Morgunblaðið - 01.06.2016, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
Yfir hundrað
og fimmtíu sér-
fræðingar frá
30 löndum og
úr mismunandi
fræðigreinum,
t.d. læknis-
fræði, lýðheilsu,
lögfræði og sið-
fræði, frá stofn-
unum svo sem
Yale, Harvard,
Columbia, Ox-
ford, Uppsölum og jafnvel
Brasilíu, hafa skrifað Al-
þjóðaheilbrigðismálastofn-
uninni (WHO) og hvatt til
þess að Ólympíuleikunum
verði seinkað eða þeir fluttir
annað. Ástæðan er zika-
faraldurinn í Ríó. Áhyggjur
þeirra eru aðallega um frek-
ari útbreiðslu til landa með
skerta heilbrigðisþjónustu.
Zika-veiran, sem nýlega
hefur komið fram á sjón-
arsviðið, hefur fundist í um
60 löndum en hvað mest og
þéttast í Ríó. Veiran er al-
mennt meinlítil við smit á
fólki en staðfest er að hún
valdi fósturskaða við þung-
un sem leiðir til dvergheila
(microcephaly). Nokkur til-
felli sjaldgæfs taugasjúk-
dóms hafa verið rakin til
hennar.
Mót hafa verið flutt til
vegna smitsjúkdómafaraldra
en það má vera tæknilega
erfitt að seinka eða flytja
Ólympíuleikana. Bréfritarar
eiga þó þakkir skildar fyrir
að opna umræðuna.
Eftir áratuga starf í
íþróttahreyfingunni við
skipulag, stjórnun, læknis-
umönnun og dómgæslu á
mótum innanlands og ekki
síður utanlands tel ég mér
siðferðilega skylt að leggja
orð í belg.
Það er alltaf
einhver hætta
við ferðalög og
samþjöppun
hópa, t.d.
veirusýkingar í
öndunar- eða
melting-
arfærum eða
svokölluð mat-
areitrun vegna
baktería.
Þekktastar eru
noro-sýkingar,
t.d. á skemmti-
ferðaskipum, sem hafa tíma-
bundið lagt alla að velli. Við
matareitrun hér á landi á
áttunda áratugnum þurfti
að leggja 47 manns á
sjúkrahús. Meginóttinn
hingað til varðandi íþrótta-
mót hefur hins vegar verið
við heilahimnubólgusýk-
ingar og mót verið flutt til
þess vegna.
Keppni á Ólympíuleikum
er æðsta takmark íþrótta-
manna og mikið ævintýri og
þarf mikið til að hafna slíku.
Auk fyrrnefndra áhættu-
þátta er nú sérstök áhætta
við ferðalög til Brasilíu og
verður ekki vikið frá með
einföldum yfirlýsingum ein-
staklinga eða stofnanna.
Það er mikið ábyrgðarleysi
að gera íþróttafólki og að-
stoðarliði ekki ítarlega grein
fyrir henni og hvað hægt sé
að gera til varnar.
Afstaða WHO er mót-
sagnakennd; stofnunin hefur
skilgreint zika-faraldurinn
sem „Global Health Emer-
gency“, sem lauslega mætti
þýða sem alheimsneyðarást-
and, en tekur ekki undir
breytingar á tímasetningu.
Bréfritarar ásaka WHO um
hagsmunaárekstra.
Stofnunin Center for Di-
sease Control (CDC) í
Bandaríkjunum, sem þýða
mætti lauslega sem miðstöð
eftirlits með sjúkdómum,
fylgist hvað best með út-
breiðslu smitsjúkdóma.
Stofnunin er virk vísinda-
stofnun og þar er hvað mest
sérfræðiþekking á smit-
sjúkdómum. CDC hefur
ekki tekið undir breytingar
á tímasetningu en mjög
ákveðið lagt til að þungaðar
konur fari ekki til sýktra
svæða. CDC hefur einnig
lagt til að sé þungun fyrir-
huguð eða möguleg leiti
konan ráðgjafar. Meg-
insmitun verður við stungu
moskítóflugu en veiran get-
ur einnig lifað nokkurn tíma
í sæði karlmanns og smitun
getur orðið þannig.
