Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 30

Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 30
MESTALÆKKUNOGSTÆRSTA FARTÖLVURÝMING ÍSÖGUTÖLVULISTANS! 60GERÐIR - 20%MEÐALAFSLÁTTUR REYKJAVÍK · AKUREYRI · HÚSAVÍK · EGILSSTAÐIR · SELFOSS · KEFLAVÍK · AKRANES · WWW.TL.IS SÍÐASTI DAGU R RÝMINGARINN AR ÍDAG! GRILL Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Eins og gengur tekst fólk á við grillið með sínum hætti; sumir sjá fegurðina í hinu einfalda en aðrir hika ekki við að fara lengri leiðina að góðum grillmat. Jói tilheyrir að eigin sögn seinni hópnum og það er fátt sem hann er ekki tilbúinn að leggja á sig fyrir góða grillsteik. „Ég hef alltaf verið frekar metn- aðarfullur grillari,“ segir Jói þegar talið berst að töktunum við grillið. „Auk þess hef ég alltaf verið tólf mánaða grillari. Ég grilla allan árs- ins hring. Satt að segja grilla ég síst minna á veturna því það er oft svo mikið flandur á manni á sumrin þannig að fyrir mér er grill á engan hátt „seasonal“ eldamennska.“ Jói nefnir í framhaldinu dæmi um það þegar hann bauð veðurguð- unum birginn, bara til að geta grill- að úti á svölum. „Þar sem ég bjó síðast stóð stundum hressilegur vindur á sval- irnar. Ég man að ég var með stóra plexíglerplötu undir grillinu til að forða því að fitublettir féllu á svala- gólfið. Mér tókst að búa til skjól- vegg með þessari plexíglerplötu til að geta grillað, en með þeim afleið- ingum að ég bræddi hana í tvennt. Ég fórnaði henni fyrir grillið en náði hins vegar nautasteikinni full- komlega grillaðri.“ Ýmsu er fórnað fyrir góða steik og það er ákveðin fegurð í því. Þetta þekkja víst allir alvöru grill- arar! Nautið er nú það sem Jóa finnst skemmtilegast að bisa við, að eigin sögn, og persónulega segist hann langmest fyrir nautakjöt þegar grillað skal á annað borð. „Ég hef til að mynda rosalega gaman af því að fást við stórar t- bone steikur, það er alveg sérstakt áhugamál hjá mér. Málið er að í t- bone steik – sérstaklega ef þú nærð í góða porterhouse-steik þar sem lundarhlutinn er frekar stór, fram- arlega á hryggnum – þá ertu með lundina annars vegar sem þú getur eiginlega ekki klúðrað, en hvernig þér tekst til með fillet-hlutann, það er stóra áskorunin,“ segir Jói og fær óðara eitthvað sem kalla mætti nautakjötsglampa í augu. „Það er stærri hlutinn af steikinni, ekki jafn náttúrulega meyr. Þetta er óvið- jafnanlega gaman að grilla en þá þarftu líka að hafa orðið þér úti um steikina hjá einhverjum sem hefur kunnáttu og metnað til að verka viðlíka kjöt, leyft því að hanga og brotna niður. Það er búið að vinna svo rosalega mikla forvinnu fyrir þig þegar þú færð kjötið í hendur að þetta er nær því að vera list heldur en eldamennska.“ Það er óhætt að segja að Jói beri virðingu fyrir hráefninu því hann heldur áfram að umgangast það af umhyggju eftir að steikin er komin heim í hús. „Þegar ég hygg á t-bone-grill þá fer ég daginn áður að kaupa steik- ina og læt hana svo standa úti við stofuhita yfir nótt til að búa hana undir eldun kvöldið eftir. Það sem gerist þá er að hún oxast aðeins, gránar svolítið og er við fullkominn stofuhita þegar þú tekur til við að grilla. Það munar mjög miklu að hafa látið hana standa aðeins og taka sig.“ Jói bendir á að oft byrji hann á því að loka steikinni með því að grilla hana í stutta stund á báðum hliðum við blússandi hita og leyfi henni svo að standa í kjölfarið, þess vegna í klukkustund. „Svo hendi ég henni inn í ofn í smátíma til að velgja hana og þá er maður í „gour- met“-málum.