Morgunblaðið - 31.05.2016, Síða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016
✝ Alyson J.K.Bailes fæddist
í Manchester í
Bretlandi 6. apríl
árið 1949. Hún lést
í Skotlandi 29.
apríl 2016.
Alyson starfaði í
rúm 30 ár í bresku
utanríkisþjónust-
unni og gegndi þar
fjölda trúnaðar-
starfa, síðast starfi
sendiherra í Helsinki. Hún var
forstöðumaður Alþjóðafrið-
arrannsóknastofnunarinnar,
SIPRI, í Stokkhólmi á árunum
2002-2007, þegar hún tók við
starfi aðjúnkts við Stjórn-
starfi Alþjóðamálastofnunar
og Rannsóknaseturs um smá-
ríki við HÍ, og var um tíma
formaður stjórnar þeirra. Þá
tók hún þátt í stofnun Rann-
sóknaseturs um norðurslóðir
innan Alþjóðamálastofnunar.
Alyson stundaði nám við The
Belvedere School í Liverpool
og Somerville College í Ox-
ford-háskóla, þaðan sem hún
útskrifaðist með BA-próf í nú-
tímasögu með ágætiseinkunn
árið 1969 og MA-próf árið
1971. Alyson var gerð að heið-
ursfélaga við Somerville Col-
lege árið 2001. Hún lætur eftir
sig móður, systur og bróður í
Bretlandi.
Minningarathöfn fer fram í
dag, 31. maí 2016, kl. 15 á
Litla-torgi, Háskólatorgi í Há-
skóla Íslands.
málafræðideild
Háskóla Íslands.
Hún var einnig
gestaprófessor við
College of Europe
í Brugge 2010-
2015. Alyson var
einn af virtustu
fræðimönnum á
sviði varnar- og
öryggismála í
Evrópu, vopnaeft-
irlits og afvopn-
unar. Við Stjórnmálafræði-
deild Háskóla Íslands sérhæfði
hún sig í utanríkismálum
Norðurlandaríkja, norð-
urslóðamálum og smáríkja-
fræðum. Hún tók virkan þátt í
Kær vinur og samstarfskona
er fallin frá. Alyson J.K. Bailes
var í sinni tuttugustu og
fimmtu ferð til Íslands þegar
leiðir okkur lágu saman í fyrsta
skipti.
Hún hélt fyrirlestur hjá
Rannsóknasetri um smáríki við
Háskóla Íslands, og yfir kvöld-
verði tjáði hún mér að draumur
sinn væri að setjast að á Íslandi
þegar hún færi á eftirlaun og
vera stundakennari við Stjórn-
málafræðideild. Ég var svo
heillaður af fyrirlestrinum og
hugmyndum hennar að áður en
kvöldið var liðið hafði ég boðið
henni starf við deildina án þess
að hafa nokkurt umboð til þess.
Skömmu síðar var hún kom-
inn á eftirlaun úr fyrra starfi
og orðin aðjúnkt í fullu starfi
við Stjórnmáladeild.
Alyson var sannkallaður
happafengur. Hún skrifaði ár-
lega tugi fræðigreina, auk þess
sem hún ritstýrði fjölmörgum
bókum og ritum. Hún var
óþreytandi við að halda fyrir-
lestra um alla Evrópu og veita
rannsóknastofnunum, félaga-
samtökum og ríkjum ráðgjöf.
Draumur Alyson var að verða
kennari eins og foreldrar henn-
ar. Það var aðdáunarvert að
fylgjast með því hvernig Alyson
undirbjó sig fyrir nýjan starfs-
vettvang. Árangurinn lét ekki á
sér standa. Betri kennara var
ekki hægt að finna. Alyson var
svo einstaklega gefandi og
skilningsrík og alltaf tilbúin að
aðstoða nemendur og sam-
starfsfólk.
Alyson lifði fyrir starf sitt en
fann samt alltaf tíma til að
sinna áhugamálum sínum sem
voru fjölmörg. Hún var áhuga-
maður um fuglaskoðun og kvik-
myndir, söng í kórum og elsk-
aði að ferðast. Auk þess var
hún einlægur þungarokksaðdá-
andi.
Á undanförnum dögum hafa
vinir Alyson deilt sögum af því
þegar þeir sátu í bíl með Aly-
son þar sem hún þeystist áfram
með þungarokkið svo hátt stillt
að vegfarendur snéru sér við
þegar þeir sáu virðulega mið-
aldra konu syngjandi og sveifl-
andi höfðinu í takt við þunga-
rokkið.
Ég lærði mikið af Alyson.
