
Kristján Guðmundsson
Höfundur er fv. skipstjóri.
Bjarni Benediktsson
er fjármála- og efna-
hagsráðherra eins og
flestir vita. Hann er
maðurinn sem heldur
þúsundum ellilífeyr-
isþega við þau öm-
urlegu lífsskilyrði að
þetta fólk lifir við sult
og betl og án allra lífs-
þæginda á ævikvöld-
inu. Getur ekki leitað
til læknis, á ekki fyrir lyfjum, á ekki
fyrir mat og getur ekki veitt sér eitt
né neitt því það á ekki peninga, ekki
einu sinni fyrir nauðþurftum, svo
rækilega er Bjarni fjármála-
ráðherra búinn að sauma að þessu
fólki. Á sama tíma og ástandið er
svona ömurlega bágborið hjá þús-
undum ellilífeyrisþega
leyfir Bjarni sér að
benda á aukinn kaup-
mátt, sem á að bjarga
öllu en gerir ekki, svo
langt í frá, fyrir þenn-
an hóp og ég spyr:
Njóta ekki allir aukins
kaupmáttar upp eftir
öllum skalanum og þar
með þeir sem eru með
milljónirnar í mán-
aðarlaun? Sjálfur var
Bjarni fjármálaráð-
herra ofan á sín góðu
laun að fá á síðasta ári eingreiðslu
frá 1. mars til áramóta, vel á aðra
milljón króna. Svo kemur þessi mað-
ur fram í fjölmiðlum og tilkynnir
„stuld“ á eingreiðslu afturvirkt til
ellilífeyrisþega frá 1. maí 2015 eins
og allir láglaunahópar fengu. Alveg
er sama þó að ríkið hagnist um tugi
eða jafnvel hundruð milljarða; aldrei
er neitt til skiptanna fyrir eldri
borgara þó svo að það séu þeir sem
mest þurfa á verulegri kjarabót að
halda. „Bólginn ríkiskassi“ stóð í
fyrirsögn fyrir stuttu, skyldi eiga að
nota fjármagnið til að ala þá ríku?
Hvað eru mannsæmandi laun?
Mannsæmandi laun hjá ellilífeyr-
isþegum eru ekki undir 300 þúsund
kr. á mánuði og skatturinn frádreg-
inn aðeins helmingur af því sem
hann er í dag. Þá væri hægt að tala
um viðunandi laun fyrir þá 31 þús-
und ellilífeyrisþega, sem eru með
mismikið undir 300 þús. kr. á mán-
uði. Það er til margt ríkt eldra fólk,
t.d. foreldrar Bjarna fjármálaráð-
herra, sem geta leyft sér að kaupa
fasteign á Flórída fyrir tugi milljóna
að sagt er og í framhaldi af því trúa
því ekki margir að Bjarni hafi ekki
vitað af Borgunarævintýrinu, þar
sem föðurbróðir hans er sagður hafa
keypt drjúgan hlut og hagnast um
milljarða. Þetta er Ísland í dag.
Heilbrigðisráðherra
bætti um betur
Til að bíta höfuðið af skömminni
gagnvart ellilífeyrisþegum hefur
heilbrigðisráðherra, Kristján Þór
Júlíusson, mælt fyrir frumvarpi um
greiðsluþátttöku í heilbrigðikerfinu.
Það lítur þannig út að þeir sem
þurfa ekki eins oft á þjónustunni að
halda greiða meira en þeir sem
þurfa oftar og meira á svipaðri þjón-
ustu að halda. Þetta segir að þeir
sem eru minna veikir niðurgreiða
fyrir þá sem eru meira veikir. Ríkið
leggur auðvitað ekki til krónu í
þessa snilldarhugmynd. Þar sem ég
þekki ofurlítið til vinnubragða
Kristjáns Þórs frá því hann var
bæjarstjóri hér á Akureyri blöskra
mér ekki, ég verð að segja það,
þessi dæmalausu vinnubrögð hans
nú í heilbrigðismálunum. Allt fyrir
ellilífeyrisþegana hjá þeim Bjarna
fjármálaráðherra og Kristjáni Þór
heilbrigðisráðherra. Guð blessi Ís-
land.
