Morgunblaðið - 01.06.2016, Side 6

Morgunblaðið - 01.06.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is 142 ára sögu fangelsisins við Skóla- vörðustíg lýkur í dag þegar síðustu tveir fangarnir munu yfirgefa bygg- inguna. Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874 en strax á sjöunda áratug síðustu aldar heyrðust þau sjónarmið að húsið væri orðið úrelt og gamaldags sem fangelsi. Helst lokun fangelsisins í hendur við opnun hins nýja fangelsis á Hólmsheiði sem formlega verður tekið í notkun síðar í mánuðinum. Fangelsið var hið eina á landinu til ársins 1929 þegar hælið á Litla- Hrauni var tekið í notkun. Á síðustu árum hefur Hegningarhúsið verið notað sem móttökufangelsi og sjald- gæft að menn dvelji þar í lengri tíma. Magnús Páll Ragnarsson, varðstjóri í fangelsinu, segir þó að á þeim ellefu árum sem hann hefur starfað þar hafi fangi dvalið lengst í 22 mánuði að eigin ósk. Fjórmennt var í klefa „Á tímabili var fjórmennt í hverj- um klefa og síðan fór það niður í tvo menn á hvern klefa og undanfarið hefur það að einhverju leyti verið með einstaklingsklefa,“ segir Magn- ús sem segir hvern klefa 10-12 fer- metra stóran. Síðustu ár hefur verið pláss fyrir 12 afplánunarfanga og tvo í gæsluvarðhaldi. Fyrir það voru 16 pláss en einum klefanum var breytt í setustofu fyrir fanga að kröfu heilbrigðiseftirlitsins. „Fang- elsið er búið að vera á undanþágu í 15-20 ár og það var talað um að byggja þyrfti nýtt fangelsi á sjöunda áratugnum,“ segir Magnús Páll en Evrópunefnd um varnir gegn pynt- ingum hefur margsinnis gert at- hugasemdir við aðbúnað í fangels- inu. „Það verður kannski einhver söknuður, því fangelsið er á mjög sérstökum stað. Nándin við fangana er mikil, sem og gesti og gangandi. Nú förum við upp í sveit í stærra og nútímalegra umhverfi,“ segir Magnús Páll. Að sögn Magnúar hefur það sjald- an gerst að fangar hafi strokið úr fangelsinu en það gerðist síðast árið 1993 þegar þrír fangar söguðu í sundur rimil á baðherbergisglugga fangelsisins með járnsagarblaði. Þeir náðust þó fljótt. Í fangelsinu hafa fangar fengið að vera utandyra í bakgarði í klukku- stund fyrir hádegi og klukkustund eftir hádegi. Það teygðist þó á sumrin þegar heitt var í veðri. Að sögn Magnúsar verður kveðjuhóf í fangelsinu á föstudag sem verður þó lágstemmt. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp varðandi það sem gera á við húsið. Bæði hefur verið nefnt að gera eigi þar hótel, en einnig hafa komið fram hugmyndir um að þarna verði réttarsögu- og lög- reglusafn.  Verður Hegningarhúsið að hóteli eða safni?  Síðustu tveir fangarnir ljúka afplánun í dag  Viss söknuður verður eftir nándinni, segir varðstjóri  Hólmsheiðin tekur við síðar í mánuðinum 142 ára sögu Hegningarhússins lokið Morgunblaðið/Golli Lok, lok og læs Hegningarhúsið hefur staðið við Skólavörðustíg frá árinu 1874. Líklega verður húsinu fengið annað hlutverk í framtíðinni. Helgi Bjarnason Skúli Halldórsson Góður taktur var í þingstörfum í gær og hafa þau gengið ágætlega að undanförnu. Málin gengu áfram hægt og bítandi, nokkur frumvörp voru samþykkt sem lög og önnur mál fóru áfram til annarrar, þriðju eða seinni umræðu. Kvöldfundur var í gærkvöldi. Þrátt fyrir góðan gang treystir þingforseti sér ekki til þess að fullyrða að hægt verði að standa við nýgerða starfsáætlun þingsins, sem gerir ráð fyrir þingfrestun fyrir sumarhlé síðdegis á morgun. Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, segist hafa sett á dagskrá í gær þau mál sem tilbúin voru til af- greiðslu í þinginu. Verið sé að ganga á dagskrána. Hann tekur fram að talsverðar umræður hafi verið um einstök mál. Mesta umræðan var um frumvarp fjármálaráðherra um að- gerðir gegn skattsvikum, sem var til 1. umræðu, en yfir 50 ræður voru fluttar í umræðunni ef tekin eru með andsvör og svör við andsvörum. Lagafrumvörp samþykkt Frumvarp iðnaðarráðherra um heimagistingu og fleira var meðal þeirra frumvarpa sem samþykkt voru. Þingsályktunartillaga um rannsókn á erlendri þátttöku í kaup- um á 45,8% eignarhlut í Búnaðar- banka Íslands hf. á sínum tíma var tekin á dagskrá og vísað til seinni umræðu. Vigdís Hauksdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, gerði athugasemdir við að tillaga hennar um rannsókn á einkavæðingu bank- anna eftir bankahrun hefði ekki komist samhliða á dagskrá. Þing- forseti sagðist beita sér fyrir að til- lagan kæmi til umræðu í dag. Samkvæmt starfsáætlun þingsins er gert ráð fyrir þingfrestun fyrir sumarhlé síðdegis á morgun. Ekki mun hafa verið gert samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála svo það sé tryggt og því hugsanlegt að þingfundir verði eftir helgi. Stjórnarmeirihlut- inn