Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 34

Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 Laugavegur 59, 2. hæð • Sími 551 8258 • storkurinn.is Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 12 -16 Við eigum líka tiltölurnar GRILL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar kemur að því að galdra fram grillveislur má grænmetið ekki vanta. Með steikinni þarf að hafa gott salat, fátt sem jafnast á við grillbakaða kartöflu og hægt að galdra fram ótal ómótstæðilega grænmetisrétti með gott grill við höndina. Framboðið af íslensku grænmeti nær hámarki síðsumars. „Úrvalið eykst jafnt og þétt allt fram til júlí- september þegar allar tegundir eru í boði,“ segir Kristín Linda Sveins- dóttir markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Bendir Kristín á hvað framboðið hefur aukist mikið á skömmum tíma enda bændur metnaðarfullir og duglegir í ræktunartilraunum sínum. „Fyrir röskum áratug hafa þetta kannski verið 15 tegundir sem við gátum boðið íslenskum neytendum upp á en erum núna komin vel yfir 30 tegundir,“ segir hún. „Þetta hefur haldist í hendur við mikla vitundarvakningu úti í samfélaginu um mikilvægi þess að grænmeti skipi mikilvægan sess í mataræðinu.“ Ferskt og bragðmikið Að sögn Kristínar er íslenskt grænmeti í algjörum sérflokki og afurð sem landsmenn geta verið stoltir af. Í ferskleika og bragðgæð- um beri íslenska framleiðslan af. „Við náum t.d. að láta tómatana þroskast til fulls á plöntunni sem gerir það að verkum að tómatarnir ná til sín meiri sætu, ólíkt því sem margir alþjóðlegir framleiðendur þurfa að gera þegar tómatarnir eru tíndir grænir og klára að þroskast á leið sinni til neytenda í öðrum lönd- um og heimsálfum. Okkar bændur notast líka við lífrænar varnir í sín- um gróðurhúsum. Byggt er upp sjálfbært vistvænt kerfi og ósæki- legum meindýrum og öðrum skað- völdum eytt með því að hafa önnur vinnusöm nytjadýr sem lifa beint á skaðvöldunum sjálfum. Hreina ís- lenska vatnið gerir einnig gæfu- muninn og er einstök auðlind sem við erum svo heppin að eiga nóg af.“ Jafnvel íslenska veðurfarið skilar bragðbetri uppskeru. „Þar sem ekki er of hlýtt þroskast grænmetið hægar á ökrunum og verður fyrir vikið bragðmeira. Svalt loftslagið þýðir líka að skordýr og aðrar óværur eru lítið vandamál svo bændur þurfa ekki að eitra akra sína. Jafnvel íslenski jarðvegurinn er eins og best verður á kosið, mjög frjósamur og næringarríkur.“ Þegar kemur að því að setja grænmeti á grillið eru möguleik- arnir endalausir. Á heimasíðu Sölu- félags garðyrkjumanna, www.is- lenskt.is, má finna myndbönd sem sýna áhorfendum hvernig má t.d. útbúa fyllta sveppi, blómkál bakað í smjöri, og jafnvel jarðarber með hunangi og mintu. „Það er auðvitað gott að borða jarðarberin fersk, en hví ekki að setja nokkur ber á tein og bera á þau hunang með söxuðu myntulaufi? Útkoman er eftirréttur sem er ofboðslega góður,“ segir Kristín. Fljótlegar kræsingar Það er alls ekki svo flókið að gera mjög freistandi rétti þar sem græn- metið er uppistaðan. „Má t.d. gera mjög ljúffenga fyllta tómata eða paprikur með tilbúnum rjómaosti út úr búð. Einnig má finna í vöruúr- vali Sölufélags garðyrkjubænda vörur eins og fyllta grillsveppi og forsoðnar bökunarkartöflur sem létta matseldina enn frekar.“ Kristín segir að stundum sé það einfaldleikinn sem er bestur. „Mér finnst mjög gott að taka stóran og fallegan tómat og setja hann heilan á grillið. Þar læt ég tómatinn hitna vel þangað til sprungur fara að myndast. Þessi heiti og braðgríki tómatur hreinlega bráðnar á disk- inum og verður nánast eins og að sósu,“ segir hún. „Fyrstu kartöflur sumarsins eru smáar og með þunnt hýði svo ekki er þörf á að skræla þær. Ein skemmtileg aðferð við að elda þessar kartöflur er að setja þær á álbakka, pensla með olíu, rósmarín og pipar og leyfa þeim að bakast á grillinu. Verður það að al- gjöru sælgæti.“ Rófan slær í gegn Af grilluðu grænmeti sem land- inn mætti prófa nefnir Kristín gömlu góðu rófuna. „Rófan er að koma aftur í tísku en segja má að hún hafi lengi verið misskilin. Róf- an er bráðholl og hefur t.d. marg- falt meira C-vítamín en appelsínan, og ekki að ástæðulausu að þetta rótargrænmeti er kallað appelsína norðursins. En ef rófan er hituð þá kemur fram í henni sæta, en samt hefur hún að geyma minna af kol- vetnum en t.d. sætar kartöflur. Ein skemmtileg eldunaraðferð er að skera rófuna í þunnar sneiðar, pensla með olíu og kryddum, og setja beint á grillið. Sneiðarnar fá á sig fallegar grillrendur og útkoman lungnamjúk, sæt og ljúffeng rófu- sneið.“ Grænmetisgaldrar við grillið  Sniðugt að prufa grillaða rófu í sumar  Hún er rík af C-vítamíni, fær sætt bragð við eldunina en inniheldur minna af kolvetnum en sætar kartöflur  Jarðarber á teini með hunangi eru líka áhugaverður réttur. Morgunblaðið/Eggert Úrvals „Við náum að láta tómatana þrosk- ast til fulls á plöntunni sem gerir það að verk- um að tómatarnir ná til sín meiri sætu,“ segir Kristín um ís- lenska grænmetið. Jarðarberin á grillið Jarðarber þrædd upp á spjót Fersk mynta söxuð smátt Ferskt engifer rifið fínt niður Hunang Mynta, engifer og hunang hrært vel saman og penslað yfir jarðarberin á grillinu. Látið jarðarberin hitna vel í gegn á grillinu og snúið reglulega spjótunum. Grillaðar paprikur Paprikur, gul, rauð og græn. Fallegt að hafa sem flesta liti. Hunang Rósmarín Paprikurnar fræhreinsaðar og skornar í flatar sneiðar. Blandið saman hunangi og rósmaríni í skál, setjið papr- ikurnar út í og veltið saman við. Grillið í 1-3 mín. á hvorri hlið eða þar til paprikurnar eru orðnar passlega mjúkar. Grillað grænmeti á spjóti Flúðasveppir, spergilkál, tómatar (litlir smátóm- atar), gúrka eða kúrbítur ásamt rauðlauk þrætt upp á spjót. Kryddað með salti og pipar, má líka pensla með ólífuolíu Grillað þar til grænmetið er orðið passlega meyrt Fylltir sveppir með Camembert Flúðasveppir Camembert, vel þroskaður Ferskur graslaukur Döðlur Stilkurinn fjarlægður úr sveppnum. Döðlurnar og graslaukur saxað smátt niður. Kremjið Camembertinn vel niður með sleif og hrærið saman döðlunum og graslauknum. Sveppirnir fylltir vel með ostafyllingunni. Grillað í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er vel bráðnaður inni í sveppunum. Íslenskt grænmeti á grillið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.