Morgunblaðið - 31.05.2016, Síða 51

Morgunblaðið - 31.05.2016, Síða 51
kvæmdum frá fyrstu skóflustungu í ósnortinni náttúrunni og sá mann- virki rísa – stíflur, stöðvarhús og há- spennulínur sem áttu sér ekki for- dæmi í Íslandssögunni. Maður hafði einhverjar hugmyndir um mikilvægi þessara framkvæmda fyrir þjóð- arbúið en lærði um leið að meta þá náttúruna. Síðar vann ég sjálfur við landmælingar vegna virkjunarfram- kvæmda. AF þessum sökukm hef ég dálæti á öræfum landsins og hugsa mikið um afnvægið milli almanna- hagsmuna og náttrúruverndar.“ Matthías lauk stúdentsprófi frá MS árið 1986 en hafði lokið punga- prófi í skipstjórn á unglingsárunum og tók meiraprófið á menntaskóla- árunum: „Eftir stúdentspróf tók ég mér hlé frá námi í eitt ár og var m.a. til sjós, bæði á netabát og togara. Afi hafði verið skipstjóri og mig langaði að kynnast sjómennskunni. Ég ók auk þess vörubíl í nokkur sumur, hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík, Hag- virki Ístaki. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst landi og þjóð á þennan hátt. Kannski ég fari aftur að aka vörubíl þegar ég hef fengið nóg af embættismennskunni.“ Matthías stundaði nám í lögfræði við lagadeild HÍ og lauk prófi þaðan með fyrstu einkunn árið 1993. Að laganámi loknu vann hann um tíma sem löglærður fulltrúi hjá Sýslu- manninum í Kópavogi og var síðan lögfræðingur hjá Faktor vöru- merkja- og einkaleyfaumboðs- skrifstofu. Hann öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1994. Haustið 1996 fór Matthías til náms við Evrópuháskólann í Flórens á Ítal- íu, þar sem hann lagði stund á Evr- ópurétt og alþjóðlegan samningarétt og varði doktorsritgerð, fyrstur Ís- lendinga, í maí 2001. Eftir tímabundin störf hjá EFTA- skrifstofunni í Brussel í Belgíu hóf Matthías störf á varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins í Reykjavík í ágúst 2001. Haustið 2005 hóf Matthías Geir störf á vegum ut- anríkisráðuneytisins hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og starfaði þar til 2009. Á þeim tíma stundaði hann meðfram vinnu nám eina önn í þjóðarétti við Columbia-háskóla. Hann var fulltrúi til Íslands í hermálanefnd Atlants- hafsbandalagsins í Brussel og síðan lögfræðingur í sendiráði Íslands þar í fjögur ár. Árið 2014 hóf hann störf hjá utanríkisráðuneytinu í Reykjavík þar sem hann starfar nú á laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins. Matthías hefur um árabil verið stundakennari í lögfræði, við HÍ og HR og hefur skrifað fræðigreinar á því sviði, aðallega um samningarétt. Helstu áhugamál Matthíasar eru ferðalög með fjölskyldunni, göngu- ferðir og útivist, stangveiðar, hjól- reiðar og sund. Fjölskylda Matthías kvæntist 13.8. 2010 Berg- lindi Laufeyju Ingadóttur, f. 29.12. 1973, íslenskufræðingi með meist- arapróf í mannauðsstjórnun. For- eldrar hennar: Ingi Walter Sigur- vinsson, f. 14.4. 1940, húsgagna- smíðameistari, og Steinunn Lilja Steinarsdóttir, f. 23.6. 1940, d. 29.8. 2014, húsfreyja. Dætur Matthíasar og Berglindar eru Matthea Katrín Matthíasdóttir, f. 9.1. 2010, og María Rún Matthías- dóttir, f. 13.7. 2012. Systkini Matthíasar eru Ólafur Steinn Pálsson, f. 26.8. 