“ Stóra græna eggið heillar Þó að Jói sé hrifnastur af nauta- kjöti þá lætur hann sér fátt óvið- komandi þegar grillið er annars vegar og hefur því spreytt sig tals- vert á því að grilla pitsur. Að- spurður hvort það sé ekki ógurleg kúnst gerir hann lítið úr því. „Þú þarft pitsastein og það er það mikilvægasta, að hafa steininn á grillinu uns blússandi hiti er kom- inn í steininn. Það kemst enginn eldur að pitsunni heldur fer hitinn allur gegnum steininn og þá nást þónokkur eldbökunaráhrif.“ Grillun er semsé vegferð, ekki áfangastaður, og næsta skref sem Jóa dreymir um er grillið sem kall- ast Stóra græna eggið; Big Green Egg. Það er egglaga, keramikhúðað kolagrill sem hefur að sögn látið margan sjóaðan grillarann falla í stafi. „Það er eitthvað sem mig langar að prófa því ég hef heyrt kunningja minn dásama það á alla kanta. Sem stendur grilla ég á gasi, því ég hef látið þægindin af því ráða, en dreymir um græna eggið.“ Fabrikkuveisla í heimahúsi Úr verður umræða um ilminn af rjúkandi viðarkolum og þá vís- indalega sönnuðu staðreynd að lif- andi eldur tendrar í okkur frum- manninn. Fyrr en varir er viðtalið farið út í móa, nánast út um þúfur. En mér tekst að koma böndum á umræðuna með því að blanda ham- borgurum í spjallið. Þar er Jói, sem annar forvígismaður Hamborg- arafabrikkunnar, ansi vel á heima- velli. „Ég grilla alltaf ferkantaða ham- borgara heima því þeir fylla svo vel út í hornréttan grillflötinn á grill- inu. Ég hef aldrei skilið almenni- lega þessa menningu í kringum kringlótta hamborgara,“ bætir hann við kankvís. „En að gamninu slepptu þá er næsta kaflinn nýhafinn í sögu Ham- borgarafabrikkunnar því við vorum að ganga til samstarfs við Krónuna og þar munum við bjóða, í fyrsta skipti, upp á handhægan pakka með því sem þarf til að elda Fa- brikkuborgara, af matseðlinum okkar, heima. Nú geturðu semsagt gripið með þér Morthens til að elda heima með öllu því sem þarf til. Kjötið, brauðið, beikonið og bear- naise-sósuna. Ostinn og grænmetið grípurðu svo sjálfur en hinn nauð- synlegi grunnur er þarna í pakk- anum. Seinna í sumar sjáum við fyrir okkur að bæta Forsetanum við, og þá er í pakkanum parmask- inka, brie-ostur og dijon-sinnep. Allt í sama pakkanum og tveir hamborgarar í hverjum pakka, beint af matseðlinum. Þeir í Krón- unni eru komnir á mjög mikla grill- hamborgara-vegferð sem okkur finnst gaman að taka þátt í.“ Jói bætir því við að auk Mort- hens séu nú babyback-grísarif fáan- leg í Krónunni sem og öll sósuflór- an frá Fabrikkunni. Fabrikku-skyrtertan og gulróta- kakan eru þar líka og því sé hægt að slá upp býsna góðri „Fabrikku- veislu“ heima fyrir. „Svo er skemmtilegra nýjunga að vænta til viðbótar þegar líður á sumarið,“ bætir Jói leyndardóms- fullur við og þrátt fyrir einbeitta viðleitni blaðamanns fæst hann ekki til að gefa meira upp að svo stöddu. Við hin styttum okkur bara biðina við grillið þangað til. jonagnar@mbl.is Gott kjöt er list frekar en eldamennska  Jóhannes Ásbjörnsson þekkja flestir sem Jóa í Hamborgarafabrikkunni en þá veitingastaði hefur hann rek- ið ásamt Sigmari Vilhjálmssyni – Simma – síðan 2010  Jói tekur grillið alvarlega, er hrifnastur af nautakjöti og hjá honum er grilltímabilið 12 mánuðir  Gasið ræður för sem stendur en „græna eggið“ heillar. Morgunblaðið/Ófeigur Heilsársgrillari „Ég grilla allan ársins hring. Satt að segja grilla ég síst minna á veturna því það er oft svo mikið fland- ur á manni á sumrin þannig að fyrir mér er grill á engan hátt „seasonal“ eldamennska,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.