Morgunblaðið - 01.06.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
Auknar heimildir til eftirlits og
önnur úrræði hafa gagnast Trygg-
ingastofnun við úrvinnslu mála
sem tengjast bótasvikum eða mis-
tökum við bótagreiðslur. Þetta
kemur fram í svari Trygginga-
stofnunar við fyrirspurnum Morg-
unblaðsins.
Lagaheimildir rýmkaðar
Í nýrri eftirfylgnisskýrslu Ríkis-
endurskoðunar kemur fram að
ekki þyki ástæða til að ítreka
ábendingar til Tryggingastofnunar
frá árinu 2013 um að skýra þurfi
eftirlitsheimildir með bóta-
greiðslum, bæta áhættugreiningu
og heimila beit-
ingu viðurlaga í
bótasvikamálum.
Í lögum sem
samþykkt voru á
Alþingi árið 2014
voru stofnuninni
veittar auknar
eftirlitsheimildir
og lagaheimildir
til að ljúka bóta-
svikamálum með
stjórnvaldssektum. Sektin er 15%
álag á endurgreiðslukröfuna. Sama
ár jukust rekstrarfjárheimildir
Tryggingastofnunar um rúmlega
70 milljónir, sem hafa meðal ann-
ars nýst til þróunar á áhættu-
greiningu og árangursmælikvörð-
um.
Í svari við fyrirspurn um hvort
fleiri úrræði gætu gagnast stofn-
uninni kemur fram að tækifærin
felist í samstarfi. „Almennt má
segja að Tryggingastofnun líti sér-
staklega til samkeyrslu á upplýs-
ingum af ýmsum toga. Þá felast
mögulega einnig tækifæri í nánara
samstarfi við aðrar stofnanir á
þessu sviði. Þar mætti sem dæmi
nefna Þjóðskrá þar sem greiðslur
byggjast mikið á upplýsingum það-
an.“
Ábendingahnappur snýr aftur
Samkvæmt tilmælum Ríkisend-
urskoðunar hefur ábendinga-
hnappinum verið komið fyrir á
heimasíðu Tryggingastofnunar.
Hnappurinn var tekinn af heima-
síðunni eftir að Persónuvernd úr-
skurðaði að söfnun nafnlausra
ábendinga samrýmdist ekki lögum.
Í samræmi við úrskurðinn er þess
nú krafist að sá sem komi með
ábendingu gefi upp nafn.
Ekki eru uppi áform um að ráð-
ast í greiningu á umfangi bóta-
svika á Íslandi. Slík rannsókn sé
dýr og óvíst að hún svari kostnaði.
Rúmlega fimm hundruð mál voru
tekin til skoðunar á árinu 2015. Af
þeim lauk rúmlega helmingi með
stöðvun á greiðslu. Í flestum til-
fellum er þó ekki um sviksamlegan
ásetning að ræða heldur mistök
eða ónægar upplýsingar og býður
þá Tryggingastofnun viðskiptavin-
um upp á viðtal og aðstoð til að
leysa málið.
Fleiri úrræði vegna bótasvika
Tækifæri felast í nánara samstarfi TR við Þjóðskrá og aðrar stofnanir
Ábendingahnappurinn aftur í notkun og sniðinn að úrskurði Persónuverndar
Fjöldi Um 500 mál
koma til skoðunar.
Fundi flugumferðarstjóra og Isavia
hjá ríkissáttasemjara, sem fram fór í
gær, lauk án árangurs. Fundurinn
hófst klukkan níu í gærmorgun og
lauk klukkan tvö eftir hádegi. Næsti
fundur í kjaradeilunni hefur verið
boðaður á föstudag.
