Morgunblaðið - 01.06.2016, Page 31

Morgunblaðið - 01.06.2016, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 því í hvaða samfélagi þú lifir á hverj- um tíma hversu óeðlilegt þetta er. Þetta er alveg eðlilegt í ákveðnum aðstæðum en getur orðið mjög ljótt í öðrum. Ég meina, hvað er hvíti maðurinn að mikla sig núna í dag? Hann var al- gjört drasl á miðöldum og lifði bara í hellum og moldarkofum og borðaði gras og þang á sama tíma og stór- kostleg menningarríki voru bæði í Kína og Mið-Austurlöndum.“ Öryggi er það sem allir vilja „Þetta eru stóru pælingarnar en svo erum við mest að einbeita okkur að þessu smáa. Við viljum öll það sama. Við viljum öll öryggi fyrir okk- ur og börnin okkar. Við viljum geta étið án þess að vera étin. Verða ein- hvern veginn hluti af þessu gang- verki. En svo þegar menn eru í valda- stöðum með ýmsar ágætar hug- myndir um að ná þessum markmiðum fyrir sem flesta fer framkvæmdin alltaf í eitthvert fokk. Við segjum frá þessu bæði með ljóðum og tónlist. Við erum með egypsku dauðabókina, sem er svona fyrsti vísirinn að boðorðunum. Síðan tökum við fyrir öll þessi helstu menn- ingarsamfélög sem hafa átt sín ljóð og sína tóna. Við byrjum samt alltaf á Íslandi og endum alltaf þar.“ Samstarf listamanna Hafðir þú unnið með þessum lista- mönnum áður en þið hittust í kring- um þetta verkefni hjá Bjarka? „Nei, fæst af okkur þekktumst fyr- ir þetta samstarf. Nema að ég hafði unnið með Hilm- ari Erni áður. Við unnum með rímna- ljóninu Steindóri Andersen í verkefn- inu Rímur og rapp. Stikluvik var lagið okkar, þar sem við blönduðum saman gömlum rímum og rappi okk- ar tíma. Það náði gríðarlegum hæð- um, þú ættir að kíkja á það á You- tube. Það verður líka hluti af mistakasögunni. Hallveigu Rúnars- dóttur og Bjarna Frímanni kynntist ég í flutningi á Grettisdæminu hans Bjarka Karlssonar í Humboldt- háskóla í Berlín. Bjarki kemur reyndar við sögu í mistakasögunni sem vígslubiskup, við vildum sýna honum virðingu fyrir að hafa leitt okkur saman.“ Mótsagnir Þessi menningarsaga er saga mistaka. skyldustund menningarhúsanna í Salnum. Við fengum fullt af fótbolta- stelpum úr Breiðablik í heimsókn, klæddum í landsliðsbúninga. Skóla- kór Kársnes var þarna að syngja Áfram Ísland.“ Fótboltaóperan verður sýnd aftur á hátíðinni „En það fólk sem hefur misst af þessari foropnun hátíðarinnar á möguleika á að sjá þessa fótbolta- óperu aftur seinna. Þetta er 10 mín- útna ópera og verður sýnd aftur í óperugöngunni. Aðalpóllinn á hátíðinni er Óperu- gangan, en hún fer fram þrisvar sinnum og það er stoppað á fjórum, fimm stöðum á meðan á göngunni stendur og þar syngjum við.“ Hver er pælingin á bak við óperu- daga, þetta hljómar óvenjulegt? „Við erum að reyna að breyta þeirri hugmynd að ópera sé leiðinleg fyrir börn. Svo margt ungt listafólk er kappsamt og vill koma óperunni út úr þessum kassa. Grunnhug- myndin er að færa óperuna í annað umhverfi en hún á að venjast.“ Morgunblaðið/Eggert Selshamurinn Í Kópavogi er allt á fullu við að undirbúa sýningu á metnaðarfullu verki eftir Árna Kristjánsson. Ljósmynd/Kris van Veen Poppea Rannveig Káradóttir og Timothy Nelson tengja samtímann og fortíðina í alþjóðlegu verki sínu sem er túlkun á verki Bach. Rapparinn Snoop Dogg hvetur bandaríska blökkumenn til þess að horfa ekki á Roots, nýja þáttaröð sem er endurgerð samnefndrar þáttaraðar frá árinu 1977. Nýju þættirnir hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda en Snoop er ekki eins hrifinn og segir í myndbandi sem hann setti á Instagram að hann sé búinn að fá nóg af sjónvarpsþátt- um og kvikmyndum sem sýni mis- þyrmingar á þeldökkum Banda- ríkjamönnum. „12 Years a Slave, Roots, Under- ground, ég get ekki horft á þennan fjára lengur,“ sagði Snoop. „Þeir ætla bara að halda áfram að sýna okkur misþyrmingarnar sem við urðum fyrir fyrir mörg hundruð ár- um. En vitið þið hvað – við sætum enn sömu illu meðferðinni,“ sagði Snoop og lagði til að heldur yrðu gerðir þættir og kvikmyndir um velgengni þeldökkra Bandaríkja- manna. Þættirnir Roots, eða Rætur, eru byggðir á samnefndri bók Alex Haley og fjalla um ungan Afríku- mann, Kunta Kinte, sem hnepptur er í ánauð og fluttur til Bandaríkj- anna, og afkomendur hans. Segir nóg komið af mis- þyrmingum á þeldökkum AFP Ósáttur Bandaríski rapparinn Snoop Dogg horfir ekki á Roots. Stjórnlagadómstóll í Þýskalandi, æðsta dómsstig landsins, kvað upp þann dóm í vikunni að lagahöfund- inum Moses Pelham hefði verið heimilt að nota tveggja sekúndna bút úr lagi hljómsveitarinnar Kraft- werk, „Metall auf Metall“, í lag sitt „Nur Mir“ með söngkonunni Sa- brinu Setlur frá árinu 1997. Lag Kraftwerk er frá árinu 1977. Fyrir fjórum árum komst Hæsti- réttur Þýskalands að þeirri niður- stöðu að brotið hefði verið á höf- undarrétti Kraftwerk með notkun þessa tveggja sekúndna búts. Pel- ham og Setlur áfrýjuðu þeim úr- skurði. Kraftwerk tapaði máli fyrir stjórnlagadómstóli Kraftwerk Lagið „Metall auf Metall“ er á plötu Kraftwerk, Trans Europa Express, sem hér sést. 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn Sun 12/6 kl. 19:30 aukasýn Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn Sýningum lýkur í vor! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 1/6 kl. 19:30 Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Mugison (Kassinn) Fim 2/6 kl. 20:30 Fös 10/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30 Fös 3/6 kl. 20:30 Sun 12/6 kl. 20:30 Fim 23/6 kl. 20:30 Lau 4/6 kl. 20:30 Fim 16/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30 Sun 5/6 kl. 20:30 Fös 17/6 kl. 20:30 Lau 25/6 kl. 20:30 Fim 9/6 kl. 20:30 Lau 18/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30 Miðasala á mugison.com Ekkert að óttast (Kassinn) Lau 4/6 kl. 19:30 Áhugaleiksýning ársins! DAVID FARR MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Mið 1/6 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu. Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.