Morgunblaðið - 31.05.2016, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 31.05.2016, Qupperneq 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 ✝ Jónína ÓskPétursdóttir fæddist á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 12. nóvember 1926. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. maí 2016 eftir stutta sjúkdómslegu. Foreldrar henn- ar voru Pétur Guð- jónsson, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982, bóndi og sjómaður að Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, og Guðrún Rannveig Guðjónsdóttir, f. 17. apríl 1905, d. 18. október 1938, frá Tóarseli í Breiðdal. Alsystk- ini Óskar eru: 1) Guðlaug, f. 1928, 2) Magnús, f. 1931, 3) Jóna Halldóra, f. 1933 og 4) Guðjón, f. 1935, d. 1985. Hálfsystkini sam- feðra eru: 1) Guðrún Rannveig, f. 1939, d. 2015, 2) Árni, f. 1941, d. 1996, 3) Brynja, f. 1946 og 4) Herbjört, f. 1951, d. 1999. Ósk gekk í hjónaband þann 1. janúar 1952 með Birni Stefáni Hólmsteinssyni, f. 21. janúar 1926 að Grjótnesi á Melrakka- sléttu í Norður-Þingeyjarsýslu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund þann 11. júlí 2006. For- eldrar hans voru Hólmsteinn og Helga. 5) Lilja Valgerður Björnsdóttir, f. 19. október 1960, skrifstofumaður. Eiginmaður hennar er Jón Ómar Finnsson húsasmíðameistari. Börn þeirra eru: Viðar, Anna og Unnur. 6) Birna Björnsdóttir, f. 31. október 1968, skólastjóri. Eiginmaður hennar er Ríkharður Reynisson skipstjóri. Þeirra börn eru: Brynjar Þór, Karítas, Dagný og Björn Grétar. Barnabarnabörnin eru fimm. Ósk ólst upp í Vestmannaeyj- um. Þegar hún var tæplega 12 ára gömul og elst fimm systkina lést móðir hennar. Hún fullorðn- aðist því snemma og ekki varð mikið úr skólagöngu eftir það. Hún fór snemma að vinna í frystihúsi og fór síðar til Reykja- víkur og vann þar ýmis störf. Þar kynntist hún Birni Hólmsteins- syni. Þau giftu sig 1. janúar 1952 og fluttu til Raufarhafnar þar sem þau bjuggu í rúm 50 ár. Auk þess að ala upp hóp af börnum þá vann Ósk við síldarsöltun öll sumur allt fram til þess að síldin hvarf. Þá tók við vinna í frysti- húsi staðarins og síðar meir í fiskvinnslu fjölskyldunnar allt fram til þess tíma er þau fluttu sig um set til Reykjavíkur vegna veikinda Björns. Útför Óskar verður gerð frá Raufarhafnarkirkju í dag, 31. maí 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. Helgason, f. 5. maí 1893, d. 29. apríl 1988, fyrrverandi oddviti og útgerð- armaður á Raufar- höfn, og Jóhanna Björnsdóttir, f. 3. júlí 1901, d. 5. jan- úar 1994. Börn Björns og Óskar eru: 1) Jóhanna Björnsdóttir, f. 18. mars 1953, læknir. Hún lést af slysförum 30. desem- ber 2006. Eiginmaður hennar var Ásbjörn Sigfússon, læknir, en hann lést af slysförum 8. sept- ember 2001. Þau eignuðust tvær dætur: Ástu og Huldu. 2) Pétur Björnsson, f. 11. ágúst 1955, framkvæmdastjóri. Kona hans er Margrét Þorvaldsdóttir kennari. Börn þeirra eru: Kristinn, Ósk, Sunna Guðrún og Bryndís. 3) Hólmsteinn Björnsson, f. 16. maí 1959, framkvæmdastjóri. Kona hans er Þorgerður Ása Tryggva- dóttir leirlistarmaður. Synir þeirra eru: Björn, Haukur og Hjörvar. 