Guðni Sigurðsson, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, segir í samtali við
Morgunblaðið að lítið hafi þokast í
viðræðunum. Að sögn Jóns Inga
Jónssonar, varaformanns Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra, var
niðurstaða fundarins sú að flug-
umferðarstjórar ætla að afla frekari
gagna fyrir næsta fund. „Isavia ætl-
ar að taka saman gögn fyrir félagið
og við munum fara yfir þau, reikna
og skoða og reyna að mjaka þessu
áfram.“ Jón Ingi var ekki tilbúinn til
að gefa nánari upplýsingar um eðli
gagnanna að svo stöddu. Ekki má
búast við töfum á Keflavíkurflugvelli
vegna aðgerða flugumferðarstjóra
fram að fundinum á föstudag.
Afla frek-
ari gagna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kjaradeila Viðsemjendur komu
saman hjá sáttasemjara í gær.
Næsti sáttafundur
boðaður á föstudag
Menningarsetur múslima verður
borið út úr Ýmishúsinu í Skógarhlíð
í dag í samræmi við úrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur. Stofnun múslima
á Íslandi, sem á húsið, höfðaði mál
gegn Menningarsetrinu og vildi að
trúarfélagið færi úr húsinu. Stofn-
unin hélt því fram að vera
Menningarsetursins í húsnæðinu
byggðist á samningi sem hefði aldrei
öðlast gildi sem leigusamningur og
hefði verið þinglýst í óþökk húseig-
anda. Menningarsetrið hefur kært
úrskurðinn til Hæstaréttar.
Bornir út úr
Ýmishúsinu
Meira virðist vera af hafís á
Grænlandssundi nú en á sama
tíma í fyrra og er talsvert af ís Ís-
landsmegin við miðlínuna milli Ís-
lands og Grænlands, að sögn Ægis
K. Franzsonar, skipstjóra á Þern-
ey RE. Þeir voru á mánudag á
ufsaveiðum á Halamiðum þegar
hafísinn kom inn yfir veiðislóðina
og var þar talsvert af rekís og ís-
hrafli, en einnig einstaka mynd-
arlegir ísjakar. Þoka var á mið-
unum og þegar Ægir skipstjóri
færði sig á milli veiðisvæða greip
hann til þess ráðs að fá skipverja
til að standa á útkikki til að fylgj-
ast með hafísnum. Hann segir að
það hafi allt gengið vandræða-
laust.
Á Facebook-síðu Þerneyjar RE
mátti lesa eftirfarandi í gær:
„Hinn eini og sanni landsins forni
fjandi, hafísinn, er ekki langt und-
an á Vestfjarðamiðum núna. Í gær
sigldum við inn í ísinn á leið okkar
á milli fiskislóða, engar græjur
greindu ísinn, hvorki radar né
hitamyndavél, og veðurskilyrði
erfið til siglinga í ís, þ.e.a.s. mikil
þoka og þá dugar ekkert annað en
gamla góða aðferðin að raða
strákunum á útkikk og þeir leið-
beindu skipstjóranum framhjá
stóru jökunum. Þeir voru margir
tignarlegir þegar þeir komu út úr
þokunni.“
Í gær var Þerney komin sunnar
og voru þeir á grálúðuveiðum á
Torginu sem svo er kallað. Ægir
sagði að afli væri frekar tregur,
en ágætlega hefði hins vegar
gengið á ufsanum á Halamiðum.
10. maí máttu íslensk skip hefja
karfaveiðar á Reykjaneshrygg og
sóttu Þerney og Örfirisey kvóta
HB Granda. Ægir segir að vel hafi
gengið og veiddi Þerney sinn
skammt, um 550 tonn, á 10 dög-
um. Karfakvóti Íslendinga hefur
verið skorinn mikið niður undan-
farin ár og þannig nemur kvóti
skipa HB Granda ekki nema þriðj-
ungi þess magns sem félagið fékk
úthlutað fyrir þremur árum.
aij@mbl.is
Þerney á Halamiðum innan um íshrafl og einstaka stærri jaka
Ljósmynd/Hjalti Gunnarsson
Hafís á Halanum „Í gær sigldum við inn í ísinn á leið okkar á milli fiskislóða,“ segir í lýsingu skipverja á Þerney RE.