Hvers eiga ellilífeyrisþegar að gjalda?
Eftir Hjörleif
Hallgríms » Til að bíta höfuðið af
skömminni gagnvart
ellilífeyrisþegum hefur
heilbrigðisráðherra,
Kristján Þór Júlíusson,
mælt fyrir frumvarpi
um greiðsluþátttöku í
heilbrigðiskerfinu.
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er eldri borgari.
Afsakið orðbragðið.
Verð bara svo rosalega
pirraður þegar ég hitti
fólk sem vorkennir
sjálfu sér. Og oftar en
ekki út af tiltölulega
veigalitlum hlutum.
Hefur ekki efni á nýj-
asta æpóninum sem var
að fara í sölu, kennar-
arnir í skólunum eru
leiðinlegir, veðrið er bú-
ið að vera svo vont, allir krakkarnir
mega vera lengur úti á kvöldin en ég
og svo svo framvegis. Öll höfum við
heyrt svona sjálfsvorkunnarvæl og við
beittum þessu örugglega öll á okkar
foreldra þegar við vorum að reyna að
semja um lengri útivistartíma á ung-
lingsárunum. Pabbi var reyndar ansi
strangur á útivistartímanum þannig að
ég held að ég hafi í „alvöru“ verið sá
sem fékk að vera styst úti á kvöldin.
Eða ekki.
Mér finnst við öll, eða flest, vera allt-
of upptekin af því sem fáum ekki, höf-
um ekki og getum ekki. Og erum síðan
að vorkenna okkur vegna þessa
meinta skorts á ofangreindu eða því
hvað allir aðrir eru vitlausir og leið-
inlegir við okkur. Meira að segja
alvöruíþróttamenn kvarta yfir því að
dómarinn hafi valdið því að leikurinn
tapaðist. Menn sem fá borgaða mikla
peninga fyrir að hlaupa á eftir bolta og
koma honum í netmöskva. Vælu-
skjóður sem vorkenna sjálfum sér og
ættu að hunskast til að hugsa meira
um hvað þær geti gert sjálfar til þess
að vinna leikinn í stað þess að kenna
öðrum um ófarirnar. Og vorkenna
sjálfum sér í leiðinni.
En verði ég pirraður á að hitta fólk í
sjálfsvorkunnarhugleið-
ingum þá er það algjör
hátíð miðað við það hvað
ég verð gjörsamlega
brjálaður þegar ég fer
sjálfur í þennan ömur-
lega gír. Já, ég á það al-
veg til að vorkenna sjálf-
um mér, og sennilega við
öll. Og út af þessum
smáu hlutum sem skipta
engu máli í lífinu. Nema
hjá mér þá er æpónaleys-
ið ekki vandamál, bara
kostur. Ég er algjörlega farinn að gera
mér grein fyrir því þegar ég dett í
þennan dökkálfagír en ræð engu að
síður ekki alltaf við það og verð þess
vegna svona reiður. Við sjálfan mig.
Þeir sem ættu í raun rétt á að vor-
kenna sjálfum sér, ef svo skringilega
mætti að orði komast, eru þeir sem
glíma við alvarlega sjúkdóma. Ban-
væna sjúkdóma og geta ekkert að því
gert. En það góða fólk hefur oft náð
einhvers konar sátt við Guð og menn.
Sýna af sér æðruleysi sem maður
hreinlega skilur ekki. Við hin eigum að
skammast okkar þegar við vorkennum
okkur sjálfum vegna hégómlegra hluta
sem skipta ekki máli í lífinu. Hættum
að vera sjálfsvorkennandi vælu-
skjóður.
Helvítis
sjálfsvorkunin
Eftir Gísla
Pál Pálsson
Gísli Páll Pálsson
» Við hin eigum að
skammast okkar
þegar við vorkennum
okkur sjálfum vegna
hégómlegra hluta sem
skipta ekki máli í lífinu.
Höfundur er forstjóri í Mörk,
hjúkrunarheimili.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.