Morgunblaðið - 31.05.2016, Síða 50

Morgunblaðið - 31.05.2016, Síða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 Nánari upplýsingar á hedinn.is Á vefsíðu Héðins er fljótlegt að fylla út helstu upplýsingar til að fá tilboð í iðnaðarhurðir og bílskúrshurðir. Mynd: Slökkvistöðin við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Fáðu tilboð íhurðina Í dag fagnar Gísli Eyjólfsson, sonur Eyjólfs Gíslasonar og LísuKristínar Gunnarsdóttur, 22 ára afmæli sínu. Gísli er knatt-spyrnumaður og spilar hann með Víkingi Ólafsvík. Einnig starf- ar hann hjá Íbúðakjarnanum og hefur gert síðastliðin tæp 3 ár. Hann segist hafa gaman af langflestum boltaíþróttum, en helst eru það samt knattspyrna og golf sem eru í uppáhaldi hjá Gísla. Hann segist þó ekki ætla að gera neitt sérstakt í dag, en treystir því hins vegar að hann muni „fá surprice frá félögunum eða fjölskyld- unni“. Sjálfur segist Gísli frekar rólegur yfir afmælisdeginum eins og hann hefur verið síðustu ár, enda má búast við því að dagurinn í dag fari í hvíld eftir leik gegn FH í Kaplakrika í gær. Gísli segist hafa spilað fótbolta frá unga aldri. „Ætli ég hafi ekki byrjað í fótbolta til að fá útrás, ég var frekar tregt barn, orkumikill,“ segir Gísli frá, hlæjandi. Engan langan óskalista um afmælisgjafir er að finna hjá Gísla en hann óskar sér helst að fá „knús frá mömmu og einhverjar golfvörur“ en golf er eitt af helstu áhugamálum Gísla. Hann segist ætla að reyna að reka inn nefið hjá ömmu sinni, hugs- anlega fá sér kökusneið – hins vegar tekur Gísli fram að það verður einhver annar en hann að baka fyrir hann köku ef hann á að fá afmæl- isköku, því að hann sé enginn bakari. heidurivars@gmail.com Enginn bakari Gísli vonast eftir því að einhver baki fyrir hann köku. Treystir á félagana á afmælisdaginn Gísli Eyjólfsson fagnar 22 ára afmæli sínu M atthías fæddist í Reykjavík 31.5. 1966 og ólst upp í Klepps- holtinu. Hann gekk í Laugarnesskólann og síðan í Laugalækjarskóla: „Pabbi hafði verið í Laugarnesskóla og vildi að við systkinin færum þangað. Ég sá ekki eftir því. Skólinn var frábær á þessum árum, bjó að úrvals- kennurum og þar var lögð áhersla á tónlistarnám, útivist og hreyfingu. Ég lærði á trompet í skólanum og spilaði með skólalúðrasveitinni fram á unglingsár þó ég grípi nú ekki leng- ur í trompetinn nema til að spila af- mælissönginn þegar dæturnar blása á kertin á afmælistertunni. Að öðru leyti lékum við krakkarnir okkur í Laugardalnum sem þá var tún, móar og skurðir, þvældumst nið- ur í fjöru við Kirkjusandinn og lékum okkur í Vatnagörðunum þar sem nú er Sundahöfn.“ Flest sumur á æsku- og unglings- árunum dvaldi Matthías á mismun- andi virkjunarstöðum úti á landi, því faðir hans vann á þeim tíma hjá Landsvirkjun við byggingu vatnsafls- virkjana og dvaldi fjölskyldan oftast hjá honum yfir sumartímann: „Þetta varð til þess að ég kynntist strax á barnsaldri hálendi Íslands, fylgdist með tröllauknum fram- Matthías Geir Pálsson, lögfræðingur í utanríkisráðuneyti – 50 ára Upp á Reynisfjalli Matthías, Matthea Katrín, Berglind Laufey og María Rún. Reynisfjaran og Dyrhólaey í baksýn. Embættismaður með litríkan bakgrunn Á alþj́óðavettvangi Matthías Geir heldur ræðu á allsherjarþingi SÞ, 2014. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.