Strákarnir
á útkikki í
hafísnum
Tíu dýr eru komin á land það sem af
er hefnuveiðivertíðinni. Hrafnreyð-
ur KÓ-100 landaði tíunda dýrinu í
Hafnarfjarðarhöfn í gær. Rokkarinn
úr Njarðvík er einnig að veiðum.
Veiðarnar hófust 25. apríl og eru
stundaðar í Faxaflóa. „Þetta gengur
ljómandi vel núna. Á sama tíma í
fyrra vorum við búnir að fá tvö dýr
en þá setti verkfall dýralækna hjá
Matvælastofnun strik í reikninginn,“
segir Gunnar Bergmann Jónsson,
framkvæmdastjóri IP-útgerðar ehf.
sem gerir út Hrafnreyði og rekur
vinnsluna í Hafnarfirði.
Dýrin eru skorin úti á sjó og flutt í
vinnsluna í stórum bitum í fiskiker-
um. Þar taka dýralæknar út hverja
einustu löndun. Kjötið fer ferskt í
búðir og á veitingastaði.
helgi@mbl.is
Tíundu hrefnunni landað
Hrefnuveiðin fer vel af stað í ár Tvö skip að veiðum
Dýrin skorin úti á sjó Landað í vinnslu í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Eggert
Nýtt fyrirkomulag varðandi eftirlit
þeirra sem lokið hafa meðferð við
brjóstakrabbameini var kynnt á fundi
sem starfsfólk krabbameinslækn-
ingadeildar og Brjóstaheill – Sam-
hjálp kvenna stóðu fyrir í gær. Sam-
kvæmt fyrirkomulaginu munu
hjúkrunarfræðingar í auknum mæli
koma að eftirlitinu, í stað lækna. Að
sögn Gunnars Bjarna Ragnarssonar,
yfirlæknis lyflækninga krabbameina
á Landspítalanum, er það mikil ein-
földun að halda því fram að hjúkr-
unarfræðingar sjái nú alfarið um eft-
irlitið. „Við erum að bæta þjónustu
við brjóstakrabbameinsgreinda, sem
felst í því að virkja fleiri starfsstéttir í
að vinna með brjóstakrabbameins-
greindum og fjölga samskiptamögu-
leikum við lækna.“ Fundurinn var vel
sóttur og er Gunnar Bjarni bjartsýnn
á framhaldið. „Við ætlum að vinna
með Brjóstaheillum að því að bæta
þjónustuna.“
Aukin þjónusta við
brjóstakrabba-
meinsgreinda
Karlmaður sem féll af bifhjóli á
Þingvallavegi við Leirvogsá síðdegis
í fyrradag er látinn. Hann var flutt-
ur með sjúkrabifreið á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi þar sem
hann var úrskurðaður látinn.
Tildrög slyssins eru til rann-
sóknar hjá lögreglu.
Fram kom í fyrrakvöld að mað-
urinn var einn á ferð. Virðist hann
hafa misst vald á hjólinu og lent utan
í vegriði.
Bifhjólamað-
ur látinn
Fyrsta umferð landsliðsflokks Ís-
landsmótsins í skák fór eftir bókinni
nema hvað stigahæsti maður mótsins,
Hjörvar Steinn Grétarsson, gerði
jafntefli við Einar Hjalta Jensson.
Mótið fer fram í Tónlistarskóla Sel-
tjarnarness og hófst með setningar-
athöfn í gær. Eftir fyrstu umferðina
eru fimm menn með einn vinning,
þeir Björn Þorfinnsson, Jóhann
Hjartarson, Bragi Þorfinnsson, Jón
Viktor Gunnarsson og Héðinn Stein-
grímsson.
Fimm sigrar
og jafntefli