Morgunblaðið - 01.06.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
ÍSLENSKT ÚR ER
GÓÐ ÚTSKRIFTARGJÖF
www.gilbert.is
Sú undarlega hugmynd að hættaað leyfa fólki að nýta sér sam-
sköttunarregluna á milli hjóna og
sambýlisfólks slæddist illa rökstudd
inn í eitt af frum-
vörpum ríkisstjórn-
arinnar á þessu
þingi.
Einn hópur fólksvar tekinn út
úr og lagt til að sam-
sköttunarreglan gilti
ekki fyrir hann, en
það er sá hópur sem
einnig verður fyrir
því að lenda í hærra
skattþrepi vinstri
stjórnarinnar sem
enn er við lýði (það
er að segja skatt-
þrepið – vinstri stjórnin mun vera
farin frá þó að eðlilegt sé að ein-
hverjir efist um það.)
Meirihluti efnahags- og viðskipta-nefndar rak sem betur fer aug-
un í að eitthvað væri bogið við frum-
varpið og leggur til í nefndaráliti sínu
að samsköttunin verði að fullu í gildi.
Um þetta segir meirihlutinn: „Sam-
sköttun hjóna er meginregla sem
helgast af réttindum og skyldum sem
hjón bera og rétt er að tvö heimili
með sömu tekjur beri sömu skatta.“
Fulltrúar VG og Samfylkingar ínefndinni eru á móti þessari
sanngjörnu tillögu meirihlutans, eins
og við var að búast. Og Árni Páll
Árnason vildi í umræðum á þingi
tryggja að enginn efi væri um að
Samfylkingin væri að hverfa inn í VG
með því að gagnrýna meirihlutann og
spyrja forsætisráðherra álits á tillögu
hans.
Af einhverjum ástæðum svaraðiforsætisráðherra því til að til-
laga meirihlutans hefði komið sér á
óvart. En hvers vegna? Hann ætti
manna best að vita að vinstri stjórnin
er farin frá.
Árni Páll Árnason
Er eitthvað rangt
við samsköttun?
STAKSTEINAR
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Veður víða um heim 31.5., kl. 18.00
Reykjavík 9 rigning
Bolungarvík 13 alskýjað
Akureyri 16 skýjað
Nuuk 2 rigning
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 25 heiðskírt
Kaupmannahöfn 24 heiðskírt
Stokkhólmur 23 heiðskírt
Helsinki 23 heiðskírt
Lúxemborg 16 skýjað
Brussel 17 skýjað
Dublin 20 léttskýjað
Glasgow 19 heiðskírt
London 12 rigning
París 14 rigning
Amsterdam 22 léttskýjað
Hamborg 24 skúrir
Berlín 25 léttskýjað
Vín 20 skýjað
Moskva 20 heiðskírt
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 22 léttskýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 23 léttskýjað
Aþena 29 léttskýjað
Winnipeg 11 skúrir
Montreal 22 léttskýjað
New York 23 skýjað
Chicago 27 skýjað
Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:21 23:31
ÍSAFJÖRÐUR 2:38 24:24
SIGLUFJÖRÐUR 2:19 24:09
DJÚPIVOGUR 2:40 23:11
Verð á aflaheim-
ildum í krókaafla-
markskerfinu
hefur nálgast
verð í aflamarks-
kerfinu síðustu
misseri og er nú
það sama. Hér
áður fyrr var
verðmunurinn á
heimildunum að jafnaði um 10-20%
milli kerfanna, að því er fram kemur
á heimasíðu Fiskistofu.
Undanfarna mánuði hefur verð á
aflaheimildum verið nokkuð stöðugt
í þorski bæði í aflamarks- og króka-
aflamarkskerfinu og er nú í kringum
225 kr./kg í báðum kerfum. Verðið í
aflamarkskerfinu fór hæst í upphafi
árs 2012 í 330 kr. Verðið hefur verið
nokkuð stöðugt síðastliðin tvö ár, á
bilinu 215 til 227 kr. í aflamarkskerf-
inu, en verð hefur hækkað eitthvað í
krókaaflamarkskerfinu.
Árið 2007 voru 40.651 tonn leigð á
milli skipa í báðum kerfum. Magnið
dróst nokkuð saman árin eftir efna-
hagshrunið en tók þá að aukast til
2014 er það fór í 32.557 tonn. Magnið
var litlu minna í fyrra, eða 29 þúsund
tonn.
Sama verð
í báðum
kerfum
Nokkuð stöðugt
verð fyrir heimildir
Tekjur ríkisins af bensínsölu til not-
enda bílaleigubíla námu í fyrra rúm-
um 5 milljörðum króna í beinar
tekjur, s.s. af bensín- og kolefna-
gjaldi sem lagt var á áætlaðar rúm-
ar 54 milljónir lítra af eldsneyti.
Þetta kemur fram í útreikningum
byggðum á upplýsingum frá bæði
fyrirtækjum í greininni og Sam-
göngustofu. Samkvæmt þeim voru
hér að jafnaði um 11.500 bíla-
leigubílar á tímabilunum janúar-maí
og september-desember en 15.000
yfir sumarmánuðina júní-ágúst.
635 milljón km keyrðir
Nýting bílaleiguflotans var heilt
yfir áætluð 80% yfir sumarið og
65% að vetri. Meðalkeyrsla hvers
bíls á dag var frá 200 km að vetri
upp í 250 km að sumri. Alls er því
talið að bílaleigubílar hafi keyrt 635
milljón kílómetra á íslenskum veg-
um í fyrra.
Áætluð meðaleldsneytisnotkun
bílaleiguflotans var átta lítrar fyrir
hverja hundrað kílómetra keyrða að
sumri og 8,5 lítrar að vetri og með-
alverð eldsneytis 184 kr. Þá var
hlutur opinberra gjalda í útsölu-
verði eldsneytis að jafnaði 51% yfir
árið, samkvæmt tölum frá FÍB.
Til hliðsjónar má nefna að heild-
arútgjöld ríkisins til samgöngumála
fyrir árið 2016 eru skv. fjárlögum
28,4 milljarðar. bso@mbl.is
Ríkið fær 5 milljarða frá bensínsölu
Miðað við keyrslu bílaleigubílaflotans árið 2015 11-15 þúsund bílaleigubílar
Morgunblaðið/Ómar
Bílar Eldsneytisgjöld eru tekjulind.