Morgunblaðið - 01.06.2016, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
Daginn lengir „Það fer ekki hjá því að daginn lengir og lengir. Látlaust meira og meira að
skuggunum þrengir.“ Svo kvað Tómas. Myndin var tekin við ráðhúsið í borginni hans.
Styrmir Kári
Við getum notað mismunandi
mælikvarða á stjórnmálamenn
og -flokka. Við getum horft til
þess hvaða viðhorf þeir hafa til
skattheimtu – hvort þeir eru tals-
menn hárra skatta sem aftur
skerða ráðstöfunartekjur ein-
staklinga eða hvort þeir vilja
draga úr skattheimtu og leyfa al-
menningi að halda eftir stærri
hluta launa sinna. Það er einnig
hægt að bregða mælistikunni á
skoðanir um atvinnufrelsi. Sumir vilja setja at-
vinnufrelsinu þröngar skorður, byggja upp um-
fangsmikið eftirlitskerfi enda vantreysta þeir
sjálfstæðum atvinnurekendum. Aðrir berjast
fyrir takmörkuðum afskiptum ríkisins og eft-
irlitsstofnana, vilja fjarlægja hindranir og
greiða þannig leið einstaklinganna til efnahags-
legra athafna.
Mælistikurnar eru fleiri. Við getum litið til
þess hvernig stjórnmálaflokkar vilja tryggja
rétt einstaklingsins gagnvart hinu opinbera –
hvernig þeir standa vörð um almenn mannrétt-
indi, frelsi einstaklingsins, opið og gagnsætt
þjóðfélag.
Orð og athafnir
Fögur fyrirheit eru sérgrein stjórn-
málamanna en oft verður lítið úr efndum.
Þannig var samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar
Samfylkingar og Vinstri grænna, full af göf-
ugum fyrirheitum, enda átti að leiða til öndveg-
is „ný gildi jöfnuðar, félagslegs réttlætis, sam-
hjálpar, sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsis,
siðbótar og lýðræðis“. Ríkisstjórnin hét því að
beita sér fyrir „opinni stjórnsýslu, auknu
gagnsæi og lýðræðisumbótum“.
Reynslan varð önnur. Einstaklingar voru
gagnrýndir fyrir að sækja rétt sinn fyrir dóm-
stólum. Ráðherra taldi rétt að breyta lögum
þegar dómstólar komust að niðurstöðu sem
honum var ekki þóknanleg. Farið var í kring-
um niðurstöðu Hæstaréttar. Baktjaldamakk
var stundað í mikilvægum málum.
Ríkisstjórn vinstriflokkanna
gekk þannig gegn rétti ein-
staklinganna, breytti stöðugt
leikreglum, hækkaði skatta og
þandi út eftirlitskerfið. Rétt-
arstaða einstaklinga varð lakari
og ríkisstjórnin tók sér stöðu
með fjármálastofnunum á kostn-
að einstaklinga og fyrirtækja.
Stórt skref
Í síðustu viku var stigið mik-
ilvægt skref í réttarfarsmálum
undir forystu Ólafar Nordal,
innanríkisráðherra og varafor-
manns Sjálfstæðisflokksins. Undirbúningur að
þessum nauðsynlegu breytingum hófst í tíð
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í innan-
ríkisráðuneytinu.
Með lögum um stofnun millidómstigs –
Landsréttar – er einstaklingum tryggð milli-
liðalaus sönnunarfærsla á tveimur dómstigum.
Um leið voru gerðar breytingar á lögum um
meðferð einkamála og sakamála. Óhætt er að
fullyrða að réttarstaða allra þeirra sem þurfa
að leita eftir úrlausn dómstóla eða verða að
sæta því að koma fyrir dóm styrkist til muna.
Þá mun álag á Hæstarétt – sem hefur keyrt um
þverbak á síðustu árum – verða minna, en
rétturinn mun fyrst og fremst fjalla um mál
sem eru mikilvæg og fordæmisgefandi.
Með breytingunum verður sameiginleg
stjórnsýsla allra þriggja dómstiga færð undir
nýja stofnun á vegum dómstólanna. Stjórn-
sýsla dómstólanna verður öflugri og sjálfstæði
þeirra styrkt.
Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn enn einu
sinni rutt brautina til að bæta réttarstöðu ein-
staklinga og fyrirtækja.