Talsverðar upplýsingar
má finna á vefsíðu CDC en
mikil áhersla er á lögð á
hversu margt er enn óljóst
um veiruna.
Ég vona að Ólympíusam-
bandið geri íþróttafólki fulla
grein fyrir áhættu og mögu-
legum vörnum og óska því
góðs gengis.
Zika-veiran og
Ólympíuleikarnir í Ríó
Eftir Birgi
Guðjónsson » Það er ábyrgð-
arleysi að gera
íþróttafólki ekki
grein fyrir hinni
sérstöku áhættu við
ferðalög til Brasilíu
og mögulegar varn-
ir.
Birgir
Guðjónsson
Höfundur er sérfræðingur í
lyflækningum, MACP, FRCP,
AGAF, frv. aðstoðarprófessor
við Yale School of Medicine.
Hann var 12 ár í Læknanefnd
Alþjóðafrjálsíþrótta-
sambandsins (IAAF) og jafn-
framt alþjóðadómari og skrif-
aði m.a. bókarkafla um
smitsjúkdóma í íþróttum.
✝ Regína SifMarinósdóttir
fæddist 26. febrúar
1992 í Reykjavík.
Hún varð bráð-
kvödd á heimili
sínu, Lindasmára
93 í Kópavogi, 22.
maí 2016.
Foreldrar henn-
ar eru Guðbjörg
Birkis Jónsdóttir,
bókari, f. 5. ágúst
1962, og Marinó Björgvin
Björnsson, framkvæmdastjóri,
f. 24. janúar 1956. Systkini
Regínu Sifjar eru: 1) Jón Ragn-
ar Birkis, f. 7. apríl 1981. 2)
febrúar 1937, hennar maður er
Guðberg Haraldsson, f. 30.
september 1927.
Regína Sif hóf sína skóla-
göngu í Smáraskóla í Kópavogi,
æfði sund með Breiðabliki og
stundaði fiðlunám í nokkur ár í
Tónlistarskóla Kópavogs. Á
unglingsaldri vann hún með
skólanum í bakaríi og eins við
barnagæslu sem var hennar líf
og yndi. Regína var í Hrafna-
gilsskóla í Eyjafirði og síðar í
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri. Haustið 2014 hóf hún fjar-
nám í Fjölbrautaskólanum í Ár-
múla og síðastliðið ár sótti hún
dagskóla og fjarnám þar. Reg-
ína hóf aftur fiðlunám fyrir
nokkrum árum, sem hún stund-
aði til dánardags.
Útför Regínu fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 1. júní
2016, og hefst athöfnin klukkan
11.
Þorbjörg Alda
Birkis Marinós-
dóttir, fjölmiðla-
fræðingur og rit-
höfundur, f. 7.
desember 1984,
sambýlismaður
hennar er Karl
Sigurðsson, tölv-
unarfræðingur og
tónlistarmaður, f.
24. júlí 1973. Dóttir
þeirra er Regína
Birkis Karlsdóttir, f. 6. júlí
2014. 3) Rebekka Rut Mar-
inósdóttir, nemi, f. 25. desem-
ber 1993. Móðuramma Regínu
Sifjar er Regína Birkis, f. 1.
Elsku hjartans ljúfa, fallega
gullið mitt. Lengi biðum við
pabbi þinn eftir fæðingu þinni
og hvílík hamingja sem við upp-
lifðum þegar þú leist dagsins
ljós. Litla, blíða, fallega skottið
mitt, þú náðir að bora þig inn að
hjartarótum flestra sem þér
kynntust. Þú varst alltaf við-
kvæmt barn, svo blíð, skemmti-
leg og hugulsöm. Þú varst bara
sex ára skott, nýbyrjuð í skóla
þegar þú lentir í einelti sem eng-
an enda ætlaði að taka. Þessi
hræðilega lífsreynsla markaði
djúp sár í sálu þinni og markaði
líf þitt.
Þú varst ótrúlega orðheppin
og oft veltumst við um af hlátri.
Þú elskaðir fiðluna þína og ljúfar
voru stundirnar þegar þú spil-
aðir uppáhaldslögin mín fyrir
mig, þú elskaðir að vera í sundi
og unun var að fylgjast með
hvað þú fórst hratt yfir í skrið-
sundi. Þú elskaðir börn og sak-
leysi þeirra.
