Morgunblaðið - 01.06.2016, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. J Ú N Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 126. tölublað 104. árgangur
HEIMILI ÁN
SKULDAKLAFA
ÆVINA Á ENDA
KOSTAÐI
750 EVRUR OG
25 BOLTA
SKRÝTNA
SKRÍMSLIÐ
SYNGUR
RENATO SANCHES ÍÞRÓTTIR MISTAKASAGA MANNKYNSINS 30SMÁHEIMILI 12
Gallerí Fold stóð fyrir tvöföldu
málverkauppboði í gær og fyrra-
dag. Alls seldust um 120 verk af
þeim 134 sem voru í boði. Óvenju-
mörg verk gömlu meistaranna voru
boðin upp, t.d. 12 verk eftir Jóhann-
es S. Kjarval. Met var slegið á fyrra
kvöldinu þegar verkið Atvinnuveg-
irnir eftir Barböru Árnason var
slegið á 4,4 milljónir, en það er
hæsta verð sem verk eftir hana hef-
ur fengið. „Það eru ekki margir
kvenlistamenn sem hafa náð svona
hátt í verði,“ segir Jóhann Ágúst
Hansen listmunasali. Fjölmennt var
á uppboðinu bæði kvöldin og mikið
bar á nýjum uppboðsgestum.
Atvinnuvegirnir Verk eftir Barböru seld-
ist á 4,2 milljónir á uppboði, sem er met.
Verk eftir Barböru
Árnason slegið á 4,2
milljónir á uppboði
Myndlist.is
„Mér finnst þing-
störfin hafa verið
skilvirk undan-
farnar vikur. Það
eru ýmis mál sem
menn eru sam-
mála um að þurfi
að ljúka og það
hefur verið gert.
Takturinn hefur
verið mjög góður
og öllum til
sóma,“ segir Ragnheiður Ríkharðs-
dóttir, formaður þingflokks sjálf-
stæðismanna, um gang mála á Al-
þingi um þessar mundir.
Stefnt er að þingfrestun fyrir
sumarhlé síðdegis á morgun en þó
eiga að vera nefndafundir í næstu
viku. Enn er ágreiningur um mál
sem stjórnarflokkarnir leggja
áherslu á að fái framgang fyrir þing-
frestun. Er því hugsanlegt að fundað
verði aftur eftir helgi. »6
Segir störf
þingsins
skilvirk
Góður gangur er í
þingstörfunum.
Enn óleyst mál
Hallgrímskirkja hefur í gegnum tíð-
ina prýtt hina og þessa topplista,
eins og t.d. tíu áhugaverðustu
kirkjur heims, 35 sérlega skrýtnar
byggingar sem fá þig til að súpa
hveljur og lista yfir áhugaverðustu
steypumannvirki heims. Nú er
kirkjan komin á enn einn listann
sem er yfir bestu íhugunarstaði
heims og er þar m.a. í félagsskap
Grafarkirkjunnar í Jerúsalem og
klausturs heilags Markúsar í Fen-
eyjum.
Áætlað er að á milli 500.000 og
700.000 erlendir ferðamenn hafi
heimsótt kirkjuna í fyrra og bæta
hefur þurft við starfsmönnum þar
vegna gestafjöldans. Sigurður Árni
Þórðarson, sóknarprestur í Hall-
grímskirkju, segir að fólk á öllum
aldri og víða að úr heiminum sæki
kirkjuna heim; sumir til íhugunar
og kyrrðarstundar, aðrir vilji fræð-
ast um Hallgrím Pétursson eða
trúarlíf Íslendinga.
Hann segir að 150-200.000 er-
lendir ferðamenn hafi farið með
lyftunni upp í turn kirkjunnar í
fyrra og ljóst sé að kominn sé tími á
nýja og hraðskreiðari lyftu. Vonast
er til að hún verði komin í gagnið
ekki síðar en á næsta ári. »4
Hallgrímskirkja slær í gegn
Morgunblaðið/RAX
Hallgrímskirkja Þykir einkar góð
til íhugunar og kyrrðarstundar.
Komin á enn einn topplistann Þykir góð til íhugunar
Mick Hucknall, söngvari Simply Red, sýndi á
tónleikum hljómsveitarinnar í Laugardalshöll í
gærkvöldi að hann hefur engu gleymt. Í ár eru
liðin 30 ár síðan hljómsveitin spilaði hér í sitt
fyrsta og eina skipti á tónleikum í Laugardals-
höll. Hljómsveitin, sem hefur selt yfir 60 millj-
ónir platna á ferli sínum, flutti að sjálfsögðu öll
sín vinsælustu lög á hljómleikunum, þar á meðal
slagarann If You Don’t Know Me By Now.
Breska hljómsveitin Simply Red heillaði tónleikagesti í gærkvöldi
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Á sviði í Laugardalshöll á ný eftir 30 ár
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Yfirvöld í Þingvallaþjóðgarði stefna
að því að loka bílastæðinu við Flosa-
gjá, sem einnig er oft kölluð Pen-
ingagjá. Ólafur Örn Haraldsson
þjóðgarðsvörður segir í samtali við
Morgunblaðið að það sé gert vegna
tilmæla UNESCO, Menningarmála-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
„Við ætlum að verða við þessum
tilmælum UNESCO og loka þessu
bílastæði. Við áformum að það verði
eingöngu opið fötluðum, öldruðum
og þeim sem eru hreyfihamlaðir.“
Ólafur segir að frá áramótum hafi
það nokkrum sinnum gerst að olía
hafi lekið úr ferðaþjónustubílum og
farið ofan í Flosagjá.
„Við viljum því loka stæðinu af
umhverfisástæðum en einnig til að
bæta ásýnd þjóðgarðsins. Þegar
staðið er uppi á barmi Almannagjár
eru bílljósin blikkandi víða og þetta
stæði blasir þar við.“
Leggur stofnunin það sjónarmið
til grundvallar að þjóðgarður sé til
þess gerður að varðveita uppruna-
lega ásýnd náttúrunnar.
Upphaf skógræktar á Íslandi
Mæltist hún því til þess að öll að-
komin tré í landi þjóðgarðsins yrðu
felld. Í þjóðgarðinum má meðal ann-
ars finna furulund þar sem skógrækt
á Íslandi hóf göngu sína. Rétt fyrir
aldamótin var þar haldið upp á
hundrað ára afmæli hennar.
Loka stæði við Flosagjá
Olía lekið úr bílum ferðaþjónustunnar og ofan í Flosagjá nokkrum sinnum í ár
UNESCO hefur mælst til þess að öll aðkomin tré á Þingvöllum verði felld
MSkiptar skoðanir um Þingvelli »4
Morgunblaðið/Ómar
Flosagjá Margir ferðamenn sækja
Þingvelli heim á ári hverju.
Reimar Pétursson, formaður
Lögmannafélags Íslands, segir ný
lög um aflandskrónur bera vott um
vanþekkingu á íslenskri réttar-
skipan. Með lögunum eru Seðla-
banka Íslands veittar víðtækar
heimildir til upplýsingaöflunar.
Reimar gagnrýnir lagasetninguna
og þær dagsektir sem falla á menn
ef þeir láta reyna á hvort bankinn
eigi í raun og veru rétt til að kalla
eftir upplýsingum. „Einhverjir af
þeim sem fara með framkvæmd
þessara mála hljóta að gera sér
grein fyrir, ef allt er með felldu, að
þetta getur aldrei virkað eins og
þetta er skrifað og það er alvarlegt
að á Alþingi séu samþykkt lög sem
geta með engu móti staðist.“ »6
Vanþekking á ís-
lenskri réttarskipan