4) Guðrún Rannveig Björnsdóttir, f. 16. maí 1959, verslunarmaður. Fyrrverandi maður hennar var Bergur Júl- íusson sjómaður, d. 2013. Þeirra börn eru: Júlíus Pétur, Gyða Ósk Elsku besta mamma hefur kvatt okkur. Á sama tíma og hjarta mitt er fullt af söknuði og trega yfir því að sjá hana aldrei aftur, taka aldrei aftur í spil með henni, eiga aldrei aftur stund við matarborðið, þar sem rætt er um hvað sé að frétta að norðan, barnabörnin, ættfólkið úr Eyjum, aflabrögð og svo margt annað. Þá gleðst ég yfir því að hún hafi fengið lausn frá veikindum sínum og eigi endurfundi með sín- um nánustu; pabba, Jóhönnu syst- ur, foreldrum sínum og gengnum systkinum. Hún fékk sannarlega að taka þau stærstu próf sem lífið leggur á manneskjuna, ótímabæran missi nánustu ástvina. Þau próf sem skólakerfið leggur fyrir mann- eskjuna og hún fékk ekki mörg tækifæri til að þreyta, eru léttvæg í þeim samanburði. Þessi stóru próf hafa eflaust fá- ir tekist á við með meiri reisn; þau próf verða aldrei endanlega leyst, einungis tekist á við þau í gegnum allt lífið. Móðir mín var afar vel greind og stálminnug manneskja, með góða dómgreind og mikla réttlæt- iskennd. Hún var harðdugleg og eftir- sóttur vinnukraftur, en fyrir okk- ur systkinunum fyrst og síðast einstök móðir og fyrirmynd. Hún hafði metnað fyrir því að við systkinin gætum menntað okkur, hvatti okkur eindregið en lagði aldrei að okkur í því sam- bandi og gladdist stolt þegar áföngum var náð. Á þessum tímamótum koma upp í hugann ýmis minningabrot frá yngri árunum. Þegar hún var að baða okkur tvíburuna og Lilju rúmlega ári yngri, og svo vorum við þrjú sett upp á eldhúsborðið á stórt hand- klæði og þurrkuð og Bodda í næsta húsi var í heimsókn og sagðist vilja eiga okkur, gott ef hún vildi ekki éta okkur, við vær- um svo sæt. Þegar ég vildi fá að ganga um „uppimegin“, en við áttum að ganga um kjallarann, og ég sat grenjandi í hálfan dag og vildi ekki gefa mig, en hún gerði það ekki heldur. Þegar ég fór niður í trésmiðju til Sæmundar að fá sag í poka til að setja undir hænurnar. Þegar hún kom á sinni hrað- göngu heim úr frystihúsinu í há- deginu til að gefa okkur að borða. Allar ferðirnar til Þórshafnar til Gullu frænku og Jóa. Á seinni árum þegar maður er orðinn fullorðinn skynjar maður betur þau gildi sem annað fólk býr yfir og þá koma upp í hugann þau gildi sem einkenndu móður mína; jákvæðni, tryggð og umhyggja fyrir öðrum. Hvergi sýndi það sig betur en í veikindum pabba þar sem hún fór til hans á hverjum degi eftir að hann þurfti að flytjast á viðeigandi stofnun. Síðan mun- aði hana ekki um að skottast niður á Lækjartorg eða jafnvel á Hlemm til að taka strætó inn á Hrafnistu til að heimsækja ætt- ingja eða kunningja, annað hvort úr Eyjum eða að norðan. Ekki vantaði ástúðina og að- dáunina á barnabörnunum og svo barnabarnabörnunum í seinni tíð, þar skyldi ekki gert upp á milli. Þegar hallaði undan heilsu hennar, sjón tók að hraka og jafnvægisleysi hrjáði hana, svar- aði hún oftast því, aðspurð um hvernig hún hefði það, að hún hefði það svo sem ekkert slæmt, hún væri nú orðin þetta gömul og svo margir hefðu það miklu verra. Nú er hennar löngu og farsælu lífsgöngu lokið. Hafðu þökk fyrir allt, elsku mamma mín. Þinn sonur, Hólmsteinn. Ég hitti Ósk fyrst síðsumars 1973 þegar ég kom í óvænta heim- sókn til Raufarhafnar með Pétri syni hennar og Björns. Móttök- urnar voru góðar þrátt fyrir að drengurinn birtist fyrirvaralaust með nýja kærustu upp á arminn. Sumarið 1976 hófum við Pétur bú- skap á Raufarhöfn og bjuggum við í sömu götu og tengdaforeldr- ar mínir. Oft var setið við eldhús- gluggann í Setbergi og fylgst með umferð þorpsbúa