Morgunblaðið - 01.06.2016, Side 30

Morgunblaðið - 01.06.2016, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað KLEINUR Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Á morgun, fimmtudaginn 2. júní kl. 20, verður í sýning í Gamla bíói sem fjallar um Mistakasögu mannkyns. Á boðstólum verða hefðbundin ljóð og tónlist sem fara í gegnum nýstár- lega skapandi hakkavél í ádeiluverki tónlistarmannanna Hallveigar Rún- arsdóttur, Erps Eyvindarsonar, Hilmars Arnar Hilmarssonar og Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Vanmetum greind almúgans Aðstandendur sýningarinnar vitna í fréttatilkynningu í blaðamanninn H.L. Mencken, sem vann hjá Chicago Tribune í byrjun síðustu aldar: „Eng- inn hér í heimi hefur eftir minni bestu vitneskju – og ég hef ráðist í áralang- ar rannsóknir og notið liðsinnis ann- arra við þær – nokkurn tíma tapað fé á því að vanmeta greind hins al- menna fjölda. Né hefur nokkur þurft að segja af sér embætti vegna þessa.“ Þarna er ákveðinn tónn sleginn fyrir sýninguna. Trúarbrögð, heimspeki og listir hafa árþúsundum saman fjallað um hina „illu hneigð“ mannkyns og að það sé okkur eðlislægt að endurtaka mistök kynslóðanna. Mistakasaga mannkyns skoðar söguna sem og íslenskan raunveru- leika okkar daga með hjálp tónlistar allra alda. Harmljóð bókmenntanna, tregasöngvar ólíkra tónlistarstefna og kaldhæðnir textar um það hvernig sagan hefur gefið okkur óljósa von um framtíðina mynda grunn verks- ins. Tónlistarmennirnir fjórir leita svara við því hvort okkur sem mann- kyni sé viðbjargandi, hvort líffræðin sé öllu yfirsterkari og hvort við séum öll á leið út í geim. Upphafið býr í klámvísu Mistakasaga mannkyns er fyrsta samstarfsverkefni þessara lista- manna og spratt samstarfið út frá verkefni þeirra með Bjarka Karls- syni, íslenskufræðingi og skáldi, sem fékk þessa listamenn til þess að vinna með sér að flutningi og túlkun á klámvísu sem var skrifuð á handrit af Grettissögu á miðöldum. Listamennirnir náðu það vel sam- an að þeir fóru að þróa með sér annað verk og nú án Bjarka. Listamennirnir koma úr ólíkum áttum, úr klassískum söng eða úr rapptónlist eða þjóðlagahefð. „Já, verkið er tónlist, ljóðlist og sjónrænt, þetta er allt sett saman í eina ágæta súpu,“ segir Erpur Ey- vindarson, einn listamannanna. „Við erum að fókusera á Íslandssöguna en erum í raun að segja heimssöguna. Það er þetta með mannskepnuna að halda alltaf að hún sé miðpunktur alls. Sérstaklega ef okkur tekst að búa til ágæt samfélög, þá missa menn sig gjarnan í einhverjar fantasíur um eigið ágæti. Þá ryðjast menn líka fram og sækjast til valda og þetta vald yfir hugmyndum og hugum fólks er mikilvægasta valdið. Upphaf verksins býr í raun og veru í klámvísu frá miðöldum. Tónlist og ljóðlist og svo er þetta sjónrænt. Já, þetta er svona allt sam- an í góðri súpu.“ Þú segir að vald yfir huga fólks sé mikilvægasta valdið? „Já, og þessi valdabarátta er í gangi allt í kringum okkur. Þetta er náttúrulega algjör sturlun. Það sem Hollywood er að segja okkur, þessi heimsmynd sem er alltaf verið að varpa upp. Allt mjög sjálf- miðað og hluti af valdi. Við erum með flutning á hluta af fyrirlestri stórskrítins verkfræðings sem reiknaði hnit út frá píramíd- unum í Egyptalandi þar sem öll hnit vísuðu til Íslands og þetta hlyti því að vera merkilegasta land í heimi. Þetta er svo ofboðslega skemmti- leg upphafning og svo klikkað. Svo má ekki gleyma að sýna þessu fólki virðingu, því að þegar þessi verkfræðingur er að setja Ísland í miðju alls erum við náttúrulega ennþá nýlenda Danmerkur og menn mjög komplexaðir, búa í moldar- kofum og eru að reyna að mikla sig og öðlast sjálfstraust. Þetta fer allt saman svolítið eftir Skrýtna skrímslið syngur í kvöld  Upphaf verksins er í klámvísu frá miðöldum  Mistök eru mannsins  Best að vanmeta fólk Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Óperudagar í Kópavogi eru ný óperuhátíð sem hófst með frum- flutningi á FótboltaÓperu eftir Helga Rafn Ingvarsson í Salnum á laugardaginn