Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 44

Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 ✝ SólrúnGunnarsdóttir fæddist í Reykja- vík 26. apríl 1945. Hún lést á heimili sínu 9. maí 2016. Foreldrar henn- ar voru Gunnar Brynjólfsson, f. 16. apríl 1916, og Stella Guðmunds- dóttir, f. 19. des- ember 1922, þau eru bæði látin. Sólrún átti alls tíu systkini. Sólrún gekk í hjónaband 26. desember 1964 með Þórði Pálmasyni frá Fáskrúðsfirði. urður Ólason og börn þeirra eru Helgi Tómas, Guðmundur Orri, f. 24. maí 1993, látinn 15. desember 1993, Emil Aron og Stella María. 4) Sólrún Linda, f. 22. febrúar 1972, unnusti Hallgrímur Einar Hannesson, börn Sólrúnar eru Sigurður Pálmi, Natalía Enika, Ragn- heiður Eik og Edda Emelía. 5) Pamela, f. 28. ágúst 1981, maki Þórður Freyr Hilmars- son, börn Pamelu eru Krist- ófer Vopni, Alexander Máni og Kira Sól. Sólrún ólst upp í Reykjavík, hún bjó um tíma með eigin- manni sínum á Fáskrúðsfirði og seinna í stuttan tíma í Sví- þjóð. Þau bjuggu lengst af í Hafnarfirði. Sólrún var lengst af heimavinnandi. Útför Sólrúnar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu 18. maí 2016. Sólrún og Þórður eignuðust fimm dætur: 1) Helga Aðalbjörg, f. 27. ágúst 1963, maki Guðmundur Páll Þorvaldsson en hann lést 13. des- ember 2008, unn- usti Helgu er Kristján Sig. Pét- ursson, börn Helgu eru Þóra Dröfn og Þórður Rafn. 2) Kol- brún Þóra, f. 20. febrúar 1965, börn Kolbrúnar eru Daníel og Gabríel. 3) Stella, f. 25. janúar 1971, maki Sig- Elsku mamma mín. Mér þykir ennþá svo óraun- verulegt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að heyra í þér og sjá þig aftur. Við erum búin að vera að fletta í gegnum gamlar myndir og margir hafa sagt að ég líkist þér, mamma, ég er svo ánægð með það því þú varst ekki bara gullfalleg heldur líka mjög skemmtileg og það sem þú gast verið fyndin. Þú varst sterkasta kona sem ég hef kynnst, mamma, og aldrei kvartaðir þú, ekki einu sinni þegar þú varst orðin sárlasin. Ég veit að þú ert á góðum stað með fullt af flottu fólki í kringum þig. Þú ert örugglega með litla Guðmund Orra í fang- inu og það væsir ekki um þig. Við vitum að Guðmundur hennar Helgu tók á móti þér, hann kom til Helgu í draumi og lét okkur vita af því nóttina áður en þú kvaddir og mér þótti það huggun. Ég veit að tíminn gerir þetta bærilegra fyrir okkur hin líka og við stelpurnar þínar pössum pabbann og hjálpum honum eins og við getum, mamma mín, við höldum utan um hvert annað. Svo máttu hætta að hrekkja okkur með krossinum, þú setur hann kannski á góðan stað við tækifæri Í hjarta mínu er lítið ljós, sem logar svo skært og rótt. Í gegnum torleiði tíma og rúms það tindrar þar hverja nótt. Það ljósið kveiktir þú, móðir mín, af mildi, sem hljóðlát var. Það hefur lifað í öll þessi ár, þótt annað slokknaði þar. Og þó þú sért horfin héðan burt og hönd þín sé dauðakyrr, í ljósi þessu er líf þitt geymt, – það logar þar eins og fyrr. Í skini þess sífellt sé ég þig þá sömu og þú forðum varst, er eins og ljósið hvern lífsins kross með ljúfu geði þú barst. Af fátækt þinni þú gafst það glöð, – þess geislar vermdu mig strax og fátækt minni það litla ljós mun lýsa til hinsta dags. (Jóhannes úr Kötlum) Nú kveð ég þig mamma mín, takk fyrir allt Ég elska þig. Sólrún Linda (Solla). Nú þegar vorið er að koma og sólin hækkar á lofti er komið að kveðjustund. Þegar hún rennur upp kemur margt upp í hugann og margs er að minnast. Mín fyrstu kynni af Sollu hófust fyrir rúmum 40 ár- um. Ég var um tvítugt óttalegur krakki, dauð feimin, komin í heimsókn til væntanlegrar mág- konu minnar. Mikið kveið ég fyrir, þetta hlaut að vera stór- kostleg manneskja svo mikið var bróðirinn búinn að segja mér frá henni. Það væri líklega fátt sem hún gæti ekki gert og svo væri hún líka svo falleg. En áhyggjur mín- ar voru óþarfar. Solla mín tók á móti okkur með bros á vör, stelpuleg, elsku- leg og víst var hún falleg á sál og líkama. Fljótt komst ég að því að Óli Björn hafði rétt fyrir sér, en á milli þeirra var sér- stakt samband sem entist alla ævi. Svo ólíkar sem við Solla vorum lærðum við að meta