Mér fannst ég læra eitthvað
nýtt í hvert einasta skipti sem
við töluðum saman, þótt ekki
væri nema í stutta stund á
ganginum í vinnunni eða við
eldhúsborðið hjá okkur Felix á
Túnsbergi.
Alyson var skarpgreind og
talaði fjölda tungumála. Sagt er
að hún hafi verið með þeim alla
skörpustu í bresku utanríkis-
þjónustunni. Á sinn hógværa
hátt lagði hún til snjallar lausn-
ir, ætíð með velferð annarra í
huga, og tranaði sér aldrei
fram.
Fyrirlestraferð okkar til
Skotlands vorið 2013 er mér
sérstaklega minnisstæð, en þar
fjölluðum við um hver staða
Skotlands yrði sem sjálfstætt
ríki. Hún naut sín í fyrir-
lestrunum. Áheyrendur heilluð-
ust af þekkingu hennar, skýrri
framsetningu og ástríðu. Aly-
son bar velferð Skota fyrir
brjósti og batt vonir við nánari
samvinnu þeirra við Norður-
landaþjóðirnar, en hún var
heilluð af sögu og menningu
þeirra.
Við samstarfsfélagar hennar
og fjölskyldan á Túnsbergi
minnumst skarpgreinds og
hugljúfs vinar. Alyson er sárt
saknað.
Fyrir hönd Stjórnmálafræði-
deildar þakka ég henni óeig-
ingjarnt og ómetanlegt starf.
Við huggum okkur við að hafa
fengið að njóta samvista við
einstaka manneskju sem lét
engan samferðamann ósnort-
inn.
Baldur Þórhallsson.
Stundum gerist það í lífinu
að happafeng rekur á fjörurnar.
Háskóli Íslands átti slíku láni
að fagna 2007 þegar Alyson
J.K. Bailes lét í ljós áhuga á að
kenna og rannsaka alþjóða-
stjórnmál við skólann. Hún
reyndist stjórnmálafræðinni og
Háskólanum einstakur liðsmað-
ur, allt til dauðadags.
Alyson átti að baki einkar
glæstan feril þegar hún kom til
starfa við Háskóla Íslands. Hún
hafði unnið fyrir bresku utan-
ríkisþjónustuna í áratugi og
m.a. gegnt embætti sendiherra
í Finnlandi.
Þá hafði hún verið fram-
kvæmdastjóri SIPRI, hinnar
heimsþekktu sænsku friðar-
rannsóknastofnunar. Mála-
kunnátta hennar var frábær:
hún talaði ungversku, frönsku,
þýsku, kínversku (mandarín),
norsku, sænsku og finnsku – og
gat lesið dönsku, íslensku, fær-
eysku og hollensku. Breski
sendiherrann í Washington, Sir
Kim Darroch, hefur sagt að
Alyson hafi „alltaf verið greind-
asta manneskjan í herberginu“.
Mikið er til í því.
Af hverju vildi jafnmikil
hæfileikakona eyða síðustu
starfsárum sínum á Íslandi –
frekar en að sækjast eftir frek-
ari frama í stofnunum alþjóða-
stjórnmálakerfisins? Hluti
svarsins er að Alyson elskaði
Ísland, ekki síst íslenska nátt-
úru, sem hún hafði komið til að
skoða á sumrin í áratugi. Auk
þess hafði hún brennandi áhuga
á kennslu og rannsóknum og
naut þess að vinna með ungu
fólki.
Fljótt kom í ljós að ráðning
Alyson var mikið heillaskref
fyrir Háskóla Íslands. Hún var
einstaklega afkastamikill fræði-
maður.
Tengslanet hennar var ótrú-
legt og margir fremstu fræði-
menn heims komu til Íslands á
hennar snærum – oftast á
kostnað þeirra erlendu stofn-
ana sem þeir unnu fyrir. Loks
reyndist hún einstakur kennari,
sem lagði mikið á sig við að
endurbæta kennsluhætti Há-
skólans.
Okkur samstarfsmönnum
hennar varð líka strax ljóst að
Alyson var ekki bara háskóla-
kennari í fremstu röð; hún var
líka heillandi manneskja með
gríðarlega fjölbreytt áhugamál
– og einkar góður og tryggur
félagi. Bókmenntir, tónlist,
kvikmyndir, saga, stjórnmál,
poppmenning, vísindaskáld-
skapur, sjónvarpsþættir, al-
þjóðasamskipti: alls staðar var
hún heima. Fékk meira að
segja áhuga á íslensku og fær-
eysku þungarokki síðustu árin.
Söng í kórum. Sendi skemmti-
leg jólakort. Og kímnigáfan
geislaði af henni – að breskum
hætti.