á fjölskyldustund Kópavogsbæjar. Flutningur tók um 10 mínútur og að honum loknum var gestum boðið í leyniferð um Salinn með Jón Svavar Jósefsson söngvara í fararbroddi. Úti á grasbala voru fótboltar og mörk og flottir fótboltakrakkar komu í heimsókn. Fjöldi ungs listafólks kemur að hátíðinni, sem stendur til 5. júní. Markmiðið er að breyta Kópa- vogsbæ í óperusvið í nokkra daga með ólíkum viðburðum sem ættu að henta flestum. Meðal dagskrárliða er Óperuganga og krakkaganga um hjarta Kópavogs, hádegistónleika- röð í Salnum, masterclass með Kristni Sigmundssyni og nýstárleg útgáfa af Krýningu Poppeu, einni elstu óperu óperusögunnar. Kaffikantata, kabarett og Selshamurinn Þá verður áhugasömum gestum boðið að syngja á Kabarettkvöldi í Garðskálanum, kaffihúsinu í Gerðar- safni. Kaffikantata Bachs í íslenskri þýðingu verður flutt hér og þar og Selshamurinn settur á svið í Leik- félagi Kópavogs. Viðburðir verða á ýmsum stöðum, í Salnum, Gerðarsafni, Leikfélagi Kópavogs, Smáralind og víðs vegar um bæinn. Ókeypis er á alla viðburði nema hádegistónleikana, miðasala er á tix.is og fólk beðið að panta (ókeypis) miða á operudagar- @operudagar.is. Listrænn stjórnandi Óperudaga er Guja Sandholt. Aðalbakhjarl há- tíðar er Lista- og menningarráð Kópavogs en meðal annarra styrktaraðila er Sendiráð Þýska- lands. Nánar á www.operudagar.is og Facebook-síðunni Óperudagar í Kópavogi. Fullkomna matarboðið Eitt af stóru verkunum á hátíðinni er Selshamurinn sem listamennirnir eru að leggja lokahönd á, en ljós- myndari Morgunblaðsins mætti á æfingu hjá þeim í gær. Leikfélag Kópavogs stendur að sýningunni og þátt í henni taka margir þekktir söngvarar. Í tilkynningu um verkið segir að það sé hægara sagt en gert að vera sáttur við sjálfan sig, jafnvel þó að maður sé selur. Aron er að undirbúa fullkomið matarboð fyrir Elísabetu, unnustu sína. Þau eiga íbúð í blokk með glæsilegu útsýni yfir Kópavog- inn. Í stigaganginum hjá þeim er fá- klæddur maður að lesa Fréttablaðið. Selshamur er til þerris á ofni. Þetta er aðkomumaður og hugsanlega ekki maður. Aron er formaður húsfélagsins og getur ekki liðið kæruleysislega um- gengni í blokkinni en Elísabet er á öðru máli og býður hinni ókunnu veru inn á heimilið. Selshamurinn er nýtt og kómískt íslenskt óperuhandrit eftir Árna Kristjánsson og í tónlistarstjórn Matthildar Önnu Gísladóttur. Fluttar verða þekktar aríur og söngvar úr verkum á borð við Brúð- kaup Fígarós, La Traviata og Hol- lendinginn fljúgandi. Poppea Remixed „Þann 3. og 4. júní verður síðan Poppdans“, segir Guja Sandholt, sem er listrænn stjórn- andi hátíðarinnar. „Þá verða þau Timothy Nelson og Rannveig Kára- dóttir með okkur óperusöngvurum. Við munum sýna og syngja brot úr Krýningu Poppeu. Við vorum með þetta atriði í Rotterdam í fyrra. Þetta er svona alþjóðleg uppfærsla sem við erum stolt af.“ Händel mætir í Kópavoginn George Frideric Händel (1685- 1759) samdi ógrynni af tónlist og sérlega margar óperur og kantötur. Verkið Mi palpita il cor eftir Händel verður flutt í Salnum á ein- um af daglegu hádegistónleikunum sem haldnir verða á hátíðinni. En frá 1.- 5. júní verða haldnir tónleikar í Salnum frá klukkan 12.15 til 12.50. Þátttakendur á Óperu- dögum í Kópavogi koma fram og flytja tónlist úr ýmsum áttum. Sungið fyrir sex hundruð börn Spurð hversvegna í tilkynningum frá hátíðinni segi sumstaðar að hún byrji 1. júní og annars staðar að hún hafi byrjað í maí segir Jóhanna Kristín Jónsdóttir, kynningarfulltrúi sýningarinnar, að það sé útaf því að þau hafi haft ákveðna fordagskrá í síðustu viku. „Við heimsóttum fjóra grunnskóla þá og erum nú búin að syngja fyrir sex hundruð börn,“ seg- ir Jóhanna Kristín. „Svo fórum við til eldri borgara í Gjábakka og Gull- smára og héldum hádegistónleika. Svo var ákveðin foropnun Óperu- daga á laugardaginn þar sem við sameinuðum þessa hátíð við fjöl- Óperur um allan Kópavogsbæ  Fjölskylduvænir atburðir  Óperur sem ná til allra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.