Oft var ég hrædd um þig og
fylgdi þér eftir eins og skuggi til
að reyna að tryggja öryggi þitt
og hamingju. Síðasta árið sem
þú fékkst að dvelja hjá okkur
einkenndist af hamingju, gleði,
áföngum, stolti og ást. Litlu
nöfnuna þína, Regínu litlu, elsk-
aðir þú svo mikið og sagðist
stundum láta eins og hún væri
barnið þitt þegar þið voruð að
þvælast saman. Elsku hjartans
blómið mitt, þráðurinn á milli
okkur var svo sterkur og við
elskuðum hvor aðra út yfir öll
mörk. Ef ég spurði hvort þú
nenntir út í búð fyrir mig svar-
aðir þú stundum: „Ég nenni því
ekki, en fyrir þig geri ég allt,
mamma mín.“ Við vorum saman
daglega og gerðum flesta hluti
saman, ef við hittumst ekki í
nokkrar klukkustundir þá gengu
símtölin á milli okkar. Daglega
sagðir þú mér að þú elskaðir
mig og í hverjum mánuði fórstu
og keyptir handa mér blóm og
gjafir, tjaldaðir öllu til, allt til að
gleðja mömmu.
Þú varst mín besta vinkona
og örlátasta, sterkasta og ljúf-
asta manneskja sem ég hef
kynnst og öllum góð. Þú máttir
ekkert aumt sjá öðruvísi en að
reyna að hjálpa og laga. Þú vild-
ir helst gefa öllum allt þitt ef
það gat hjálpað. Þú hófst fata-
söfnun fyrir skjólstæðinga
Landspítalans sem áttu kannski
ekki föt til skiptanna.
Jólin 2014 stofnaðir þú Jóla-
hjálp sem vatt heldur betur upp
á sig, þú gast ekki hugsað þér að
aðrir ættu ekkert til skiptanna á
jólunum, stundum fórstu sjálf og
keyptir handa þeim sem ekki
hafði náðst að safna fyrir.
Kvöldið áður en þú lést fléttaði
ég á þér hárið því þú ætlaðir í
bröns með Erlu þinni næsta
dag. Mitt síðasta verk um kvöld-
ið þegar þú varst sofnuð var að
breiða yfir þig, hjartagullið mitt.
Ég veit ekki hvernig lífið á að
geta haldið áfram án þín, ljúfan
mín. Þakka þér, elsku hjartað
mitt, fyrir alla gleðina, faðmlög-
in, hamingjuna og ástina sem þú
færðir mér. Öll ferðalögin okkar,
öll fallegu bréfin sem þú skrif-
aðir mér í gegnum árin og ræð-
una sem þú samdir þegar ég
varð fimmtug og orðheppni þín
náði þar hæstu hæðum. Ég mun
ætíð minnast þín, grátandi,
syngjandi, hlæjandi, alltaf í huga
mér. Alltaf góð og minn mesti
stuðningur þegar ég átti erfitt.
Ég elska þig, ástin mín, og verð
Regína Sif
Marinósdóttir
✝ Guðrún AnnaThorlacius
fæddist á Bakka-
firði 17. janúar
1931. Hún lést á
heimili sínu þann
22. maí 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Þórarinn
Valdimar Magn-
ússon, f. 17.12.
1902, d. 6.8. 1978,
og Sigurbjörg Sig-
urðardóttir, f. 29.5. 1901, d.
31.12. 1985. Systkini Guðrúnar:
Theódóra Thorlacius, f. 1927,
Jórunn Sigríður Thorlacius, f.
1928, d. 2012, Hólmfríður S.
Thorlacius, f. 1929, d. 2006, Sig-
fríð Thorlacius, f. 1932, d. 1965,
Magna Þóranna, f. 1933, d. 1933,
óskírður bróðir, f. 1938, d. 1938,
Magnús Þórarinn Thorlacius, f.
1940, d. 1972, óskírður bróðir, f.
1942, d. 1942. Uppeldisforeldrar
Guðrúnar voru þau Jósep Th.
Magnússon, f. 1893, d. 1957, og
Kristín Sigurðardóttir, f. 1891,
d. 1990. Þau slitu samvistum.
