Morgunblaðið - 31.05.2016, Page 36

Morgunblaðið - 31.05.2016, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 „Innblásið af fortíðinni… endurskapað fyrir þig“ GRILL Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is „Mér finnst best að borða grillmat í Grikklandi, og þá með fjölskyldu og góðum vinum, og næstbest í sumar- bústaðnum í Kiðjabergi sem ég er svo heppin að hafa aðgang að,“ segir Sigurveig Káradóttir, matreiðslu- meistari og eigandi sælkeraverslun- arinnar Matarkistunnar við Berg- staðastræti. „Ég er aldrei með grillmat á borðum hér í bænum, sem skýrist líklegast af því að við erum ekki með grill á heimilinu. Við fjölskyldan eigum vafalaust eftir að fara nokkrar ferðir í bústað- inn í sumar og þá verður vitaskuld kveikt upp í grillinu. Ég er reyndar ekki mikið fyrir að plana langt fram í tímann í þessum efnum, eða yfirhöf- uð, enda aldrei hægt að stóla á veð- urfarið og svo er mín vinna þess eðl- is að ég tek nánast einn dag í einu. En, þegar allt smellur saman, það stefnir í gott veður og ég get rifið mig úr vinnunni, þá stekk ég af stað með litlum fyrirvara, tek með mér gott hráefni og hef matseldina sem einfaldasta.“ Ónotuð veiðistöng Hvað finnst þér ljúffengast af grillinu – kjöt, fiskur, grænmeti eða annað? „Nautakjöt; góð steik er best, ekki spurning. Ég fer oftast í Kjöthöllina á leiðinni í bústaðinn, því þar fæ ég alltaf eitthvað góðgæti á grillið. Ég kippi þá líka með hamborgurum ef planið er að vera lengur en yfir eina nótt.“ Grillarðu sjaldan fiskmeti? „Ég er ákaflega hrifin af heilgrill- uðum fiski – með augum og öllu – og fæ mér oft þannig á Grikklandi, en það er erfiðara að nálgast slíkt góð- gæti hér, sérstaklega í fljótheitum á leiðinni í bústað. Maður þarf auðvit- að helst að veiða fiskinn sjálfur. Ég á reyndar veiðistöng sem hef- ur staðið óhreyfð í tvö og hálft ár, eða síðan ég fékk hana í jólagjöf frá vongóðum fjölskyldumeðlimum, og það er aldrei að vita nema ég veiði eitthvað gott í sumar og skelli á grill- ið. Það er alltaf von!“ Bakaðar og soðnar Besta meðlætið, með grilluðu kjöti eða fiski? „Mér finnst oft ekki þurfa mikið meðlæti. Það sem helst ratar á grill- ið hjá mér er maísstönglar eða eitt- hvað gott grænmeti. Heilgrillaðir tómatar eru alltaf góðir og sömuleið- is eggaldin. Svo má að sjálfsögðu ekki vanta bakaðar kartöflur, þær eru ómissandi. Salat má vera með, en mér finnst það ekki nauðsynlegt með grillmat. Meðlætið á að vera einfalt og steikin góð. Mér finnst kartöflusalat líka alltaf gott með grilluðum mat og það er til- valið fyrir þá sem eru skipulagðir að útbúa það heima áður en lagt er af stað í sveitina. Ég er þá ekki að meina þetta klassíska mæjónessalat, sem fæst tilbúið í verslunum, heldur ferskt og gott kartöflusalat eins og það tíðkast í löndunum við Miðjarð- arhafið. Þá sýð ég góðar kartöflur, helst ís- lenskar nýuppteknar, með hýðinu, sker þær í tvennt eða fernt og velti upp úr góðri ólífuolíu. Svo bæti ég alls kyns góðgæti saman við; fersk- um kryddjurtum, tómötum, smátt söxuðum lauk, sjávarsalti og sítrónu eða góðu hvítvínsediki, allt eftir því hvað er við höndina.