sem áttu leið um Ásgötuna. Þar fékk ég nákvæmar útlistingar á því hverra manna viðkomandi væri og ekki var laust við að stelpan undraðist flókin fjölskyldutengslin í þessu litla samfélagi, enda ættuð úr stór- borginni Akureyri þar sem menn voru ekki endilega að velta sér mikið upp úr slíku. Á þessum fyrstu Raufarhafnar- árum fannst mér fólk vera sívinn- andi og Ósk var þar engin und- antekning, fyrst í frystihúsinu þar sem endalaust var verið að bjarga verðmætum,eins og hún orðaði það, og svo í fiskverkun þeirra hjóna. „Vinnan göfgar manninn“ tilheyrði tíðarandanum og leti og slór áttu ekki upp á pallborðið. Auk þess að sinna vinnu við sjó- mennsku og vinnslu í landi sinntu Ósk og Bjössi bústörfum, hún með hænur í bakgarðinum og hann með kindur uppi á Ási.Gestkvæmt var á heimilinu í Setbergi, barna- hópurinn stór og einatt áttu ein- stæðingar athvarf hjá þeim. Það var gaman að koma í búrið í kjall- aranum, þar sem hillur svignuðu undan heimaunnum kræsingum s.s. niðursoðnu kjöti, rabarbara- og berjasultum og heimabakkelsi. Í þá daga varð einhvern veginn svo miklu meira úr tímanum. Eftir fjögurra ára búsetu í Reykjavík fluttum við Pétur til Englands árið 1981. Skólafríum barnanna var varið á Íslandi og þá var tímanum skipt á milli heima- haganna á Akureyri og Raufar- höfn. Þá fengu krakkarnir að spreyta sig í vinnu í saltfiskverk- uninni og fengu góða leiðsögn hjá ömmu og afa. Þegar þar var komið var aðeins farið að hægjast um hjá þeim hjónum og þau farin að taka sér frí af og til. Þá var farið í sólar- landaferðir og komið í heimsókn til Englands. Þegar heilsu Björns fór að hraka fluttust þau á Grandaveginn í Reykjavík. Dvöl hans þar varð þó ekki löng en hann lést á dvalarheimilinu Grund í júlí 2006, en Ósk bjó þar til ævi- loka. Það var gaman að fylgjast með því hversu mikla ánægju Ósk hafði af því að klæðast fínum föt- um og setja á sig skart nú síðustu árin en þann munað hafði hún sjaldan veitt sér í amstri dagsins. Það var okkur stelpunum í fjöl- skyldunni sérstök ánægja að kaupa á hana alls kyns föt og fí- nerí í ferðum okkar utanlands. Hún kunni alltaf vel að meta það og var ætíð vel til höfð á manna- mótum eða bara þegar hún kom í sunnudagssteikina hjá okkur krökkunum. Ósk var stálminnug og fylgdist vel með stórum afkomendahópi þrátt fyrir að fólk væri endalaust á ferð og flugi um heiminn. Hún var ættfróð og hafði gaman af því að tengja saman ættir samborgar- anna. Hún var einstaklega fé- lagslynd og átti góða vini á Grandaveginum sem hún heim- sótti reglulega. Við þá sem bjuggu fjær ræddi hún í síma. Ósk átti myndarlegt heimili á Grandaveg- inum en var farin að huga að því að senn þyrfti hún á meiri umönn- un að halda. Aðgerðir í þá átt voru að fara í gang þegar hún veiktist skyndilega og átti hún ekki aftur- kvæmt af sjúkrahúsi. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til elskulegrar tengdamóður sem ávallt bar hag sinna nánustu fyrir brjósti. Hvíl í friði elsku Ósk. Meira: mbl.is/minningar Margrét Þorvaldsdóttir. Mamma fæddist og var alin upp í Vestmannaeyjum og var alltaf stolt af því. Hún var elst fimm al- systkina og fjögurra hálfsystkina. Þegar hún var tæplega 12 ára gömul veiktist móðir hennar af lungnabólgu og dó. Mamma var elst fimm systkina og það er rétt hægt að ímynda sér þá stöðu. Þá var ekki mikill tími aflögu til þess að fullorðnast og öll frekari skóla- ganga