Að leiðarlokum vil ég færa
Alyson alúðarþakkir íslenskrar
stjórnmálafræði fyrir ómetan-
legt framlag til uppbyggingar
Háskóla Íslands og eflingar al-
þjóðlegra tengsla skólans. Fyr-
ir hönd samstarfsmanna hennar
í HÍ vil ég þakka einkar
ánægjulega og árangursríka
samfylgd.
Alyson var merkileg kona –
og hún var góð kona. Blessuð
sé minning hennar.
Ólafur Þ. Harðarson.
Í dag kveðjum við einstaka
samstarfskonu og góðan vin.
Alyson Bailes tók virkan þátt
í starfsemi Alþjóðamálastofnun-
ar Háskóla Íslands þann tíma
sem hún bjó og starfaði á Ís-
landi. Auk þess að vera stjórn-
arformaður til tveggja ára
sinnti hún margvíslegum trún-
aðarstörfum fyrir stofnunina.
Reynsla hennar og þekking
var stofnuninni ómetanleg en
Alyson var rík uppspretta
nýrra hugmynda og hafði
tengslanet sem hún nýtti óeig-
ingjarnt í þágu stofnunarinnar.
Hún hafði einstakt lag á að
móta og þróa rannsóknarverk-
efni úr ólíkum áttum og í því
sambandi má nefna sérstaklega
þátt hennar í að stofna Rann-
sóknasetur um norðurslóðir ár-
ið 2013, en setrið heyrir undir
Alþjóðamálastofnun.
Alyson tók líka virkan þátt í
starfi sumarskóla Rannsókna-
seturs um smáríki og óhætt að
segja að hún hafi ávallt verið
einn vinsælasti kennari skólans.
Hún var alla tíð dugleg við
að virkja unga fræðimenn og
var það lýsandi fyrir Alyson að
hún styrkti persónulega ár
hvert ungan nemanda frá Evr-
ópu til þátttöku.
Alyson var drífandi og dug-
legur fræðimaður og gríðarlega
afkastamikil í ritstörfum. Þátt-
ur hennar í útgáfustarfsemi Al-
þjóðamálastofnunar verður
seint ofmetinn, hvort sem um
var að ræða útgáfu hennar eig-
in greina eða ritstýringu fyrir
hönd stofnunarinnar. Eftir
hana liggja ótal greinar sem
spanna víðfeðmt svið fræðanna.
Upphaflega var áhersla hennar
fyrst og fremst á öryggismál en
hin síðari ár einbeitti hún sér
einnig að smáríkjum á norð-
urslóðum, samfélagslegu öryggi
í víðum skilningi og hugmynd-
um Skota um aukið sjálfstæði,
svo að eitthvað sé nefnt.
Framlag Alyson til fræða-
samfélagsins var umtalsvert en
segja má að hugmyndir hennar
í öryggismálum hafi opnað nýj-
ar víddir og haft veruleg áhrif á
stefnumótun og umræðu um ör-
yggismál á Íslandi og víðar.
Alyson var sterk og ógleym-
anleg persóna sem við minn-
umst með miklum hlýhug. Hún
var frábær framsögumaður og
kennari og hafði gaman af því
að segja sögur enda af nógu að
taka á viðburðaríkri ævi.
Stjórn og starfsfólk Alþjóða-
málastofnunar þakkar Alyson
samfylgdina og vottar vinum og
vandamönnum samúð sína.
Pia Elísabeth Hansson.
Alyson undi sér vel í fallegu
skosku sveitahéruðunum og í
veikindum undanfarinna vikna
naut hún þess að fara í ökuferð-
ir, anda að sér vorloftinu og
fylgjast með páskaliljunum í
blóma við hvert fótmál. Hver
nýr dagur var gjöf í sjálfu sér,
hún vissi svo vel hvert stefndi
og kaus að láta lífið hafa sinn
gang.
Dagar, vikur, mánuðir – í
hennar huga skipti það ekki
öllu máli heldur hitt að hún
hafði átt viðburðaríka ævi og
þrátt fyrir að hafa fyrst greinst
með krabbamein fyrir tíu árum
fannst henni að hún hefði lifað
bæði lengi og vel.
Við Alyson kynntumst haust-
ið 2007 í gegnum sameiginlegan
vin í Stokkhólmi þegar hún var
nýkomin hingað til starfa við
Háskóla Íslands. Síðan áttum
við margháttað samstarf. Þekk-
ing hennar og reynsla af al-
þjóðamálum og áhugi á norð-
urslóðum og málum smáríkja
olli því að til hennar var leitað í
umræðu um utanríkis- og ör-
yggismál, hún tók iðulega þátt í
ráðstefnum og fundum eða
veitti ráðgjöf.