hvor aðra að verðleikum og betri og traustari vin hef ég ekki átt um ævina. Það var alltaf svo gott að heyra í henni, bjartsýn og glað- lynd, tilbúin að segja manni eitt- hvað skemmtilegt, ráðagóð og hjálpsöm, miklaði ekki fyrir sér hlutina. Þegar ég átti sjálf í erf- iðleikum var svo sjálfsagt að ég byggi hjá þeim hjónum um tíma. Þegar úr rættist mættu þau Tóti með tæki og tól til að lagfæra mína nýju vistarveru. Sannir vinir, hafið þökk bæði tvö. Solla var sannarlega heppin í lífinu, barnung kynntist hún Tóta sín- um og öll þessi ár hafa þau hald- ist í hendur í gegnum súrt og sætt, því lífið er ekki bara tóm gleði og þau fengu líka að kynn- ast því. Þegar ég hugsa um þessa fjölskyldu finnst mér gleðin og velgengni í fyrirrúmi. Börnin komu hvert af öðru og alls urðu dæturnar fimm talsins, frískar og duglegar, sannarlega stolt foreldra sinna. Solla var sjómannskona alla ævi, þau voru mörg árin sem hún sótti og fór með farsæla skipstjórann lengst af til Grinda- víkur í ýmsum veðrum, en allt gekk vel. Þá sást vel dugnaður- inn og áræðnin hjá minni konu. Það er svo margs að minnast t.d. áranna okkar í Svíþjóð, þar var margt brallað. Solla átti á marg- an hátt erfiða æsku þar sem hún þurfti að taka að sér verkefni sem börn og unglingar eiga ekki að þurfa að leysa. Hún reyndist systkinum sínum ómetanlegur stuðningur og félagi alla tíð. Komið er að leiðarlokum, elsku Tóti og dæturnar allar. Þið hafið staðið ykkur svo vel í veik- indum síðustu vikna og mánaða, er nokkuð betra en að kveðja þetta líf umvafin ástvinum á sínu hlýlega og fallega heimili. Bestu þakkir fyrir samfylgd- ina gegnum lífið. Góður guð veri með þér kæra vinkona. Magnea Guðmundsdóttir (Magga). Sólrún Gunnarsdóttir Elsku afi Raggi, við kveðjum þig með miklum sökn- uði og viljum þakka þér ein- staklega fyrir allar skemmti- legu og góðu samverustundirnar í gegnum árin. Það er ekki hægt að telja þær allar upp hér en við minn- umst öll frábæru og skemmti- legu matarboðanna sem þú hef- ur boðið okkur í, þar var mikið hlegið og þú töfraðir fram hverja ítölsku máltíðina á fætur annarri því þú varst ótrúlegur listakokkur. Við getum ekki sleppt að nefna samverustund- irnar á öllum Landsmótum hestamanna, við alltaf svolítið vanbúin í útilegu alla vega við hliðina á þér þar sem þú varst með allt klárt og að sjálfsögðu búin að töfra fram smárétti og annað góðgæti sem venjulegt fólk fer ekki með í útilegu. Allt- af varst þú mættur í stuðnings- liðið þegar einhver af barna- börnum voru að keppa á hestum, gafst góð ráð og pass- aðir að allt væri eins og það ætti að vera, þar kom snyrti- pinninn í þér sterklega í ljós. Eins ef um fimleikamót eða tónleika hjá börnum okkar var að ræða, þá mættir þú alltaf og Ragnar Vincent Petersen ✝ Ragnar Vin-cent Petersen fæddist 17. ágúst 1953. Hann lést 22. apríl 2016. Útför Ragnars fór fram 4. maí 2016, í kyrrþey að ósk hins látna. sýndir mikinn áhuga á öllu sem við vorum að gera. Ekki hefði verið hægt að fara í hestaferðirnar á Þingvöll án þín, sem farnar eru á hverju sumri, þar var afi alltaf klár á kantinum með bakkelsi og búinn að undirbúa næsta stopp fyrir knapa og hesta. Re- bekka dóttir okkar var mjög heppin þegar hún fékk að eyða einum vetri í þínu hesthúsi og var þar dekrað við hana á hverjum degi með kanilsnúð- um, kleinum og kakói ásamt skemmtilegum sögum frá afa á kaffistofunni, aðeins tíu ára gömul á meðan Robbi var við nám fyrir norðan. Alltaf var gaman að spjalla við þig um allt milli himins og jarðar og gafst þú okkur mörg góð ráð sér- staklega varðandi garðinn okk- ar og ef eitthvað þurfti að gera heima fyrir eða í hesthúsinu. Enda mikill smekkmaður þegar kom að heimili og allri hönnun. Þú hefur verið ótrúlega sterkur í þínum veikindum og kvartaðir aldrei og baðst aldrei um hjálp, það lýsir þér vel að þú málaðir íbúð þína aðeins hálfum mánuði áður en þú kvaddir, ótrúlegur og vildir enga hjálp við það. Við þökkum þér fyrir allt, elsku afi Raggi, og við elskum þig endalaust. Róbert, Sigrún Alda, Rebekka Rut, Aron Freyr og Sveinn Sölvi. Þegar litið er til baka er margs að minnast og ekki síst fólks