Bætt réttarstaða –
mesta framfaraskeiðið
Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og
fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól
Evrópu, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu
20. apríl 2013 að auðveldlega mætti „rökstyðja
þá skoðun, bæði lögfræðilega og sögulega, að
þrjú síðustu kjörtímabil, hið fyrsta með Sjálf-
stæðiflokk og Alþýðuflokk við stjórnvölinn, en
tvö hin síðari með Sjálfstæðisflokk og
Framsóknarflokk við stjórnvölinn, séu eitt
mesta framfaraskeið Íslandssögunnar að því er
varðar bætta réttarstöðu þegnanna og gegnsæi
ákvarðanatöku í opinberu lífi“.
Forsætisráðherra í þessum þremur rík-
isstjórnum var Davíð Oddsson.
Davíð Þór nefndi nokkur dæmi:
Ný réttarfarslöggjöf árið 1992. Mikilvæg-
asta breytingin fólst í aðskilnaði dómsvalds og
framkvæmdarvalds í umdæmum utan Reykja-
víkur.
Breytingar á mannréttindakafla stjórn-
arskrárinnar árið 1995. Samhliða þróun í
dómaframkvæmd var mannréttindavernd auk-
in.
Lögfesting mannréttindasáttmála Evrópu
árið 1994. Hefur átt þátt í að efla vernd mann-
réttinda á Íslandi og aukið réttindi borgaranna.
Stjórnsýslulögin sem tóku gildi 1. janúar
1994. Stórbættu starfshætti stjórnsýslunnar og
réttarstaða borgaranna í samskiptum við hið
opinbera varð skýrari. Innleidd voru mikilvæg
ákvæði um hæfi opinberra aðila til að taka þátt
í ákvörðun, andmælarétt, rannsókn máls, máls-
hraða, leiðbeiningarskyldu stjórnvalda, rann-
sókn máls, jafnræði og meðalhóf.
Upplýsingalög árið 1996. Mælt fyrir um
rétt almennings til aðgangs að upplýsingum
um tiltekin mál. Gegnsæi í opinberri stjórn-
sýslu var þar með aukið til muna og réttar-
öryggi borgaranna aukið í samskiptum við hið
opinbera.
Samkeppnislög árið 1993. Markmiðið er
að efla virka samkeppni í viðskiptum, vinna að
hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóð-
félagsins, vinna gegn óhæfilegum hindrunum
og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri,
vinna gegn óréttmætum viðskiptaháttum,
skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og
auðvelda aðgang nýrra keppinauta að mark-
aðnum.
Davíð Þór benti einnig á setningu reglna um
verðbréfaviðskipti og EES-samninginn, sem
hefði verið „gríðarlega mikilvægur fyrir starfs-
umhverfi íslenskra fyrirtækja og hagsmuni
neytenda“.
Bylting
Niðurstaða Davíðs Þórs var afdráttarlaus. Í
lagalegu tilliti „hefur í tíð Davíðs Oddssonar í
stóli forsætisráðherra orðið bylting á þeim
lagagrundvelli sem mótar samskipti þegnanna
og fyrirtækja við ríkisvaldið“:
„Dómstólar eru þegnunum og aðilum í at-
vinnurekstri styrkara skjól fyrir ágangi rík-
isvaldsins en áður í íslenskri sögu, stjórn-
sýslulög og upplýsingalög binda hendur
stjórnvalda við ákvarðanatöku í ríkara mæli en
fyrr hefur þekkst í opinberu lífi á Íslandi og
EES-samningurinn hefur styrkt stöðu fyr-
irtækja og bindur hendur stjórnvalda og
þrengir mikið svigrúm þeirra til að taka tillit til
sértækra hagsmuna einstakra fyrirtækja í op-
inberum ákvörðunum. Enginn vafi er á að
þetta hefur leitt til stórkostlegra réttarbóta til
handa öllum almenningi í landinu og aukið
gegnsæi í starfsumhverfi fyrirtækja.“
Í aðdraganda forsetakosninga er eðlilegt og
nauðsynlegt að almenningur leiti svara við því
fyrir hvað þeir einstaklingar standa sem sækj-
ast eftir að gegna embætti forseta lýðveldisins.
Það er ekki alltaf auðvelt. En a.m.k. er hægt er
að bregða mælistiku á Davíð Oddsson, þegar
kemur að réttindum borgaranna og gagnsæi í
opinberri stjórnsýslu. Þar hafa orð og afhafnir
fylgst að og í engu reynt að hlaupast undan
sögunni, enda ekki ástæða til.
Kjósendur vita hvoru megin borðsins Davíð
Oddsson tekur sér sæti sem forseti, þegar
kemur að mikilvægum málum er varða mann-
réttindi, rétt einstaklingsins gagnvart hinu op-
inbera og gegnsæi í stjórnsýslu.