Öllu slíku sinnti hún af stakri
prýði, var skýr í máli og rök-
föst. Leiðir okkar lágu oft sam-
an þar sem alþjóðamálin voru
krufin til mergjar. Hvort sem
það var stórveldapólitíkin eða
staða Íslands í
alþjóðasamfélaginu sem var á
dagskrá var Alyson gjarnan
mætt og deildi visku sinni og
reynslu með öðrum.
Alyson hafði sannarlega ver-
ið í hringiðu alþjóðamálanna
um langt skeið.
Hún starfaði í bresku utan-
ríkisþjónustunni í yfir þrjá ára-
tugi en fékkst hin síðari ár við
rannsóknir og fræðastörf. Sem
forstjóri SIPRI varaði hún við
innrásinni í Írak 2003.
Hún var í Prag í ágúst 1968
þegar sovéskar hersveitir
börðu niður „vorið í Prag“ og
sem breskur diplómat í Ung-
verjalandi gerði hún sér far um
að kynnast lýðræðishreyfingun-
um.
Seint á áttunda áratugnum
varð hún fórnarlamb Írska
lýðveldishersins sem gerði árás
á sendiherra Breta í Hollandi,
en Alyson var þá stödd þar í
vinnuferð.
Sendiherrann var myrtur en
Alyson komst lífs af. Þegar
þúsundir kínverskra náms-
manna gerðu uppreisn á Torgi
hins himneska friðar árið 1989
var Alyson sendifulltrúi í Kína.
Og síðan var hún í Reykjavík
þegar íslenska efnahagshrunið
dundi yfir.
Svo naut ég þess að vera
nemandi Alyson. Hún var ein-
stakur kennari og var einkar
lagið að fá nemendur til virkrar
þátttöku í tímum og að hagnýta
þá þekkingu sem hún hafði
miðlað af. Þannig urðu tímar
hjá Alyson aldrei einhæfir, sjálf
var hún uppörvandi og hvetj-
andi og leit á nemendur sem
jafningja þótt yfirburðir hennar
væru augljósir. Í lokaverkefni
mínu í alþjóðasamskiptum naut
ég traustrar leiðsagnar hennar
og hvatningar en aldrei fyrir-
mæla og ótal samtöl okkar um
efnið og mörg önnur mál sem
efst voru á baugi hverju sinni
eru mér ógleymanleg. Alyson
var með vinsælustu kennurum
og framlag hennar til umræðu
og fræðistarfa á sviði utanríkis-
og alþjóðamála hér á landi er
ómetanlegt.
Að leiðarlokum þakka ég
Alyson Bailes fyrir að hafa
fengið tækifæri að starfa með
og læra af henni. Við sem
kynntumst Alyson Bailes
söknum góðs félaga og einstak-
lega heillandi, vel gefinnar og
gerðrar manneskju sem hafði
djúpstæð áhrif á samferðamenn
sína.
Árni Þór Sigurðsson.
Alyson Bailes kom eins og
stormsveipur inn í Háskóla Ís-
lands. Við sem vorum nemend-
ur hennar höfðum aldrei hitt
aðra eins konu og hún heillaði
okkur upp úr skónum með fróð-
leik sínum og reynslu. Hún tók
hlutverk sitt sem kennari og
leiðbeinandi afar alvarlega og
lét veggi kennslustofunnar ekki
afmarka verksvið sitt. Sem
dæmi um það bauð hún reglu-
lega nemendum út að borða
með gestafyrirlesurum og voru
það ógleymanlegar stundir
þeim sem tóku þátt og ekki síð-
ur fróðlegar en kennslustund-
irnar. Alyson hvatti einnig til
stofnunar á NEXUS, rannsókn-
arvettvangi um öryggis- og
varnarmál, og átti ríkan þátt í
að starfið skyldi fara eins vel af
stað og raun bar vitni. Hún var
afar drífandi í starfi félagsins
og alltaf boðin og búin að nýta
sitt persónulega tengslanet,
reynslu og þekkingu í þágu fé-
lagsins.
Hún tók einnig virkan þátt í
fjáröflun fyrir NEXUS og ekki
nóg með að hún átti til að
styrkja félagið beint heldur
föndraði hún jólakort og prjón-
aði trefla hvers ágóði rann til
félagsins.
Hún virtist alltaf eiga hvatn-
ingarorð og góðar hugmyndir
til handa stjórn félagsins og
lagði sitt af mörkum til að
koma á og viðhalda góðum anda
í kringum starfið. Það er því
með miklum söknuði að við
kveðjum fyrsta og eina heið-
ursfélaga NEXUS.
