Morgunblaðið - 01.06.2016, Page 14

Morgunblaðið - 01.06.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Í nýrri skýrslu rannsóknarteymis frá Harvard-háskóla er sett fram ný til- gáta um uppruna og orsakir alzheim- ers-sjúkdómsins. Þótt rannsóknin sé á upphafsstigum hefur tilgátan þeg- ar vakið mikla athygli á meðal sér- fræðinga í öldrunarsjúkdómum, en skýrslan birtist í vísindaritinu Science Translational Medicine í síð- ustu viku. Hugmyndin gengur út á að sýklar, veirur eða bakteríur, komist inn í heilann í gegnum himnu sem nefnist heila-bróðþröskuldur. Svo- nefnd amyloid-prótein í heilanum taka þá til varna og mynda nokkurs konar kóngulóarvef utan um sýk- inguna, sem visnar þá og deyr. Það sem eftir verður í heilanum veldur þar viðbrögðum sem eru eins og heilaviðbrögð í alzheimers-sjúklingi. Í skýrslu teymisins kemur fram að tilgátan hafi sannast á ýmsum örver- um, þráðormum og músum, en enn er langt í land í rannsóknir á mönn- um. Hugmyndin verð allrar athygli Jón Snædal, læknir og sérfræð- ingur í öldrunarlækningum við Landspítalann, segir að hugmyndin sé verð allrar athygli þótt ýmislegt sé erfitt að sjá að geti staðist. „Ekki er talið að þeir sýklar sem þarna eru notaðir, eins og salmonellubakterían sem veldur taugaveiki, geti komist inn í heilavef nema þá í afar alvar- legum sjúkdómum þar sem fólk lifir ekki af. Þá er einnig talað um að þetta séu kannski ein og ein baktería sem komist í heilann og verði með- höndluð á þennan hátt sem heilinn gerir en menn eiga erfitt með að sjá að það geti gerst vegna þess að það þekkist ekki í raun og veru, hvað þá yfir langan tíma,“ segir Jón. Hann bendir einnig á að dýratilraunir hafa ekki alltaf leitt til sömu niðurstaðna fyrir mannfólkið. „Það er einkum vegna þess að í mannfólkinu virðast þessir sjúkdómar þróast á mjög löngum tíma og það er jafnvel talað um áratugi í því sambandi. Það eru eiginlega engin dýr sem hægt er að nota sem fyrirmynd hvað mannfólkið varðar í þessum efnum. Þau dýr sem mest eru notuð, eins og rottur og mýs, lifa bara í örfá ár,“ bætir hann við. Hann nefnir að á undanförnum ár- um hafi verið gerðar nýjar uppgötv- anir um sjúkdóma af völdum sýkinga þar sem læknar hafi talið að sýking væri ómöguleg. „Þekktasta dæmið í því sambandi er magasár. Það er af völdum bakteríunnar helicobacter. Á árum áður var talið að bakteríur þyldu ekki sýruumhverfið í mag- anum og ég lærði það á sínum tíma. Sú baktería er aftur á móti svo sér- hæfð að hún gerði það. Það uppgötv- aðist ekki fyrr en löngu síðar. Þessi nýja kenning um sýkingar er því ekki óhugsandi. Á þessum tímapunkti er hún bara hugmynd en það eru sann- leikskorn í henni,“ segir Jón. Meðferð á allra næstu árum Þekking um alzheimers- sjúkdóminn hefur aukist til muna á síðustu 20 árum en það hefur reynst þrautin þyngri að yfirfæra þekk- inguna í raunverulega hjálp fyrir sjúklinga. „Við erum heldur bjart- sýnni núna en við vorum fyrir um 5 árum. Fyrsti áratugur aldarinnar var eiginlega áratugur vonbrigða þar sem hver rannsóknin á fætur annarri reyndist neikvæð, sérstaklega varð- andi lyfjarannsóknir. Fyrirtækin hafa haldið að sér höndum en eru að komast af stað aftur. Nú eru trúverð- ugar vísbendingar sem benda til þess að einhvers konar meðferð gæti komið á næstu 2-3 árum,“ segir Jón. „Það er fleira en eitt og fleira en tvennt í pípunum en svo veit maður ekki hvernig þetta lítur út þegar nið- urstöður koma í ljós. Þetta er þess eðlis að við bíðum þar til einhverjir rannsakendur eru búnir að fara yfir allar sínar niðurstöður og kynna þær og þá taka lyfjayfirvöld við og fara vel yfir áður en þau ákveða að eitt- hvað fari á markað.