Morgunblaðið - 31.05.2016, Page 60

Morgunblaðið - 31.05.2016, Page 60
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 152. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Missti eiginkonu sína á Everest 2. Háloftin full af læknanemum 3. Magnúsdóttir og Underwood í … 4. Heard var gift í laumi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Leikarinn Darri Ingólfsson fer með lítið hlutverk í kvikmyndinni Money Monster sem leikstýrt er af Jodie Foster og George Clooney og Julia Roberts fara með aðalhlutverk í. Darri leikur Íslending í myndinni sem er tölvuhakkari og veitir þeim Cloon- ey og Roberts aðstoð. Annar Íslend- ingur leikur í myndinni, Svavar James Kristjánsson, sem fer með hlutverk „íslensks náunga“, skv. kvikmynda- vefnum IMDb. Kvikmyndin verður frumsýnd hér á landi á morgun en hún var heimsfrumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrr í þess- um mánuði. Darri leikur í mynd með stórstjörnum  Píanóleikarinn Agnar Már Magnús- son kemur fram ásamt Valdimari Kol- beini Sigurjónssyni bassaleikara og Scott Maclemore trommuleikara á tónleikum í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Dagskrá tónleikanna verður tví- skipt, fyrir hlé frumflytur Agnar Már 16 píanóverk eftir sig sem heita Þræðir (nr. 1-16) og voru gefin út á bók í fyrrahaust. Eftir hlé leika Valdimar og Scott nýtt efni með Agn- ari af geisladiski sem kemur út í sumar en tríóið mun taka efnið upp í byrjun júní og Dimma gefa út diskinn. Þræðir og ný tónlist í Hannesarholti Á miðvikudag Suðvestlæg átt, 3–10 m/s og lítils háttar rigning vestan til á landinu fram yfir hádegi, en bjart veður fyrir austan. Hiti 7 til 19 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustlæg átt og þykknar upp vestan til, 8-15 m/s og rigning síðdegis, en hægari og þurrt eystra og léttir víða til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. VEÐUR „Það hefur verið talað um að það væri æðislegt fyrir þýska boltann að annað lið ynni titilinn. Auk þess hefur dóm- gæslan verið okkur mótdræg. Þegar við bætast meiðslin þá var það alveg meiri háttar hjá okkur að komast í undan- úrslit Meistaradeildarinnar. Þangað reiknuðu fáir með að við næðum eftir það sem á undan er gengið,“ segir Alfreð Gísla- son, þjálfari Kiel. »1 Meiriháttar að fara í undanúrslit „Það er mjög mikilvægt að vera með svona karakter í liðinu, því hún getur líka verið mjög alvarleg. Hún tekur hlutina alvarlega þegar það á að gera og síðan getur hún hrist upp í liðinu með því að vera algjör steik,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, um samherja sinn og herbergisfélaga í landslið- inu, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, sem sér- staklega er fjallað um eftir 4. umferðina í Pepsi-deild kvenna í fótbolta. »4 Getur verið mjög alvar- leg og líka algjör steik Í dag þurfa liðin 24 sem leika á EM karla í fótbolta í Frakklandi að skila inn til UEFA lista yfir þá 23 leikmenn sem hvert þeirra vill geta teflt fram á mótinu. Ekki er útlit fyrir að Lars Lager- bäck og Heimir Hallgrímsson geri neina breytingu á sínum 23 manna hópi sem þeir tilkynntu 9. maí. »1 Horfur á óbreyttum hópi hjá Lars og Heimi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jóhann Ingvason og Örn Leó, sonur hans, taka nú í fyrsta sinn þátt í Ís- landsmótinu í skák. Þetta er jafn- framt í fyrsta skipti í 103 ára sögu mótsins sem feðgar eru á meðal keppenda, en þeir mætast í 7. umferð. Örn Leó tryggði sér þátttökurétt með því að verða unglingameistari Ís- lands í fyrra og Jóhann sigraði í áskorendaflokknum og komst þannig í hóp útvalinna. Einu sinni mæst áður Feðgarnir hafa einu sinni áður mæst í keppni, á Reykjavíkurmótinu í Ráðhúsinu fyrir nokkrum árum. „Það var mikil barátta en ég náði að sigra,“ rifjar Jóhann upp. „Þetta var mjög sérstakt, erfitt að taka ákvörðun um að tefla af fullum krafti en skák krefst þess, menn verða að leggja sig alla fram, og þegar ég var búinn að koma þessari hugsun frá mér var þetta eins og hver önnur skák.“ Örn segir að gaman hafi verið að mæta föður sínum, hann eigi eftir að jafna metin og nú sé komið að því að snúa taflinu við. Hann verði að sigra þann „gamla“. „Ég var með betri stöðu, en hann beitti einhverju bragði og vann en þetta fer öðruvísi núna,“ segir skákmaðurinn ungi. „Samt er erfiðara að mæta pabba en ein- hverjum öðrum. Hann hefur eðli- lega sálfræðilegt tak á mér en ég verð að reyna að losa mig úr því.“ Skákin hefur lengi verið áhugamál hjá Jóhanni og hann hefur látið þar við sitja, ekki reynt að komast í hóp þeirra allra bestu. „Heppni er eig- inlega ástæðan fyrir því að ég slapp í gegnum allar síurnar núna og tilviljun réð því að við erum báðir í hópnum að þessu sinni,“ segir hann. Jóhann kenndi Erni, þá sex ára gömlum, mannganginn og fór með hann á eina skákæfingu en Örn segist ekki hafa byrjað að tefla fyrr en hann var 12 ára nemandi í Lauga- lækjarskóla. „Það er mikill skákskóli með skákborð á göngunum og þar byrjaði ég að tefla af alvöru.“ Örn er með 2.226 Elo-stig en Jó- hann 2.142 stig. „Hann er hærri að stigum og samkvæmt því telst hann betri en við sjáum til þegar við mæt- umst í mótinu. Það er oft seigt í göml- um,“ segir pabbinn. Feðgarnir eiga bílaleigu í Reykja- nesbæ og Örn er nýbyrjaður að vinna þar með föður sínum eftir að hafa set- ið á skólabekk í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í vetur. Þeir hafa ekki gef- ið sér tíma til að taka skák í vinnunni en það verður ekki umflúið í Íslands- mótinu á Seltjarnarnesi. 7. júní. Feðgar mætast í fyrsta sinn  Íslandsmótið í skák fer fram á Seltjarnarnesi Ljósmynd/Víkurfréttir Spenntir Feðgarnir Örn Leó Jóhannsson og Jóhann Ingvason keppa á Íslandsmótinu í skák. Íslandsmótið í skák fer fram í Tónlistarskólanum á Seltjarnar- nesi. Mótið verður sett klukkan 14.45 í dag og því lýkur 11. júní. Teflt verður daglega nema 6. júní og hefjast allar umferðir klukkan 15. Hægt verður að fylgjast með skákunum á skjá í hliðarsal. Í landsliðsflokki tefla stór- meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson (2.580 stig), Héðinn Steingrímsson (2.574) og Jó- hann Hjartarson (2.547), al- þjóðlegu meistararnir Guð- mundur Kjartansson (2.457), Jón Viktor Gunnarsson (2.454), Bragi Þorfinnsson (2.426), Björn Þorfinnsson (2.410) og Einar Hjalti Jensson (2.370), Fide- meistararnir Davíð Kjartansson (2.371) og Guðmundur Gíslason (2.280), Örn Leó Jóhannsson (2.226) og Jóhann Ingvason (2.142). Þrír stórmeistarar í hópnum VALINN MAÐUR Í HVERJU RÚMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.