Greind hennar, dugnaður og
elja auk ástundunar á gríðar-
lega fjölbreyttum áhugamálum,
með vænum skammti af skop-
skyni, gera Alyson að einum af
eftirminnilegri og áhrifameiri
félagsmönnum NEXUS, sem þó
stærir sig af fjölbreyttum hópi
úrvals fólks. Stórt skarð er
hoggið í okkar raðir en við
heiðrum minningu hennar
hvert á sinn hátt, einhverjir
með ástundun rannsókna á ör-
yggis- og varnarmálum, ein-
hverjir með prjónaskap og enn
aðrir með hlustun á góðu
þungarokki.
Fyrir hönd NEXUS,
Bjarni Bragi Kjartansson,
Gyða Einarsdóttir og
Margrét Cela.
Alyson J.K. Bailes
Elskulegur
bróðir minn, Birg-
ir, var kvaddur í
kyrrþey 13. maí
síðastliðinn í Höfðakapellu á
Akureyri.
Hann hafði gengið í gegnum
mikil veikindi allt frá árinu
2009. Konan hans, Ólöf, veiktist
þremur árum seinna og dvelur
nú á Dvalarheimilinu Lög-
mannshlíð.
Birgir var mikið hjá henni og
aðstoðaði sjúkraþjálfarana, sem
önnuðust hana eftir því sem
hann gat. Þetta hefur því verið
erfiður tími hjá þeim báðum og
Birgir Hvammdal
Sigurðsson
✝ BirgirHvammdal
Sigurðsson fæddist
11. nóvember 1942.
Hann lést 26. apríl
2016.
Útför Birgis fór
fram í kyrrþey 13.
maí 2016.
sonum þeirra og
fjölskyldum.
Samband okkar
systkinanna var ná-
ið meðan hann
gekk í gegnum
þessi veikindi, hann
leit oft inn , borðaði
gjarnan hjá okkur
kvöldmat og spjall-
aði, hafði gaman af
að rifja upp atburði
frá æskudögum
heima á Patreksfirði.
Þegar ég hringdi í hann svar-
aði hann alltaf eins: „Já, sæl
systir“.
Birgir var myndarlegur ung-
ur maður, einatt snyrtilega til
fara og bar sig vel. Einu sinni
bauð hann mér á Sólarkaffi
Vestfirðinga hér á Akureyri og
þá komst ég að því að hann var
fyrirmyndar dansherra og steig
dansinn af kunnáttu og fjöri.
Birgir var bóngóður maður.
Eitt sinn vantaði mig lausafé til
að geta klárað kvennaskólann
minn, sem mér þótti afar vænt
um enda fákunnandi um mat-
seld og fleiri heimilisstörf.
Ekkert var sjálfsagðara,
hann orðinn 17 ára og hafði ráð-
ið sig á togara og fékk góð laun.
Sjómennskan varð hans ævi-
starf og var hann heiðraður af
Sjómannadagsráði Akureyrar
fyrir farsælt starf.
Við ólumst upp á Patreks-
firði. Þar snerist lífið um fisk,
útgerð og skip og það var eins
hjá börnunum, fjaran og
bryggjurnar voru leiksvæði
okkar forðum. Á vissum ungum
aldri kom Birgir alltaf rennandi
blautur heim, hann gleymdi öll-
um matartímum og öðrum föst-
um liðum og oft þurfti að leita
hans enda athafnasamt barn,
hann bróðir minn, og hafði í
mörgu að snúast.
Öll börn veiddu við bryggj-
urnar og var aflinn ýmist flak-
aður og hertur eða soðinn og
steiktur nýr, var búbót. Strák-
arnir smíðuðu báta heima við
hús og drógu þá með landi að
þykjast róa til fiskjar og afla-
brögðin góð, í þykjustunni.
Vinátta mín og hafsins
slitnar ekki.
Mikið yndi þykir mér alltaf
að sjá
spegilsléttan sjó.
Og tilkomumikið
er það og gleður augu mín
að horfa á
öldur hafsins
í æstum ham –
og sjá þær brotna.
Einhversstaðar segir
í gömlu kvæði,
sem ég hef ort og týnt:
Ef ég er skáld,
þá minni ég helst
á þann fugl,
sem getur ekki flogið,
nema hann sjái hafið.
(Jón úr Vör)
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir ást og rækt-
arsemi. Ég votta Ólöfu, Friðriki
Þór og fjölskyldu, Valdimar og
Hrafnhildi mína dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Birgis
Sigurðssonar.
Guðbjörg Sigurðardóttir.