er með nokkur mál sem hann leggur áherslu á að komist áfram fyrir frestun. Frumvarp mennta- málaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna er dæmi um mál sem ágreiningur er um en ráðherra leggur áherslu á að mæla fyrir því og koma því til nefnd- ar fyrir þingfrestun. Ræðir mest um fundarstjórn Lítið hefur verið um umræður og athugasemdir undir liðnun fundar- stjórn forseta síðustu vikurnar, eða frá miðjum maímánuði. Þó hefur alls tæpum sólarhring, eða 23,1 klukku- stund, verið varið í þennan lið á yfir- standandi löggjafarþingi. Samkvæmt upplýsingum á vef Al- þingis hefur Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, varið mestum tíma allra í ræður undir þessum lið það sem af er þessu löggjafarþingi, eða alls 109 mín- útum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi Mikið er rætt um málin í þingsal og jafnframt vel unnið í nefndum. Málin renna áfram. Góður taktur í þing- störfum þessa dagana  Tæpur sólarhringur í umræður um „fundarstjórn“ í vetur Ræður og athugasemdir um fundarstjórn forseta Löggjafarþing 2015-2016 Heimild: Alþingi 109 mínútur Svandís Svavarsdóttir 75 mínútur Lilja Rafney Magnúsdóttir 77 mínútur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir 79 mínútur Össur Skarphéðinsson 75 mínútur Katrín Júlíusdóttir Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Seðlabanka Íslands eru veittar víð- tækar rannsóknarheimildir með af- landskrónufrumvarpi sem nýlega var samþykkt á Alþingi. Með lögunum er Seðlabankanum veitt heimild til að krefjast upplýsinga sem bankinn tel- ur nauðsynlegar af hverjum sem er, en upplýsing- arnar þurfa ekki að tengjast af- landskrónum með beinum hætti. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsing- arnar eða gögn varða þann aðila sem beiðinni er beint til eða aðra sem hann getur veitt upplýsingar um og varða athuganir og eftirlit Seðlabankans, til dæmis fjölskyldumeðlimi eða lögmenn. Ákvörðun Seðlabankans um slíka upplýsingaöflun er endanleg á stjórn- sýslustigi, en í því felst að ekki er mögulegt að skjóta ákvörðuninni til ráðherra. Þá frestar málskot til dóm- stóla ekki réttaráhrifum slíkrar ákvörðunar. Komi til þess að aðili neiti Seðlabankanum um upplýsingar eða gögn getur bankinn lagt dagsekt- ir á viðkomandi, 50 þúsund til 50 millj- ónir króna á dag. Andstætt mannréttindareglum Að sögn Reimars Péturssonar, for- manns Lögmannafélags Íslands, bera lögin vott um vanþekkingu á íslenskri réttarskipan. „Ef lögmaður hefur veitt skjólstæðingi sínum ráðgjöf um einhver málefni sem tengjast þessum aflandskrónum og hefur verið trúað fyrir upplýsingum sem tengjast því, þá getur hann aldrei afhent Seðla- banka Íslands slíkar upplýsingar. Ef hann gerði það myndi hann ekki ein- ungis brjóta gegn siðareglum lög- manna heldur einnig gegn ákvæðum um réttláta málsmeðferð og friðhelgi einkalífs sem njóta verndar Mann- réttindasáttmála Evrópu og stjórnar- skrárinnar,“ segir Reimar. Dagsektir notaðar sem refsing Hann lýsir undrun sinni yfir þeim ákvæðum laganna sem lúta að dag- sektum, en dagsektir falla alla jafnan niður eftir að aðilar hafa efnt þá skyldu sem stjórnvöld hafa lagt á þá. „Venjulega er þetta þannig að dag- sektir eru tæki til að knýja fram efnd- ir og eru ekki greiddar nema í undan- tekningartilvikum. Hérna er gengið miklu lengra, vegna þess að jafnvel þótt þú sért búinn að afhenda upplýs- ingarnar, þá falla dagsektirnar ekki niður. Í þessu tilviki eru dagsektirnar því ekki tæki til að knýja aðila til efnda á skyldu heldur eru þær not- aðar sem bein refsing. Það er óhugs- andi að refsing af þessum toga verði lögð á nema af sjálfstæðum og óvil- höllum dómstól að undangenginni rannsókn og réttlátri málsmeðferð þar sem verjandi hefur verið skipað- ur,“ segir Reimar. Hann telur ótækt að refsa aðilum fyrir það eitt að láta reyna á hvort Seðlabankinn eigi í raun og veru rétt til að kalla eftir upp- lýsingum. Lögin geta alls ekki staðist Reimar segir laganefnd Lög- mannafélagsins ekki hafa fengið tækifæri til að gera athugasemdir við frumvarpið, en frumvarpið var lagt fyrir á föstudegi og samþykkt á sunnudegi, og bætir við að hann telji ólíklegt að gengið verði hart fram á grundvelli umræddra ákvæða. „Ein- hverjir af þeim sem fara með fram- kvæmd þessara mála hljóta að gera sér grein fyrir, ef allt er með felldu, að þetta getur aldrei virkað eins og þetta er skrifað og það er alvarlegt að á Al- þingi séu samþykkt lög sem geta með engu móti staðist.“ Segir lögin um aflands- krónur afleit  Heimildir Seðlabanka of víðtækar Reimar Pétursson Morgunblaðið/Golli Seðlabankinn Fær rúmar heimildir til að afla upplýsinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.