Morgunblaðið - 01.06.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Hugmynd Hagsmuna-samtaka áhugafólks umsmáheimili, HÁS, semformlega voru stofnuð á
fundi í gærkvöldi, snýst í grunninn
um að gera fólki kleift að eignast
heimili án þess að binda sig á
skuldaklafa ævina á enda. Lausnin
felst í smáhúsum, mátulega
„stórum eða litlum“ – eftir því
hvernig á það er litið – allt frá 25
fermetrum eða svo. HÁS dregur
dám af Tiny House Movement,
hreyfingu sem rutt hefur sér til
rúms beggja vegna Atlantsála
undanfarin ár, einkum eftir fjár-
málakreppuna 2008.
Hugmyndafræðin speglaðist í
yfirskrift stofnfundarins „Minna
hús – Meira heimili. Bylting í hús-
næðismálum.“ Guðmundur Jónas
Haraldsson, stofnfélagi og einn
talsmanna HÁS, segir samtökin
runnin undan rifjum Söndru Borg
Bjarnadóttur, sem fyrr á árinu
stofnaði Facebook-hópinn Tiny
Homes á Íslandi. „Fljótlega höfðu
hátt í 2.700 manns skráð sig í hóp-
inn. Til marks um áhugann og einn-
ig húsnæðisekluna mættu 200
manns á kynningarfund sem við
blésum til fyrir þremur vikum.
Eygló Harðardóttir, félags- og hús-
næðismálaráðherra, ávarpaði sam-
kunduna og hvatti síðan á bloggi
sínu sveitarstjórnir til að útvega
lóðir fyrir smáheimili af þessu
tagi,“ segir Guðmundur Jónas.
Hugarfarsbreyting
Hann er vongóður um að hug-
myndin fái innan tíðar byr undir
báða vængi hjá þar til bærum yfir-
völdum á höfuðborgarsvæðinu og
um allt land. „Fyrsta verk okkar
verður að leita eftir samstarfi við
sveitarfélög um að laga deiliskipu-
lag og byggingareglugerðir að nýrri
hugsun í húsnæðismálum. Eins og
nú háttar til er þar ekki gert ráð
fyrir þessari gerð húsa, sem þó eru
síst lakari að gæðum en stór ein-
býlishús. Lykilatriði í hugmynda-
fræði okkar er að smáhúsin séu
mátulega stór í þeim skilningi að
þau henti íbúunum, sem hanni þau
eftir þörfum sínum og smekk og
geti byggt þau á ódýrari og hag-
kvæmari hátt en tíðkast hefur.“
Guðmundur Jónas merkir tölu-
verða hugarfarsbreytingu í sam-
félaginu, sérstaklega hjá ungu fólki,
sem ekki kæri sig um að eyða
megninu af launum sínum í hús-
næði, hvorki sitt eigið né leigu-
húsnæði. „Minna húsnæði, meira fé
til annarra nota og um leið
betra líf er sjónarmið sem
fólk aðhyllist í æ ríkari
mæli. Sú hugsun að
byggja stórt, eins og Ís-
lendingar hafa gert síðustu
áratugina, er úr takti við
samtímann og á trú-
lega
Heimili án skuldaklafa
alla ævina á enda
Ofuráhersla fólks á að eignast eigið húsnæði, helst veglegt einbýlishús fyrir fertugt, er í rénun. Enda á fárra
færi vegna himinhárrar leigu, íbúðaverðs og vaxta. Guðmundur Jónas Haraldsson, einn talsmanna Hags-
munasamtaka áhugafólks um smáheimili, merkir hugarfarsbreytingu; fólk kjósi í auknum mæli minna hús-
næði og þar af leiðandi meiri peninga til að eiga sér betra líf – og mögulega smáheimili.
Morgunblaðið/Eggert
Draumahús Guðmundur Jónas á sér þann draum að eignast smáheimili.
Vantar þig föt fyrir sumarið? Eða
viltu bara hressa aðeins upp á fata-
skápinn? Þá er um að gera að kíkja
við á fatamarkaði á 1. hæð í Bóka-
safni Kópavogs, aðalsafni, kl. 17 til
20 í dag. Fatnaðurinn er seldur á
góðu verði og ættu flestir að finna
flíkur við sitt hæfi og smekk.
Endilega . . .
. . . fáðu þér föt
fyrir sumarið
Morgunblaðið/Kristinn
Föt Flestir ættu að finna föt við hæfi
Þeir sem vettlingi geta valdið ættu
ekki að láta sýninguna Sjónarhorn í
Safnahúsinu við Hverfisgötu framhjá
sér fara. Þar er mikið í lagt og er
sýningin sannkallað ferðalag um ís-
lenskan myndheim fyrr og nú í sjö
álmum hússins með jafn mörgum
sjónarhornum sem tengja saman ólík
listaverk og áhugaverða muni, þvert
á efni og tímabil. Teflt er saman
verkum viðurkenndra listamanna og
ófaglærðra, nýrri listsköpun og
fornri, svo sem Jónsbók og víd-
eóverki Ragnars Kjartanssonar. Sér-
stök fræðslurými og fræðsluefni sem
hæfir öllum aldurshópum er aðgengi-
legt á sýningunni.
Sjónarhorn er grunnsýning í sjón-
rænum menningararfi Íslendinga, en
þar eru sýnd verk í eigu Þjóðminja-
safns Íslands, Listasafns Íslands,
Náttúruminjasafns Íslands, Þjóð-
skjalasafns Íslands, Landsbókasafns
– Háskólabókasafns og Stofnunar
Árna Magnússonar, en Þjóðminja-
safnið sér um rekstur hússins. Sam-
starf þessara sex stofnana býður
upp á einstakt tækifæri til að skoða
arfleifðina í nýju samhengi og varpa
ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum
hætti.
Á vefnum www.safnahusid.is/
vefleidsögn má fá vefleiðsögn um
sýninguna.
Vefsíðan www.safnahusid.is/vefleidsogn
Ferðalag um
íslenskan
myndheim
Morgunblaðið/Einar Falur
Geirfuglinn Fyrsti kjörgripur
sýningarinnar er geirfuglinn.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Með samvinnu mætti gera
hagstæðari innkaup
en ella, fá afslátt
og samnýta verk-
færi.
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jóga-
kennari og útgefandi gongdisksins
Endurómur friðar, býður þeim sem
vilja að koma og slaka á og gleðjast
yfir útgáfunni milli kl. 18 og 18.30 í
kvöld á Ylströndinni í Nauthólsvík.
Gonghljómar hafa verið notaðir í
slakandi tilgangi um aldir. Þeir sem
vilja njóta Enduróms friðar á Yl-
ströndinni geta annaðhvort verið í
pottunum eða legið á ströndinni og
vafið utan um sig teppi ef þannig
viðrar. Fyrsta upptaka disksins nefn-
ist Ylströndin og var gerð þar við
flæðarmálið kl. 6 að morgni.
Arnbjörg Kristín leikur á gongið og
verður geisladiskurinn til sölu í kvöld
með afslætti og síðan í afgreiðslu Yl-
strandarinnar.
Djúpslökun við heillandi
hljóma gongsins
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Jógakennari Arnbjörg Kristín.
Endurómur frið-
ar á Ylströnd
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
Raftæknivörur
Mótorvarrofar
og spólurofar
Það borgar sig að nota það besta!
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
3
1
.3
0
1
Skynjarar Töfluskápar
Hraðabreytar Öryggisliðar
Aflrofar Iðntölvur
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is