Morgunblaðið - 01.06.2016, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Dagbjört Svava Jónsdóttir skrifaði
lokaritgerð í meistaranámi í mennt-
unarfræðum leikskóla um sýnileika
starfs í leikskóla-
starfi. Til þess
kannaði hún
áhrif notkunar
Facebook á
tveimur leik-
skóladeildum á
leikskólanum
Rauðhóli í Norð-
lingaholti. Var
ætlunin að kanna
hvaða áhrif lok-
aður Facebook-
hópur hefði sem foreldrar höfðu að-
gang að hvað varðar samskipti,
fagmennsku starfsfólks og viðhorf
foreldra til leikskólastarfsins.
Hún segir að algengt sé að leik-
skólar notast við opna Facebook-
síðu þar sem hægt sé að fylgjast
með starfinu en í tilviki rannsóknar
Dagbjartar var notast við lokaða
Facebook-síðu. „Núna í vetur höf-
um við bara verið að setja inn upp-
lýsingar um nám og leik barna,“
segir Dagbjört.
Hún segir að þessi nýlunda hafi
mælst vel fyrir og að foreldrar hafi
lýst því að þeir telji sig hafa betri
sýn á það sem fram fer í skólastarf-
inu og hvert hlutverk leikskóla-
kennara sé. Sjálf er Dagbjört starf-
andi á leikskólanum Rauðhóli og
notaðist hún við hann í rannsókn-
inni. Hún tók mið af viðtölum við
starfsfólk og foreldra og dagbók-
arfærslum þar sem skráð voru nið-
ur viðbrögð foreldra við rannsókn-
ina.
Að sögn Dagbjartar mældist
samfélagsnotkunin vel fyrir en þó
hafi einnig þau sjónarmið heyrst að
ekki sé rétt að kennarar notist við
eigin farsíma til þess að mynda
börnin. „Við notuðumst við símann
því hann er þægilegt tæki.[...] en
svo fannst sumum óþægilegt að bú-
ið væri að taka myndir af börn-
unum og starfinu og í raun var gerð
krafa á að starfsfólk losaði sig strax
við efnið úr eigin síma. Foreldrar
hafa ekki mikið rætt þetta en við
kennararnir áttuðum okkur sjálf á
því að við erum með persónulegar
upplýsingar í símanum sem við vilj-
um ekki að séu á glámbekk. Við
þurfum að gæta að persónuvernd,
barnanna vegna,“ segir Dagbjört.
Hún segir ekki síður vert að
velta því fyrir sér þegar leikskólar
eru að deila myndum af starfinu á
opnum síðum, þar sem ekki er not-
ast við lokaða hópa á Facebook eins
og gert er á Rauðhóli.
Ánægja með lok-
aða Facebook-
síðu skólans
Segir að mikilvægt sé að gæta
að persónuvernd barnanna
Morgunblaðið/Eggert
Leikskólabörn Lokuð Facebook-síða vakti lukku á meðal foreldra. Við
rannsóknina var rætt um mikilvægi þess að gæta að persónuvernd barna.
Dagbjört Svava
Jónsdóttir
Freyr Steinar Gunnlaugsson, á línubátnum Jóni á Nesi
ÓF 28, kom til hafnar í Siglufirði með heldur óvenju-
legan afla, því um sjö metra hákarl hafði flækst í einni
línunni og var enn lifandi þegar hann náðist upp á yfir-
borðið. „Ég hef einu sinni áður fengið hákarl á línuna en
þá var hann dauður þegar hann kom upp. Þessi var
ósköp rólegur en hann tók eitt og eitt kast. Hann gerði
það hægt en allt í einu fór hann af stað og þá kipptist
duglega í línuna,“ segir Freyr. Hákarlinn mældist um sjö
metrar að lengd, en að sögn Freys kom ferlíkið á línuna
um 12 mílur úti af Siglunesi, á rúmlega 180 faðma dýpi.