1962, dr. í sál- fræði og prófessor við læknaskólann við Chapel Hill í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, og Helga Rún Páls- dóttir, f. 29. júní 1964, klæð- skerameistari og leikmynda- og bún- ingahönnuður sem starfar sem hönnuður hjá fyrirtækinu Össuri ehf. Foreldrar Matthíasar eru Páll Ólafsson, f. 25.11. 1935, bygg- ingaverkfræðingur, og Þuríður Guð- jónsdóttir, f. 2.2. 1936, fyrrv. stjórn- arráðsfulltrúi. Úr frændgarði Matthíasar Geirs Pálssonar Matthías G. Pálsson Þuríður Filippusdóttir húsfreyja Jón Norðfjörð Jóhannessen prestur í Rvík Matthea Jónsdóttir húsfreyja í Rvík Guðjón Guðbjörnsson skipstjóri í Rvík Þuríður Jóna Guðjónsdóttir stjórnarráðsfulltr. í Rvík Guðríður Helga Jónsdóttir húsfr. á Sveinsstöðum á Snæfellsnesi Guðbjörn Ólafur Bjarnason b. á Sveinsstöðum á Snæfellsnesi Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn í Rvík og sundkappi, formaður Sundsambands Íslands Jón Pálsson sundkennari í Rvík Erlingur Þorsteinsson háls-, nef- og eyrnalæknir í Rvík Þorsteinn Sæmundsson stjörnufr. Svanhildur Þorsteinsdóttir húsfr. og skáldkona í Rvík Sigríður Steingrímsdóttir húsfr. á Hörgslandi og í Árnanesi Sigurður Pétursson landpóstur og bóndi á Hörgslandi og í Árnanesi Jústa Sigurðardóttir húsfreyja í Rvík Ólafur Pálsson sundkennari í Rvík Páll Ólafsson verkfræðingur í Rvík Ólöf Steingrímsdóttir húsfr. á Árhrauni og í Rvík Þorsteinn Erlingsson skáld Páll Erlingsson b. á Árhrauni á Skeiðum og frumkvöðull í sundiðkun í Rvík ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Magnús fæddist í Reykjavík31.5. 1928, sonur AgnesarOddgeirsdóttur húsfreyju og Jóns Sigurðar Björnssonar, deild- arstjóra við Útvegsbankann í Reykjavík. Foreldrar Agnesar voru Aðal- heiður Kristjánsdóttir húsfrú og Oddgeir Jóhannsson, útvegsbóndi á Hlöðum á Grenivík, en foreldrar Jóns Sigurðar voru Ingibjörg Magn- úsdóttir prestsfrú og séra Björn Björnsson, prestur í Laufási. Aðalheiður var systir Jóhanns á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, afa Jó- hanns Konráðssonar, föður Krist- jáns óperusöngvara. Agnes var syst- ir Fanneyjar, móður Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara, og systir Hákonar, þjóðkunns einsöngv- ara. Magnús kvæntist 1962 Guðrúnu Svafarsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Svafar og Sigrúnu Vilborgu. Magnús ólst upp í Reykjavík. Hann æfði frjálsar íþróttir hjá KR og var um skeið í hópi fremstu sprett- hlaupara landsins. Hann var Íslands- meistari í 400 og 800 metra hlaupi og tók þátt í Ólympíuleikunum í London 1948 og Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Brüssel 1950. Magnús var í söngnámi hjá Pétri Jónssyni 1947-50, í söngnámi í Míl- anó á Ítalíu 1951-53 og 1955, í Stokk- hólmi 1953, í óperuskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn 1957- 58 og í einkatímum hjá Stefáni Ís- landi. Hann söng á konsertum og í óperum á Íslandi, Ítalíu, í Dan- mörku, Noregi, Bretlandi og Banda- ríkjunum en söng í fyrsta sinn op- inberlega guðspjallamanninn í Jóhannesarpassíunni 1949. Magnús var fastráðinn við Kon- unglegu óperuna í Kaupmannahöfn 1957-66. Hann kom heim 1967, söng í uppfærslum við Þjóðleikhúsið á Æv- intýrum Hoffmanns, Leðurblökunni, Kátu ekkjunni, Þrymskviðu, Ást- ardrykknum og Carmen og með Ís- lensku óperunni í I Pagliacci. Hann var söngkennari hjá Söngskólanum í Reykjavík en jafnframt starfaði hann hjá endurskoðunardeild Reykjavíkurborgar. Magnús lést 26.8. 