Uppeldissystir Guðrúnar var
Sveinbjörg Kristinsdóttir, f.
1919, d. 2007.
breitt um landið. Fylgdi hún
henni þar til hún var 16 ára en
þá flutti hún til Reykjavíkur og
sinnti þar ýmsum störfum þar til
þau Halldór Geir felldu hugi
saman. Árið 1954 kaupa þau
hjónakornin lítið hús við Foss-
vogsblett 2a sem þá var í útjaðri
Reykjavíkur. Þar bjuggu þau
ásamt dætrum sínum alla tíð inn-
an um fjölskrúðugan dýrahóp
sem töldu meðal annars hænsni,
endur, kalkúna, kanínur og dúf-
ur svo eitthvað sé nefnt. Árið
1978 lét Guðrún Anna gamlan
draum rætast þegar hún hóf
nám til sjúkraliða. Hún útskrif-
aðist árið 1981 og starfaði við
Borgarspítalann allar götur síð-
an. Guðrún var mikil bókakona.
Á seinni árum gaf hún út tvær
bækur, fyrst kom út bókin Aðrar
víddir árið 2008 og fjallaði um
dulræn málefni. Árið 2015 gaf
Guðrún út síðari bók sína
Ömmusögur úr Fossvoginum en
sú bók inniheldur sannar sögur
af hinu fjölskrúðuga dýralífi sem
hún hélt í Fossvoginum. Guðrún
Anna og Halldór Geir bjuggu í
Fossvoginum meðan heilsa
leyfði en 2013 fluttu þau til dótt-
ur sinnar og fjölskyldu á Hvols-
velli. Halldór Geir fluttist á
hjúkrunarheimilið Lund á Hellu
2014.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 1. júní 2016,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Eftirlifandi eig-
inmaður Guðrúnar
er Halldór Geir
Halldórsson raf-
virki, f. 28.7. 1929,
en þau giftust þann
31.12. 1954. For-
eldrar hans voru
Kristólína Þorleifs-
dóttir, f. í Haga í
Holtum í Rangár-
vallasýslu 12.9.
1898, d. 21.3. 1962,
og Halldór Sigurðsson, beykir, f.
á Pétursborg í Glæsibæjar-
hreppi í Eyjafirði 27.8. 1893, d.
30.11. 1981. Guðrún og Halldór
Geir áttu tvær dætur. 1) Kristín,
f. 1955, d. 1986 2) Auður Frið-
gerður, f. 1957, maki Jens Sig-
urðsson. Börn þeirra eru: a)
Halldór Geir, f. 1978, hann á tvö
börn, maki Birgitta Rut Birg-
isdóttir. b) Sigurður Kristján, f.
1982, hann á þrjú börn, maki
Sigrún Elva Guðmundsdóttir. c)
Rúnar Smári, f. 1990. d) Kristín
Anna, f. 1991. 5) Auður Ebba, f.
2000.
Guðrún Anna ólst upp hjá
Kristínu sem sinnti hjúkrunar-
og ráðskonustörfum vítt og
Mig langar að skrifa nokkur
minningaorð um móður mína. Ég
ólst upp í yndislegu umhverfi í
Fossvoginum, sem þá var mjög af-
skekkt. Þarna vorum við með mik-
ið af dýrum og ræktuðum alls
kyns grænmeti. Það var því alltaf
nóg að gera á þessu heimili.
Mamma var alltaf mjög skipulögð
og voru heimilisverkin fram-
kvæmd eftir dögum og þá voru
fimmtudagar alltaf skemmtileg-
astir því þá var bökunardagur og
þá kom líka sendingin úr KRON,
mamma pantaði alltaf matvörur
þaðan, þangað til pabbi keypti
Bedfordinn þegar ég var ca. átta
ára. Minnisstæðar eru verslunar-
ferðirnar til Reykjavíkur á laug-
ardögum með fjölskyldunni og
frændfólki og var þá mikið sungið
í Bedfordinum.
