Morgunblaðið - 01.06.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.06.2016, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Svar Rússa viðrefsiaðgerð-um Evrópu- sambandsins þrengir víðar að en á Íslandi. Í Þýskalandi er nú rekistefna bak við tjöldin um hvort slaka eigi á aðgerðunum og fyrir helgi lét Frank- Walter Steinmeier, utan- ríkisráðherra landsins, að því liggja að mögulegt væri að gera það „skref fyrir skref“ ef tækist að komast áleiðis í að leysa úr ágreiningnum um Úkraínu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur ávallt verið hörð á því að refsiaðgerðirnar skuli standa þar til Rússar uppfylli öll skilyrði sem þeim fylgja. Sigmar Gabriel, leið- togi samstarfsflokks hennar í stjórn og varakanslari, hefur hins vegar verið opnari fyrir því að gefa eftir. Skilyrðin snúast um að Rússar fari eftir samkomulagi um Úkraínu, sem kennt er við Minsk. Merkel hefur op- inberlega ekki breytt um kúrs en samkvæmt þýska vikurit- inu Der Spiegel er þegar búið að gera áætlanir um hvernig megi slaka á klónni. Þessi leið er umdeild. Stuðningsmenn segja að með því að slaka aðeins á sýni ESB vilja til að koma til móts við Rússa og þá muni stjórnvöld í Moskvu vera tilbúin að svara í sömu mynt. Þetta sé því leið út úr sjálfheldunni. Aðrir segja hins vegar að um leið og gefið verði eftir verði Rússum færður heim sanninn fyrir því að hægt sé að rjúfa samstöðu ríkja Evrópu- sambandsins og þeir muni ganga á lagið. Vandinn er hins vegar að alls ekki er víst að samstaða sé um að framlengja refsi- aðgerðirnar. Emmanuel Mac- ron, ráðherra efnahagsmála í Frakklandi, hefur tjáð sig í þá veru. Austurríkismenn, Ítalir, Spánverjar, Grikkir og Portúgalar hafa einnig efa- semdir. Utanríkisráðherra Ungverjalands, Peter Szijj- arto, sagði í liðinni viku eftir að Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, hafði ver- ið í heimsókn að Ungverjar myndu ekki sætta sig við að refsiaðgerðirnar yrðu fram- lengdar sjálfkrafa. Útflutn- ingur frá Ungverjalandi til Rússlands hefur skroppið saman vegna viðskipta- þvingana Rússa. Sömu sögu er að segja af öðrum grann- ríkjum Rússlands. Ríki sem hafa fundið fyrir þvingunum Rússa finna ekki síst að því að á sama tíma hafa Þjóðverjar haldið áfram að leggja Nord Stream-gasleiðsl- una yfir Eystrasaltið í sam- vinnu við Rússa. Helstu andstæðingar þess að slaka á klónni eru Bretar, Pólverjar og Eystrasaltsríkin. Það yrði ekki heldur vel séð í Washington, það myndi gefa slæmt fordæmi. Refsiaðgerðirnar á hendur Rússum út af innlimun Krím- skaga í Rússland og stuðningi við uppreisnarmenn í austur- hluta Úkraínu áttu að knýja þá til að draga í land. Aðgerð- irnar hafa bitnað á Rússum en með gagnaðgerðum sínum hefur þeim hins vegar ekki síður tekist að skapa þrýsting. Innlimun Krímskaga er að verða orðinn hlutur, framtíð austurhluta Úkraínu er áfram upp í loft. Allt bendir til að úr- slit í störukeppninni séu að ráðast og í ESB verði menn fyrri til að depla augunum. Þrýst á að slaka á refsiaðgerðum við Rússa án þess að þeir uppfylli skilyrði} Veikleikamerki Eins og lesa máí frétt á bls. 6 í blaðinu í dag hef- ur tæpur sólar- hringur, eða sem nemur þremur vinnudögum, farið í að ræða „fundarstjórn“ á yfirstandandi þingi. Svandís Svavarsdóttir nýtur þess vafasama heiðurs að leiða þessar leiðu umræður með góðu forskoti á næsta mann, Össur Skarphéðinsson. Þó að þingmenn VG og Sam- fylkingar séu áberandi í efstu sætum þessa umræðulista eiga fleiri flokkar fulltrúa þar. Sá málefnalegi þingmaður Helgi Hrafn Gunnarsson