Fjöldi manns safnaðist á bryggjunni til að fylgjast með
þegar þeir Sverrir Björnsson og dóttursonur hans, Sæv-
ar Örn Kárason, gerðu að hákarlinum og skáru hann í
beitu, sem mun gleðja einhverja bragðlauka.
benedikt@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Sjö metra hákarl skorinn í beitu
Matarmarkaður verður opnaður á
Hlemmi í sumar en áætluð verklok
eru í september og er undirbúningur
í fullum gangi. Farþegar Strætó
munu, eins og aðrir, njóta góðs af
markaðnum, þar sem fjöldi aðila
mun bjóða upp á mat sem hægt
verður að neyta á staðnum eða taka
með sér. „Það verður engin breyting
á leiðakerfi Strætó í kringum
Hlemm að þessu sinni en það er
horft til BSÍ í framtíðinni og við er-
um að skoða hvort við getum fært
leiðir þangað smátt og smátt eða
hvort við gerum það allt í einu. Það
er margt í gangi sem miðar að því að
þjónusta farþegana sem best og nýta
fjármagn sem hagkvæmast,“ segir
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmda-
stjóri Strætó.
Sumaráætlun Strætó tók gildi á
sunnudag með nokkrum tilfæring-
um á leiðakerfinu. Strætó er þegar
byrjað að vinna að vetraráætlun sem
tekur gildi í haust og eru nokkrar til-
lögur komnar inn á borð Reykja-
víkurborgar.
Fram hefur komið að leið 5 muni
hætta að keyra í Hádegismóa og
mun leið 16 taka við því hlutverki. Þá
fer leið 18 um nýjan veg, Fellsveg í
Úlfarsárdal, sem mun spara tíma.
„Þetta eru minniháttar breytingar
sem tóku gildi við sumaráætlunina.
Núna erum við að velta uppi hug-
myndum fyrir komandi haust,“ segir
Jóhannes. benedikt@mbl.is
Horfa til BSÍ í framtíðinni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Strætó Ekur nú samkvæmt sumar-
áætlun sem tók gildi á sunnudag.
Hrollaugur, félag smábátaeigenda á
Hornafirði, fer fram á að 200 tonnum
verði bætt við aflaheimildir á strand-
veiðum á suðursvæði. Erindi þessa
efnis hefur verið sent til sjávarútvegs-
ráðherra og þingmanna, sem koma
frá D-svæði strandveiðanna, það er
svæðinu frá Hornafirði í Borgarnes.
Heimildir á D-svæði voru skertar
um 200 tonn með ákvörðun ráðherra í
vor, en í heildina voru þær auknar um
400 tonn á landinu. Í bréfi Hrollaugs
er þetta gagnrýnt harðlega og bent á
22% nýliðun á strandveiðum á svæð-
inu á þessu ári og 109% aukningu
landana á svæðinu í maímánuði. Farið
er fram á að skerðingin verði leiðrétt
strax og 200 tonnum verði skilað á
svæðið svo sami grundvöllur verði að
minnsta kosti til veiða og verið hefur
síðustu ár.
Í bréfinu segir meðal annars: „Ef
ekkert verður að gert mun svæðið
fara illa út úr strandveiðunum í ár og
þá sérstaklega sú nýliðun sem hefur
átt sér stað á svæðinu. Pottarnir fyrir
júní, júlí og ágúst eru allt of litlir og
útlit er fyrir stöðvun veiða mun fyrr
en ella hefði orðið með tilheyrandi
tekjuskerðingu og vandræðum fyrir
strandveiðimenn.“
Þá hefur Landssamband smábáta-
eigenda sent sjávarútvegsráðherra
bréf þar sem skorað er á ráðherra að
bæta nú þegar 200 tonnum við veiði-
heimildir á svæði D út frá forsendu-
bresti sem komið hefur í ljós eftir
veiðar í maí. aij@mbl.is
Ráðherra skili 200
tonnum nú þegar
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VIÐ HÖFUM TÆKIFÆRI
TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR
ATBURÐ SEM FELUR Í SÉR
OFBELDI.
NOTUM VIÐ TÆKIFÆRIN?
LANGVIRK
SÓLARVÖRN
ÞOLIR SJÓ, SUND
OG LEIK.
BARNIÐ ÞITT Á SKILIÐ 5 STJÖRNUR
SÓLARVÖRNIN SEM HÚÐLÆKNAR MÆLA MEÐ
Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð.
Engin paraben, engin nanótækni, ilm- eða litarefni.
Sölustaðir | Öll apótek, Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup, Fríhöfninni og víðar | www.proderm.is