Mamma fór að vinna í fiski í
nokkur ár en fann að það var
stundum erfitt og langaði alltaf að
fara í nám þar sem hún hafði ekki
tækifæri til þess á sínum tíma þar
sem hún var á svo miklu flakki
með Kristínu ömmu vegna starfa
hennar. Hún dreif sig svo af stað í
nóvember 1978 og ætlaði að skrá
sig til náms eftir jólin. Þá var
henni sagt að byrja strax og það
gerði hún og lauk fyrst gagn-
fræðaprófi og svo sjúkraliðaprófi.
Hún lauk því 1981. Hún kom oft
Guðrún Anna
Thorlacius
Nýlega las ég
texta eftir Unn-
stein Manuel,
tónlistar- og
sjónvarpsmann,
með yfirskrift-
inni „Mér líður
illa“. Mér leið
sérlega vel áður
en ég las grein
Unnsteins, enda
nýkominn úr bíl-
ferð með henni mömmu
minni. Við borðuðum í Ol-
ísskálanum í Borgarnesi
þann besta plokkfisk sem ég
hef nokkru sinni bragðað.
Ekki spillti fyrir að þjón-
usta starfsfólksins var óað-
finnanleg og maturinn ódýr-
ari en hamborgari í flestum
vegasjoppum. Verst þótti
mér að gleyma að spyrja frá
hvaða heimshorni upp-
skriftin væri, en það geri ég
næst þegar ég á leið um
Borgarnes. Það var ekki
síðra kaffið sem við drukk-
um í heimleiðinni á veitinga-
húsinu Hraunsnefi, skammt
ofan Bifrastar, með útsýni
yfir Norðurána, sem innan
fárra daga fer að iða af laxi.
En aftur að efninu. Í nið-
urlagi greinar sinnar segir
Unnsteinn að hann þurfi að
gæta þess að viðra ekki of
mikið sínar pólitísku skoð-
anir, annars reki „ákveðnir
framsóknarmenn“ útvarps-
stjóra. Nú veit
ég ekki við
hvaða fram-
sóknarmenn
Unnsteinn hef-
ur rætt hlut-
skipti flótta-
manna, sem
hugleiðing
hans fjallar
um. Né heldur
hvaða fram-
sóknarmenn
hann telur
hafa vald til að
reka útvarpsstjóra.
Hins vegar held ég að
þarna hafi Unnsteinn dottið
í þá gildru að nota elsta
bragðið úr elstu bókinni,
sem er að gera hóp fólks
tortryggilegan, í þessu til-
viki framsóknarmenn.
Væntanlega til að undir-
strika ágæti eigin útgáfu af
sannleikanum, líkt og höf-
undur bókarinnar um Jesú
gerði við tollheimtumennina.
Þó að ég hafi ekki flokks-
skírteini í Framsóknar-
flokknum, eða öðrum flokk-
um ef út í það er farið,
þekki ég nokkra framsókn-
armenn og það er mín
reynsla að þeir séu ekki
verri eða betri en fólk úr
öðrum flokkum. Þó að ég
þekki morðingja og fleiri
ógæfumenn persónulega
gefur það mér ekki rétt til
að kalla fjölskyldur þeirra
glæpagengi. Sama ætti að
gilda um Unnstein; þó að
hann kunni að hafa óbeit á
einstaklingum í Framsókn-
arflokknum má hann ekki
gefa sér að þar á bæ séu all-
ir rasistar. Sérlega ekki ef
hann ætlar að fjalla um mál
sem þessi sem fagmaður í
fjölmiðlum.
Í greininni mælir Unn-
steinn öðru hvoru fyrir
munn ímyndaðs rasista sem
eys úr brunni mannfyrirlitn-
ingar og ógeðs í garð ann-
arra en hvítra Evrópubúa.
Ef Unnsteinn er þarna að
setja sig í stellingar sinnar
eigin staðalmyndar af
framsóknarmanni þarf hann
sannarlega að vinna í for-
dómum sjálfs sín gagnvart
þúsundum samlanda sinna.
Mér leið vel
Eftir Kára
Gunnarsson
Kári Gunnarsson
» Þó að ég hafi
ekki flokks-
skírteini í Fram-
sóknarflokknum,
eða öðrum flokkum
ef út í það er farið,
þekki ég nokkra
framsóknarmenn
og það er mín
reynsla að þeir séu
ekki verri eða betri
en fólk úr öðrum
flokkum.
Höfundur er kennari.