2002. Merkir Íslendingar Magnús Jónsson 95 ára Bera Þorsteinsdóttir 90 ára Viggó Brynjólfsson 85 ára Jóhanna Matthíasdóttir Teitur Guðmundsson Unnur Axelsdóttir 80 ára Hanna Þórey Ágústsdóttir Hrönn Sveinsdóttir Nanna Lára Karlsdóttir Ragnar Hólmarsson Sigurður Guðni Sigurðsson 75 ára Erna G. Franklín Georg V. Halldórsson Reynir Hlíðar Sæmundsson Sólrún Guðmundsdóttir Steingrímur Björgvinsson 70 ára Árni Halldór Sófusson Bjarni Jónsson Bylgja Jónína Óskarsdóttir Guðrún Halldórsdóttir Ingibjörg Aradóttir Jóhann Antonsson Jón Gunnlaugsson Sigurjón Arnlaugsson 60 ára Árný Guðrún Jakobsdóttir Björgvin Sigurðsson Guðbjörg M. Hafsteinsdóttir Guðrún Hólmfríður Ágústsdóttir Gunnþór Hákonarson Gylfi Kristinn Sigurgeirsson Helgi Haraldsson Konráð Gunnarsson Marín Björk Magnúsdóttir Þóra Þórhildur Guðjónsdóttir 50 ára Erla Guðmundsdóttir Eyrún Sigurðardóttir Finnbogi Magnús Árnason Halldór Ingibergsson Hildur Magnúsdóttir Laufey Hauksdóttir Margrét Erlendsdóttir Matthías Geir Pálsson Melanie Lovall Gravette Sigurvin Hreinsson Þrymur Sveinsson 40 ára Aðalbjörg Þóra Þráinsdóttir Berglind Helgadóttir Hallmar Freyr Þorvaldsson Jacek Ryszard Fijal Linda Rós Alfreðsdóttir Sigurgeir Hjálmar Ásgeirsson Sóley Hrönn Sigurþórsdóttir Þorvaldur Ingi Guðjónsson 30 ára Aron Kristinsson Elísa Eðvarðsdóttir Erikas Antanavicius Eysteinn Gunnar Davíðsson Halldór Ágúst Ágústsson Hildur Steinþórsdóttir Hilmar Örn Eyþórsson Hrannar Freyr Hallgrímsson Ingibjörg Jóhannsdóttir Ingólfur Þórarinsson Iwona MIchalak Jaana Johanna Pitkaenen Marisa Marie Kjartansson Oddur Logi Reynisson Olga Rannveig Bragadóttir Sandra Sif Guðfinnsdóttir Stefán Kári Sveinbjörnsson Til hamingju með daginn 30 ára Stefán Kári ólst upp í Árbænum, býr í Kópavogi, lauk MSc-prófi í verkfræði í Bandaríkj- unum og er verkfræð- ingur hjá Landsvirkjun. Maki: Rut Guðmunds- dóttir, f. 1984, verkfræð- ingur hjá Icelandair. Foreldrar: Ragna Lóa Stefánsdóttir, f. 1966, knattspyrnuþjálfari, og Sveinbjörn Hákonarson, f. 1957, húsasmíðameistari. Þau búa í Reykjavík. Stefán Kári Sveinbjörnsson 30 ára Sandra býr í Mos- fellsbæ, lauk prófi í upp- eldis- og menntunar- fræði, er deildarstjóri við leikskóla, í fæðingarorlofi. Maki: Sigurður Ragnar Guðlaugsson, f. 1985, sölustjóri hjá Toyota. Börn: Arnar Smári, f. 2012, og Fannar Már, f. 2016. Foreldrar: Elsa María Hallvarðsdóttir, f. 1964, og Guðfinnur Már Árna- son, f. 1964. Sandra Sif Guðfinnsdóttir 30 ára Oddur ólst upp í Fellabæ, býr á Hólmavík og starfar við rækju- vinnsluna Hólmadrang. Maki: Hekla Björk Jóns- dóttir, f. 1990, starfs- maður Hólmadrangs og verslunarmaður. Börn: Halldór Logi, f. og d. 2013, og Sóley Þrá, f. 2014. Foreldrar: Kristín Hrönn Sævarsdóttir, f. 1963, og Reynir Guðbrandsson, f. 1964. Oddur Logi Reynisson GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 Eru fötin HREIN fyrir næsta viðburð?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.