úr sögunni. Það þurfti að sinna heimilinu og síðan að vinna og afla tekna. Hún fór síðar til Reykjavíkur þar sem leiðir hennar og pabba lágu saman. Þau giftu sig á nýársdag 1952 og flytja norður á Raufarhöfn þar sem þau bjuggu næstu 50 árin. Þau réðust fljótlega í byggingu á einbýlishúsi sem fékk nafnið Set- berg þar sem þau ólu upp barna- hópinn sinn, tvo syni og fjórar dætur. Þau eignuðust þrjú þeirra á rúmu ári þannig að ekki hefur svefntíminn hennar mömmu verið mikill þau árin. Mörg fyrstu árin í Setbergi bjuggu tengdaforeldrar hennar og mágur á efri hæðinni. Við systkinin, sem vorum fimm á þeim tíma, urð- um að láta okkur duga innri stof- una. Og á lóðinni var afi með tvær til þrjár kýr, mamma var með hænsni og nokkur hundruð metra uppi á Ásnum var pabbi með 30–40 kindur. Hans aðalstarf var samt út- gerð og sjómennska þannig að í mörgu var að snúast og ekki síst hjá húsmóðurinni. Mamma var hörkudugleg og svo var hún afar hagsýn og nýtin enda veitti ekki af slíku með marga munna að fæða og klæða. Það var alltaf heimabakað brauð og kökur í Setbergi í öllum kaffitímum og svo saumaði hún á okkur föt og prjón- aði. Á síldarárunum saltaði hún síld af miklum móð og voru ekki marg- ar síldarstúlkurnar sem skiluðu inn fleiri merkjum en hún. Það er reyndar með ólíkindum hverju hún áorkaði. Þegar síldin hvarf tók við vinna í frystihúsinu og síðar meir í fiskvinnslu fjölskyldunnar þar sem margir afkomendur hennar fengu sumarvinnu. Og þá var eins gott að standa sig. Tryggð og trúmennska var ríkur þáttur í fari mömmu. Hún var mjög dugleg að heimsækja sitt fólk og þegar frændur hennar úr Eyjum lönduðu síld og síðar loðnu á Rauf- arhöfn voru þeir aufúsugestir í Set- bergi og sóttir niður í bát ef svo bar undir. Pabbi byrjar að veikjast á seinni hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Mamma sinnti honum af mikilli al- úð allt til þess tíma að lengra varð ekki haldið. Þá fluttu þau til Reykjavíkur þar sem pabbi fékk fljótlega inni á Grund. Þangað heimsótti mamma hann nánast á hverjum einasta degi í þau tæplega fjögur ár sem hann átti ólifuð. Mamma var mikil gæfumann- eskja í sínu lífi. Foreldrar mínir voru hamingjusöm og skilja eftir sig stóran hóp af afkomendum. En lífið var henni ekki áfallalaust. Auk móður sinnar missti hún fjögur systkini, þar af þrjú á miðjum aldri, tengdason og elstu dóttur af slys- förum með fimm ára millibili en þá var mömmu allri lokið og átti bágt með að skilja þessa röðun hjá al- mættinu. En hún bugaðist ekki og bjó áfram í sinni íbúð allt til þess dags 4. maí þegar hún fékk mikla heilablæðingu og átti ekki aftur- kvæmt til nokkurrar heilsu. Eftir sitjum við afkomendur, tengda- börn, ættingjar og vinir með ótal minningar um einstaka konu sem alltaf var tilbúin til þess að fórna sér fyrir aðra. Ég kveð móður mína með enda- lausu þakklæti fyrir allt sem hún var mér og mínum og óska henni góðrar ferðar til þess heims sem hún var sannfærð um að biði hennar að lokinni þessari jarðvist. Guð geymi þig,elsku mamma mín. mbl.is/minningar Þinn Pétur. Við fráfall yndislegrar konu er okkur efst í huga þakklæti fyrir gefandi samskipti. Það var þannig fyrir nokkrum árum að Ósk fór að hringja í okkur í kringum jólin og sagðist frekar vilja eiga persónuleg samskipti heldur en að senda jólakort. Þetta voru alltaf skemmtileg samtöl sem urðu til þess að við hættum líka að senda