sem er manni minnisstæð- ara en annað. Þegar ég lít í minn minningabanka er þar of- arlega í huga mér Camilla Lydia Thejll og ekki að ástæðu- lausu. Hún var vinkona móður minnar og var einstaklega elskuleg, lífsglöð og frísk kona. Manneskja sem hló meira en maður átti að venjast og brosti að ótrúlegustu hlutum. Alltaf glöð, einstaklega ljúf og afar skemmtileg og á allan hátt merkileg manneskja sem hreif flesta með sér, enda lífsglaðari en gekk og gerðist alla jafna hjá fólki. Camilla átti sex börn, 15 barnabörn, þrjú langömmubörn og yndislegan mann. Hún naut mikils barnaláns og börnin fóru ekki varhluta af hæfni hennar og getu, enda var hún einkar góð móðir og naut þess að ala upp börnin sín og veita þeim farsælt heimili og uppeldi. Börnin voru heppin að eiga svona góða mömmu sem naut þess að ala þau upp og sinna þeim, sauma á þau, leika við þau og alltaf var hringt í þau fullorðin, alla afmælisdaga og Camilla Lydia Thejll ✝ Camilla LydiaThejll fæddist í Reykjavík 24. júní 1939. Hún andaðist 26. apríl 2016. Jarðarförin fór fram 3. maí 2016. sunginn fyrir þau afmælissöngurinn og geri aðrir betur. Eitt var líka nokk- uð sérstakt og það var ástin á milli hennar og Vern- harðs. Þau voru ástfangin upp fyrir rjáfur alla sína hunds- og kattartíð og stutt í kossa ef svo bar undir og ekki farið leynt með það. Camilla keypti egg af mér og var það meiriháttar og ekki verra að eiga vísan kaupanda í henni þegar ég kom með eggin til sölu frá bóndanum austan úr Auðsholti á föstudögum. Hún bjó hjá mömmu sinni með allt liðið um tíma eða þar til flutt var í nýbyggt raðhús sem Venni byggði í hjáverkum og liðið flutti alsælt í. Ég tel mig hafa orðið ríkari að hafa fengið að kynnast Lydiu eins og við köll- uðum hana. Ég ætla að senda henni vísur, sú fyrri ort til Ly- diu, en sú seinni ort til mömmu minnar þegar hún lést 1997. Guðs hugur og englar eru líka hvíld fallin frjáls frá þraut. Afl sé í himna paradís, á slíka ósk um lönd liðin á braut. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. (JRK) Jóna Rúna Kvaran. Fallega útsaumað sængurlín fyrir hina hinstu hvílu Söluaðilar: Útfararstofa kirkjugarðanna – Útfararstofa Íslands – Harpa útfararstofa Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN RAFNKELSDÓTTIR, Fáskrúðsfirði, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum föstudaginn 27. maí. Útför hennar fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju mánudaginn 6. júní klukkan 13. . Rafnkell Már Magnason, Kolbrún Rögnvarsdóttir, Þór Magnason, B. Andrea Guðnadóttir, Óðinn Magnason, Björg Hjelm, Jórunn A. Magnadóttir, Sigurður Eyþórsson, Birna G. Magnadóttir, Halldór Guðmundsson, Magna L. Magnadóttir, Eggert Þ. Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARÍA G. G. ÓLAFSDÓTTIR, Þverfelli, Dalabyggð, lést í Silfurtúni 25. maí. Útförin fer fram frá Staðarhólskirkju laugardaginn 4. júní klukkan 14. . Margrét Jóhannsdóttir, Þorgeir Ólafsson, Jón Jóhannsson, Brynja Jónsdóttir, Ólafur Þór Jóhannsson, Anna R. Hallgrímsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Garðatorgi 17, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítala 25. maí 2016. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. júní klukkan 13. . Guðrún Einarsdóttir, Marta Hildur Ricther, Sigurður Einarsson, Þórhildur Bjarnadóttir, Kristján Ari Einarsson, Jóhanna Ingvarsdóttir. Ástkæri maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KOLBEINN GUNNARSSON, lést mánudaginn 9. maí á Landspítala, Landakoti, eftir skamvinn veikindi. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Sjöfn Gunnarsdóttir, Gunnar Kolbeinsson, Greta Sövik, Lilja Dóra Kolbeinsdóttir, Nelson Vaz da Silva, Martine, Markus, Elias, Agnes og Arndís Amina. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS ELÍASDÓTTIR, Gnoðarvogi 76, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum þann 11. maí sl. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey. . Guðmundur Snorrason, Snorri Guðmundsson, Elín Heiðmundsdóttir, Sturla Þór Guðmundsson, Eva Björg Guðmundsdóttir, Gunnar R. Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.