Eftir Óla Björn
Kárason »En a.m.k. er hægt er að
bregða mælistiku á Davíð
Oddsson, þegar kemur að rétt-
indum borgaranna og gagnsæi
í opinberri stjórnsýslu.
Óli Björn Kárason
Að tryggja rétt einstaklinga
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Kurteis og prúður forseta-
frambjóðandi spyr mótfram-
bjóðanda sinn æsingslaust ein-
faldra spurninga en fær yfir sig
holskeflu svívirðinga í fjöl-
miðlum. Hann er sagður óal-
andi og óferjandi, margir ráða
sér ekki á samfélagsvefjum og
kalla hann dóna, og mótfram-
bjóðandinn sem átti ekki til
svar við spurningunum spyr í
nauðvörn sinni: Hefurðu enga
sómakennd, Davíð?
Vissulega er þetta eftirminnileg spurning,
en hvað var það eiginlega sem setti fésbókina
á hliðina, breytti nokkrum borgurum í „virka
í athugasemdum“, og þeir sem eru vanir að
tjá sig í örstuttum svívirðingum á vefnum
urðu sem talibanar í réttarhaldi þar sem þeir
semja jafnóðum lögin og fella svo hinn end-
anlega dóm með sverði?
Þetta sagði Davíð Oddsson og getur nú
hver og einn metið hversu hræðileg þessi orð
eru:
1. Guðni hefur nýja sýn á embættið, en
segir ekkert um það hvaða sýn það er.
2. Almenningur veit ekkert um Guðna og
fyrir hvað hann stendur.
3. Það sem vitað er um skoðanir Guðna
hefur hann verið að hlaupa frá.
4. Síðasta ríkisstjórn vildi ganga inn í Evr-
ópusambandið … eins og Guðni.
5. Ríkisstjórnin vildi greiða Svavars-
samningana … eins og Guðni.
6. Guðni rökstuddi afstöðu sína með Ice-
save-samningunum nákvæmlega eins og
Jóhanna og Steingrímur.
7. „Varstu virkilega að mæla með að við
gerðum samning um Icesave sem við
ætluðum svo ekki að standa við?“
8. Ríkisstjórnin vildi gera atlögu að
stjórnarskránni … eins og Guðni.
9. Guðni sagði: „Gera þarf gagngera og
róttæka endurskoðun á stjórnarskránni
vegna hrunsins.“
Hverju svaraði svo forsetaframbjóðandinn?
Jú, með almennum orðum nema að honum
þótti þetta með Icesave-
samningana ósanngjarnt og orð
sín væru slitin úr samhengi. Hef-
urðu enga sómakennd, Davíð?
spurði loks Guðni Th. Jóhann-
esson. Hann hafði ekki annað að
segja og svo var ekki meira um
sómann rætt.
Enn er ekki vitað af hverju
Guðni spurði. Var það út af því
að Davíð var ókurteis, ruddaleg-
ur, vondur eða ósanngjarn? Nei,
en ýmislegt bendir til þess að
mótframbjóðandinn hafi ekki bú-
ist við því að þurfa að svara fyrir fyrri orð.
Þessi níu atriði eru þess eðlis að frambjóð-
andi þarf að geta svarað þeim og svörin gefa
meðal annars til kynna hvort hann sé
traustsins verður. Forsetaframbjóðanda á
ekki að leyfast að hlaupa frá fyrri yfirlýs-
ingum og skoðunum bara af því að hann er í
framboði.
Lengi hefur það verið svo að allir hafa
leyft sér að berja á Davíð, ausa yfir hann sví-
virðingum, saka hann um að þiggja mútur,
ganga erinda auðmanna og svo framvegis.
Enginn spyr það lið um sómakennd.
Allir sem vilja vita gera sér hins vegar
grein fyrir því að þótt Davíð sé harður í horn
að taka er hann heiðarlegur og vill landi sínu
hið allra besta. Í því efni kann hann til verka.
Hann er maðurinn sem sagði að Íslendingar
ættu ekki að greiða skuldir óreiðumanna.
Þjóðin fylgdi því ráði.
Þetta er ástæðan fyrir því að ég treysti
Davíð Oddssyni betur en öllum öðrum til að
sinna embætti forseta Íslands á fumlausan og
virðulegan hátt.
„Hefurðu enga
sómakennd, Davíð“
Eftir Sigurð Sigurðarson
»Enn er ekki vitað af
hverju Guðni spurði. Var
það út af því að Davíð var
ókurteis, ruddalegur,
vondur eða ósanngjarn?
Sigurður Sigurðarson
Höfundur er sjálfstætt starfandi.