henni jólakort en kíktum frekar í kaffi til hennar og áttum með henni gefandi stundir á fallega heimilinu hennar í Reykja- vík. Frá Ósk stafaði hlýja og já- kvæðni, hún hafði tekist á við sín áföll í lífinu af miklu æðruleysi. Hún kunni alltaf að sjá björtu hlið- arnar og halda áfram að lifa lífinu og var margt hægt að læra af henni. Ósk var stolt af sínu fólki og fagnaði ávallt þegar nýir fjöl- skyldumeðlimir bættust í hópinn hennar og fylgdist vel með sínu fólki. Þar sem við eigum ekki heim- angengt til að kveðja hana og fylgja henni síðasta spölinn viljum við votta fjölskyldu hennar inni- lega samúð og biðja góðan Guð að blessa minningu hennar. Lóa og Magnús. Ósk Pétursdóttir Æskuvinkona mín er látin. Við Vildís hittumst í Gaggó Vest haustið 1951. Tvær brosmildar stúlkur sem smullu saman og urðu mikl- ar vinkonur. Leiðin lá í KR þar sem við spiluðum handbolta með skemmtilegum stelpum. Yndis- leg ár, unnum marga sigra, t.d. 1955 unnum við bæði Íslands- meistaramótin inni og úti. Ís- landsmótið sumarið 1955 var spil- að á Akureyri í 25° hita. Í hálfleik komu þjálfarinn og fleiri með föt- ur af ísköldu vatni og helltu yfir okkur. Nokkrum sinnum bauð hún mér í helgarferð til Hvera- gerðis þar sem pabbi hennar, Kristmann Guðmundsson, bjó. Garðurinn hans var svo fallegur og svo var bókaherbergið mjög áhugavert. Þar fundum við bók sem kona Kristmanns bannaði okkur að lesa, en Kristmann sagði: „Leyfðu þeim að kíkja í bókina, þær hafa bara gott af því.“ Við vorum 15 ára og bókin Vildís Kristmanns- dóttir Gudmundsson ✝ Vildís Krist-mannsdóttir Gudmundsson fæddist 14. sept- ember 1938. Hún lést 21. apríl 2016. Vildís var jarð- sungin 3. maí 2016. var Elskuhugi Lady Chatterleýs. Haustið 1955 er- um við farnar að ráðgera sumarskóla í Englandi sumarið á eftir, en þau plön breyttust hjá Vildísi eitt fallegt ágúst- kvöld í Austur- stræti. Við vorum að labba rúntinn eins og ungt fólk gerði í þá daga og þar hitti hún drauma- prinsinn sinn hann Árna. Mynd- arlegan, herðabreiðan, broshýr- an, brúnan og svo var hann í Flugbjörgunarsveitinni og það fannst okkur alveg meiriháttar. Nú, þau trúlofuðust og Vildís fór að safna í búið, en ég hélt mínu striki, fór á skólann í Englandi og fékk að kaupa brúðarskóna fyrir hana þar. Þau giftu sig svo haust- ið 1956. Árin liðu og vinskapurinn hélst, en það leið lengra og lengra á milli vinafunda. En svo gerðist nokkuð yndislegt. Elín dóttir Árna Geirs og Gerða María, dótt- ir Ingu Sifjar, dóttur minnar, hittast í leikskólanum Kvistaborg og verða vinkonur. Við Óli sendum Árna og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Gerða S. Jónsdóttir. Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru systur, mágkonu og frænku, HELGU SIGURLÍNU KARLSDÓTTUR, Lækjartúni 16, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hlíð fyrir góða umönnun. . Erna T. Karlsdóttir, Ragnheiður S. Karlsdóttir, Björn Snorrason, Jón Emil Karlsson, Auður Sigvaldadóttir, Svala Karlsdóttir, Bragi Stefánsson, Sveinn Karlsson, Kristín E. Sveinbjörnsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, Smyrlabjörgum, lést þann 22. maí á hjúkrunarheimilinu Hornafirði. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Börn, tengdabörn og fjölskyldur. Okkar ástkæra ANDREA ÁGÚSTA HALLDÓRSDÓTTIR, Espigerði 6, Reykjavík, lést þann 11. maí á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.