“ Segja sýkingar valda alzheimer  Ný tilgáta um orsakir sjúkdómsins  Sérfræðingur í öldrunarlækningum segir hugmyndina góða þótt nokkuð langt sé í land  Rannsóknum miðar vel og búist er við meðferð á næstu 2-3 árum Morgunblaðið/RAX Heili Alzheimer er algengastur hinna svokölluðu taugahrörnunarsjúkdóma og þeirra sjúkdóma sem oft eru kallaðir minnissjúkdómar og valda heilabilun. Einkenni sjúkdómsins birtast hægt og þróast yfirleitt á mörgum árum. Alzheimer » Alzheimer er ágengur sjúk- dómur sem veldur dauða taugafrumna og þar með rýrn- un í heila. » Ný tilgáta segir sýkingar í heila valda sjúkdóms- einkennum. » Jón Snædal, læknir og sér- fræðingur í öldrunarlækn- ingum við Landspítala, segir kenninguna afar áhugaverða. » Töluvert vaxandi eftirspurn eftir þjónustu við alzheimers- sjúklinga hér á landi. Stórar rannsóknir, óháðar hvor annarri, sem sýna fram á fækkun alzheimers-tilvika hafa farið fram bæði aust- an- og vestanhafs. Jón Snædal segir vísbendingar um að þar sem samfélög hafi töluvert batnað á síðustu 20- 30 árum fari tilvikum fækkandi. „Þar sem fólk lifir heil- brigðara lífi, æðakölkun er meðhöndluð og forvörnum er beitt í miklum mæli hafa þessu mál verið í nokkuð góðu lagi,“ segir Jón. Það er raunin í rannsókn sem gerð var í Kungsholmen í Stokkhólmi í Svíþjóð. „Ég held að það sé ekki ósvipað hjá okkur og því sé munurinn lít- ill. Við verðum þó vör við það hér á landi að það er töluvert vaxandi eftir- spurn eftir þjónustu af þessu tagi,“ segir Jón. Tilvikum virðist fara fækkandi HEILBRIGT LÍFERNI OG FORVARNIR SKIPTA MESTU MÁLI Jón Snædal Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Hreyfiviku Ungmennafélags Ís- lands (UMFÍ), sem stóð yfir 23. til 29. maí. Alls tóku 42 þúsund þátt á 55 þéttbýlisstöðum á landinu og voru viðburðirnir samtals 450 víða um land. „Það er gaman að sjá hversu margir tóku þátt og viðburðirnir fjölbreyttir. Fólk nálgast verkefnið alfarið út frá því hvað sveit- arfélögin hafa upp á að bjóða. Við vitum að Hreyfivikan hefur mikil áhrif, sérstaklega í minni sveit- arfélögum, þar sem aðildarfélög að ungmennafélaginu eru fleiri á landsbyggðinni,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, lands- fulltrúi UMFÍ. Einn liður í Hreyfiviku var sund- keppni sveitarfélaga, og tóku 38 sveitarfélög þátt í ár en 28 árið áður. Samkvæmt sex þúsund skrán- ingum voru syntir rúmlega 4.000 km, sem er svipuð vegalengd og til Möltu. Rangárþing ytra bar sigur út býtum aftur í ár; syntir voru 401,2 km og er það bæting um 89 km á milli ára. Samanlagt voru þetta 487 metrar á hvern íbúa í sveitarfélaginu. „Markmiðið er að fá fleiri til að finna uppáhaldshreyfingu sína og stunda hana að minnsta kosti í 30 mínútur á dag. Öll hreyfing telur. Það skiptir máli að fá aukin hjarta- afköst,“ segir Sabína Steinunn. Hreyfivikan var fyrst haldin hér á landi árið 2012 og er hluti af stóru alþjóðlegu lýðheilsuverkefni. Mark- mið verkefnisins er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020, en þá lýkur verkefninu. Yf- irleitt hefur Hreyfivikan verið hald- in á haustin en eftirleiðis verður hún haldin á vorin. 40 Evrópulönd tóku þátt í ár. thorunn@mbl.is Aldrei fleiri tekið þátt í Hreyfiviku  Rangárþing ytra vann sundkeppni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hella Rangárþing ytra sigraði í sundkeppni sveitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.