Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 4
§rum aö ta£a upp mjjarvörur ^Buæur, mussur og Bjóf/ir ístórum stæroum 01 'Uioma ATVINNA Starfsfólk óskast strax til sumarafleysinga í matvöruverslun í Keflavík. Breytilegur vinnutími, dag-, kvöld- og helgarvinna í boði. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri. Umsóknir berist á skrifstofu Víkurfrétta að Grundarvegi 23 eða með tölvupósti á jonas@vf.is fyrir 21. maí nk. Merkt: Sumarvinna Bláa lóns mótið Sunnudaginn 18. maí Höggleikur með/án forgj., hámarksforgj. karla 24, konur 28. Verölaun með forgjöf 1. sæti Flugfarseðill fyrir tvo til Evrópu með lcelandair. 2. sæti Flugfarseðill fyrir einn til Evrópu með lcelandair. 3-5.sæti Vöruúttektir. Verðlaun án forgjafar 1. sæti Flugfarseðill fyrir tvo til Evrópu með lcelandair. 2. sæti Flugfarseðill fyrir einn til Evrópu með lcelandair. 3. sæti Vöruúttekt. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Allir keppendurfá teiggjafir. Keppnisgjald kr. 3.000 £) m DEL HITAVEITA SUÐURNESJA HF Ræst út frá kl 8-15, skráning á www.golf.is og í síma 421-4100 Lumar þú á frétt? 898 2222 Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar! Púlsinn í Sandgerði: Ævintýraskóli í júní Allir krakkar á Suður- nesjum á aldrinum 6 til 15 ára eiga nú þess kost að fara í Ævintýraskólann í Púlsinum, Sandgerði í júní. Starfræktur verður fjölbreytt- ur og skemmtilegur skóli þar sem aðaláhersian verður á sköpun og leikgieöi barna og unglinga. Ævintýraskólinn hefst 4. júni og verður honum skipt upp í viku- tímabil, þrjár klukkustundir á dag. Nemendur geta skráð sig til þátttöku í eina viku eða verið með allar þrjár vikurnar sem skólinn verður starfandi. Hug- myndin með Ævintýraskólanum er að örva sköpunargleði barna og unglinga, til þess að þau geti sjálf nýtt sér það sem þau læra og átt litríkt sumar. Sérstök ung- lingasmiðja verður einnig í þess- um skóla og fá unglingarnir sér- sniðin verkefni með ævintýra- legu sniði sem hentar þeirra áhugasviði og aldri. Námsefni Ævintýraskólans verður m.a. leiklist, þjóðsögur og ævintýri, útileikir, ftiglaskoðun, fjöruferð, stomp, karokí, krakkajóga og slökun. Takmarkaður þátttak- endafjöldi. Tryggðu baminu þínu pláss! Skráning er hafin á netinu www.pulsinn.is / (pulsinn@puls- inn.is) og í síma 848-5366. stuttar FRÉTTIR Komust ekki „Krýsuvíkur- leiðina” fram- hjá löggunni! Tveir karlmenn voru handteknir við á Krýsuvíkurleiðinni við HKleifarvatn aðfaranótt sl. laugar- dags, grun- aðir um innbrot eða innbrotstil- raun í fisk- vinnslufyr- irtæki í Grindavík þá skömmu áður. Þeir gistu fangaklefa og voru yfir- heyrðir af rannsóknarlög- reglu um morguninn. Viðurkenndu þeir m.a. innbrot og þjófnað á humri í fisk- vinnslufyrirtæki í Garði í vik- unni og virðist sem þama sé um að ræða skipulagða starf- semi sem tengist fíkniefna- heiminum, en í vikunni vom tveir menn handteknir við samskonar iðju í Þorlákshöfn og Eyrarbakka. Viðhaldskerfið ConMan 2.0 .NET tilbúið: Fullkominn hugbúnaður fyrir Netið - þróaður hjá keflvíska hugbúnaðarfyrirtækinu daCoda Nýverið sendi hugbúnað- arfyrirtækið daCoda frá sér nýja útgáfu af viðhaldskerfinu ConMan. Nýja útgáfan, sem hefur fengið vörunúmerið 2.0, er öll hin glæsilegasta og hefur fengið frábæra dóma hvar sem hún hefur verið sýnd. Nýja útgáfan var algjörlega skrif- uð frá grunni og má þvi segja að ekki sé hægt að líkja henni við fyrirrennara hennar, þ.e. útgáfu 1.2. Undirstaða ConMan 2.0 er hið nýja þróunarumhverfi frá Microsoft sem ber nafiiið .NET. Þetta nýja þróunammhverfi hef- ur hvarvetna verið lofað fyrir framúrskarandi tækni og mikla stækkunarmöguleika. .NET um- hverfið er einnig mjög samheldið samansafn af tólum og því lítið mál að endumýta þann kóða sem skrifaður hefur verið í fleiri gerðir hugbúnaðar, s.s. upplýs- ingaskjái og vefþjónustur sem nýtist einkar vel í farsímalausn- um. Viðmót ConMan 2.0 hefur einnig verið endurhannað frá grunni. Það svipar mjög til hinna sívinsælu stýrikerfa frá Microsoft, þ.e. Windows 2000 og Windows XP. Það er þvi leikur einn fyrir þá sem eru vanir að vinna í þeim umhverfum að til- einka sér fljót og örugg vinnu- brögð í ConMan 2.0. Allar viðbætur við kerfið sem voru til fyrir fyrri útgáfur hafa einnig verið endurskrifaðar. Við- bæturnar eru margar og er þar helst að nefna Dagatal, Skoð- anakannanir, Póstlista, Póstkort, Gallerí og Starfsmannahald. Meðal viðskiptavina daCoda em Bláa lónið, Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, Víkurfréttir, Suðurfréttir, Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli o.fl. o.fl. Hvað er ConMan? ConMan er hugbúnaður sem ger- ir notendum hans auðvelt fyrir að halda úti öflugum og lifandi vef á mjög einfaldan máta. Þeir sem hafa tileinkað sér vinnubrögð í Word og Excel eru mjög fljótir að aðlaga sig að ConMan 2.0 .NET og nýta alla þá kosti sem hann hefur uppá að bjóða. Con- Man kerfið er vistað miðlægt sem þýðir að hægt er að komast inní hugbúnaðinn hvaðan sem er í heiminum í gegnum Intemetið. 4 VIKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.