“ Frumstætt grill Eftirréttirnir, líka af grillinu? „Það er auðvitað ýmislegt hægt að gera þegar kemur að desertum, ef áhugi er fyrir hendi og tími gefst til. Einfalt er oft best. Bananar í hýðinu klikka til dæmis aldrei. Þá sker ég langsum í ávöxtinn og sting bita af dökku úrvalssúkkulaði í „skurðinn“, ásamt sykurpúðum.“ Grillið; notarðu kol eða gas? „Mér finnst matur alltaf betri af kolagrillum. Og því frumstæðari sem kolagrillið er, þeim mun betur bragðast maturinn.“ Hver eru algengustu mistökin við grilleldamennskuna? „Ég held að mistökin felist oft í því að krydda ekki nógu vel og mik- ið. Hvítur pipar og sjávarsalt er oft allt sem þarf. Það þarf líka alltaf að leyfa kjötinu að jafna sig við stofu- hita, það vill oft gleymast, þannig að það fái ekki sjokk þegar það lendir á grillinu. Svo má ekki bara grilla kjötið eða fiskinn hvernig sem er, maður þarf að vanda sig.“ Fleiri góð grillráð? „Maður þarf að gæta þess að hafa grillið nógu heitt og passa að grindin sér hrein. Lykilinn að góðum grill- mat er annars að velja gott hráefni. Það er svakalega erfitt að gera góða steik úr vondu kjöti, þannig að grill- eldamennskan hefst í rauninni við kjötborðið.“ Heilgrillaður fiskur Nýveiddur fiskurinn hreinsaður vel að innan, uggarnir fjarlægðir og mesta hreistrið skafið af. Fiskurinn kryddaður bæði að ut- an og innan með hvítum pipar og sjávarsalti, velt upp úr ólífuolíu og nokkrum sítrónusneiðum stungið inn í hann. Grillaður í grillklemmu; fiskurinn þarf sirka fimm og allt upp í 20 mín- útur, allt eftir stærð. Nautasteik – einfalt er best Góð steik, fallega fitusprengd og meyr. Allra best er að kaupa kjötið nokkrum dögum áður en á að nota það og leyfa því að meyrna vel. Pass- ið svo að hafa kjötið við stofuhita áð- ur en það fer á grillið svo það fái ekki sjokk. Kjötið penslað með ögn af ólífu- olíu, kryddað vel með sjávarsalti og hvítum pipar og sett á sjóðheitt grill- ið. Það er mikilvægt að leyfa kjötinu að hvílast vel undir álpappír áður en það er skorið, svo safinn leki ekki úr því, og munið að það heldur áfram að eldast í smá stund undir álpapp- írnum. Miðjarðarhafs-kartöflusalat Nýuppteknar kartöflur, því smærri, þeim mun betri. Soðnar í potti og þegar þær eru enn volgar er þeim velt með hýðinu upp úr ólífuolíu, sítrónusafa og -berki eða hvítvínsediki, smátt sax- aðri flatri steinselju, maldonsalti og hvítum pipar. Svo má alltaf bæta fleiru saman við, s.s. lauk, tómötum eða ólífum. Þannig drekka kartöflurnar í sig allt góða bragðið af kryddunum, sítrónunni og ólífuolíunni. Ótrúlega einfalt og gott salat og passar með flestum grillmat, bæði kjöti og fiski. Á grillið með augum og öllu Morgunblaðið/Árni Sæberg Stemningin Sigurveig Káradóttir, matreiðslumeistari og eigandi sælkeraverslunarinnar Matarkistunnar: „Mér finnst best að borða grillmat í Grikklandi, og þá með fjölskyldu og góðum vinum, og næstbest í sumarbústaðnum í Kiðjabergi sem ég er svo heppin að hafa aðgang að.“ Fiskur Heilgrillaður að hætti Grikkja – með augum og öllu, nema hvað!  Sigurveigu Káradóttur, matreiðslumeistara og eiganda Matarkistunnar, finnst góð nautasteik með ein- földu meðlæti besti grillmaturinn  Kýs að skella fiskinum nýveiddum í heilu lagi yfir funheit kolin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.