hefur til að mynda gert það gott í um- ræðum um „fund- arstjórn“, án efa í góðum tilgangi einum og vita- skuld aðeins til að greiða fyrir þingstörfum. Nú þegar þingmenn komast í sumarfrí mættu þeir sem verma efstu sætin á þessum ómálefnalega málþófs- og nöldurlista velta því fyrir sér hvort tíma þingsins og virð- ingu er ekki betur varið í ann- að en þetta innantóma þras. Virðing þingsins eykst ekki við innantómt þras þingmanna } Umræður um „fundarstjórn“ É g var eitt sinn sem oftar að róta í gömlu dóti hjá Fríðu frænku fyrir mörgum árum þegar ég rakst á stokk með gömlum ljós- myndum, lítil portrett límd á karton í stærðinni 9 x 6 cm. Þegar ég svo var að fletta í gegnum myndirnar rakst ég á eina af þremur börnum og þar á meðal eitt með svip sem mér fannst ég kannast við. Þegar ég skoðaði myndina betur kom í ljós að hún var tekin af H. Einarssyni á Akureyri og ofan við myndina hafði einhver skrifað: „Börn Steingríms læknis Akureyri“. Börnin á myndinni voru semsé Anna amma mín í miðj- unni, sennilega á öðru árinu þegar myndin var tekin, líklega 1912, en sinn hvorum megin við hana voru bræður hennar Baldur og Bragi. Það kemur þér væntanlega ekki á óvart, les- andi góður, að það gladdi mig mjög að rekast á þessa litlu mynd sem ég keypti snimmhendis, enda örfáar myndir til af ættmennum mínum frá þeim tíma og hver mynd því dýrgripur. Örlítið fleiri myndir eru til af foreldrum mínum litlum og reytingur af myndum af mér og systkinum mínum frá því við liggjum ber á gæruskinni og fram á unglingsár. Af börnum mínum eru aftur á móti til hundruð mynda og af barnabörnunum? Þúsundir mynda og verða eflaust tug- þúsundir áður en yfir lýkur. Nú vill svo til að mér finnst það hreint afbragð að eiga svo margar myndir af barnabörnunum og þær mættu skipta hundruðum þúsundum mín vegna. Ég er því ekki að barma mér yfir grúanum, en þessar hugleiðingar spruttu af fréttum frá Google um daginn, þar sem fram kom að mynda- geymsla fyrirtækisins, sem opin er hverjum sem vill, geymir nú 13,7 petabæti af myndum, 13.700 terabæti, ef það gerir auðveldara að sjá magnið fyrir sér (gætið að því að Google rekur bara eina þjónustu af mörgum og ekki þá stærstu). Mér þykir líklegt að obbinn af myndunum sé fjölskyldumyndir og þá aðallega myndir af börn- um og barnabörnum. Eftir því sem Google-bændur segja tæki það 424 ár að fletta í gegnum þær myndir, en ekki fylgir sögunni hve hratt er flett. Það er þó nokkuð ljóst að fæstar myndirnar mun nokkurn tímann bera fyrir augu eiganda þeirra eða nokkurs manns yfirleitt. (Þess má geta í þessu samhengi að ljósmyndararnir hafa merkt tvo milljarða myndanna og þá kemur í ljós að í safninu eru 24 milljarðar sjálfsmynda.) Það er viðbúið að manni fallist hendur þegar maður átt- ar sig á því að í stafræna fjölskyldualbúminu eru fleiri myndir en ævin endist til að skoða, en kannski erum við ekki að taka myndir til þess að skoða þær, heldur til að staðfesta augnablikið, sjá viðfangið á skjánum áður en smellt er af og setja þannig punktinn aftan við atburðinn. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Myndasafnið mikla STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Norðurljósin halda áframað laða ferðamenn tillandsins. Ferðamönnumfjölgaði um 30% í norðurljósaferðum á 1. fjórðungi árs- ins, samkvæmt upplýsingum frá fyr- irtækjum í rekstri hópferðabíla, sem Samtök ferðaþjónustunnar tóku saman. Þetta er í takt við aukinn fjölda ferðamanna á þessum árstíma en þeim hefur fjölgað hlutfalls- lega meira á 1. fjórðungi ársins en á öðrum árs- tímum. Í apríl fjölgaði þeim um 35% bor- ið saman við sama tíma í fyrra. Gisti- nóttum á 1. árs- fjórðungi fjölgaði einnig um 35% en meðaldvalarlengd er samt styst á þessum tíma eða þrjár nætur en þær eru að meðaltali fimm á þeim fjórða. Í könnunum Ferðamálastofu kem- ur fram að veturinn 2004/2005 greiddu rúmlega 14% erlendra ferðamanna fyrir norðurljósaferðir, veturinn 2014/2015 var þetta hlutfall komið upp í 42%. „Norðurljósin draga vagninn í vetrarferðum til landsins. Við seljum leitina að norðurljósunum en ekki norðurljósin sjálf. Við getum aldrei ábyrgst að norðurljósin sjáist. Það þarf ákveðin veðurskilyrði til að þau sjáist, hagstætt skýja- og veðurfar þarf að vera fyrir hendi,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. Fjölgun í norðurljósaferðir fyr- irtækisins hefur verið yfir 30% milli ára en fyrirtækið hefur boðið upp á slíkar ferðir frá haustinu 2001. Í stærstu norðurljósaferðinni eitt kvöld í vetur fóru um 1.600 manns með 25 til 30 rútum sem dreifðust á þrjá brottfarartíma. Af þessum far- þegum voru líklega um 1.000 í frírri ferð en þeir sem kaupa norðurljósa- ferð hjá Gray Line geta komið aftur, í allt að tvö ár eftir að ferðin er keypt, ef norðurljósin sjást ekki í fyrstu ferð. Stöku sinnum geta þær aðstæður skapast að engin skilyrði fyrir norð- urljósaferðir hafi verið í nokkra daga í röð eða að fólk hefur ekki séð norðurljós í ferðunum, en þá getur safnast upp í ferðirnar. Ein norður- ljósaferð getur tekið allt upp í fimm klukkutíma og kostar hún 6.400 krónur. Ekki hefur reynst erfitt að manna ferðirnar með starfsfólki, að sögn Þóris, en hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns og er það með um 70 bíla. Fyrirtækið hefur vaxið ört undan- farið í samræmi við fjölgun ferða- manna og þurfa ferðaþjónustufyrir- tæki að vera sveigjanleg til að laga sig að breytilegum markaði. Óánægja breyst í ánægju Þórir bendir á að margt hafi breyst á þessum 15 árum sem fyrir- tækið hefur boðið upp á norðurljósa- ferðir. „Þegar við byrjuðum var meira kvartað en í dag þó að fjöldinn í ferð- unum hafi allt að 100-faldast. Þetta má þakka aukinni þekkingu. Leið- sögumenn þekkja norðurljósin betur og geta skýrt fyrirbærið vel fyrir ferðamönnum, en þeir vita einnig meira að hverju þeir ganga. Annað sem hefur breyst mikið er ljós- myndatæknin. Þegar við byrjuðum var erfitt að ná myndum af þeim. Í dag nemur stafræna tæknin norður- ljósin miklu betur en augað greinir,“ segir Þórir og vísar til fallegra mynda af norðurljósunum sem heilla. Spánverjum fjölgar Enginn munur er á aldurs- samsetningu þeirra sem fara í ferð- irnar. Ferðamennirnir eru frá 20 ára aldri og upp úr. Áhugi fólks á norður- ljósum einskorðast heldur ekki við einn menningarheim umfram annan en löngum hafa Asíubúar verið spenntir fyrir að sjá þetta náttúru- undur. „Það skemmtilega er að fleiri markaðir hafa tekið við sér eins og t.d. Spánverjar,“ segir Þórir. 30% fjölgun í norður- ljósaferðir í vetur Ferðamenn á 1. ársfjórðungi Fjölgun ferðamanna Breyting á ársfjórðungi frá fyrra ári Meðaltalsbreyting 2011-2015 á ársfjórðungi frá fyrra ári Fjöldi ferðamanna Fjöldi ferðamanna Fjöldi gistinátta Útgjöld innanlands Heimild: Hagstofa Íslands og Ferðamálastofa 40 35 30 25 20 15 10 5 0 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Fjöldi gistinátta Farþegar í norðurljósaferðir, hópferðabílar 1. ársfjórðungur 2016 1. ársfjórðungur 2. ársfjórðungur 3. ársfjórðungur 4. ársfjórðungur (%) (%) Þórir Garðarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.